Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir árum

31.12.2021

Ákvörðun um kynningu endurnýjunar aðildar hjá Costco

Neytendastofu barst ábending um að þegar viðskiptavinur endurnýi aðild sína hjá Costco þá miði upphaf nýrrar aðild við þann tími sem fyrri aðild rann út en ekki daginn sem aðild er endurnýjuð. Í öllu kynningarefni komi fram að aðild séu 12 mánuðir en samkvæmt þessu geti endurnýjuð aðild verið styttri.
Meira
30.12.2021

Frávísun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa vísaði frá án efnislegrar meðferðar, erindi frá Sólvöllum ehf. Í erindinu var kvartað yfir skráningu og notkun erlends aðila á léninu icelandexpress.is en Sólvellir eigi vörumerkið Iceland Express.
Meira
30.12.2021

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofu barst kvörtun frá Ísey Skyr Bar vegna markaðssetningar S.G. Veitinga, sem rekur Ísbúð Garðabæjar, á skálum og drykkjum. Ákvörðun Neytendastofu var sú að útlit umbúða og vara Ísey Skyr Bar skorti nægilegt sérkenni til þess að fyrirtækið gæti notið einkaréttar á því. Að sama skapi féllst stofnunin ekki á það að framsetning S.G. Veitinga á vörunum, þ.e. útlit, innihald, heiti og framsetning á vefsíðu, brjóti gegn góðum viðskiptaháttum gagnvart neytendum eða Ísey Skyr Bar.
Meira
17.12.2021

Auðkennið ZOLO

Neytendastofu barst kvörtun frá Zolo og dætrum ehf. þar sem kvartað var yfir notkun City Bikes ehf. á auðkenninu og vörumerkinu ZOLO. Í kvörtuninni er rakið að Zolo og dætur telji notkun City Bikes á auðkenninu villandi, brjóta gegn vörumerkjarétti þess og sé til þess fallin að neytendur ruglist á fyrirtækjunum. City Bikes hafnaði framangreindu og benti á að félögin væru ekki í samkeppni og starfsemi þeirra ótengd.
Meira
26.11.2021

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa taldi ekki tilefni til aðgerða vegna auðkennisins JÚMBÓ þar sem heildarmat á útliti auðkenna Sóma, Jömm og Oatly leiddi til þess að stofnunin taldi ekki hættu á að neytendur rugluðust á þeim.
Meira
26.11.2021

Frávísun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa vísaði frá án efnislegrar meðferðar, erindi frá Íþróttasambandi lögreglumanna. Í erindinu var kvartað yfir skráningu og notkun einstaklings á léninu ferdafelaginn.is sem Íþróttasambandið taldi valda hættu á ruglingi við tímarit sem sambandið gefur út, undir sama heiti.
Meira
24.11.2021

Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi

Neytendastofa taldi auglýsingar Nova í tengslum við tilboð félagsins villandi þar sem tilboðið var kynnt í tiltekinn tíma en það síðar framlengt.
Meira
24.11.2021

Úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála

Neytendastofa lauk ákvörðun vegna auðkennisins NORDIC CAMPERS þar sem Nordic Car Rental ehf. var bannað að nota auðkennið.
Meira
24.11.2021

Auglýsingar Sjóvá-Almennar tryggingar villandi

Neytendastofu barst kvörtun frá Verði tryggingum hf. vegna vegna auglýsinga og markaðsherferðar Sjóvá-Almennar tryggingar hf. á kaskótryggingu Sjóvá fyrir ökutæki og samanburði sem gerður var á skilmálum trygginga fyrirtækjanna. Taldi Vörður að um villandi viðskiptahætti væri að ræða og ólögmætar samanburðarauglýsingar. Sjóvá gæti ekki fært sönnur á fullyrðingar í auglýsingunum og að upplýsingar í auglýsingunum og markaðsherferðinni væru rangar, villandi og órökstuddar.
Meira
27.10.2021

Auglýsingar Bensínlauss villandi

Neytendastofu barst kvörtun frá Bílaumboðinu Öskju ehf. vegna auglýsinga Bensínlauss ehf. Í kvörtuninni kom fram að í auglýsingum Bensínlauss væri að finna rangar fullyrðingar um verð á Kia og Mercedes Benz bifreiðum sem Bensínlaus auglýsi til sölu. Auk þess voru gerðar athugasemdir við fullyrðingar um ábyrgð bifreiðanna.
Meira
27.10.2021

