Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir árum

22.12.2009

Verðmerkingar sérvöruverslana í Spönginni til fyrirmyndar

Fulltrúar Neytendastofu fóru í eftirlitsferð í Mjóddina, Spöngina, Fjörðinn og Strandgötuna í Hafnarfirði. Í heildina var farið í 44 fyrirtæki og voru 27 þeirra með vörur í sýningarglugga.
Meira
22.12.2009

IKEA innkallar LEOPARD barnastólinn

Mynd með frétt
IKEA biður viðskiptavini sína sem eiga LEOPARD barnastól að hætta strax að nota stólinn og skila sætinu og grindinni til IKEA. Tekið er á móti stólnum í Skilað og skipt og verður hann að fullu endurgreiddur.
Meira
17.12.2009

Neytendastofa sektar Toys"R"Us

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur með ákvörðun sinni lagt 500.000- kr. stjórnvaldssekt á Toys"R"Us fyrir brota á útsölureglum.
Meira
17.12.2009

Allianz gert að greiða eina milljón króna í stjórnvaldssekt.

Nýi Kaupþing banki, nú Arion banki, kvartaði til Neytendastofu yfir samanburði Allianz á nokkrum lífeyrissparnaðarleiðum. Nýi Kaupþing taldi samanburðinn villandi og þá ávöxtun sem borin var saman ekki samanburðarhæfa
Meira
16.12.2009

Tilkynning varðandi Gorenje kæli-/frystiskápa

Neytendastofa vekur athygli á tilkynningu frá Gorenje varðandi kæli-/frystiskápa. Við tilteknar kringumstæður er möguleiki á galla í einingu
Meira
16.12.2009

Innköllun á brunndælum frá Kärcher

Neytendastofa vekur athygli á innköllun Kärcher á brunndælum sem Rafver hefur umboð fyrir.
Meira
16.12.2009

Verðmerkingum í sýningargluggum stóru verslanamiðstöðvanna hrakar

Farið er reglulega í umfangsmikið eftirlit til að minna verslunareigendur á þessa skyldu sína og eru þeir sem ekki fara eftir ábendingum um úrbætur á verðmerkingum sektaðir.
Meira
15.12.2009

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu

Neytendastofu barst kvörtun frá neytenda vegna ferðar sem hann hafði keypt með Icelandair. Neytandinn bókaði þriggja nátta ferð til Seattle af vefsíðu Icelandair og greiddi fyrir 57.650- kr. Síðar kom tilkynning frá Icelandair þess efnis að verð ferðarinnar hafi verið rangt
Meira
15.12.2009

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurðum sínum nr. 10/2009 staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 21/2009. Með ákvörðun nr. 21/2009 lagði Neytendastofa 600.000 króna stjórnvaldssekt á Heimsferðir fyrir að fara ekki að tilmælum stofnunarinnar.
Meira
15.12.2009

Réttur neytenda til að sjá verð í sýningargluggum brotinn

Í byrjun desember fóru fulltrúar Neytendastofu í slíka eftirlitsferð í sérverslanir í miðbæ Reykjavíkur. Skoðað var hvort verðmerkingar inni í verslunum sem og í sýningargluggum væru sýnilegar. Farið var í 152 verslanir og af þeim voru 138 með
Meira
11.12.2009

Dekkjaverkstæði laga verðmerkingar

Eins og fram kom í frétt frá Neytendastofu í lok október sl. var mjög algengt að verðskrá yfir helstu þjónustuliði dekkjaverkstæða væri ekki sýnileg eins og vera ber,
Meira
9.12.2009

Fræðslufundur um vogir

Mynd með frétt
Neytendastofa bauð til fræðslufundar um vogir fimmtudaginn 3. desember 2009 í húsnæði stofnunarinnar. Á fundinn mættu söluaðilar vogar, aðilar sem veita þjónustu við notendur voga s.s. hugbúnaðarþjónustu og
Meira
9.12.2009

Skýrsla um gjöld flugfélaga

Skýrsla um gjöld sem flugfélög leggja á fargjöld er afrakstur samstarfsverkefnis 11 evrópskra stjórnvalda á sviði neytendaverndar sem Neytendastofa tók þátt í. Undanfarið ár hafa stjórnvöldin rannsakað hvaða gjöld neytendum er skylt að greiða þegar keypt er flugfar
Meira
8.12.2009

Auglýsingar Elísabetar ólögmætar

Neytendastofa hefur bannað Elísabetu tryggingum að auglýsa 30% lækkun á verði heimilistrygginga.
Meira
8.12.2009

Neytendastofa bannar samanburðarreiknivél Tals í óbreyttri mynd

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um reiknivél Tals þar sem neytendur gátu borið símreikning sinn saman við verð hjá Tali til þess að sjá hvort, og hversu mikið, þeir spöruðu á því að flytja viðskipti sín til Tals.
Meira
2.12.2009

Neytendastofa bannar notkun á léninu hestagallery.is

LG Mottur ehf. kvörtuðu til Neytendastofu vegna skráningar og notkunar Friðjóns B. Gunnarssonar á léninu hestagallery.is sem er samhljóða vörumerki LG Mottna,
Meira
2.12.2009

