Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir árum

30.12.2013

Gleðilega hátíð

Starfsfólk Neytendastofu óskar öllum landsmönnum gleðilegrar hátíðar. Um leið viljum við vekja athygli á að lokað verður á gamlársdag. Hægt er að senda ábendingar í gegn um mínar síður á heimasíðu Neytendastofu.
Meira
30.12.2013

Sölubann á mjúkdýr

Neytendastofa hefur lagt sölubann á ,,lunda mjúkdýrʻʻ (stór og lítill), ,,kind mjúkdýrʻʻ og ,,selkópʻʻ frá framleiðandanum Happy day á grundvelli ábendingar sem stofnuninni barst. Eftir að Neytendastofa lagði tímabundið sölubann á vöruna
Meira
30.12.2013

Sölubann á óöruggt leikfang

Neytendastofa hefur lagt sölubann á leikfang á vagn frá Made by Grandma í kjölfar tímabundins sölubanns sem lagt var á vöruna á grundvelli ábendingar sem stofnuninni barst. Eftir að Neytendastofa lagði tímabundið sölubann á vöruna bárust stofnuninni engin gögn sem sýndu fram á öryggi vörunnar. Á leikfangið vantaði CE merkingu
Meira
30.12.2013

Neytendastofa hefur lagt sölubann á ,,ljóshærð dúkka Annaʻʻ

Neytendastofa hefur lagt sölubann á ,,ljóshærð dúkka Annaʻʻ frá framleiðandanum Drífa ehf. á grundvelli ábendingar sem stofnuninni barst. Eftir að Neytendastofa lagði tímabundið sölubann á vöruna bárust stofnuninni engin gögn sem sýndu fram á öryggi vörunnar. Á leikfangið vantaði CE merkingu.
Meira
30.12.2013

Neytendastofa sektar fimm smávöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu

Neytendastofa hefur sektað fimm smávöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar könnunar stofnunarinnar á ástandi verðmerkinga. Í öllum tilfellum er um að ræða sektir vegna ófullnægjandi verðmerkinga í búðargluggum. Í júní, júlí og ágúst 2013 gerðu starfsmenn Neytendastofu skoðun á ástandi verðmerkinga hjá smávöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Skoðaðar voru m.a. ástand verðmerkinga hjá verslunum í Austurveri, Firðinum, Glæsibæ, Kringlunni, Mjódd, Suðurveri, Smáralind, og í miðbæ Reykjavíkur. Þær verslanir sem stofnunin gerði athugasemdir við fengu þau fyrirmæli að lagfæra verðmerkingar sínar svo ekki þyrfti að koma til frekari aðgerða af hálfu stofnunarinnar.
Meira
30.12.2013

Neytendastofa sektar sjö veitingahús á höfuðborgarsvæðinu

Neytendastofa nú lagt 50.000 kr. stjórnvaldssekt á eftirfarandi veitingahús: Austurlandahraðlestina í Lækjargötu, Cafe Bleu í Kringlunni, Kaffi Klassík í Kringlunni, Pisa á Lækjargötu, Scandinavian Smørrebrød og Brasserie á Laugarvergi, Sjávargrillið á Skólavörðustíg og Tapashúsið á Ægisgarði.
Meira
18.12.2013

Neytendastofa í árlegu jólaseríuátaki

Mynd með frétt
Á síðastliðnum vikum fór Neytendastofa í árlegt jólaseríuátak. Farið var í verslanir á höfuðborgarsvæðinu og kannað hvort að réttar varúðarmerkingar væru á íslensku. Nokkuð var um að fullnægjandi varúðarmerkingar vantaði. Neytendastofa veitti þeim verslunum þar sem fullnægjandi varúðarmerkingar vantaði tækifæri til þess að koma viðunandi merkingum í lag áður en til
Meira
18.12.2013

Bann við afhendingu endurskinsmerkja Strætó BS

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur sett bann við afhendingu endurskinsmerkja sem Strætó bs. hefur verið að afhenda og dreifa. Bannið er sett í kjölfar tímabundins sölubanns sem Neytendastofa setti á, á grundvelli ábendingar sem stofnuninni barst.
Meira
18.12.2013

Neytendastofa sektar tvö veitingahús á Selfossi

Neytendastofa kannaði ástand verðmerkinga hjá veitingahúsum í Árborg í júlí sl. Veitingahúsunum var öllum gefinn kostur á að koma verðmerkingum sínum í lag. Flest veitingahúsin sem gerðar voru athugasemdir við höfðu bætt merkingar sínar. Veitingahúsin Menam og Riverside Resturant höfðu ekki farið að fyrirmælum
Meira
18.12.2013

Tilkynning varðandi IKEA veggljós

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á tilkynningu frá IKEA vegna vegna veggljósa. Í tilkynningunni kemur fram að IKEA hvetur alla viðskiptavini sem eiga IKEA SMILA veggljós, eða önnur veggljós með snúru, til að ganga tafarlaust úr skugga
Meira
6.12.2013

Seinni eftirlitsferð Neytendastofu í bakarí

Neytendastofa gerði könnun á ástandi verðmerkinga hjá 49 bakaríum á höfuðborgarsvæðinu í september sl. í kjölfar margra ábendinga frá neytendum. Skoðaði starfsmaður sérstaklega verðmerkingar í borði og í kælum. Niðurstaða könnunarinnar var að verðmerkingum var ábótavant hjá 16 bakaríum.
Meira
4.12.2013

Hekla innkallar Volkswagen

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um innköllun á fimm Amarok 2,0 L TDI bifreiðum árgerð 2011-2013.
Meira
2.12.2013

Ákvörðun Neytendastofu um auðkennið ICE LAGOON staðfest

Með úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála var staðfest ákvörðun Neytendastofu um að ekki væri ástæða til að banna Must Visit Iceland ehf. notkun á vörumerkinu og auðkenninu ICE LAGOON.
Meira
29.11.2013

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest þá ákvörðun Neytendastofu að Byko hafi ekki brotið gegn lögum með því að nota orðin „harðparket“ og „plankaparket“ en ekki „plastparket“ í auglýsingum fyrir gólfefni úr plasti.
Meira
29.11.2013

Betri réttindi neytenda við kaup á pakkaferðum

Í tillögu að nýrri tilskipun sem framkvæmdastjórn ESB hefur lagt fram er nú lagt til að auka verulega neytendavernd með því að gera kröfu um að ferðasali verði að bera ábyrgð gagnvart neytendum þegar þau setja saman eigin ferð á vefsíðu þeirra með því að panta t..d flug og hótel eða sérsníða sinn eigin ferðapakka á Netinu. Þessi breyting þýðir að mati ESB að 120 milljónir manna á EES svæðinu fá nú vernd sem gildandi reglur um alferðir,
Meira
21.11.2013

Seinni eftirlitsferð Neytendastofu í matvöruverslanir

Neytendastofa gerði könnun í sumar á ástandi verðmerkinga hjá 78 matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Þessari könnun var svo fylgt eftir í október sl. og skoðað ástand verðmerkinga hjá þeim verslunum sem stofnunin hafði gert athugasemdir við eftir fyrri heimasóknina.
Meira
20.11.2013