Fullyrðingar Atlantsolíu bannaðar

Neytendastofa hefur bannað tvær fullyrðingar sem notaðar hafa verið í auglýsingum Atlantsolíu. Annars vegar fullyrðinguna „cheapest gas stop“ og hins vegar fullyrðinguna „Lægsta verðið er hjá Atlantsolíu Kaplakrika og Sprengisandi“.
Meira
25.10.2021

Framsetning á ávinningi Heklu villandi

Neytendastofu barst ábending vegna notkunar Heklu á hugtakinu „innifalin ávinningur“ við kynningu á Audi bifreiðum. Samkvæmt svörum Heklu vísaði hugtakið til ávinnings viðskiptavina Heklu af samkomulagi milli félagsins og Audi. Innifaldi ávinningur væri ekki settur fram til lækkunar eða sem afsláttur af verði bílsins heldur þyrfti að leggja hinn innifalda ávinning við verð bílsins til þess að sjá hvað bílinn myndi kosta væri samningur Audi og Heklu ekki til staðar
Meira
25.10.2021

Viðskiptahættir Sparibíls

Neytendastofu barst ábending yfir auglýsingum Bonum ehf., sem rekur Sparibíl um að í auglýsingum félagsins kæmu fram rangar fullyrðingar um þá bíla sem félagið selji. Málið varðaði annars vegar almennu fullyrðinguna „Sömu bílar bara miklu ódýrari“ og hins vegar fullyrðinguna um 800.000 kr. lægra verð á Mitsubishi Outlander PHEV hjá Sparibíl heldur en listaverð og að um villandi samanburð væri að ræða við samkeppnisaðila. Að auki kom til skoðunar fullyrðing Sparibíls um fimm ára ábyrgð á ökutækjunum.
Meira
21.10.2021

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofu barst kvörtun yfir yfir notkun á auðkenninu NORÐURHÚS á vefsíðunni nordurhus.is og facebook síðunni www.facebook.com/nordurhus. Í ákvörðun Neytendastofu var komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri hætta á ruglingi milli fyrirtækjanna og því ekki tilefni til aðgerða.
Meira
18.10.2021

Auglýsingar Cromwell Rugs villandi

Neytendastofu bárust ábendingar um auglýsingar og markaðssetningu Cromwell Rugs á teppum. Í ábendingunum voru gerðar athugasemdir við kynnta verðlækkun þar sem fyrirtækið hafði ekki starfað hér á landi áður.
Meira
15.10.2021

Ársskýrsla Neytendastofu komin út

Í ársskýrslunni er farið yfir lykiltölur og helstu stjórnsýsluverkefni hvers sviðs stofnunarinnar. Þá er gerð grein fyrir nokkrum af öðrum verkefnum sem stofnunin sinnti á árinu, svo sem setningu reglna og umsagna um lagafrumvörp.
Meira
14.10.2021

Sektir vegna verðmerkinga

Neytendastofa hefur sektað Blómabúðina Kringlunni, Ísblóm, 18 Rauðar Rósir, Blómabúðina Dögg og Örninn Hjól fyrir að fara ekki að fyrirmælum stofnunarinnar um verðmerkingar.
Meira
13.10.2021

Auglýsingar og markaðssetning Fríhafnarinnar

Neytendastofu barst kvörtun frá Sante ehf. og ST ehf. vegna notkunar Fríhafnarinnar ehf. á heitunum „Duty Free“ og „Fríhöfn“. Sante og ST töldu að þar sem verslanir Fríhafnarinnar séu ekki alfarið undanþegnar áfengis- og tóbaksgjaldi sé notkun heitanna í auglýsingum og markaðssetningu villandi gagnvart neytendum.
Meira
5.10.2021