Meiri fjárhagsleg vernd neytenda

Mynd með frétt
Milljónir ferðamanna bóka pakkaferðir á Netinu eða hjá ferðaskrifstofum þar sem samsetningin getur verið flug, hótel eða bílaleigubíll. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er að undirbúa nýjar reglur sem munu veita neytendum meiri fjárhagslega vernd ef eitthvað fer úrskeiðis
Meira
23.11.2009

Heimsókn nemenda í neytendamarkaðsrétti

Mynd með frétt
Föstudaginn 20. nóvember s.l. fékk Neytendastofa heimsókn frá meistaranemum í neytendamarkaðsrétti við Háskólann í Reykjavík.
Meira
23.11.2009

Yfir helmingur matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu með mikið ósamræmi milli hillu- og kassaverðs

Dagana 3. – 13. nóvember sl. gerði Neytendastofa könnun á ástandi verðmerkinga hjá matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt lögum ber verslunareigendum skylda að verðmerkja allar vörur.
Meira
23.11.2009

Tilmæli frá OECD um aukna neytendafræðslu

Í fréttatilkynningu frá OCED kemur fram að nauðsynlegt er að stjórnvöld auki neytendafræðslu í skólum. Markmiðið er að efla gagnrýna hugsun hjá ungum neytendum og auka meðvitund þeirra um neyslu og markaðssetningu
Meira
20.11.2009

Ákvæði í áskriftarsamningi Stöðvar2 brot á lögum

Neytendastofa hefur með ákvörðun sinni, nr. 31/2009, gert 365 miðlum ehf. að breyta áskriftarskilmálum sínum vegna Stöðvar 2.
Meira
19.11.2009

Hættuleg leikföng yfirlit Neytendastofu vegna viku nr. 33-43.

Mynd með frétt
Neytendastofa telur ástæðu til að vekja athygli neytenda og innflytjenda á eftirtöldum tilkynningum um hættulegar vörur þrátt fyrir að þær hafi ekki verið markaðssettar á Íslandi svo vitað sé:
Meira
18.11.2009

Þjónusta tengd farsímum kom vel út á Íslandi

Neytendastofa er aðili að samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd. Stofnunin hefur m.a. þegar tekið þátt í aðgerðum vegna sölu raftækja á netinu, gegnsæi fargjalda hjá flugfélögum og sölu á þjónustu tengdri farsímum á Netinu.
Meira
18.11.2009

Tilkynning varðandi Schwalbe reiðhjóladekk

Neytendastofa vekur athygli á tilkynningu framleiðanda um galla í Ultremo R reiðhjóladekkjum. Sum dekkja af þessari gerð eru ekki nægilega gúmmíborin
Meira
13.11.2009

Auglýsingar um -5 kr. af eldsneytisverði bannaðar

Olíuverslun Íslands og N1 hafa undanfarið auglýst tilboð til viðskiptakorthafa sinna þar sem boðinn er fimm króna afsláttur af dæluverði eldsneytis til handa korthöfunum. Í tilboðinu felst hins vegar að veittur er þriggja króna afsláttur af dæluverði
Meira
12.11.2009

Innköllun Belkin á TuneBase tækjum

Neytendastofa vekur athygli á innköllun Belkin Ltd. á búnaði fyrir iPhone og iPod sem notaður er með útvarpstækjum í bifreiðum.
Meira
11.11.2009

Maclaren USA innkallar barnakerrur

Vegna innkallana á barnakerrum frá Maclaren í Bandaríkjunum vill Neytendastofa koma eftirfarandi á framfæri:
Meira
9.11.2009

Innköllun á hleðslutækjum frá Nokia

Neytendastofa vekur athygli á frétt Hátækni ehf, umboðsaðila Nokia, vegna innköllunar ákveðinna hleðslutækja fyrir Nokia farsíma.
Meira
9.11.2009

Áfrýjunarnefnd neytendamála vísar frá kæru Brimborgar

Með ákvörðun nr. 18/2009 taldi Neytendastofa ákveðnar fullyrðingar Brimborgar brjóta gegn ákvæðum laga nr. 57/2005 þar sem þær höfðu ekki verið sannaðar og voru því ósanngjarnar gagnvart keppinautum og til þess fallnar að hafa áhrif á ákvörðun neytenda um að eiga viðskipti.
Meira
6.11.2009

Ástand verðmerkinga á Árborgarsvæðinu og í Hveragerði

Dagana 13 – 14. október síðastliðinn voru verðmerkinga kannaðar í 78 fyrirtækjum á Árborgarsvæðinu og Hveragerði. Af þessum fyrirtækjum fengu 20 þeirra sent bréf með ábendingum um úrbætur á ástandi verðmerkinga.
Meira
4.11.2009

Námskeið vigtarmanna

Námskeiðum til löggildingar vigtarmanna og til endurlöggildingar vigtarmanna voru haldin í október sl. Mjög góð mæting var á öll námskeiðin, en tvö voru haldin i Reykjavík og eitt á Reyðarfirði.
Meira
2.11.2009

Tilkynning varðandi Samsung kæliskápa

Neytendastofa vekur athygli á áríðandi tilkynningu framleiðanda um mögulegan galla í ákveðnum gerðum Samsung kæliskápa. Neytendastofa hvetur
Meira
29.10.2009

