Fréttasafn
Fréttir eftir mánuðum
30.6.2021
Hekla innkallar 1820 Mitsubishi
Hekla hefur tilkynnt um innköllun á Mitsubishi af gerðinni ASX, Eclipse Cross og Outlander árgerð 2017 til 2020.
Ástæða innköllunar er sú að vegna forritunarvillu er hætta á að árekstrarviðvörunarkerfi að framan (FCM) greini ranglega myndir frá myndavél bílsins
Meira25.6.2021
Tilboðsmerkingar 100 bíla ehf.
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart bílasölunni 100 bílar vegna tilboðsauglýsinga fyrirtækisins. Neytendastofu barst ábending þar sem kvartað var yfir að bifreiðar voru auglýstar á tilboði án þess að fyrra verð væri tilgreint og að tilboðið hafi varað lengur en í sex vikur. Þá var kvartað yfir að þrátt fyrir að auglýst hafi verið að um takmarkað magn væri að ræða kæmi ekki fram í auglýsingunum hversu margar bifreiðar væru fáanlegar á tilboðsverði.
Meira22.6.2021
Pústþjónusta BJB ehf innkallar dekk
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Pústþjónustu BJB ehf sem er umboðsaðili Continental dekkja um að innkalla þurfi 16 bíldekk sem seld hafa verið hérlendis. Um er að ræða innköllun sem er í gildi á öllu EU og EES svæðinu. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að dekkið haldi ekki lofti og geti þar af leiðandi skapað hættu í akstri.
Meira21.6.2021
Ákvörðun Neytendastofu staðfest
Neytendastofa tók ákvörðun um að verðmerkingar í verslunum GG optic væru ófullnægjandi. Notast var við verðlista í verslununum sem Neytendastofa taldi í þessum tilvikum ekki fullnægjandi verðmerkingu.
Meira16.6.2021
Pínupons innkallar Regnboga Nagleikfang
Neytendastofu hefur borist tilkynningin frá vefversluninni pinupons.is um innköllun á vörunni “Regnboga Nagleikfang”, í öllum seldum litum, sem markaðsett var sem leikfang og selt á tímabilinu 20. desember 2020 - 24. febrúar 2021. Neytendastofa fékk ábendingu um að verslunin hafi verið að selja nagleikföng sem væru ekki CE-merkt og gætu því verið hættuleg börnum
Meira15.6.2021
Duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum
Neytendastofu bárust ábendingar vegna færslna á Instagram síðu einstaklings þar sem fjallað var um margvíslegar vörur og þjónustu fyrirtækja án þess að það kæmi fram að um auglýsingu væri að ræða. Neytendastofa óskaði eftir upplýsingum um hvort endurgjald hefði komið fyrir umfjöllunina, hvernig viðskiptasambandi hans og fyrirtækjanna væri háttað og hvort þriðji aðili hefði annast milligöngu vegna umfjöllunarinnar. Við meðferð málsins kom fram að einstaklingurinn hafði í einhverjum tilvikum þegið vörur að gjöf frá fyrirtækjunum eða fengið afslátt sem telst vera endurgjald.
Meira15.6.2021
Sumarlokun kvörðunarþjónustu Neytendastofu
Kvörðunarþjónusta Neytendastofu verður lokuð í sumar frá 19. júlí til og með 6. ágúst vegna sumarleyfa starfsmanna. Viðskiptavinum er bent á að ekki verður hægt að nálgast tæki sem hafa verið kvörðuð á þessum tíma.
Neytendastofa vill jafnframt benda á að önnur starfsemi stofnunarinnar verður óbreytt á þessum tíma.
Gleðilegt sumar.
Meira14.6.2021
Aukinn fjöldi dekkja innkölluð af Cooper
Neytendastofu barst tilkynning í mars um innköllun á bíldekkjum frá framleiðandanum Cooper Tire & Rubber Company ("Cooper") vegna hættu sem skapast getur í tengslum við öryggi bifreiða. Um er að ræða vandamál við framleiðslu dekkja á tímabilinu 1. febrúar 2018 til 1. desember 2019. Dekk geta þróað með sér bungur eða slit í hjólbarða dekksins. Ef ekki er komið auga á vandamálið getur það leitt til þess að loftþrýstingur í dekkinu falli og getur dekkið mögulega sprungið, sem getur leitt til þess að ökumaður missi stjórn á bifreiðinni.
Meira11.6.2021
Viðskiptahættir BPO Innheimtu ehf.
Neytendastofa leitaði skýringa BPO Innheimtu á viðskiptaháttum fyrirtækisins í kjölfar ábendinga frá neytendum, Neytendasamtökunum og fjölmiðlaumræðu. Í erindinu kom fram að til álita kæmi hvort tilkynning BPO Innheimtu og aðferðir við innheimtu á kröfum sem keyptar voru frá gömlu smálánafyrirtækjunum hafi falið í sér óréttmæta og villandi viðskiptahætti.
Meira11.6.2021
Hekla innkallar 1394 bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi 1394 Mitsubishi Lancer Staton Wagon, Lancer, Colt, Pajero Pinin, Space Runner, L400 og Pajero bifreiðar af árgerð 1996-2000. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að loftpúði bifreiðarinnar virki ekki sem skyldi.
Meira10.6.2021
Brimborg innkallar 137 Volvo
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 137 Volvo S60, V60, S90, V90, V90CC, S90L. XC60 og XC90 bifreiðar af ólíkum árgerðum. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að öryggi fyrir eldsneytisdælu getur sprungið.
Meira10.6.2021
Askja innkallar Mercedes-Benz GLE/GLS
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 20 Mercedes-Benz GLE/GLS bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að affallsrör fyrir loftkælinguna sé ekki rétt frágengið. Staðfesta þarf frágang til að koma í veg fyrir tjón.
Meira10.6.2021
Skanva ehf. sektað.
Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á Skanva ehf. fyrir brot á útsölureglum. Neytendastofu bárust ábendingar frá neytendum um að vörur á vefsíðu og í verslun Skanva hefðu ekki verið seldar á tilgreindu fyrra verði, áður en þær voru boðnar á lækkuðu verði
Meira