Flugfélög endurgreiða niðurfelld flug

Í kjölfar viðræðna framkvæmdarstjórnar ESB og neytendayfirvalda aðildarríkjanna við sextán helstu flugfélög Evrópu hafa flugfélögin skuldbundið sig til þess að veita betri upplýsingar og endurgreiðslu sé flug fellt niður. Viðræðurnar áttu rætur sínar að rekja til Covid-19 faraldursins og hófust vegna þeirra fjölda kvartana sem bárust vegna vandamála farþegatengdum afpöntunum og endurgreiðslum á flugferðum.
Meira
4.10.2021

Innköllun og bann við sölu á Smartmi andlitsgrímu hjá Tunglskini

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur fyrirskipað innköllun og bannað sölu og afhendingu á andlitsgrímunni “Smartmi”, frá framleiðandanum Xiaomi, sem seld var í verslun Tunglskins ehf. og á vefsíðu félagsins, tunglskin.is.
Meira
4.10.2021

Hækkun vaxtaálags Birtu lífeyrissjóðs

Neytendastofu bárust ábendingar frá neytendum og Hagsmunasamtökum heimilanna vegna vaxtaendurskoðunar veðskuldabréfa hjá Birtu lífeyrissjóði. Af því tilefni óskaði Neytendastofa skýringa og athugasemda sjóðsins um skilmála veðskuldabréfa sjóðsins sem snúa að hækkun vaxtaálags og tilkynningu sjóðsins um hækkun vaxtaálags sem birt var á vefsíðu sjóðsins.
Meira
1.10.2021

Breyting á starfsemi Neytendastofu

Frá og með deginum í dag flyst eftirlit með vöruöryggi og mælifræði ásamt kvörðunarþjónustu til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þá færist eftirlit með traustþjónustu til Fjarskiptastofu. Ábendingum og fyrirspurnum um þessi málefni ber því að vísa til þeirra stofnanna.
Meira
30.9.2021

Tilkynning vegna sparibauka hjá Landsbankanum

Mynd með frétt
Neytendastofa fékk ábendingu um að Sprota sparibaukar sem Landsbankinn afhendir börnum geti verið hættulegir. Baukurinn var ranglega CE-merktur sem leikfang af framleiðanda baukanna, Trix vöruþróun ehf. Baukarnir eru ekki ætlaðir við leik barna, enda kann smámynt að detta úr bauknum og getur það valdið köfnunarhættu hjá börnum.
Meira
30.9.2021

Innköllun og bann við sölu á leikfangalest hjá Kids Coolshop

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur fyrirskipað innköllun og bannað sölu og afhendingu á leikfangalestarinnar „Wooden stacking train set“, frá framleiðandanum Vilac, sem var seld í verslunum Kids Coolship Iceland ehf.
Meira
29.9.2021

Bann við sölu á kertum hjá Samkaup

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur bannað sölu og afhendingu á gylltum og rauðgylltum kertum frá framleiðandanum Premier Decorations Ltd. sem seld voru í verslunum Samkaup. Á meðfylgjandi myndum má sjá þau kerti sem um ræðir.
Meira
29.9.2021

Hættulegar áfyllingar teknar úr umferð

Neytendastofa hefur síðustu mánuði skoðað yfir 2600 vökva fyrir rafrettur og 98 rafrettur og verðmerkingar í sérverslunum með rafrettur. Farið var á sölustaði í Reykjanesbæ, Akranesi, Selfossi, Sauðárkróki, Akureyri, Vestmannaeyjum og á höfuðborgarsvæðinu. Kom í ljós að enn er verið að selja áfyllingar sem sérstaklega eru hættulegar með allt of miklu magni nikótíns, en hámarks styrkleiki má ekki fara yfir 20 mg/ml.
Meira
27.9.2021

Gætið varúðar við kaup á öryggishliðum fyrir börn

Mynd með frétt
Neytendastofa vill benda neytendum á að gæta varúðar við kaup og notkun á öryggishliðum fyrir börn.
Meira
23.9.2021

