Fréttasafn
Fréttir eftir mánuðum
25.2.2016
BL ehf. innkallar Subaru
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 12 Subaru bifreiðum árgerð 2015, af tegundinni Impreza / XV. Ástæða innköllunarinnar er möguleg bilun í startara sem getur komið í veg fyrir að bíll starti sér eða hljóð byrjar að heyrast í startara. Endurforrita þarf vélartölvuna.
Meira22.2.2016
BL innkallar sendibifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 67 Renault Master III af árgerðunum 2012-2014.
Meira18.2.2016
Auglýsingar Úranus ehf. á Toyota bifreiðum.
Neytendastofu barst erindi Toyota á Íslandi ehf. þar sem kvartað var yfir auglýsingum Úranusar ehf. á ábyrgðartíma bifreiða. Með ákvörðun Neytendastofu frá árinu 2014 var komist að því að auglýsingar Úranusar ehf. væru villandi.
Meira17.2.2016
Neytendalánum ehf. gert að greiða dagsektir
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að Neytendalán ehf., sem rekur smálánafyrirtækin 1909, Múla og Hraðpeninga, eigi að greiða dagsektir að fjárhæð 20.000 kr. á dag þar til félagið bætir úr upplýsingagjöf á vefsíðum sínum.
Meira16.2.2016
Neytendastofa lætur prófa öryggi barnarúma
Neytendastofa tók þátt í evrópsku samstarfsverkefni á síðasta ári þar sem öryggi barnaferðarúma og barnarimlarúma var skoðað. Fjöldi slysa verður á hverju ári þar sem ung börn slasast vegna barnarúma. Foreldrar eiga að geta treyst því að börnin séu örugg í barnarimlarúmum eða barnaferðarúmum
Meira12.2.2016
Neytendastofa sektar golfverslun fyrir verðmerkingar
Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á eina golfverslun fyrir verðmerkingar í versluninni. Verðmerkingareftirlit stofnunarinnar fór í golfverslanir á höfuðborgarsvæðinu í nóvember sl. þar sem skoðaðar voru verðmerkingar í verslun auk þess sem verðmerkingar og upplýsingar um fyrirtækið voru skoðaðar á vefsíðum.
Meira5.2.2016
Könnun Neytendastofu á flugeldamarkaðnum
Neytendastofa fór í átaksverkefni í desember 2015 og byrjun janúar 2016 vegna sölu skotelda. Sérstök áhersla var lögð á sölu skotelda á netsíðum. Átakið var gert vegna fjölda ábendinga sem bárust stofnuninni í desember sl. um að skoteldar væru seldir með miklum afslætti án þess að hafa verið seldir á tilgreindu fyrra verði.
Meira5.2.2016
Sameiginlegt átak í öryggi hlaupahjóla
Neytendastofa hefur í samstarfi við eftirlitsstofnanir í Evrópu farið í átak vegna öryggis hlaupahjóla. Skoðuð voru yfir 5000 hlaupahjól, úr þeim voru valin um 700 hjól sem skoðuð voru nánar og af þeim tekin eintök sem send voru til prófunar í Frakklandi. Yfir 94% af hlaupahjólunum sem send voru til prófunar reyndust ekki í lagi.
Meira1.2.2016
Ákvörðun um dagsektir vegna heitisins Loftið
Neytendastofa hefur lagt dagsektir á Boltabarinn ehf. þar til fyrirtækið hefur farið að ákvörðun Neytendastofu.
Meira