Fréttasafn
Fréttir eftir mánuðum
28.2.2020
BL innkallar Subaru
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 705 Subaru Legacy / Outback / Forester / Impreza bifreiðar af árgerð 2003 - 2014.
Meira26.2.2020
Afpöntun og aflýsing pakkaferðar
Neytendastofa hefur eftirlit með þeim ákvæðum pakkaferðalaga sem snúa að afpöntun og aflýsingu pakkaferðar. Að gefnu tilefni vill stofnunin vekja sérstaka athygli á þeim reglum sem um þetta gilda.
Ferðamenn eiga alltaf rétt á að afpanta pakkaferð, hvenær sem er áður en ferð er farin. Seljandi á þó rétt á að halda eftir þóknun eða staðfestingargjaldi í samræmi við skilmála ferðarinnar. Á því er undantekning ef óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður eru á ferðastað sem geta t.d. verið farsótt eða sjúkdómar.
Meira26.2.2020
Skráningarskylda lánveitenda og lánamiðlara neytendalána
Neytendastofa sinnir eftirliti með lögum neytendalán og samkvæmt breytingum sem gerðar hafa verið á þeim skulu lánveitendur og lánamiðlarar skrá sig hjá stofnuninni. Skráningarskyldan tekur til þeirra sem ekki hafa jafnframt heimild til lánveitinga til neytenda samkvæmt sérlögum
Meira25.2.2020
Askja innkallar Mercedes-Benz
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 26 Mercedes-Benz bifreiðar af gerðunum C-Class, E-Class, GLC, CLS, AMG GT og G-Class.
Meira25.2.2020
Auðkennin HEITURPOTTUR.IS og KALDURPOTTUR.IS
Neytendastofu barst kvörtun frá Fiskikónginum yfir notkun fyrirtækisins Hornsteins á auðkennunum HEITURPOTTUR.IS og KALDURPOTTUR.IS. Taldi kvartandi notkunina brjóta gegn einkarétti sínum til auðkennisins.
Meira24.2.2020
Askja innkallar Mercedes-Benz G-Class
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi sjö Mercedes-Benz G-Class bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að raflangnir í framhurðum hafi ekki verið settar rétt í bílinn.
Meira13.2.2020
Hekla innkallar Skoda Superb
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf. um að innkalla þurfi 2 Skoda Superb bifreiðar af árgerð 2015. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að stjórntölva í loftpúðakerfi gæti bilað.
Meira13.2.2020
Áfyllingar fyrir rafrettur bannaðar vegna of mikils nikótínmagns
Neytendastofa fór í eftirlit hjá Dzien Dobry, Hólagarði, sem selur rafrettur og áfyllingar í þær. Lagt var sölubann á 14 tegundir af áfyllingum fyrir rafrettur. Sjö tegundir áfyllinga fyrir rafrettur innihéldu nikótínvökva umfram leyfilegan hámarksstyrkleika. Á umbúðum þriggja áfyllinga voru tveir límmiðar
Meira10.2.2020
Suzuki bílar ehf innkalla 275 Suzuki Grand Vitara
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílum ehf um að innkalla þurfi 275 Suzuki Grand Vitara af árgerð 1998 til 1999 Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að mögulega getur líknarpúði fyrir bílstjóra verið gallaður sem gæti orsakað það að dreifing hans væri ófullnægjandi þegar hann verður virkur.
Meira7.2.2020
Bílaumboðið Askja innkallar 8 Mercedes-Benz Citan
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 8 Mercedes-Benz Citan bifreiðar af árgerð 2019 Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er fyrir því að ekki nægileg hersla sé á hjólnöfum og bremsukjömmum að aftan.
Meira6.2.2020
Brimborg innkallar 86 Volvo S/N/CX60 og S/N/CX80 bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 86 Volvo S/V/CX60 og S/V/XC90 bifreiðar af árgerð 2019 og 2020 Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að villa í hugbúnaði getur valdið því að við vissar aðstæður er ekki hægt að gangsetja bifreiðina.
Meira6.2.2020
BL innkallar 16 BMW X6 bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 16 BMW X6 bifreiðar af árgerð 2014-2016. Ástæða innköllunarinnar er að ISOFIX festingar fyrir barnasæti eru ekki nógu sterkar og það þarf að styrkja þær.
Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.
Meira5.2.2020
Ófullnægjandi upplýsingar í vefverslunum
Neytendastofa tekur árlega þátt í samstarfsverkefni þar sem skoðaðar eru vefsíðum sem selja neytendum vörur eða þjónustu á Evrópska efnahagssvæðinu. Skoðanirnar eru gerðar til þess að kanna hvort neytendum séu veittar nægar upplýsingar fyrir kaup og hvort réttindi neytenda séu brotin Nýjasta skoðuninni var gerð í nóvember 2019 og nú hefur framkvæmdastjórn Evrópu birt fyrstu niðurstöður hennar.
Meira4.2.2020
Tilboðsauglýsingar BL og Brimborgar
Neytendastofu tók til meðferðar mál vegna tilboðsauglýsinga BL og Brimborgar. Samkvæmt útsölureglum er litið svo á að þegar vara hefur verið auglýst á lækkuðu verði í sex vikur sé lækkaða verðið orðið venjulegt verð. Þegar vara hefur verið auglýst á tilboði í sex vikur er því ekki hægt að segja að hún sé á tilboðsverði.
Meira