Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

31.12.2021

Ákvörðun um kynningu endurnýjunar aðildar hjá Costco

Neytendastofu barst ábending um að þegar viðskiptavinur endurnýi aðild sína hjá Costco þá miði upphaf nýrrar aðild við þann tími sem fyrri aðild rann út en ekki daginn sem aðild er endurnýjuð. Í öllu kynningarefni komi fram að aðild séu 12 mánuðir en samkvæmt þessu geti endurnýjuð aðild verið styttri.
Meira
30.12.2021

Frávísun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa vísaði frá án efnislegrar meðferðar, erindi frá Sólvöllum ehf. Í erindinu var kvartað yfir skráningu og notkun erlends aðila á léninu icelandexpress.is en Sólvellir eigi vörumerkið Iceland Express.
Meira
30.12.2021

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofu barst kvörtun frá Ísey Skyr Bar vegna markaðssetningar S.G. Veitinga, sem rekur Ísbúð Garðabæjar, á skálum og drykkjum. Ákvörðun Neytendastofu var sú að útlit umbúða og vara Ísey Skyr Bar skorti nægilegt sérkenni til þess að fyrirtækið gæti notið einkaréttar á því. Að sama skapi féllst stofnunin ekki á það að framsetning S.G. Veitinga á vörunum, þ.e. útlit, innihald, heiti og framsetning á vefsíðu, brjóti gegn góðum viðskiptaháttum gagnvart neytendum eða Ísey Skyr Bar.
Meira
17.12.2021

Auðkennið ZOLO

Neytendastofu barst kvörtun frá Zolo og dætrum ehf. þar sem kvartað var yfir notkun City Bikes ehf. á auðkenninu og vörumerkinu ZOLO. Í kvörtuninni er rakið að Zolo og dætur telji notkun City Bikes á auðkenninu villandi, brjóta gegn vörumerkjarétti þess og sé til þess fallin að neytendur ruglist á fyrirtækjunum. City Bikes hafnaði framangreindu og benti á að félögin væru ekki í samkeppni og starfsemi þeirra ótengd.
Meira
TIL BAKA