Forstjóri Neytendastofu kjörinn í stjórn Prosafe

Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu
Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu var kjörinn í aðalstjórn Prosafe á aðalfundi samtakanna 13. nóvember 2013. Prosafe eru samtök stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu sem starfa að eftirliti með öryggi vöru sem er framleidd eða flutt inn á EES svæðið. Á vegum Prosafe eru veittir styrkir til
Meira
19.11.2013

Seinni eftirlitsferð á Neytendastofu í veitingahús

Í lok september fylgdu starfsmenn Neytendastofu eftir með könnun á 14 veitingahúsum sem stofnunin hafði gert athugasemdir við verðmerkingar hjá í fyrri skoðun. Skoðað var hvort matseðill væri við inngöngudyr og
Meira
15.11.2013

Orkubú Vestfjarða fær vottað innra eftirlit með varmaorkumælum

Mynd með frétt
Orkubú Vestfjarða hefur hlotið viðurkenningu Neytendastofu á innra eftirlitskerfi með varmaorkumælum og er fyrsta dreifiveitan sem hlýtur slíka viðurkenningu. Áður hafði Orkubúið verið fyrst til að hljóta viðurkenningu á innra eftirliti með rafmagnsmælum.
Meira
14.11.2013

Seinni heimsókn Neytendastofu í fiskbúðir

Í september sl. fóru fulltrúar Neytendastofu í fiskbúðir á höfuðborgarsvæðinu til að kanna hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur. Því var svo fylgt eftir í október sl. með seinni heimsókn í þær fjórar fiskbúðir
Meira
14.11.2013

BL ehf. innkallar Hyundai bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á Hyundai I30. Um er að ræða 262 bifreiðar framleiddar á árunum 2007-2011, sjá nánar hér fyrir neðan.
Meira
13.11.2013

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest þá ákvörðun að banna Gentle Giants að merkja miðasöluhús fyrirtækisins með orðunum „THE TICKET CENTER“.
Meira
13.11.2013

Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Neytendastofu að ekki sé ástæða til aðgerða í tilefni auglýsinga Olíuverzlunar Íslands hf. (Olís) um að fyrirtækið styrki verkefnið Opinn skógur.
Meira
12.11.2013

BabySam innkallar barna-ömmustól

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BabySam varðandi innköllun á barna-ömmustól af gerðinni Venus, merktir Baby SEAT.
Meira
11.11.2013

Tímabundið sölubann á vörur unnar úr eðalmálmum

Starfsmenn Neytendastofu fóru í skartgripaverslanir á höfuðborgarsvæðinu til þess að kanna hvort vörur unnar úr eðalmálmum væru með lögbundna ábyrgðastimpla.
Meira
7.11.2013

22 nýútskrifaðir vigtarmenn

Mynd með frétt
Hjá Neytendastofu var haldið námskeið til löggildingar vigtarmanna. Námskeiðið sátu 22 þátttakendur og luku þau öll tilskildum prófum og öðlast í framhaldinu full réttindi sem löggiltir vigtarmenn.
Meira
6.11.2013

Óverðmerktar vörur í bakaríum

Neytendastofa gerði könnun á ástandi verðmerkinga í 49 bakaríum á höfuðborgarsvæðinu. Athugað var hvort verðmerkingar væru í lagi í borði, gos- og mjólkurkælum.
Meira
5.11.2013

Markaðssetning Álfaborgar á flotefni í lagi

Neytendastofu barst kvörtunar frá Múrbúðinni vegna markaðssetningu Álfaborgar á flotefninu Codex FM 50 Turbo.
Meira
31.10.2013

Kynningarbæklingur um neytendalán

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur eftirlit með nýjum lögum um neytendalán þar sem réttindi neytenda eru bætt og meiri skyldur lagðar á lánveitendur en áður hefur verið gert.
Meira
31.10.2013

Athugun Neytendastofu á vefsíðum sem selja rafrænar vörur

Neytendastofa tók þátt árið 2012 í samræmdri skoðun á vefsíðum sem selja leiki, tónlist, rafbækur og kvikmyndir sem neytandinn hleður niður af netinu. Nú, ári frá því að skoðunin fór fram, hefur upplýsingum á 116 vefsíðum verið breytt í kjölfar stjórnvaldsaðgerða viðkomandi ríkis. Enn er unnið að stjórnvaldsaðgerðum til að
Meira
29.10.2013

Auglýsing Tæknivara „sími sem skilur þig“ bönnuð

Neytendastofu barst kvörtun frá Skakkaturninum sem flytur inn vörur frá vörumerkinu Apple, vegna auglýsingar Tæknivara sem bar yfirskriftina „sími sem skilur þig“. Í auglýsingunni var auglýstur Samsung Galaxy S4 farsími.
Meira
29.10.2013

Auglýsing Nýherja ekki talin villandi

Prentvörur lögðu fram kvörtun vegna auglýsingar Nýherja um þjónustu að nafni Tölvuský með yfirskriftinni „Vertu með ALT undir CTRL“. Töldu Prentvörur fullyrðinguna ósannaða og til þess fallna að vera villandi fyrir
Meira
28.10.2013

Óverðmerktar verslanir í miðbæ Reykjavíkur

Í september sl. fóru fulltrúar Neytendastofu í seinni eftirlitsferð í sérverslanir í miðbæ Reykjavíkur. Farið var í þær 17 verslanir sem höfðu fengið áminningu frá Neytendastofu vegna síðustu eftirlitsferðar sem farin var á tímabilinu 12. – 22 ágúst sl. Neytendastofa gerði athugasemdir við að fimm verslanir höfðu ekki komið verðmerkingum í viðunandi horf, en það voru Rammagerðin, Púkinn 101, Kassetta, Couture og Nordic store. Í öllum tilfellum voru gerðar athugasemdir við skort á sýnilegum verðmerkingum í sýningargluggum. Tekin verður ákvörðun í framhaldinu hvort beita skuli verslanirnar sektarákvæðum fyrir að virða að vettugi tilmæli og ábendingar Neytendastofu um úrbót á ástandi verðmerkinga. Ef neytendur hafa ábendingar sem varða verðmerkingar er hægt að senda þær inn í gegnum heimasíðu Neytendastofu, www. neytendastofa.is.
Meira
25.10.2013

Ummæli fyrirsvarsmanns IPhone.is í lagi

Friðjón Björgvin Gunnarsson, fyrirsvarsmaður netverslunarinnar Buy.is lagði fram kvörtun vegna umfjöllunar Sigurðar Þórs Helgasonar, fyrirsvarsmanns iPhone.is, um Friðjón á spjallþræði á netinu. Með spjallþræðinum vakti Sigurður athygli á ýmsum atriðum sem tengdust
Meira
25.10.2013

Neytendastofa sektar eiganda Buy.is

Neytendastofu barst kvörtun frá iStore yfir ummælum Buy.is á Facebook síðu Buy.is þar sem borið var saman verð á vöru sem seld er í báðum verslunum og því meðal annars haldið fram að iStore væri „okurbúlla“. Við meðferð málsins baðst Buy.is afsökunar á ummælunum
Meira
24.10.2013

