Fréttasafn
Fréttir eftir mánuðum
28.6.2017
Fullyrðingar Símans ekki villandi
Neytendastofu barst kvörtun frá Vodafone yfir fullyrðingum Símans um hraðasta farsímanetið. Vodafone taldi fullyrðinguna villandi og gerði einnig ýmsar athugasemdir við framkvæmd prófunarinnar sem fullyrðingin byggir á og við framsetningu í auglýsingunum.
Meira26.6.2017
Brimborg innkallar Mazda bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf varðandi innköllun á 29 Mazda 3 bifreiðum, framleiðsluár 01.07.2015 – 18.09.2015. Á ákveðnum Mazda 3 bifreiðum þarf að athuga plastsuðu á ICV ventli á bensíntank.
Meira22.6.2017
Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes Benz bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um innköllun á 6 bifreiðum af gerðinni Mercedes Benz E-Class. Ástæða innköllunarinnar er sú að á E-class bifreiðum sem koma með taxi merki frá framleiðanda er möguleiki á því að líming í merki losni.
Meira20.6.2017
Öryggishlið fyrir börn
Neytendastofa hefur undanfarin ár lagt áherslu á að skoða vörur fyrir börn, eins og hjálma, leikföng, fatnað, ferðarúm og barnarimlarúm. Komið hefur í ljós að hérlendis hafa verið til sölu vörur sem ekki hafa verið í lagi og í sumum tilfellum veitt falskt öryggi fyrir forráðamenn barna og jafnvel verið hættuleg börnum.
Meira16.6.2017
Bönd í 17. júní blöðrum
Nú er þjóðhátíðardagurinn 17. júní skammt undan og hátíðarhöldin sem honum fylgja. Börnum er þessi dagur oft sérstakt tilhlökkunarefni enda jafnan ýmis skemmtun í boði til að gleðja þau. Svo þessi stund verði sem ánægjulegust er mikilvægt að hugað sé að öryggi barna.
Meira13.6.2017
BL ehf. Innkallar Hyundai bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 14 bifreiðum af gerðinni Hyundai H1 TQ, framleiðsluár 2015-2016. Ástæða innköllunar er að upp hefur komið tilvik um leka á hráolíuslöngu við samskeyti, hráolíuleki getur komið í vélarrúmi og ef ekkert er gert þá getur lekið hráolíu.
Meira8.6.2017
Ný ferðatilskipun Evrópusambandsins tryggir aukin réttindi ferðamanna
Neytendastofa vekur athygli á því að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur boðað til kynningarfundar þann 15. júní n.k. um nýja ferðatilskipun Evrópusambandsins.
Meira7.6.2017
Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes Benz bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um innköllun á 86 bifreiðum af gerðinni Mercedes Benz CLA, GLA, A-Class og B-Class. Ástæða innköllunarinnar er sú að möguleiki er fyrir því að vacuum slanga frá bremsukút losni frá, valdandi þess að bremsu pedall verður mjög harður.
Meira1.6.2017
Tímabundið sölubann á „spinnera“
Neytendastofa hefur lagt á tímabundið bann hjá þremur innflytendum hér á landi við sölu og afhendingu á spinnerum vegna skorts á merkingum og upplýsingum um vöruna. Spinnerarnir sem um ræðir eru ekki CE-merktir og bera ekki varúðarmerkingar í samræmi við gildandi reglur um leikföng.
Meira