Illa verðmerkt í gluggum sérverslana á Reykjanesi

Dagana 15., 19. og 20. október síðastliðinn voru verðmerkingar í Reykjanesbæ og Grindavík kannaðar. Farið var í 70 fyrirtæki, 38 sérverslanir, fimm matvöruverslanir, þrjá stórmarkaði með sérvöru, tvö bakarí, níu hársnyrtistofur, þrjár snyrtistofur, sex bensínstöðvar og fjögur hjólbarðaverkstæði.
Meira
29.10.2009

Ráðherra heimsækir Neytendastofu

Mynd með frétt
Ragna Árnadóttir, dómsmála - og mannréttindaráðherra heimsótti Neytendastofu 27. október. Tilefni heimsóknar ráðherra er að frá og með 1. október 2009 heyrir Neytendastofa og neytendamál undir dómsmála-og mannréttindaráðuneytið
Meira
26.10.2009

Lénið okuleikni.is ekki bannað

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að banna ekki notkun á léninu okuleikni.is.
Meira
23.10.2009

Í 60% tilvika hafna netverslanir að afgreiða pantanir neytenda, segir í nýrri könnun ESB

Neytendastofu hefur borist ný skýrsla frá framkvæmdastjórn ESB um netverslun yfir landamæri ESB-ríkja. Í skýrslunni kemur fram að mjög algengt er að fyrirtæki neiti að afgreiða pantanir til neytenda sem vilja kaupa vörur á Netinu og fá þær sendar.
Meira
23.10.2009

Viltu ræða við Kuneva framkvæmdastjóra neytendamála ESB á Netinu og fræðast um hvernig að lög til verndar neytendum vinna daglega með þér?

Í dag 23. október kl. 13.00 á íslenskum tíma mun Meglena Kuneva opna fyrir netspjall við neytendur á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. Í netspjallinu verður lögð áhersla á umræður um með hvaða hætti Evrópsk löggjöf á sviði neytendamála kemur neytendum að gagni í þeirra daglega lífi.
Meira
21.10.2009

Aðeins tíu dekkjaverkstæði með verðskrá í lagi

Núna þegar tími vetrardekkja er að renna í hlað skoðuðu starfsmenn Neytendastofu hvort verðskrár séu til staðar hjá dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu og hvort þær séu aðgengilegar viðskiptavinum.
Meira
20.10.2009

Hættuleg leikföng yfirlit Neytendastofu vegna viku nr. 29-32.

Neytendastofa telur ástæðu til að vekja athygli neytenda og innflytjenda á eftirtöldum tilkynningum um hættulegar vörur þrátt fyrir að þær hafi ekki verið markaðssettar á Íslandi svo vitað sé:
Meira
12.10.2009

Mikill verðmunur á milli bakaría.

Fulltrúar neytendastofu hafa undanfarið gert tvær verðkannanir hjá bakaríum þar sem farið var í 53 bakarí á höfuðborgarsvæðinu og skoðaðar sjö vörutegundir: Kringla, birkirúnstykki, skúffukökusneið, snúður með glassúr, vínarbrauðslengja, kókoskúla og kókómjólk.
Meira
6.10.2009

Úrbætur líkamsræktarstöðva á ástandi- og sýnileika verðmerkinga

Fulltrúar neytendastofu hafa undanfarin mánuð farið í tvær heimsóknir á líkamsræktarstöðvar höfuðborgarsvæðisins til að athuga ástand- og sýnileika verðmerkinga.
Meira
6.10.2009

Áfrýjunarnefnd neytendamála vísar frá kæru Hársnyrtistofunnar Andromedu

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurðum sínum nr. 8/2009 vísað frá kæru Hársnyrtistofunnar Andromedu
Meira
5.10.2009

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu

Með ákvörðun nr. 17/2009 ákvað Neytendastofa að banna ekki Reykjanesbæ að nota heitið Vatnaveröld á sundmiðstöð bæjarins. Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurðum sínum nr. 7/2009 staðfest ákvörðun Neytendastofu.
Meira
2.10.2009

Verðmerkingar á Akranesi í september 2009

Þann 7. september sl. fóru starfsmenn Neytendastofu á Akranes og athuguðu ástand verðmerkinga hjá 30 fyrirtækjum. Ástand verðmerkinga var nokkuð gott, helst vantaði upp á verðmerkingar hjá matvöruverslunum og sérverslunum.
Meira
1.10.2009

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurðum sínum nr. 9/2009 staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 6/2009.
Meira
1.10.2009

Ný yfirstjórn neytendamála

Á Alþingi hafa verið samþykkt lög um breytingu á Stjórnarráði Íslands. Í hinum nýju lögum felst að neytendamál og Neytendastofa munu frá og með 1. október 2009 heyra undir dómsmála-og mannréttindaráðuneytið.
Meira
30.9.2009

Himnesku ehf. bönnuð notkun firmaheitis, vörumerkja og léns

Neytendastofa hefur bannað Himnesku ehf. notkun firmaheitisins Himneskt, vörumerkjanna HIMNESK og HIMNESKT og lénsins himnesk.is.
Meira
29.9.2009

