Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

28.7.2021

Hyundai á Íslandi innkallar 105 Hyundai Tucson bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hyundai á Íslandi um að innkalla þurfi 105 Hyundai Tucson NX4 HEP/PEHV af árgerð 2020-2021. Ástæða innköllunarinnar er að viðkomandi ökutæki uppfylla ekki Evrópureglugerðir um lyklalaust aðgengi ef bilun á sér stað.
Meira
21.7.2021

Apótek sektuð vegna verðmerkinga.

Neytendastofa skoðaði ástand verðmerkinga í apótekum í Reykjanesbæ og hefur nú lagt stjórnvaldssektir á þrjú þeirra. Skoðunin tók til fimm apóteka á svæðinu og voru í fyrstu heimsókn gerðar athugasemdir við þau öll. Í skoðununum var sérstaklega kannað hvort vörur væri verðmerktar, hvort verðmerking væri rétt og hvort verðmerkingar fyrir aftan afgreiðsluborð væru nægilega sýnilegar neytendum. Þeim fyrirmælum var beint til allra apótekanna að bæta verðmerkingar. Skoðuninni var fylgt eftir með nýrri skoðun og kom í ljós að ekki hafði verið nægilega bætt úr verðmerkingum í þremur af fimm apótekum.
Meira
21.7.2021

Tilboð á vefsíðu Beautybar.

Neytendastofa hefur bannað Ivi ehf., rekstraraðila Beautybar, að kynna lækkað verð á vefsíðu sinni án þess að verðlækkun væri raunveruleg. Í kjölfar ábendinga óskaði Neytendastofa eftir því að Beautybar sannaði að vörur hefðu verið seldar á fyrra verði. Í skýringum Beautybar kom fram að fyrra verð væri það verð sem vörurnar væru seldar á í verslun í Kringlunni.
Meira
20.7.2021

Auðkennið MÓI

Neytendastofu barst kvörtun frá Yrkil ehf. þar sem kvartað var yfir notkun Fjord ehf. á auðkenninu og vörumerkinu MÓI. Í kvörtuninni er rakið að Yrkill telji notkun Fjord á auðkenninu villandi, brjóta gegn vörumerkjarétti Yrkils og sé til þess fallin að neytendur ruglist á fyrirtækjunum. Fjord hafnaði þessu og benti á að félögin væru hvorki í samkeppni né á sama markaðssvæði og því engin ruglingshætta fyrir hendi.
Meira
19.7.2021

Sumarlokun kvörðunarþjónustu Neytendastofu

Neytendastofa vill minna á að kvörðunarþjónusta Neytendastofu verður lokuð í sumar frá 19. júlí til og með 6. ágúst.
Meira
16.7.2021

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa lauk ákvörðun um vaxtabreytingu Arion banka vegna samnings frá Frjálsa Fjárfestingarbankanum. Samkvæmt ákvörðuninni braut skilmáli samningsins gegn lögum um neytendalán og vaxtabreyting Arion banka á grundvelli skilmálans braut gegn góðum viðskiptaháttum
Meira
13.7.2021

Suzuki innkallar 329 Jimny jeppa

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílum hf. um að innkalla þurfi 329 Suzuki Jimny bifreiðar af árgerð 2018-2020. Ástæða innköllunarinnar er mögulegur hönnunargalli í raflögnum í hurðum að framan. Raflagnir geta skemmst við það að opna og loka hurðum.
Meira
12.7.2021

Eimskip og KOMA innkalla endurskinsmerki

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur borist tilkynning frá Eimskip Ísland ehf. og KOMA ehf. um innköllun félagsins á endurskinsmerkjum sem voru afhent neytendum. Eru endurskinsmerkin í formi akkeris og merkt Eimskipum, sbr. meðfylgjandi mynd. Voru merkin framleidd af KOMA.
Meira
9.7.2021

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofu barst kvörtun frá Ungmennafélagi Íslands yfir notkun Landssambands æskulýðsfélaga á auðkenninu Landssamband ungmennafélaga. Þegar erindið barst Neytendastofu hafði Ungmennafélag Íslands
Meira
TIL BAKA