Fréttasafn
Fréttir eftir mánuðum
17.9.2024
Norræn neytendayfirvöld leggja áherslu á aukið samstarf fyrir sterkari neytendavernd.
Dagana 26 til 28. ágúst sl. hittust fulltrúar neytendayfirvalda frá Danmörku, Færeyjum, Finnlandi, Grænlandi, Íslandi, Svíþjóð og Noregi, til að ræða sameiginlegar áskoranir neytenda og framfylgdarúrræði stofnananna.
Meira16.9.2024
Þrjár verslanir á höfuðborgarsvæðinu sektaðar fyrir ófullnægjandi verðmerkingar.
Í sumar skoðaði Neytendastofa m.a. ástand verðmerkinga hjá verslunum sem staðsettar eru í Ármúla og nærliggjandi götum. Farið var í 50 verslanir og kannað hvort söluvörur væru verðmerktar. Í fyrri skoðun voru gerðar athugasemdir við verðmerkingar hjá 13 verslunum.
Meira11.9.2024
Skilmálar unaðsvöruverslana
Neytendastofa hefur til skoðunar skilmála unaðsvöruverslana við fjarsölu. Stofnunin hafði áður lokið ákvörðun gagnvart fjórum fyrirtækjum þar sem skilmálar voru ekki í samræmi við lög og hefur nú lokið ákvörðun gagnvart tveimur til viðbótar. Stofnunin sendi upphaflega athugasemdir til 11 fyrirtækja og óskaði skýringa eða athugasemda. Neytendastofa hefur nú lokið ákvörðun gagnvart verslunum Tantra og Tinda með fyrirmælum um að gera úrbætur á skilmálum sínum.
Meira