Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

31.5.2016

Tiger innkallar flautu

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Tiger vegna innköllunar á flautu. Við reglulegt eftirlit kom í ljós að hlutinn sem býr til hljóðið í flautunni getur losnað ef togað eða ýtt er í hann.
Meira
27.5.2016

Neytendastofa sektar fyrir verðmerkingar

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á níu verslanir fyrir að fara ekki að fyrirmælum stofnunarinnar um að bæta verðmerkingar hjá sér. Um er að ræða verslanir sem staðsett eru í Mjódd, Glæsibæ, Firðinum í Hafnarfirði, Holtagörðum, Smáratorgi, Spönginni, Hverafold, Korputorgi, Eiðistorgi, Garðatorgi, Grímsbæ, Hamraborg, Austurveri og Suðurveri
Meira
26.5.2016

Neytendastofa sektar hundasnyrtistofur

Neytendastofa tók til skoðunar verðmerkingar á sölustað hundasnyrtistofa á höfuðborgarsvæðinu samhliða því sem stofnunin skoðaði vefsíður sem snyrtistofurnar halda úti.
Meira
25.5.2016

Áfrýjunarnefnd fellir úr gildi ákvörðun Neytendastofu

Neytendastofa sektaði Heimkaup í fyrir brot gegn útsölureglum fyrir að tilgreina ekki að um kynningartilboð væri að ræða og í hversu langan tíma það gilti. Fyrir brotin lagði Neytendastofa stjórnvaldssekt að fjárhæð 250.000 kr. á félagið.
Meira
24.5.2016

Neytendastofa leggur stjórnvaldssektir á Kredia og Smálán

Neytendastofa hefur lokið ákvörðunum gagnvart Kredia og Smálánum vegna kostnaðar í tengslum við lán sem félögin veita og upplýsingagjafar við lánveitingu.
Meira
23.5.2016

Námskeið til löggildingar vigtarmanna verður haldið 6. - 8. júní

Neytendastofa mun daganna 6. - 8. júní standa fyrir almennu námskeiði til löggildingar vigtarmanna. Námskeiðið fer fram í húsakynnum Neytendastofu að Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Námskeiðið veitir þeim sem ljúka því réttindi til að starfa sem löggildir vigtarmenn.
Meira
20.5.2016

Í dag er alþjóðamælifræðidagurinn

Mælifræðidagurinn 20. maí er til að minnast undirritunar metrasamþykktarinnar árið 1875. Þessi samþykkt leggur grunninn að samræmdri alþjóðamælifræði sem er undirstaða fyrir vísindauppgötvanir og nýsköpun, iðnaðarframleiðslu og alþjóðaverslun og bætir að auki lífsgæði og verndar umhverfið.
Meira
20.5.2016

Neytendastofa sektar Betra Bak

Neytendastofa hefur lagt 400.000 kr. stjórnvaldssekt á verslunina Betra Bak fyrir að hafa auglýst vörur á tilboðsverðum án þess að geta fært fullnægjandi sönnur á að vörurnar hafi verið seldar eða boðnar til sölu á tilgreindu fyrra verði.
Meira
18.5.2016

Rannsókn framkvæmdastjórnar ESB á stöðu neytenda í ríkjum EES svæðisins

Markmið rannsóknar ESB á stöðu neytenda í ríkjum EES svæðisins var að kanna hversu algengt það er að neytendur standi höllum fæti í viðskiptum við fyrirtæki í ríkjum EES svæðisins og hvaða ástæður liggja þar að baki
Meira
17.5.2016

Ársskýrsla Rapex 2015

Rapex er tilkynningarkerfi meðal landa innan Evrópska efnahagssvæðisins og tryggir með skjótum og öruggum hætti að stjórnvöld geti gripið til viðeigandi aðgerða án tafar ef að vara uppfyllir ekki þær öryggiskröfur sem gerðar eru til markaðssetningar hennar.
Meira
12.5.2016

Sölubann og innköllun á Basson Baby barnarúmi

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um sölubann og innköllun á Basson Baby barnarúmi af gerðinni Julia frá Ólavíu og Oliver. Ólavía og Oliver hafði áður innkallað rúmið þar sem hönnunargallar á því gerðu það að verkum að rúmið reyndist vera hættulegt börnum. Hætturnar fólust m.a. í því að af rúminu gæti stafað hengingarhætta af því hvernig horn þess væru hönnuð.
Meira
10.5.2016

BL ehf innkallar BMW bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 95 BMW bifreiðum árgerð sept 2007 - mars 2011, af tegundunum E8x E9x E60 E61 N43.
Meira
9.5.2016

BL ehf innkallar Nissan bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 14 Nissan bifreiðum árgerð 2007- 2014, af tegundinni Tiida. Ástæða innköllunarinnar er að komið hefur fram í gæðaeftirliti loftpúða framleiðandans
Meira
TIL BAKA