Fréttasafn
Fréttir eftir mánuðum
27.11.2017
BL ehf . innkallar Nissan
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf ehf um innköllun á Nissan bifreiðum sem framleiddar voru á árabilinu 2001 - 2013.
Meira23.11.2017
Svartir föstudagar
Víða má sjá auglýsingar verslana um fyrirhugaða tilboðsdaga fyrir jólainnkaup, svonefnda svarta föstudaga eða „Black Friday“ sem eru að bandarískri fyrirmynd.
Þessi siður er einnig að ryðja sér til rúms hjá nágrannaþjóðum okkar. Nýlega lauk danski umboðsmaður neytenda aðgerðum gagnvart stórverslunum vegna villandi markaðssetningar á svörtum föstudegi í Danmörku. Vörurnar höfðu í flestum tilfellum verið boðnar með villandi verðhagræði, ýmist með hækkun fyrra verðs rétt fyrir tilboðsdagana eða með röngum fyrri verðum.
Meira20.11.2017
Ákvörðun Neytendastofu staðfest
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 26/2017. Í ákvörðun Neytendastofu lagði stofnunin 10 milljóna króna stjórnvaldssekt á E – content fyrir brot gegn fyrri ákvörðun stofnunarinnar. E-content er rekstraraðili smálánafyrirtækjanna Kredia, Smálán, 1909, Múla og Hraðpeninga.
Meira16.11.2017
Neytendastofa skoðar Snuð
Neytendastofa hefur síðustu árin lagt mikla áherslu á að skoða vörur ætlaðar börnum. Í kjölfar þessara skoðana hefur komið í ljós að hérlendis hafa verið til sölu vörur sem hafa ekki verið í lagi, og jafnvel hættulegar börnum. Í samstarfi við eftirlitsstjórnvöld á Evrópska efnahagssvæðinu voru nú síðast skoðuð snuð og snuðbönd.
Meira13.11.2017
Brimborg innkallar Ford Kuga
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um innköllun á Ford Kuga bifreiðum sem framleiddar voru á árabilinu 2012 - 2014.
Meira8.11.2017
Hekla hf innkallar Mitsubishi
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu um innkallanir Mitsubishi bifreiðum. Um er að ræða þrjár innkallanir:
Meira6.11.2017
Innköllun á Hino Vörubílum
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Rapex vörueftirlitskerfinu um að innköllun á Hino vörubifreiðum. Um er að ræða vörubifreiðar sem framleiddar voru á árunum 2007 til 2014. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að handbremsa sé ekki í lagi.
Meira1.11.2017
Sölubann á 89 tegundir af þyrilsnældum
Neytendastofa hefur lagt sölubann á 89 tegundir af þyrilsnældum (e. spinner) sem fluttar voru inn af BSV ehf. og seldar voru í verslun Heimkaupa. Innflytjandi leikfanganna gat ekki sýnt fram á gögn um að leikföngin væru framleidd í samræmi við viðeigandi kröfur. Margar af þyrilsnældunum voru merktar þannig að þær væru fyrir börn á öllum aldri.
Meira