Sameiginlegt átak í öryggi barnavara

Mynd með frétt
Neytendastofa tók þátt í sameiginlegu átaki eftirlitsstofnanir í Evrópu þar sem skoðuð voru barnahreiður, svefnpokar og vöggur sem hægt er að festa við hjónarúm. Markmiðið með átakinu var að kanna öryggi í umhverfi mjög ungra barna. Strax í upphafi kom í ljós að ungbarnahreiður eru ekki mikið notuð í öðrum ríkjum, aðallega voru þau notuð á Norðurlöndunum. Jafnframt nota Skandínavíu löndin ekki svefnpoka fyrir börn til að sofa í á næturnar og hliðarvöggur eru ekki jafn vinsælar hjá öðrum þjóðum eins og hér. Neytendastofa skoðaði því ekki svefnpoka sem eru ætlaðir til að sofa í á næturnar og önnur ríki skoðuðu ekki hreiður.
Meira
20.9.2021

Viðskiptahættir Borgunar

Neytendastofu barst kvörtun frá Rapyd Europe hf. vegna viðskiptahátta Borgunar hf. Að mati Rapyd hafi Borgun viðhaft villandi og óréttmæta viðskiptahætti á þann hátt að starfsmenn Borgunar hafi nálgast viðskiptavini Rapyd undir fölskum formerkjum og talið þeim trú um að Borgun væri búið að kaupa greiðsluþjónustufyrirtækið sem viðskiptavinirnir væru í viðskiptum við.
Meira
17.9.2021

Fullyrðingar Orkunnar bannaðar

Neytendastofa hefur bannað fullyrðingar sem notaðar hafa verið í auglýsingum Orkunnar. Auglýst var lægsta verðið eða ódýrasta eldsneytið á höfuðborgarsvæðinu og í öllum landshlutum.
Meira
17.9.2021

Hekla innkallar 105 Audi bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi 105 Audi bifreiðar af árgerð 2009 - 2019 af ýmsum gerðum. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er að hugbúnaður í vélartölvu veldur því að útblástursmengun er meiri en leyfilegt er og ekki í samræmi við reglugerð.
Meira
15.9.2021

Sölu- og afhendingarbann á grímubúninga hjá Hagkaup

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur bannað sölu og afhendingu á grímubúningum frá framleiðandanum Disguise Inc. sem seldir voru í verslunum Hagkaups án CE-merkis. Á meðfylgjandi myndum eru umræddir búningar, en hið sama á við um aðra búninga frá sama framleiðanda sem bera ekki CE-merkið.
Meira
10.9.2021

Sektir vegna verðmerkinga

Neytendastofa hefur sektað Gulla Arnar bakarí, Kjötbúðina, Kjötkompaní og Sælkerabúðina fyrir að fara ekki að fyrirmælum stofnunarinnar um verðmerkingar.
Meira
9.9.2021

Innköllun og sölubann á leikföngum hjá Eyrnes

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur fyrirskipað innköllun og bannað sölu og afhendingu á tjaldhúsi fyrir börn og ungbarnaleikteppi með píanói sem voru seld hjá Hópkaup.is. Eyrnes ehf. er innflytjandi varanna. Tjaldhúsið er samsett úr ýmsum smáum hlutum ásamt stórri ábreiðu sem börnin byggja sér hús úr. Ungbarna leikteppið er hins vegar útbúið rafhlöðuknúnu píanói með áföstum ramma og hangandi munum.
Meira
8.9.2021

Toyota á Íslandi ehf innkallar 284 Toyota bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi ehf um að innkalla þurfi 284 Toyota bifreiðar af ýmsum gerðum af árgerð 2020 til 2021. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að DCM kerfið virki ekki sem skyldi vegna hugbúnaðarvillu.
Meira
8.9.2021

Samanburðarauglýsing Múrbúðarinnar

Neytendastofu barst kvörtun frá Húsasmiðjunni hf. vegna auglýsingar Múrbúðarinnar ehf. Í auglýsingunni var verð á Colorex Vagans 7 málningu Múrbúðarinnar borið saman við verð á Lady Vegg 10 málningu Húsasmiðjunnar á Íslandi og í Danmörku.
Meira
7.9.2021

Sölu- og afhendingarbann á leikfanga kolkrabba frá BSV

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur bannað sölu og afhendingu á leikfanginu „Reversible Octopus Plush“ sem var selt af BSV ehf. í gegnum vefsíðuna hopkaup.is. Leikfangið er í formi kolkrabba sem á að endurspegla í hvaða skapi notandi þess er. Kolkrabbinn Plush var seldur í fimm mismunandi litasamsetningum.
Meira
2.9.2021