Tímabundið bann við afhendingu endurskinsmerkja Strætó BS

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur lagt tímabundið bann við afhendingu endurskinsmerkja sem Strætó BS hefur verið að dreifa. Bannið er sett í kjölfar ábendingar sem Neytendastofu barst um að Strætó BS væri að dreifa endurskinsmerkjum sem ekki væru í lagi.
Meira
23.10.2013

Tímabundið sölubann á leikföng framlengt

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að framlengja hið tímabundna sölubann um fjórar vikur og veita frekari frest til þess að skila inn gögnum til stofnunarinnar. Rétt er að taka sérstaklega fram að sölubannið á ekki aðeins við um þær vörur sem seldar eru í þessum verslunum heldur tekur bannið til allra verslana
Meira
23.10.2013

Aflétting sölubanns hjá Húsasmiðjunni

Þann 7. október síðastliðinn lagði Neytendastofa tímabundið sölubann á hitateppi í verslun á höfuðborgarsvæðinu þar sem íslenskar leiðbeiningar vantaði á það, sbr. frétt Neytendastofu frá 9. október 2013, en lög og reglur settar samkvæmt þeim gera ráð fyrir því
Meira
18.10.2013

Ástand verðmerkinga og voga í fiskbúðum ekki gott

Í september síðastliðinn fóru fulltrúar Neytendastofu í 14 fiskbúðir á höfuðborgarsvæðinu til að athuga hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur. Einnig voru löggildingar á vogum skoðaðar. En vogir sem notaðar eru til að ákvarða verð á vöru eiga að mæla rétt og vera löggiltar.
Meira
15.10.2013

Skylda til að auglýsa árlega hlutfallstölu kostnaðar

Endurskoðuð lög um neytendalán taka gildi 1. nóvember 2013. Í gilandi lögum um neytendalán sem og í ákvæðum hinna nýju laga er kveðið á um að þegar auglýst eru lán til neytenda þá er ávallt skylt að geta um árlega hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK). Í árlegri hlutafallstölu kostnaðar
Meira
14.10.2013

Auglýsing Hringdu og ummæli í blaðagrein bönnuð

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um auglýsingu Hringdu og blaðagrein sem skrifuð var af framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Ákvörðunin er tekin í tilefni kvörtunar frá Símanum.
Meira
10.10.2013

BL ehf. innkallar Nissan bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 430 Nissan bifreiðum, Qashgai (J10) og X-trail (T31). Um er að ræða bifreiðar framleiddar á árinu 2006 (nóv) til 2013 (apríl). Ástæða innköllunarinnar er sú að skemmd getur komið upp í
Meira
9.10.2013

Tímabundið sölubann á hitateppi

Mynd með frétt
Hitateppi eins og önnur raftæki sem markaðssett eru og seld til neytenda verða að uppfylla grunnkröfur laga og reglugerða. Í kjölfar ábendinga sem borist hafa til Neytendastofu var gerð úrtaksskoðun á hitateppum sem algengt er að neytendur hafi í rúmi eða nærri líkamanum.
Meira
4.10.2013

BL ehf. innkallar Nissan bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 564 bifreiðum af tegundinni Qashgai J10 (framleidda 1. des, 2006 - 15. maí 2012) og X-Trail T31 (framleidda 29. nóv, 2006- 11. okt. 2011). Ástæða innköllunar er sú að á slæmum vegum getur reim CVT-skiptingar snuðað með þeim afleiðingum að það getur orðið vart við titring og/eða grip missi í drifhjólum. Ef ökutæki er ekið áfram í þessu ástandi getur sú staða komið upp að bilannaljós (MIL) komi upp með
Meira
2.10.2013

Sölubann á snuð með ljósi

Mynd með frétt
Neytendastofu barst ábending um snuð sem hafði brotnað í munni barns þegar það féll fram fyrir sig með þeim afleiðingum að barnið hlaut skurð í efri góm. Neytendastofa óskaði eftir gögnum sem sýndu fram á að snuðið væri í lagi. Engin gögn
Meira
1.10.2013

Seinni heimsókn Neytendastofu í Smáralind

Farið var í þau sex fyrirtæki 66 Norður, Joe boxer, Smash, Tal , Cintamani og Dorothy Perkins sem fengið höfðu bréf frá Neytendastofu til að athuga hvort verslunareigendur hefðu farið að tilmælum um úrbætur. Cintamani var eina verslunin sem enn
Meira
30.9.2013

Könnun Neytendastofu á þyngd forpakkninga.

Neytendastofa gerði könnu á þyngd forpakkninga frá 17 framleiðendum. Framkvæmd var úrtaksvigtun, þar sem skoðað var hvort raunveruleg þyngd vöru væri í samræmi við uppgefna þyngd á umbúðum. Skoðaðar voru 24 ólíkar vörutegundir og má þar nefna: kæfu, skinku, pepperoni, osta, gos, bökunarvörur, brauð, salat og pylsur.
Meira
27.9.2013

BL ehf. innkallar Land Rover bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á Land Rover bifreiðum, Freelander og Evogue. Um er að ræða 25 bifreiðar árgerð 2012-2014. Ástæða innköllunarinnar er sú að í fáum tilfellum hefur orðið vart við leka á hráolíu frá Spíssa-bakflæði(um 4% bifreiðanna).
Meira
26.9.2013

Haustnámskeið vigtarmanna

Almennt vigtarmannanámskeið verður haldið 7. - 9. október 2013. Námskeiðið hefst mánudaginn 7. október kl. 9:30 að Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Aðilar sem fengið hafa bráðabirgðalöggildingu í sumar eru með réttindi
Meira
26.9.2013

Eftirfylgni eftirlits á Árborgarsvæðinu og í Hveragerði

Þann 5. September sl. fóru fulltrúar Neytendastofu í eftirfylgni hjá fyrirtækjum á Árborgarsvæðinu og í Hveragerði. Farið var í 10 fyrirtæki, 2 matvöruverslanir, 2 sérvöruverslanir og 6 veitingastaði.
Meira
25.9.2013

Verðmerkingar í miðbæ Reykjavíkur

Mynd með frétt
Verslunareigendur eru skyldugir til að hafa verðmerkingar skýrar og vel sýnilegar bæði inni í verslun og í sýningargluggum. Dagana 12. – 22 ágúst sl. fóru fulltrúar Neytendastofu í eftirlitsferð í sérverslanir í miðbæ Reykjavíkur. Farið var í 119 verslanir og skoðað hvort verðmerkingar inni í verslunum sem og í sýningargluggum væru sýnilegar. Verðmerkingar voru ekki í lagi í 17 verslunum. Það voru verslanirnar Álafoss, Calvi, Cintamani, Couture, Dr.
Meira
23.9.2013

Tímabundið sölubann á leikföng

Starfsmenn Neytendastofu fóru í sex minjagripaverslanir í miðbæ Reykjavíkur vegna ábendingar um að til sölu væru leikföng sem væru ekki í lagi. Alls voru skoðuð 22 leikföng í umræddum búðum og af þeim voru aðeins tvær vörur eða 9% í lagi. Í umræddum búðum var sett tímabundið sölubann á alls 11 vörur en á hinar níu voru gerðar athugasemdir, þar sem farið var fram á afhendingu gagna, en ekki sett á tímabundið sölubann að svo stöddu.
Meira
20.9.2013

