Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

28.12.2022

Veitingastaðir í mathöllum sektaðir

Neytendastofa hefur sektað 12 veitingastaði fyrir ófullnægjandi verðmerkingar. Í kjölfar ábendinga um að magnstærðir drykkja vantaði á matseðla margra veitingastaða í mathöllum fóru fulltrúar Neytendastofu í verðmerkingareftirlit í mathallir. Athugaðar voru almennar verðmerkingar og hvort magnstærðir drykkja kæmu fram. Slíkar upplýsingar eru mikilvægar fyrir neytendur til að meta verð drykkja þar sem þeir geta verið í mjög ólíkum magnstærðum.
Meira
22.12.2022

Gleðilega hátíð

Starfsfólk Neytendastofu óskar öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Um leið viljum við vekja athygli á að stofnunin er lokuð á Þorláksmessu. Hægt er að senda ábendingar í gegn um mínar síður á heimasíðu Neytendastofu.
Meira
21.12.2022

Fiskbúðir sektaðar fyrir ófullnægjandi verðmerkingar

Neytendastofa framkvæmdi nýverið athugun á ástandi verðmerkinga í fiskbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Var athugað hvort vörur væru verðmerktar með söluverði og einingarverði.
Meira
20.12.2022

Fyrra verð og útsala hjá Ormsson

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Ormsson ehf. vegna kynninga fyrirtækisins á lækkuðu verði ýmissa sjónvarpa. Neytendastofu bárust ábendingar um að sjónvörp á vefsíðunni hafi aldrei verið til sölu á uppgefnu fyrra verði og að auglýstur afsláttur hefði verið umfram sex vikur. Þá hefði skort tilgreiningu prósentuafsláttar á auglýstum TAX FREE afslætti félagsins.
Meira
20.12.2022

Neytendastofa sektar ILVA vegna TAX FREE auglýsinga

Neytendastofu varð vör við TAX FREE auglýsingar ILVU sem birtust á facebooksíðu ILVA og á vefsíðu félagsins, www.ilva.is en ekki var tilgreint prósentuhlutfall afsláttarins. Við meðferð málsins kom fram af hálfu ILVA að vegna mistaka hafi láðst að tilgreina afsláttarprósentu á hluta þeirra auglýsinga sem voru birtar.
Meira
20.12.2022

Tax free auglýsingar Heimkaupa

Neytendastofu barst ábending um að Wedo ehf., rekstraraðili vefsíðunnar heimkaup.is, hefði auglýst tax free afslætti á vefsíðu sinni án þess að tilgreina prósentuhlutfall verðlækkunarinnar.
Meira
9.12.2022

Verðmerkingar á vefsíðunni heitirpottar.is

Neytendastofu barst ábending vegna skorts á verðupplýsingum á vefsíðunni heitirpottar.is, sem rekin er af Fiskikóngnum ehf. Undir meðferð málsins var bætt við verðmerkingum á margar vörur á vefsíðunni en þrátt fyrir ítrekanir Neytendastofu var ekki bætt við verðmerkingum á yfirlitssíður og eingöngu tilgreint „verð frá“ þar sem hægt er að velja mismunandi útgáfur af sömu vöru.
Meira
9.12.2022

Fullyrðingar í auglýsingum Verna

Neytendastofu barst ábending vegna auglýsinga og markaðssetningar tryggingafélagsins Verna MGA ehf. á samfélagsmiðlum þar sem auglýstur var allt að 120.000 kr. sparnaður með því að færa sig yfir til Verna. Varðaði ábendingin fullyrðingarnar „Teitur lækkaði tryggingarnar sínar um 120 þúsund krónur á ári með því að færa sig yfir til Verna“, „Heba lækkaði tryggingarnar sínar um 54 þúsund krónur á ári með því að færa sig yfir til Verna“ og „Svala lækkaði tryggingarnar sínar um 74.500 krónur á ári með því að færa sig yfir til Verna“. Fór Netyendastofa fram á að félagið sannaði fullyrðingarnar.
Meira
TIL BAKA