Auglýsingar Heimkaups bannaðar

Neytendastofu bárust ábendingar vegna auglýsingar Heimkaups um fría heimsendingu. Í auglýsingunni sagði m.a. „frítt heim til þín á 2 tímum“, „Við erum tilbúin og sendum frítt til þín“ og „við sendum frítt.“ Skilyrði fyrir heimsendingunni voru þau að aðili væri staddur á höfuðborgarsvæðinu og keypti vörur fyrir að lágmarki 14.900 kr. (seinna 7.900 kr.) Þá var þjónustan undanskilin fyrir kaup á fyrirferðamiklum eða þungum vörum.
Meira
1.9.2021

BL ehf innkalla 86 Subaru VX bifreiðar

Subaru vörumerki
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 86 Subaru VX bifreiðar af árgerð 2018-2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að boltar á festingu fyrir jafnvægisstöng geti losnað.
Meira
31.8.2021

Tesla motors Iceland innkallar 24 Model 3 bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Tesla motors Iceland um að innkalla þurfi 24 Model 3 bifreiðar af árgerð 2018 - 2021. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að herða þurfi bolta í bremsudælum.
Meira
4.8.2021

Bílaumboðið Askja ehf. innkallar 132 Mercedes-Benz Sprinter bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 132 Mercedez-Bens Sprinter bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að hosa fyrir stýrisvökva getur losnað.
Meira
4.8.2021

Brimborg ehf innkallar 137 Volvo bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 137 Volvo S60, V60, V60CC, S90, V90, V90CC, S90L, XC60 og XC90 bifreiðar af árgerð 2019 - 2020. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að öryggi fyrir eldsneytisdælu springi. Ef það gerist veldur það gangtruflunum.
Meira
3.8.2021

Hekla hf innkallar 1820 bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi 1820 Mitsubishi ASX (2018-2020), Eclipse Cross (2018-2021) og Outlander (2017-2020). Ástæða innköllunarinnar er að vegna forritunarvillu er mögulegt að ákeyrsluviðvörunarkerfi að framan, greini ranglega myndir frá myndavél bílsins og virkji sálfvirka helmlun og viðvörunarskilaboð.
Meira
28.7.2021

Hyundai á Íslandi innkallar 105 Hyundai Tucson bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hyundai á Íslandi um að innkalla þurfi 105 Hyundai Tucson NX4 HEP/PEHV af árgerð 2020-2021. Ástæða innköllunarinnar er að viðkomandi ökutæki uppfylla ekki Evrópureglugerðir um lyklalaust aðgengi ef bilun á sér stað.
Meira
21.7.2021

Apótek sektuð vegna verðmerkinga.

Neytendastofa skoðaði ástand verðmerkinga í apótekum í Reykjanesbæ og hefur nú lagt stjórnvaldssektir á þrjú þeirra. Skoðunin tók til fimm apóteka á svæðinu og voru í fyrstu heimsókn gerðar athugasemdir við þau öll. Í skoðununum var sérstaklega kannað hvort vörur væri verðmerktar, hvort verðmerking væri rétt og hvort verðmerkingar fyrir aftan afgreiðsluborð væru nægilega sýnilegar neytendum. Þeim fyrirmælum var beint til allra apótekanna að bæta verðmerkingar. Skoðuninni var fylgt eftir með nýrri skoðun og kom í ljós að ekki hafði verið nægilega bætt úr verðmerkingum í þremur af fimm apótekum.
Meira
21.7.2021

Tilboð á vefsíðu Beautybar.

Neytendastofa hefur bannað Ivi ehf., rekstraraðila Beautybar, að kynna lækkað verð á vefsíðu sinni án þess að verðlækkun væri raunveruleg. Í kjölfar ábendinga óskaði Neytendastofa eftir því að Beautybar sannaði að vörur hefðu verið seldar á fyrra verði. Í skýringum Beautybar kom fram að fyrra verð væri það verð sem vörurnar væru seldar á í verslun í Kringlunni.
Meira
20.7.2021