Auglýsingar Griffils og Eymundsonar í lagi

Neytendastofu barst kvörtun frá Egilsson ehf., sem rekur A4, um fullyrðingu Griffils um „lang, langflest[a] titla á einum stað !!!“ sem birtist á heimasíðu Griffils og fullyrðingar um stærsta skiptibókamarkað landsins sem kemur fram í lesinni sjónvarpsauglýsingu
Meira
19.9.2013

Firmaheitið istore bannað

Neytendastofa hefur bannað eiganda netverslunarinnar Buy.is notkun á firmaheitinu istore ehf. Buy.is og aðrar netverslanir sem sami aðili rekur eru í samkeppni við verslunina iStore.
Meira
18.9.2013

Verðmerkingar í Kringlunni

Í byrjun júlí heimsóttu fulltrúar Neytendastofu 108 sérvöruverslanir Kringlunnar í þeim tilgangi að athuga hvort verðmerkingar í verslun og sýningargluggum væri í samræmi við lög og reglur. Reyndust 10 verslanir ekki vera með verðmerkingarnar í lagi. Í byrjun september var athugað hvort verslanirnar
Meira
9.9.2013

Eftirlit með vogum í matvöruverslunum

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur skoðað undanfarið ástand löggildingar voga í matvöruverslunum. Þar er átt við vogir sem notaðar eru til að vigta vörur og verðleggja þær. Löggilda á vogir sem notaðar eru til verðlagningar í verslunum á tveggja ára fresti. Við löggildingu á vogum er sannreynt að vogin sé að vigta rétt.
Meira
4.9.2013

Toyota innkallar Lexus bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi 121 bifreiðar af gerðinni Lexus RX400h
Meira
30.8.2013

Er endurskinsmerkið þitt í lagi?

Neytendastofa vill koma því á framfæri að neytendur athugi vel hvort að allar upplýsingar og merkingar séu til staðar á endurskinsmerkjum áður en þau er notuð. Það hefur komið of oft fyrir að merki séu seld eða gefin sem endurskinsmerki en eru það í raun ekki. Það er oft ekki hægt að sjá mun á endurskinsmerki sem er í lagi og öðru merki sem lítur eins út, með sama lit, form og
Meira
26.8.2013

Innköllun á UVEX reiðhjálmum

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á UVEX reiðhjálmum af gerðinni Exxential (áður Uvision) sem seldir hafa verið hjá Lífland frá árinu 2010. Framleiðandinn, UVEX er auk þess að innkalla tvær
Meira
23.8.2013

Verðmerkingar í Smáralind almennt til fyrirmyndar

Fulltrúar Neytendastofu gerðu könnun á verðmerkingum hjá sérverslunum í Smáralind. Farið var í 69 verslanir með margskonar rekstur. Skoðað var hvort verðmerkingar í sýningargluggum væru í lagi þar sem við átti, einnig var athugað hvort verðmerkingar voru í lagi inni í verslununum.
Meira
22.8.2013

Ástand verðmerkinga á Árborgarsvæðinu og í Hveragerði

Í júlí sl. fóru fulltrúar Neytendastofu í Árborg og Hveragerði og gerði könnun hjá 23 fyrirtækjum. Farið var á 11 veitingastaði , fimm matvöruverslanir, tvær byggingavöruverslanir og fimm sérvöruverslanir. Skoðaðar voru verðmerkingar, vogir, magnupplýsingar drykkja og vínmál.
Meira
16.8.2013

Villandi merkingar á vörum frá ICEWEAR og NORWEAR

Neytendastofa hefur bannað Drífu ehf. notkun á merkingum á vörum frá ICEWEAR og NORWEAR án þess að fram komi hvaðan vörurnar séu upprunnar.
Meira
15.8.2013

IKEA innkallar barnarúm

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun IKEA á KRITTER eða SNIGLAR barnarúmum vegna slysahættu. Í tilkynningu IKEA kemur fram að viðskiptavinir eru beðnir um að skoða dagsetningarstimpilinn á miðanum sem festur er annað hvort á
Meira
15.8.2013

Neytendastofa kannar veitingahús á höfuðborgarsvæðinu

Í júlí sl. fóru fulltrúar Neytendastofu á 97 veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu í þeim tilgangi að athuga hvort farið væri eftir reglum um verðmerkingar. Skoðað var hvort matseðill með verðupplýsingum væri við inngöngudyr og hvort magnupplýsingar drykkja kæmu fram.
Meira
14.8.2013

Ástand verðmerkinga á bensínstöðvum

Í júlí fóru fulltrúar Neytendastofu í Árborg og Hveragerði og skoðuðu 15 bensínstövar. Skoðaðar voru verðmerkingar og hvort eldsneytisdælur (bensín og dísel) væru með löggildingu ásamt því að skoðað var hvort löggildingarmiði væri sýnilegur.
Meira
13.8.2013

Bílaumboðið ASKJA innkallar KIA bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Öskju um innköllun á 356 KIA bifreiðum. Komið hefur í ljós galli í bremsurofa sem var notaður í nokkur módel af KIA bílum.
Meira
12.8.2013

Toyota innkallar bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 58 Yaris bifreið. Um er að ræða bifreiðar framleiddar á árinu 2013.
Meira
9.8.2013

Neytendastofa leiðréttir frétt um ástand verðmerkinga í byggingavöruverslunum

Neytendastofa vill vekja athygli á því að stofnunin hefur leiðrétt frétt sem birtist á heimasíðu stofnunarinnar um ástand verðmerkinga í byggingavöruverslunum.
Meira
8.8.2013

Upplýsingavefur fyrir kennara

Á vegum Evrópusambandsins hefur verið settur upp gagnvirkur fræðslu og upplýsingavefur sem heitir Consumer Classroom. Tilgangurinn með vefsíðunni er að auka neytendafræðslu í skólum. Vefurinn var unninn í samstarfi við kennara og er hann sérstaklega ætlaður kennurum sem sjá um neytendafræðslu fyrir 12-18 ára nemendur.
Meira
7.8.2013

Ástand verðmerkinga í byggingavöruverslunum

Í verslun Byko voru vörur vel merktar. Í verslun Húsasmiðjunnar var annað á nálinni þar sem verðmerkingar voru ekki í lagi og ósamræmi á milli hillu og kassaverðs var 20%. Vörur voru ekki á réttum stöðum og vantaði verðmerkingar víða
Meira
6.8.2013

Neytendastofa sektar Toys R Us

Neytendastofa hefur lagt 500.000 kr. stjórnvaldssekt á 19. Janúar ehf., rekstraraðila verslunarinnar Toys R Us, fyrir brot á útsölureglum.
Meira
2.8.2013

Neytendastofa sektar Lyfju

Neytendastofa hefur lagt 250.000 kr. stjórnvaldssekt á fyrirtækið Lyfju fyrir að hafa brotið gegn ákvörðun stofnunarinnar frá 6. janúar 2012. Með fyrri ákvörðun Neytendastofu var þeim tilmælum beint til fyrirtækisins að hætta
Meira
1.8.2013