Athugun á verðmerkingum í Borganesi

Þann 8. september sl. gerði Neytendastofa athugun á ástandi verðmerkinga verslana í Borganesi. Farið var í 21 verslun, sérverslanir, bakarí, hárgreiðslu- og snyrtistofur, bensínafgreiðslustöðvar og matvöruverslanir.
Meira
29.9.2009

Neytendastofa gerir ekki athugasemdir við gengisútreikninga á kreditkortareikningi

Stofnuninni barst kvörtun vegna gengisútreikninga á erlendum hraðbankaúttektum sem framkvæmdar voru í byrjun október 2008. Á vefsíðum kreditkortafyrirtækjanna kom fram fullyrðing um að kreditkort sé greiðslumiðill líkt og seðlar
Meira
28.9.2009

Neytendastofa víkur til hliðar breytingu á samningsskilmála bílasamnings

Tilefni ákvörðunarinnar var ábending frá neytanda þar sem fram kom að SP-Fjármögnun byði viðskiptavinum sínum að gera breytingar á skilmálum samningsins vegna greiðsluerfiðleika.
Meira
23.9.2009

Íslenska gámafélaginu gert að afskrá lénið gamur.is hjá ISNIC

Gámaþjónustan kvartaði yfir skráningu og notkun Íslenska gámafélagsins á léninu gamur.is. Gámaþjónustan hafi átt lénið gamar.is frá 1998 en Íslenska gámafélagið hafi skráð lénið gamur.is í mars 2000.
Meira
23.9.2009

Neytendastofa hefur tekið ákvarðanir vegna léna.

Íslenska gámafélagið kvartaði yfir skráningu og notkun Gámaþjónustunnar á lénunum grænatunnan.is og graenatunnan.is.
Meira
18.9.2009

Athugun á verðmerkingum í bakaríum á höfuðborgarsvæðinu

Dagana 25 - 27. ágúst sl. gerði Neytendastofa athugun á ástandi verðmerkinga í 53 bakaríum í eigu 24 fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu.
Meira
18.9.2009

Verðmerkingar hjá líkamsræktarstöðvum

Í byrjun september fóru starfsmenn Neytendastofu í líkamsræktarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og athuguðu ástand verðmerkinga. Farið var í 21 stöð á höfuðborgarsvæðinu í eigu 15 fyrirtækja.
Meira
17.9.2009

Hættuleg leikföng yfirlit Neytendastofu vegna viku nr. 25-28.

Neytendastofa telur ástæðu til að vekja athygli neytenda og innflytjenda á eftirtöldum tilkynningum um hættulegar vörur þrátt fyrir að þær hafi ekki verið markaðssettar á Íslandi svo vitað sé:
Meira
9.9.2009

Athugun Neytendastofu á sölu raftækja á Netinu

Neytendastofa tekur þátt í samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd, sbr. ákvæði laga nr. 56/2007. Einn þátturinn í samstarfinu eru samræmdar aðgerðir á ýmsum afmörkuðum sviðum viðskiptalífsins, á ensku nefnt „sweep“.
Meira
4.9.2009

Námskeið til löggildingar vigtarmanna

Mynd með frétt
Námskeið til löggildingar vigtarmanna verður haldið á Neytendastofu, Borgartúni 21. dagana 5., 6. og 7. október 2009. Endurmenntunarnámskeið verður haldið 12. október.
Meira
3.9.2009

Hættuleg rafföng yfirlit Neytendastofu vegna viku nr. 23-33

Neytendastofa telur ástæðu til að vekja athygli neytenda og innflytjenda á eftirtöldum tilkynningum um hættulegar vörur þrátt fyrir að þær hafi ekki verið markaðssettar á Íslandi svo vitað sé:
Meira
1.9.2009

Faggilding kvörðunarþjónustu Neytendastofu

Dagana 13. og 14. maí 2009 fór fram árleg UKAS úttekt á kvörðunarþjónustu Neytendastofu. Úttektin snýst einkum um að kanna hvort þjónustan standist kröfur ÍST EN ISO 17025:2005 um kvörðunar- og/eða prófunarstofur
Meira
28.8.2009

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu

Með ákvörðun nr. 3/2009 bannaði Neytendastofa Eggerti Kristjánssyni hf. sem rekur Íslenskt Meðlæti hf. notkun umbúða utan um grænmeti. Að mati Neytendastofu er gefið í skyn á umbúðunum að uppruni grænmetisins sé íslenskur sem er ekki rétt.
Meira
28.8.2009

Villandi tilboðsmerkingar á vefsíðu Tölvutækni

Neytendastofu hefur gefið Tölvutækni sjö daga til að koma vefsíðunni í rétt horf. Að þeim tíma linuð þarf fyrirtækið að greiða 50.000 kr. í sekt á dag þar til viðeigandi leiðréttingar hafa verið gerðar
Meira
27.8.2009

Neytendastofa sektar ferðaskrifstofu

Neytendastofa hefur lagt 600.000 króna stjórnvaldssekt á Heimsferðir fyrir að fara ekki að tilmælum stofnunarinnar
Meira
18.8.2009

Hættuleg leikföng yfirlit Neytendastofu vegna viku nr. 20-24.

