Fréttasafn
Fréttir eftir mánuðum
31.8.2022
Nýjar leiðbeiningar Neytendastofu um merkingar auglýsinga á samfélagsmiðlum
Neytendastofa hefur nú gefið út uppfærðar leiðbeiningar stofnunarinnar um merkingar auglýsinga á samfélagsmiðlum.
Meira12.8.2022
Frávísun Neytendastofu staðfest
Neytendastofa vísaði frá án efnislegrar meðferðar, erindi frá Símanum hf. Í erindinu var kvartað yfir fullyrðingum í auglýsingum keppinautar. Erindinu var vísað frá með vísan til þess að áhersla skuli lögð á mál sem brýnust þykja fyrir heildarhagsmuni neytenda.
Meira12.8.2022
Ákvörðun Neytendastofu staðfest að hluta
Neytendastofa bannaði Bonum ehf., sem rekur Sparibíl, að birta fullyrðinguna „Sömu bílar bara miklu ódýrari“ og aðrar fullyrðingar um verðhagræði þar sem þær væru ósannaðar. Þá gerði stofnunin Bonum að birta skýringar með auglýsingum um 5 ára ábyrgð bifreiðanna.
Meira11.8.2022
Ákvörðun Neytendastofu staðfest
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um sektir fyrir skort á verðmerkingum.
Meira11.8.2022
Ákvörðun Neytendastofu vísað til nýrrar meðferðar
Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri tilefni til aðgerða vegna notkunar Fríhafnarinnar á heitunum „Duty Free“ og „Fríhöfn“. Kvartendur kærðu ákvörðunina til áfrýjunarnefndar neytendamála sem nú hefur ógilt ákvörðunina og vísað málinu til nýrrar meðferðar stofnunarinnar.
Meira