Skilmálar við kaup lesbóka á lestu.is

Neytendastofa þátt í sameiginlegri athugun evrópskra stjórnvalda á sviði neytendaverndar á sölu á rafrænum vörum og gerði af því tilefni könnun á íslenskum vefsíðum sem selja tónlist, bækur og myndbönd rafrænt í gegnum netið. Lestu ehf. braut á ákvæðum laga sem Neytendastofu er falið eftirlit með.
Meira
31.7.2013

Verðmerkingar í Kringlunni

Í byrjun júlí fóru fulltrúar Neytendastofu í eftirlitsferð í sérvöruverslanir í Kringlunni til að skoða hvort verðmerkingar inni í verslunum sem og í sýningargluggum væru sýnilegar. Farið var í 108 verslanir og af þeim voru 74 með sýningarglugga fyrir vörur sínar.
Meira
30.7.2013

Lénið blomatorg.is

Blómatorgið kvartaði yfir skráningu og notkun Smiðsins byggingafélags ehf. á léninu blomatorg.is. Í erindinu segir að nafn lénsins og rekstur þess sé hið sama og hjá Blómatorginu sem einnig eigi lénið blomatorgid.is. Blomatorg.is sé starfrækt á viðskiptavild Blómatorgsins og sé því til þess fallið að blekkja
Meira
30.7.2013

Bílasamningar Lýsingar sbr. dóm Hæstaréttar nr. 672/2012

Neytendastofa vill hvetja neytendur sem eru með tiltekna gerð bílasamninga við Lýsingu hf. að gera kröfu um endurútreikninga. Neytendastofa hefur með ákvörðun sinni nr. 34/2010 úrskurðað
Meira
30.7.2013

Könnun á neytendamálum milli ríkja innan EES

Mikill munur er á neytendavernd milli ríkja innan ESB/EES. Aðeins 35% íbúa á Evrópska efnahagssvæðinu eru óhræddir við að kaupa vöru á Netinu yfir landamæri frá kaupmanni sem er í öðru EES ríki. Sjö af hverjum tíu neytendum segjast ekki vita hvað þeir eigi að gera ef þeir fá senda vöru sem þeir hafa ekki pantað.
Meira
29.7.2013

Raftækjaverslanir verða að bæta orkumerkingar

Mynd með frétt
Neytendastofa gerði könnun í raftækjaverslunum á því hvort staðlaðir orkumerkimiðar væru límdir á heimilistækin sem þar voru seld. Aðeins 8% af tækjunum voru réttilega merkt. Könnunin sýnir að mikið vantar upp á þekkingu á reglum um orkumerkingar heimilistækja
Meira
24.7.2013

Of hávær leikföng

Talið er að á milli 25% - 33% Bandaríkjamanna sem þjást af heyrnaskaða sem megi rekja til hávaða, allavega að hluta til. Börn eru sérstaklega varnarlaus fyrir hávaða sem getur valdið heyrnartapi,
Meira
22.7.2013

Mælifræði í daglegu lífi

Mynd með frétt
Veist þú hvað mælifræði er? Hvaða áhrif hún hefur á líf þitt á hverju degi? Getur þú ekki ímyndað þér eitt dæmi í daglegu lífi þínu?
Meira
15.7.2013

Helstu sérfræðingar Evrópu á sviði mælifræði funduðu á Íslandi.

EURAMET, samtök landsmælifræðistofnana (NMI) í Evrópu, hélt í fyrsta skipti í sögu samtakanna aðalfund í Reykjavík. Kynntu þar helstu sérfræðingar Evrópu á sviði mælifræði athyglisverðar rannsóknir sem verið er að vinna að.
Meira
12.7.2013

Toyota innkallar bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 21 Yaris bifreið sem séu í umferð hér á landi. Um er að ræða bifreiðar framleiddar á árunum 2010-2011. Hætta er á því að rafliði í
Meira
10.7.2013

Slæmt ástand verðmerkinga í matvörubúðum

Í júní sl. gerði Neytendastofa könnun á ástandi verðmerkinga hjá matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Farið var í 78 verslanir og valdar af handahófi 50 vörur í hverri verslun. Heildarúrtak könnunarinnar voru því 3.3900 vörur. Af 78 verslunum voru einungis tvær verslanir Bónus í Holtagörðum og Bónus í Kringlunni sem voru í fullkomnu lagi.
Meira
4.7.2013

Sölubann á snuð með ljósi

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur lagt tímabundið bann við sölu og afhendingu hér á landi á snuð með ljósi, sem auglýst eru til sölu á heimasíðu Glowogblikk.is.
Meira
3.7.2013

Könnun á verði fasteignasala

Neytendastofa gerði könnun á kostnaði við sölu fasteigna hjá fasteignasölum sem koma að sölu íbúðarhúsnæðis. Í því fólst að kannað var hver söluþóknun væri annars vegar fyrir einkasölu og hins vegar almenna sölu, hvort og þá hve háa þóknun tekið væri ef eign selst ekki, hvort tekið væri umsýslugjald og að lokum kostnað vegna auglýsinga.
Meira
2.7.2013

Raftækjaverslanir almennt vel verðmerktar

Starfsmenn Neytendastofu fóru í 14 raftækjaverslanir á höfuðborgarsvæðinu og gerðu könnun á ástandi verðmerkinga. Verðmerkingar í verslununum voru almennt góðar. Þó voru gerðar athugasemdir við að töluvert væru um óverðmerktar vörur í verslunum Elko á Granda og í Skeifunni.
Meira
1.7.2013

BL ehf. innkallar 564 Nissan bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 564 Nissan bifreiðum. Um er að ræða 517 Nissan Qashqai framleidda á árunum 2006 – 2012 og 47 Nissan X-Trail
Meira
28.6.2013

Nýjar reglur um innflutning á barnabílstólum – mikilvæg tilkynning til almennings

Mynd með frétt
Innanríkisráðuneytið hefur staðfest reglugerð um breytingu á reglugerð um notkun öryggis- og verndarbúnaðar í ökutækjum. Neytendastofa er í hinni nýju reglugerð falið markaðseftirlit með barnabílstólum. Frá 1. júlí 2013 má, samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar, aðeins markaðssetja, flytja inn og selja öryggisbúnað (barnabílstól eða bílpúða með baki) sem uppfyllir evrópskar kröfur í ökutækjum samkvæmt
Meira
28.6.2013

Sumarlokanir kvörðunarþjónustu Neytendastofu

Kvörðunarþjónusta Neytendastofu verður lokuð í sumar frá 2.júlí til og með 12 . júlí og frá 6. ágúst til og með 9. ágúst vegna sumarleyfa starfsmanna
Meira
28.6.2013

Verðmerkingar sérvöruverslana í smáverslunarkjörnum

Fulltrúar Neytendastofu hafa í júní verið að taka út verðmerkingar í verslunum og sýningargluggum sérvöruverslana í þjónustukjörnum á höfuðborgarsvæðinu. Skoðað var í verslunum í Mjóddinni, Glæsibæ, Firðinum í Hafnarfirði, Austurveri og Suðurveri. Í heildina var farið í 41 fyrirtæki og voru 32 þeirra með vörur í sýningarglugga.
Meira
28.6.2013