Neytendastofa telur ástæðu til að vekja athygli neytenda og innflytjenda á eftirtöldum tilkynningum um hættuleg leikföng þrátt fyrir að þær hafi ekki verið markaðssettar á Íslandi svo vitað sé:
Meira
14.8.2009

Neytendastofa bannar auglýsingu Office1

Neytendastofa hefur bannað birtingu auglýsinga Office1 þar sem fullyrt er að skólavörur hjá Office1 séu um 30% ódýrari en hjá Pennanum/Eymundsson.
Meira
11.8.2009

Ástand verðmerkinga í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu

Fulltrúar Neytendastofu fóru í 78 verslanir á höfuðborgarsvæðinu í sumar til að kanna hvort vörur væru verðmerktar og hvort samræmi væri á milli verðs á hillu og í kassa. Teknar voru af handahófi 50 vörutegundir í hverri matvöruverslunum.
Meira
5.8.2009

Á kayak umhverfis Ísland

Á frídegi verslunarmanna lauk Gísli H. Friðgeirsson, starfsmaður mælifræðisviðs Neytendastofu, róðri í kringum Ísland á sjókayak, fyrstur Íslendinga.
Meira
30.7.2009

Einingarverð vöru

Þar sem úrval af vörum er oft mikið getur verið erfitt að átta sig á hagkvæmustu kaupunum. Kröfur eru gerðar til seljenda um að þeir sýni fullt verð
Meira
24.7.2009

Könnun á skartgripum úr eðalmálmum

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur gert könnun á verðmerkingum og ástandi ábyrgðastimpla vegna sölu skartgripa á Akureyri.
Meira
20.7.2009

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvarðanir Neytendastofu

Áfrýjunarnefndin féllst á það mat Neytendastofu að þar sem starfsmaðurinn gegndi enn störfum hjá Petesen þegar hann gerði samning við birginn hafi hann brugðist trúnaðarskyldu sinni með því að hagnýta sér upplýsingar sem teldust til atvinnuleyndarmála
Meira
16.7.2009

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu

Áfrýjunarnefndin féllst á rökstuðning Neytendastofu um að samanburður og framsetning á meðalávöxtun í dreifibréfi Allianz hafi verið ófullnægjandi og villandi þar sem ekki var gerður greinarmunur á þeim fjárfestingarleiðum sem almennum viðsemjendum Kaupþings er gefinn kostur á
Meira
16.7.2009

Ástand verðmerkinga á höfuðborgarsvæðinu

Í mars og apríl sl. kannaði Neytendastofa ástand verðmerkinga í 515 sérvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Verðmerkingar voru yfirleitt í góðu lagi inni í verslununum en ástandið í sýningargluggum var verulega ábótavant og átti það sérstaklega við um verslanir á Laugaveginum.
Meira
10.7.2009

Ákvörðun vegna afpöntunar pakkaferðar

Til Neytendastofu leitaði hópur skotveiðimanna vegna afpöntunar pakkaferðar. Í kjölfar hruns íslensku krónunnar og breyttra aðstæðna vegna þess óskaði hópurinn eftir því að hætta við eða fresta ferðinni
Meira
9.7.2009

Ummæli framkvæmdarstjóra Brimborgar ólögmæt

Sparibíll kvartaði til Neytendastofu yfir fullyrðingum á vefsíðu Brimborgar sem og yfir ummælum framkvæmdastjóra Brimborgar á spjallvef fyrirtækisins.
Meira
8.7.2009

Starfsmaður Neytendastofu rær kringum Ísland

Mynd með frétt
Gísli H. Friðgeirsson, starfsmaður mælifræðisviðs Neytendastofu freistar þess nú að róa kringum Ísland á sjókajak, fyrstur Íslendinga.
Meira
7.7.2009

Nýr löggildingaraðili

Mynd með frétt
Síðastliðinn föstudag þann 3. júlí 2009 veitti Neytendastofa Löggildingu ehf. Gullengi 112 í Reykjavík, umboð til að löggilda ósjálfvirkar vogir með 3000 kg vigtunargetu og sjálfvirkar vogir.
Meira
6.7.2009

Viðhorfskönnun Kvörðunarþjónustu

Í mars 2009 sendi kvörðunarþjónusta Neytendastofu út könnun til viðskiptavina á viðhorfi þeirra til kvörðunarþjónustunnar og bauð þeim að gera tillögur að breytingum.
Meira
25.6.2009

Farandsölumenn

Neytendastofa vill benda fólki á að gæta varúðar þegar verslað er við farandsölumenn. Að gefnu tilefni er sérstaklega varað við að kaupa raftæki og skartgripi sem sagðir eru úr ekta gulli af farandsölumönnum.
Meira
24.6.2009

Hættuleg rafföng yfirlit Neytendastofu vegna viku nr. 17-22

Hættuleg rafföng – yfirlit Neytendastofu dags. 23. júní 2009 vegna viku nr. 17-22. Neytendastofa telur ástæðu til að vekja athygli neytenda og innflytjenda á eftirtöldum tilkynningum um hættulegar vörur þrátt fyrir að þær hafi ekki verið markaðssettar á Íslandi svo vitað sé:
Meira
23.6.2009