Ákvörðun Neytendastofu staðfest að hluta

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði í málum nr. 20/2012 og 22/2012 staðfest þá ákvörðun Neytendastofu að ekki sé ástæða til aðgerða vegna umbúða um Rautt kóreskt ginseng.
Meira
28.6.2013

Toyota á Íslandi innkallar Prius

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi þrjár Prius bifreiðar vegna mögulegrar bilunar í hemlakerfi.
Meira
26.6.2013

Úrbætur í ritfangaverslunum

Fulltrúar Neytendastofu hafa undanfarinn mánuð farið í tvær heimsóknir í ritfangaverslanir á höfuðborgarsvæðinu til að athuga verðmerkingar. Í fyrri könnuninni sem gerð var í maí reyndust fjórar verslanir ekki vera með verðmerkingar í lagi.
Meira
25.6.2013

Ítrekun - 66 hættuleg trampólín enn í notkun

Mynd með frétt
Neytendastofa vill ítreka að forráðamenn taki strax úr notkun 4,3 m trampólíni með öryggisneti sem seld voru árið 2011. Vörunúmerið er 88040048.
Meira
19.6.2013

Brimborg innkallar Mazda

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg um innkölllun á Mazda bifreiðum. Um er að ræða 8 bíla af CX-5 gerð, en vegna möguleika á óþéttni á
Meira
19.6.2013

Sími, net og sjónvarpsáskriftir – Styttri binditími

Forstjórar norrænna neytendastofnanna hafa á fundi sínum í Reykjavík samþykkt eftirfarandi ályktun:
Meira
14.6.2013

Bönd í 17. júní blöðrum

Nú er þjóðhátíðardagurinn 17. júní skammt undan og hátíðarhöldin sem honum fylgja. Börnum er þessi dagur oft sérstakt tilhlökkunarefni enda jafnan ýmis skemmtun í boði til að gleðja þau.
Meira
14.6.2013

Verðsamræmi og verðmerkingar byggingavöruverslana á höfuðborgarsvæðinu.

Neytendastofa gerði könnun á ástandi verðmerkinga og samræmi hillu- og kassaverðs hjá byggingavöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Farið var í 7 verslanir sem selja byggingavörur, verslun Bauhaus og verslun Múrbúðarinnar, tvær verslanir BYKO og þrjár verslanir Húsasmiðjunnar.
Meira
13.6.2013

Ákvörðun Neytendastofu vegna viðskiptahátta Orkusölunnar staðfest

Orkuveita Reykjavíkur kvartaði til Neytendastofu yfir viðskiptaháttum Orkusölunnar við sölu á rafmagni. Kvörtunin snéri að tölvupósti sem sendur var félagsmönnum íþróttafélagsins Stjörnunnar þar sem þeir voru hvattir til að skipta um raforkusala og færa sig til Orkusölunnar, m.a. með loforði um 5.000 kr.
Meira
11.6.2013

BL ehf. innkallar Hyundai bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á Hyundai. Um er að ræða 618 bifreiðar framleiddar á árunum 2007-2011, sjá nánar hér fyrir neðan.
Meira
7.6.2013

Ritfangaverslanir almennt með góðar verðmerkingar

Dagana 24. maí – 27. maí sl. könnuðu starfsmenn Neytendastofu verðmerkingar í ritfangaverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Farið var í 18 ritfangaverslanir og skoðað hvort bækur, ritföng og aðrar söluvörur væru merktar með söluverði eins og verðmerkingareglur gera kröfu
Meira
7.6.2013

Hekla ehf. innkallar á bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu varðandi innkallanir á bifreiðum. Um er að ræða eina Volkswagen Up! og sex Skoda Citigo bifreiðar árgerð 2013.
Meira
6.6.2013

IKEA innkallar LYDA bolla vegna brunahættu

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun frá IKEA á LYDA bollum. Bollarnir geta brotnað þegar heitum vökva er hellt í þá og við það skapast hætta á bruna. IKEA hefur fengið tuttugu tilkynningar vegna bolla sem hafa brotnað við notkun.
Meira
3.6.2013

Öruggari flugeldar – ESB samþykkir nýjar reglur

Mynd með frétt
Í EES-samninginn hefur verið felld tilskipun 2007/23/EB um að setja á markað flugeldavörur sem verður innleidd með frumvarpi innanríkisráðherra síðar á þessu ári. Framleiðendum og innflytjendum ber skylda til þess samkvæmt þessum reglum að fylgja öryggiskröfum sem gilda um framleiðsluna.
Meira
31.5.2013

Útileiktæki

Neytendastofa vill benda neytendum sem hafa hug á að kaupa útileiktæki fyrir börn að kanna vel áður hvort nota eigi leiktækið á afgirtri einkalóð eða á opnu leiksvæði fyrir almenning. Stofnunin hefur fengið ábendingar um það að leiktæki sem ætluð eru til einkanota á lokuðum afgirtum
Meira
30.5.2013

Lénið oryggisgirding.is

Öryggisgirðingar sem rekur vefsíðuna girding.is kvartaði yfir skráningu FB Girðingar á léninu oryggisgirding.is. Notkun lénsins hafi valdið nokkrum ruglingi hjá viðskiptavinum Öryggisgirðinga.
Meira
29.5.2013

Lénið partasalar.is

Aðalpartasalan sem rekur vefsíðuna partasolur.is kvartaði yfir skráningu og notkun Kristjáns Trausta Sveinbjörnssonar á léninu partasalar.is. Í kvörtuninni kemur fram að Aðalpartasalan telji að skráning og notkun Kristjáns á léninu sé ólögmæt.
Meira
28.5.2013

Auðkennið Fasteignasalan Garðatorg

Garðatorg eignamiðlun kvartar yfir skráningu og notkun fasteignasölunnar F.S. Torgs á heitinu „Fasteignasalan Garðatorg“. Garðatorg eignamiðlun heldur því fram að fyrirtækið sé þekkt undir nafninu Fasteignasalan Garðatorg.
Meira
28.5.2013

Auðkennið Fasteignasalan Garðatorg

Garðatorg eignamiðlun kvartar yfir skráningu og notkun fasteignasölunnar F.S. Torgs á heitinu „Fasteignasalan Garðatorg“. Garðatorg eignamiðlun heldur því fram að fyrirtækið sé þekkt undir nafninu Fasteignasalan Garðatorg.
Meira
27.5.2013

Ákvörðun vegna auglýsinga Skeljungs

Neytendastofa barst kvörtun frá Olís vegna markaðsherferðar Skeljungs. Í auglýsingunum kom m.a. fram að með Orkulyklinum væri veittur afsláttur í peningum en ekki punktum.
Meira
22.5.2013

Bílaumboðið ASKJA innkallar KIA bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Öskju um innköllun á KIA bifreiðum, Picanto. Um er að ræða 68 bifreiðar framleiddar á tímabilinu 2011 til 29. mars .2012.
Meira
21.5.2013

Ellingsen innkallar Ski-doo vélsleða

Neytendastofa barst tilkynning frá Ellingsen um innköllun á vélsleðum af gerðinni Ski-doo. Ástæða innköllunarinnar er sú að undir ákveðnum kringumstæðum getur inntak eldsneytisdælu
Meira
18.5.2013

Alþjóðlegi mælifræðidagurinn

Á venjulegum degi er undravert hve oft mælingar koma við sögu, hvort sem litið er á klukkuna, keypt er í matinn eða eitthvað annað, fyllt er á tank farartækis eða farið er í blóðþrýstings athugun svo dæmi séu tekin.
Meira
17.5.2013

Kría Hjól ehf. innkallar Specialized reiðhjól

Mynd með frétt
Neytendastofa barst tilkynning frá Kría Hjól ehf um innköllun á Specialized reiðhjólum af gerðinni Tarmac, Crux og Secteur.
Meira
15.5.2013

Námskeið vigtarmanna 3 – 5 júní.

Neytendastofa mun daganna 3 – 5 júní standa fyrir almennu námskeiði fyrir vigtarmenn. Námskeiðið fer fram í húsakynnum Neytendastofu að Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Námskeiðið veitir þeim sem ljúka því réttindi til að starfa sem löggildir vigtarmenn.
Meira
14.5.2013

Ákvörðun Neytendastofu um fullyrðingu Húsasmiðjunnar staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu um að Húsasmiðjan hafi brotið gegn ákvæðum laga nr. 57/2005 með fullyrðingunni „Landsins mesta úrval af pallaefni“. Áfrýjunarnefndin staðfesti einnig 500.000 kr. stjórnvaldssekt sem Neytendastofa lagði á Húsasmiðjuna fyrir
Meira
13.5.2013

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfesti stjórnvaldssekt á Hagkaup

Með ákvörðun Neytendastofu nr. 38/2012 lagði stofnunin 500.000 kr. stjórnvaldssekt á Hagkaup fyrir brot á eldri ákvörðun. Málið snéri að Tax Free auglýsingum Hagkaups sem Neytendastofa hafði kveðið á um að yrðu að innihalda skýrar
Meira
29.4.2013

BYKO innkallar hættuleg trampólín

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BYKO um innköllun á 4,3 m trampólíni með öryggisneti sem seld voru árið 2011. Komið hefur í ljós að suðusamsetning, sem tengir járnhringinn við lappirnar, getur gefið sig.
Meira
18.4.2013

Lénið litlaflugan.is

Litla flugan ehf. kvartaði til Neytendastofu vegna skráningar og notkunar Litlu flugunnar textílverkstæðis ehf. á léninu litlaflugan.is. Litla flugan ehf. sé leiðandi vörumerki meðal veiðimanna og fluguhnýtara
Meira
16.4.2013

BL ehf. innkallar Nissan bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á Nissan bifreiðum, Almera N16, Navara Double Cab D22, Pathfinder R50, X-Trail T30, Patrol Y61, Terrano R20.
Meira
16.4.2013

Ákvörðun vegna auglýsinga Póstdreifingar

Íslandspóstur kvartaði yfir auglýsingu Póstdreifingar þar sem fram kom að fyrirtækið sæi um að koma bæklingi um þjóðaratkvæðagreiðslu inn á hvert heimili á landinu. Að mati Íslandspóst mátti skilja auglýsinguna þannig að Póstdreifing dreifi bæklingnum inn á öll heimili í landinu og að dreifikerfi Póstdreifingar sé svo víðtækt að það nái um allt landi.
Meira
15.4.2013

Bernhard ehf innkallar Honda bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf. um innköllun á Honda bifreiðum af gerðinni Accord. Um er að ræða alls 1054 bifreiðar árgerð 2002-2008.
Meira
15.4.2013

Kæru vísað frá áfrýjunarnefnd neytendamála

Lyfjagreiðslunefnd kvartaði til Neytendastofu vegna auglýsinga Skipholtsapóteks þar sem auglýst voru lyf á heildsöluverði. Með bréfi Neytendastofu dags. 6. september 2012 var tekin sú ákvörðun að ekki væri ástæða til aðgerða vegna auglýsinganna.
Meira
12.4.2013

Toyota á Íslandi innkallar bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á Yaris framleidd á tímabilinu 2001-2003, Corolla framleidd á tímabilinu 2000-2002, Avensis framleidd á tímabilinu 2002-2003 og Lexus SC430 framleidd á tímabilinu 2000-2003. Um er að ræða í kringum 700 bifreiðar.
Meira
4.4.2013

Hekla hf. innkallar Mitsubishi bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um innköllun á Mitsubishi i-MiEV rafmagns fólksbifreiðum. Um er að ræða 9 bifreiðar árgerð 2011-2012. Ástæða innköllunarinnar er sú að
Meira
3.4.2013

BL ehf. innkallar Nissan bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á Nissan Juke F15. Um er að ræða 5 bifreiðar árgerð 2012. Ástæða innköllunarinnar er sú að þegar loftpúði í stýri á Juke springur út þá geta
Meira
2.4.2013

Niðurstöður könnunar um bankareikninga fyrir neytendur

Gerð var almenn og opin könnun hjá ESB til að fá fram sjónarmið stjórnvalda og hagsmunaaðila á EES svæðinu hvort allir geti stofnað bankareikninga, hvort auðvelt sé fyrir neytendur að færa viðskipti milli banka og hvort vandamál séu varðandi upplýsingar sem gefnar eru til neytenda um þjónustugjöld banka.
Meira
21.3.2013

Tilkynning varðandi Iron Gym

Mynd með frétt
Neytendastofu barst kvörtun frá neytenda um að hættulegt æfingatæki væri á markaðnum. Um er að ræða Iron Gym upphífingastöng sem seld er í versluninni Hreysti. Kvörtunin barst í kjölfar slyss sem varð þegar notandi féll aftur fyrir sig við það að tækið losnaði af dyrakarmi.
Meira
19.3.2013

BL ehf. innkallar Renault bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á Renault Megane II Estate. Um er að ræða 236 bifreiðar árgerð 2003-2008. Ástæða innköllunarinnar er sú að
Meira
18.3.2013

Ákvörðun Neytendastofu skal tekin til nýrrar meðferðar

Kvartað var til Neytendastofu vegna meintu broti Miðlunar ehf. á ákvæðum laga um húsgöngu og fjarsölusamninga sem kveða á um bann við notkun á tilteknum fjarskiptaaðferðum. Með bréfi, dags. 6. september 2012, tók Neytendastofa þá ákvörðun að ekki væri ástæða til aðgerða af hálfu
Meira
15.3.2013

Bankaþjónusta kemur verst út í skorkorti neytenda

Mynd með frétt
Skorkort neytendamála fyrir árið 2012 sýnir að Evrópskir neytendur eru óánægðir með hvernig ýmsir markaði starfa. Þeir þjónustumarkaðir sem komu hvað verst út eru bankaþjónusta, fjarskiptamarkaðurinn og orkumarkaðurinn. Þriðja árið í röð eru markaður með fjárfestingar, veðlán og húsnæðismarkaður á botninum. Væntingum neytenda virðist
Meira
14.3.2013