Senseo kaffivélar öruggar á Íslandi

Neytendastofa vill koma á framfæri að engin þörf er á afturköllun á Senseo kaffivélum hér á landi þar sem að vatn á Íslandi er ekki kalkríkt.
Meira
23.6.2009

Vivanco fjöltengi tekið af markaði

Innflytjandi Vivanco fjöltengja hefur ákveðið að taka ákveðna tegund Vivanco fjöltengja af markaði
Meira
12.6.2009

Reykjanesbæ heimilt að nota heitið Vatnaveröld

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að banna ekki Reykjanesbæ að nota heitið Vatnaveröld á sundmiðstöð bæjarins
Meira
12.6.2009

Fundur Welmec WG6 um forpakkningar

Dagana 27. og 28. maí 2009 hélt Neytendastofa fund með vinnuhópi 6 hjá samtökum um lögmælifræði í Evrópu (Welmec) en þessi tiltekni vinnuhópur fjallar um forpakkningar (e. prepackages).
Meira
8.6.2009

Neytendastofa bannar Símanum hf. notkun ákveðinna fullyrðinga

Neytendastofa hefur fjallað um auglýsingar Símans hf., sem bera yfirskriftina „Aðgerðaáætlun Símans fyrir fólkið og fyrirtækin“, og komist að þeirri niðurstöðu að hluti auglýsinganna brjóti gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.
Meira
5.6.2009

NSH Sendibílastöð bannað að nota "Sendibílastöð Hafnarfjarðar" í firmaheiti sínu

Neytendastofa hefur bannað NSH Sendibílastöð að nota Sendibílastöð Hafnarfjarðar í firmaheiti sínu. Neytendastofa taldi notkun á heitinu „NSH Sendibílastöð Hafnarfjarðar“ og „Nýja Sendibílastöð Hafnarfjarðar“ of líka firmaheiti Sendibílastöðvar Hafnarfjarðar
Meira
29.5.2009

"Fólkið í næsta húsi" braut lög um viðskiptahætti og markaðssetningu

Neytendastofu bárust fjölmargar kvartanir frá neytendum vegna auglýsingar Garðlistar sem send var á heimili í landinu og leit út sem sendibréf frá nágrönnum.
Meira
27.5.2009

Rafmagnsöryggismál flytjast Brunamálastofnunar

Á Alþingi hafa verið samþykkt lög nr. 29/2009, um breytingu á ýmsum lögum vegna færslu eftirlits með öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga frá Neytendastofu til Brunamálastofnunar. Neytendastofa sinnir þó áfram markaðseftirliti með rafföngum sem ekki eru varanlega tengd mannvirkjum
Meira
26.5.2009

Námskeið í maí

Námskeiðum til löggildingar vigtarmanna og til endurlöggildingar vigtarmanna voru haldin í byrjun maí. Á löggildingarnámskeiðið, sem er 3 daga, mættu 13 en sérstaklega góð mæting var á eins dags endurmenntunarnámskeiðið eða 28. Þátttakendur koma víðsvegar af landinu og úr ýmsum atvinnugreinum en mest frá fiskiðnaðinum og frá höfnum landsins.
Meira
12.5.2009

Hárgreiðslustofur sektaðar vegna verðmerkinga

Verðmerkingaeftirlit Neytendastofu gerði könnun á ástandi verðmerkinga hjá hárgreiðslustofum og hefur stofnunin í kjölfarið sektar þrjár þeirra fyrir slakar verðmerkingar.
Meira
11.5.2009

Bannað að auglýsa mánaðarlega afborgun án heildarkostnaðar

Neytendastofa hefur bannað Heklu að auglýsa mánaðarlega afborgun bifreiðar sem keypt er með láni án þess að heildarkostnaður lánsins komi fram í auglýsingunni.
Meira
4.5.2009

Neytendastofa bannar auglýsingar Wilson's

Neytendastofa hefur bannað auglýsingar Wilson's þar sem því er haldið fram að Wilson's séu bestir og ódýrastir.
Meira
30.4.2009

Fullbókað á endurmenntunarnámskeið

Neytendastofa vill benda vigtarmönnum á að auglýst endurmenntunarnámskeið 11. maí er fullbókað. Ekki verður tekið á móti fleiri umsóknum og þær sem berast eftir daginn i dag verða ekki teknar gildar.
Meira
29.4.2009

Neytendastofa sektar Og fjarskipti ehf.

Neytendastofa hefur lagt 200.000 kr. stjórnvaldssekt á Og fjarskipti ehf., rekstraraðila Vodafone, þar sem fyrirtækið braut gegn ákvörðun stofnunarinnar um banni við notkun á orðinu fríkeypis.
Meira
29.4.2009

Ofhitnun rafhlöðu í farsíma

Neytendastofa vekur athygli á frétt RÚV um rafhlöðu í Nokia farsíma sem ofhitnaði og ítarlegar upplýsingar Hátækni ehf, umboðsaðila Nokia, vegna málsins.
Meira
22.4.2009

Rapex - tilkynningakerfi

Rapex er tilkynningakerfi þar sem koma fram ábendingar til allra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu varðandi allar hættulegar vöru aðra en matvæli, lækningavörur og lyf.
Meira
8.4.2009

Nýtt fréttabréf Neytendastofu

Rafrænt fréttabréf Neytendastofu er nýr miðill sem hefur þann tilgang að flytja fréttir og greinar um málefni sem varða hagsmuni og réttindi neytenda.
Meira
8.4.2009

Neytendastofa bannar Og fjarskiptum ehf. notkun ákveðinna fullyrðinga

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að Og fjarskipti ehf. hafi með auglýsingum á áskriftarleiðinni Vodafone Gull brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.
Meira
3.4.2009

Áfrýjunarnefnd neytendamála fellir að hluta úr gildi ákvörðun Neytendastofu.

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði sínum nr. 10/2008 fellt að hluta úr gildi ákvörðun Neytendastofu, frá 4. september 2008, um að Hitaveita Suðurnesja hafi vantalið tekjur við skýrsluskil rafveitueftirlitsgjalds fyrir árin 2004 til 2008
Meira
2.4.2009

Áfrýjunarnefnd neytendamála fellir úr gildi ákvörðun Neytendastofu

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði sínum nr. 6/2008 fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu, frá 18. ágúst 2008, um að Landsvirkjun skuli leiðrétta frádrátt við skýrsluskil rafveitueftirlitsgjalds fyrir árin 2004 til 2008.
Meira
1.4.2009

Möguleg eldhætta af uppþvottavélum

Neytendastofa vekur athygli á aðvörun framleiðanda um mögulega eldhættu af ákveðnum gerðum uppþvottavéla frá Electrolux, AEG, Zanussi og Husqvarna.
Meira
30.3.2009

Nýtt kerfi fyrir vigtarmenn

Neytendastofa er að taka í notkun nýtt kerfi til að skrá þátttakendur á námskeið til löggildingar vigtarmanna, til að sækja um bráðabirgðalöggildingu og birta lista yfir löggilta vigtarmenn.
Meira
27.3.2009

Sínum augum lítur hver á silfrið

Þegar keyptir eru skartgripir þá getur kaupandi ekki gert sér grein fyrir hversu mikið magn af eðalmálmi þ.e. gulli, silfri, palladíum og platínum eru í skartgripnum með því einu að snerta hann eða horfa á hann.
Meira
23.3.2009

Norrænar stofnanir á sviði neytendamála auka eftirlit með bönkum og lánastofnunum

Mynd með frétt
Neytendastofa og norrænar systurstofnanir hennar, sem fara með eftirlit og framkvæmd laga á sviði neytendamála á Norðurlöndunum, hafa markað sér þá sameiginlegu stefnu fyrir næsta ár að auka eftirlit með bönkum og lánastofnunum með það að markmiði að réttindi neytenda séu að fullu virt.
Meira
19.3.2009

Fréttatilkynning

Af gefnu tilefni, vill Neytendastofa koma því á framfæri að stofnunin beinir iðulega tilmælum til auglýsenda um að hætta birtingu auglýsinga á meðan á málsmeðferð stendur hjá stofnuninni. Oft eru þau sett fram í þeim tilgangi að hraða málsmeðferð þegar Neytendastofa telur það heppilegast fyrir lyktir málsins
Meira
13.3.2009

Ákvörðun Neytendastofu nr. 6/2009

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að Kaupþing banki hf. hafi brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán, nr. 121/1994, vegna skilmála bankans á lánum í erlendri mynt með því að tilgreina ekki í skilmálum myntkörfulánssamnings með hvaða hætti vextirnir eru breytilegir og við hvaða aðstæður þeir breytist.
Meira
12.3.2009

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði staðfest ákvörðun Neytendastofu vegna kvartana Toyota á Íslandi hf. og Brimborgar ehf. á fullyrðingum Heklu í tengslum við varanlegar verðlækkanir hjá félaginu.
Meira
10.3.2009

Símatími neytendaréttarsviðs er milli kl. 9 og 12 mánudaga til föstudaga

Neytendaréttarsvið svarar fyrirspurnum um óréttmæta viðskiptahætti en undir það falla m.a. auglýsingar, notkun á orðunum ókeypis, frítt og gjöf, útsölur og skilaréttur, neytendalán, alferðir þ.e. pakkaferðir, húsgöngu og fjarsölu og rafræn viðskipti á milli kl. 9 til 12 mánudaga til föstudaga.
Meira
9.3.2009

Ákvörðun Neytendastofu nr. 5/2009

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að Halldór Guðmundsson hafi brotið gegn ákvæðum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með því að nýta sér trúnaðarupplýsingar um birgja Petersen ehf. í atvinnuskyni og án heimildar forráðarmanna Petersen.
Meira
9.3.2009

Ákvörðun Neytendastofu nr. 4/2009

Með ákvörðun Neytendastofu, dags. 30. janúar 2009, var Og fjarskiptum bönnuð notkun orðsins fríkeypis fyrir þjónustu sem greiða þarf fyrir. Neytendastofa hefur lagt dagsektir á Og fjarskipti ehf. þar sem fyrirtækið hefur ekki farið að ákvörðun Neytendastofu.
Meira
23.2.2009