Must Visit Iceland ehf. heimilt að nota auðkennið ICE LAGOON

Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að banna ekki notkun Must Visit Iceland ehf. á auðkenninu ICE LAGOON. Stofnuninni barst kvörtun frá Jökulsárlóni ehf. þar sem félagið taldi sig eiga einkarétt á auðkenninu og því væri Must Visit Iceland ehf. bannað að nota það.
Meira
8.3.2013

Kvörtun Atvinnueignar vegna firmanafns og léns

Atvinnueign leitaði til Neytendastofu vegna skráningar og notkunar Leiguumsjónar á firmanafninu Atvinnueignir.
Meira
8.3.2013

Rafhjól innkallar rafhlöður fyrir rafhjólabúnað

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Rafhjól ehf. um innköllun á rafhlöðum sem notuð eru í rafhjólabúnað á reiðhjólum.
Meira
5.3.2013

Neytendastofa sektar Betra bak

Neytendastofa hefur lagt 1.500.000 stjórnvaldssekt á verslunina Betra Bak fyrir að hafa auglýst heilsudýnur á tilboðsverði lengur en heimilt er Betra bak hafði boðið Tempur heilsudýnur á lækkuðu verði samfellt
Meira
5.3.2013

Lénið leikjavaktin.is

Skynet ehf. sem rekur vefsíðuna vaktin.is kvartaði yfir skráningu og notkun Paintball ehf. á léninu leikjavaktin.is. Í kvörtuninni kemur fram að Skynet telji að neytendur muni álíta að tengsl séu á milli leikjavaktin.is og vaktin.is sem muni hafa slæm áhrif á vaktin.is.
Meira
1.3.2013

Neytendastofa bannar Kringlunni að nota fullyrðinguna „Stærsta útsala landsins“.

Neytendastofu barst kvörtun frá Smáralind vegna notkunar Kringlunnar á fullyrðingunni „Stærsta útsala landsins“ í auglýsingum um útsölu fyrirtækja í Kringlunni.
Meira
26.2.2013

Eldri gerð af Skotta á hjóli ekki í lagi

Mynd með frétt
Fígúran "Skotti á hjóli" sem sett hefur verið á páskaegg frá Freyju árið 2011 og 2012 uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru til leikfanga.
Meira
12.2.2013

Toyota á Íslandi innkallar bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á IS250 Lexus. Um er að ræða 89 bifreiðar framleiddar á tímabilinu nóvember 2006 til janúar 2011.
Meira
8.2.2013

Kveikjarar

Mynd með frétt
Af gefnu tilefni vill Neytendastofa minna á fáein atriði er varðar öryggi kveikjara. Kveikjarar eiga alltaf að vera búnir barnalæsingum. Fullnægjandi barnalæsing getur til dæmis verið stíft hjól eða takki sem þarf að ýta niður af afli til þess að unnt sé að kveikja á kveikjaranum.
Meira
6.2.2013

ítrekun - 83 vatnsvélar enn í notkun

Mynd með frétt
Neytendastofa vill ítreka fyrir almenningi taka strax úr sambandi og skila vatnsvélum frá Champ Design CO., Ltd. Nú er talið að hægt sé að rekja níu eldsvoða út frá vélunum.
Meira
4.2.2013

Eftirlit með vínmálum

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur gert könnun hjá um 20 vínveitingarhúsum og innflytjendum hvort í notkun væru löggilt veltimál (sjússamæla ) og vínskammtara og einnig hvort að vínglös og bjórglös hafi viðeigandi merkingar. Tilgangurinn var að kanna hvort verið væri að fylgja eftir reglum um vínmál sem notuð eru til að mæla skammta áfengis sem ætlað er til sölu.
Meira
25.1.2013

Markaðseftirlitsáætlun 2013

Neytendastofu er í lögum nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu, falið að vinna að heildarskipulagningu opinberrar markaðsgæslu í samvinnu við önnur eftirlitsstjórnvöld.
Meira
24.1.2013

20 nýútskrifaðir vigtarmenn

Námskeið til löggildingar vigtarmanna var haldið 14 – 16 janúar. Í Reykjavík sátu 14 þátttakendur námskeiðið en einnig sátu sex fjarnámskeið sem var haldið á samtímis á Húsavík og Kópaskeri.
Meira
22.1.2013

Neytendastofa bannar auglýsingar N1

Neytendastofu barst kvörtun frá Skeljungi vegna auglýsinga N1 um 3% minni eyðslu með notkun eldsneytis frá N1 sem innihaldi fjölvirk bætiefni. Auglýsingarnar komu m.a. fram á heimasíðu og bensíndælum félagsins
Meira
22.1.2013

Neytendastofa bannar auglýsingar Skeljungs

Neytendastofu barst kvörtun frá N1 vegna auglýsinga Skeljungs. Auglýsingarnar komu m.a. fram í dagblöðum og útvarpi og var í þeim fullyrt að með því að nota Shell V-Power gætu neytendur sparað 6 kr. þar sem um væri að ræða 2,4% minni eyðsla á lítra. Var tekið fram að auglýsingarnar væru byggðar á mælingum tveggja íslenskra aðila og fóru
Meira
21.1.2013

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu

Neytendastofa sektaði Tal um sjö og hálfa milljón kr. Sektin var vegna brota á lögum um viðskiptahætti og markaðssetningu og eldri ákvörðunum stofnunarinnar.
Meira
21.1.2013

Úrskurður í máli FÍA

Með ákvörðun Neytendastofu taldi stofnunin að yfirlýsingar FÍA og forsvarsmanns félagsins við viðskiptamenn IFSA, sem settar voru fram í þeim tilgangi að fá þá til að láta af samstafi við IFSA, hafi verið brot gegn 5. gr. og 14. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu
Meira
17.1.2013

Hættulegar vatnsvélar - innköllun

Neytendastofa vill brýna fyrir almenningi að fjarlægja og taka strax úr umferð vatnsvélar frá Champ Design CO., Ltd. sem seldar voru í Byko frá mars 2006 til 2010. Rannsókn á bruna sem varð í Glerárskóla á Akureyri 14. janúar sl. leiddi í ljós að eldsupptök voru út frá vatnsvél frá Byko.
Meira
17.1.2013

BL innkallar Opel Antara

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 70 OPEL ANTARA bifreiðum framleiddar á árunum 2007- 2010
Meira
15.1.2013

Innkölluð Strumpaljós

Neytendastofa vekur athygli á innköllun á strumpaljósi/moodlight . Um er að ræða 10 cm háan lampa
Meira
11.1.2013

Skýjaluktir – kínversk ljósker

Mynd með frétt
Neytendastofa vill benda á að fólk sýni mikla aðgát við notkun skýjalukta. Þó svo að luktirnar séu fallegar þá geta þær verið stórhættulegar og valdið miklu tjóni. Skýjaluktir eða kínversk ljósker eru gerð úr pappír og innihalda vaxkubb eða annað eldfimt efni sem kveikt er í.
Meira
3.1.2013

Auglýsingar og slagorð Griffils bannað

Neytendastofu barst erindi frá Egilsson ehf. sem rekur ritfangaverslanirnar A4 þar sem kvartað var yfir auglýsingum Griffils. Í auglýsingunum var vísað til sona Egils og gert að því grín hvað hann væri klaufskur og hvort eitthvað væri að honum.
Meira
TIL BAKA