Ákvörðun Neytendastofu nr. 3/2009

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að banna Eggerti Kristjánssyni hf. sem rekur Íslenskt Meðlæti hf. notkun umbúða utan um grænmeti. Að mati Neytendastofu er gefið í skyn á umbúðunum að uppruni grænmetisins sé íslenskur sem er ekki rétt
Meira
16.2.2009

Ástand verðmerkinga á hársnyrtistofum á höfuðborgarsvæðinu

Neytendastofa hefur gert könnun á ástandi verðmerkinga á hársnyrtistofum á höfuðborgarsvæðinu. Farið var á 128 stofur og kannað hvort verðlisti yfir helstu þjónustuliði væri til staðar og hvort sérvara væri merkt. Aðeins 63 stofur, eða 49%, höfðu allar verðmerkingar sínar í lagi.
Meira
13.2.2009

Ákvörðun Neytendastofu nr. 2/2009

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á Húsasmiðjuna hf. að fjárhæð kr. 440.000- vegna útsölu félagsins.
Meira
13.2.2009

Ákvörðun Neytendastofu nr. 1/2009

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að Allianz á Íslandi hf. hafi brotið gegn ákvæðum um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins, með dreifibréfi þar sem kynnt er raunávöxtun viðbótalífeyrissparnaðar.
Meira
5.2.2009

Upplýsingar um seðilgjöld

Algengt er að fyrirtæki leggi aukagjald (fylgikröfu) á kröfur sínar sem greiðanda er ætlað að inna af hendi. Algengt heiti þessa gjalds er seðilgjald en það ber einnig ýmis önnur heiti svo sem tilkynningagjald, innheimtugjald, útskriftagjald og jafnvel „annar kostnaður“.
Meira
30.1.2009

Námskeið vigtarmanna

Mynd með frétt
Námskeið til löggildingar og endurlöggildingar vigtarmanna voru haldin í húsnæði Neytendastofu í Borgartúni 21 í Reykjavík dagana 19. -21. og 26. janúar síðastliðinn.
Meira
22.1.2009

Ástand verðmerkinga á Akranesi og í Borgarnesi.

Í desember gerði Neytendastofa könnun á verðmerkingum í matvöruverslunum, bakaríum og sérvöruverslunum á Akranesi og í Borgarnesi.
Meira
21.1.2009

Ástand verðmerkinga á Selfossi og í Hveragerði

Neytendastofa gerði könnun á ástandi verðmerkinga í Selfoss og í Hveragerði. Skoðaðar voru matvöruverslanir, bakarí, fiskbúðir og sérvöruverslanir
Meira
21.1.2009

Ástand verðmerkinga á Suðurnesjum.

Neytendastofa hefur gert könnun á ástandi verðmerkinga í matvöruverslunum, bakaríum, fiskbúðum og sérvöruverslunum á Suðurnesjunum. Könnunin var gerð í desember.
Meira
19.1.2009

Ástand verðmerkinga á bensínstöðvum

Í desember kannaði Neytendastofa bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu, Hveragerði, Selfossi, Reykjanesi, Akranesi og Borgarnesi. Skoðaðar voru 92 stöðvar og athugað hvort verðmerkingar væru í samræmi við ákvæði reglna um verðmerkingar
Meira
16.1.2009

Eftirlit með vogum og eldsneytisdælum

Neytendastofa var með eftirlit með löggildingu voga og á eldsneytisdælum. Skoðað var hvort vogir í verslunum og eldsneytisdælur á sölustöðum eldsneytis væru með löggildingu í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi, Selfossi, Hveragerði Akranesi og Borgarnesi.
Meira
16.1.2009

Meira
16.1.2009

Þátttaka á löggildingarnámskeið hjá Neytendastofu á árinu 2008

Á árinu 2008 voru haldin 3 almenn námskeið til löggildingar vigtarmanna og 4 endurmenntunarnámskeið. Öll námskeið voru haldin í Reykjavík fyrir utan eitt endurmenntunarnámskeið sem var haldið á Neskaupstað
Meira
16.1.2009

Brot löggiltra vigtarmanna á árinu 2008

Á árinu 2008 var enginn löggiltur vigtarmaður sviptur löggildingu. Einn vigtarmaður fékk áminningu á árinu vegna þess að sannað þótti að allur afli hafi ekki verið vigtaður í ákveðnum tilvikum.
Meira
9.1.2009

Áfrýjunarnefnd neytendamála fellir úr gildi ákvarðanir Neytendastofu

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurðum nr. 8/2008 og 9/2008 fellt úr gildi ákvarðanir Neytendastofu
Meira
9.1.2009

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði nr. 7/2008 staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 26/2008 vegna kvörtunar Beiersdorf ehf. yfir fullyrðingum Celsus ehf. á Proderm sólvörn.
Meira
5.1.2009

Aðgerðaráætlun Neytendastofu vegna ólögmætra innheimtu á seðilgjöldum

Viðskiptaráðherra hafa verið afhentar niðurstöður könnunar Neytendastofu á innheimtu fjármálafyrirtækja á seðilgjöldum og öðrum fylgikröfum fyrir kröfuhafa.
Meira
TIL BAKA