Auðkennið MÓI

Neytendastofu barst kvörtun frá Yrkil ehf. þar sem kvartað var yfir notkun Fjord ehf. á auðkenninu og vörumerkinu MÓI. Í kvörtuninni er rakið að Yrkill telji notkun Fjord á auðkenninu villandi, brjóta gegn vörumerkjarétti Yrkils og sé til þess fallin að neytendur ruglist á fyrirtækjunum. Fjord hafnaði þessu og benti á að félögin væru hvorki í samkeppni né á sama markaðssvæði og því engin ruglingshætta fyrir hendi.
Meira
19.7.2021

Sumarlokun kvörðunarþjónustu Neytendastofu

Neytendastofa vill minna á að kvörðunarþjónusta Neytendastofu verður lokuð í sumar frá 19. júlí til og með 6. ágúst.
Meira
16.7.2021

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa lauk ákvörðun um vaxtabreytingu Arion banka vegna samnings frá Frjálsa Fjárfestingarbankanum. Samkvæmt ákvörðuninni braut skilmáli samningsins gegn lögum um neytendalán og vaxtabreyting Arion banka á grundvelli skilmálans braut gegn góðum viðskiptaháttum
Meira
13.7.2021

Suzuki innkallar 329 Jimny jeppa

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílum hf. um að innkalla þurfi 329 Suzuki Jimny bifreiðar af árgerð 2018-2020. Ástæða innköllunarinnar er mögulegur hönnunargalli í raflögnum í hurðum að framan. Raflagnir geta skemmst við það að opna og loka hurðum.
Meira
12.7.2021

Eimskip og KOMA innkalla endurskinsmerki

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur borist tilkynning frá Eimskip Ísland ehf. og KOMA ehf. um innköllun félagsins á endurskinsmerkjum sem voru afhent neytendum. Eru endurskinsmerkin í formi akkeris og merkt Eimskipum, sbr. meðfylgjandi mynd. Voru merkin framleidd af KOMA.
Meira
9.7.2021

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofu barst kvörtun frá Ungmennafélagi Íslands yfir notkun Landssambands æskulýðsfélaga á auðkenninu Landssamband ungmennafélaga. Þegar erindið barst Neytendastofu hafði Ungmennafélag Íslands
Meira
30.6.2021

Hekla innkallar 1820 Mitsubishi

Vörumerki Mitsubishi
Hekla hefur tilkynnt um innköllun á Mitsubishi af gerðinni ASX, Eclipse Cross og Outlander árgerð 2017 til 2020. Ástæða innköllunar er sú að vegna forritunarvillu er hætta á að árekstrarviðvörunarkerfi að framan (FCM) greini ranglega myndir frá myndavél bílsins
Meira
25.6.2021

Tilboðsmerkingar 100 bíla ehf.

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart bílasölunni 100 bílar vegna tilboðsauglýsinga fyrirtækisins. Neytendastofu barst ábending þar sem kvartað var yfir að bifreiðar voru auglýstar á tilboði án þess að fyrra verð væri tilgreint og að tilboðið hafi varað lengur en í sex vikur. Þá var kvartað yfir að þrátt fyrir að auglýst hafi verið að um takmarkað magn væri að ræða kæmi ekki fram í auglýsingunum hversu margar bifreiðar væru fáanlegar á tilboðsverði.
Meira
22.6.2021

Pústþjónusta BJB ehf innkallar dekk

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Pústþjónustu BJB ehf sem er umboðsaðili Continental dekkja um að innkalla þurfi 16 bíldekk sem seld hafa verið hérlendis. Um er að ræða innköllun sem er í gildi á öllu EU og EES svæðinu. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að dekkið haldi ekki lofti og geti þar af leiðandi skapað hættu í akstri.
Meira
21.6.2021

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa tók ákvörðun um að verðmerkingar í verslunum GG optic væru ófullnægjandi. Notast var við verðlista í verslununum sem Neytendastofa taldi í þessum tilvikum ekki fullnægjandi verðmerkingu.
Meira
16.6.2021

Pínupons innkallar Regnboga Nagleikfang

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynningin frá vefversluninni pinupons.is um innköllun á vörunni “Regnboga Nagleikfang”, í öllum seldum litum, sem markaðsett var sem leikfang og selt á tímabilinu 20. desember 2020 - 24. febrúar 2021. Neytendastofa fékk ábendingu um að verslunin hafi verið að selja nagleikföng sem væru ekki CE-merkt og gætu því verið hættuleg börnum
Meira
15.6.2021

Duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum

Neytendastofu bárust ábendingar vegna færslna á Instagram síðu einstaklings þar sem fjallað var um margvíslegar vörur og þjónustu fyrirtækja án þess að það kæmi fram að um auglýsingu væri að ræða. Neytendastofa óskaði eftir upplýsingum um hvort endurgjald hefði komið fyrir umfjöllunina, hvernig viðskiptasambandi hans og fyrirtækjanna væri háttað og hvort þriðji aðili hefði annast milligöngu vegna umfjöllunarinnar. Við meðferð málsins kom fram að einstaklingurinn hafði í einhverjum tilvikum þegið vörur að gjöf frá fyrirtækjunum eða fengið afslátt sem telst vera endurgjald.
Meira
15.6.2021

Sumarlokun kvörðunarþjónustu Neytendastofu

Mynd með frétt
Kvörðunarþjónusta Neytendastofu verður lokuð í sumar frá 19. júlí til og með 6. ágúst vegna sumarleyfa starfsmanna. Viðskiptavinum er bent á að ekki verður hægt að nálgast tæki sem hafa verið kvörðuð á þessum tíma. Neytendastofa vill jafnframt benda á að önnur starfsemi stofnunarinnar verður óbreytt á þessum tíma. Gleðilegt sumar.
Meira
14.6.2021

Aukinn fjöldi dekkja innkölluð af Cooper

Mynd með frétt
Neytendastofu barst tilkynning í mars um innköllun á bíldekkjum frá framleiðandanum Cooper Tire & Rubber Company ("Cooper") vegna hættu sem skapast getur í tengslum við öryggi bifreiða. Um er að ræða vandamál við framleiðslu dekkja á tímabilinu 1. febrúar 2018 til 1. desember 2019. Dekk geta þróað með sér bungur eða slit í hjólbarða dekksins. Ef ekki er komið auga á vandamálið getur það leitt til þess að loftþrýstingur í dekkinu falli og getur dekkið mögulega sprungið, sem getur leitt til þess að ökumaður missi stjórn á bifreiðinni.
Meira
11.6.2021

Viðskiptahættir BPO Innheimtu ehf.

Neytendastofa leitaði skýringa BPO Innheimtu á viðskiptaháttum fyrirtækisins í kjölfar ábendinga frá neytendum, Neytendasamtökunum og fjölmiðlaumræðu. Í erindinu kom fram að til álita kæmi hvort tilkynning BPO Innheimtu og aðferðir við innheimtu á kröfum sem keyptar voru frá gömlu smálánafyrirtækjunum hafi falið í sér óréttmæta og villandi viðskiptahætti.
Meira
11.6.2021

Hekla innkallar 1394 bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi 1394 Mitsubishi Lancer Staton Wagon, Lancer, Colt, Pajero Pinin, Space Runner, L400 og Pajero bifreiðar af árgerð 1996-2000. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að loftpúði bifreiðarinnar virki ekki sem skyldi.
Meira
10.6.2021

Brimborg innkallar 137 Volvo

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 137 Volvo S60, V60, S90, V90, V90CC, S90L. XC60 og XC90 bifreiðar af ólíkum árgerðum. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að öryggi fyrir eldsneytisdælu getur sprungið.
Meira
10.6.2021

Askja innkallar Mercedes-Benz GLE/GLS

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 20 Mercedes-Benz GLE/GLS bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að affallsrör fyrir loftkælinguna sé ekki rétt frágengið. Staðfesta þarf frágang til að koma í veg fyrir tjón.
Meira
10.6.2021

Skanva ehf. sektað.

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á Skanva ehf. fyrir brot á útsölureglum. Neytendastofu bárust ábendingar frá neytendum um að vörur á vefsíðu og í verslun Skanva hefðu ekki verið seldar á tilgreindu fyrra verði, áður en þær voru boðnar á lækkuðu verði
Meira
31.5.2021

Bílaumboðið Askja ehf. innkallar 15 Mercedes-Benz CLA, GLA, A-Class og B-Class bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 15 Mercedes-Benz CLA, GLA, A-Class og B-Class bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að slag getur komið í stýrisöxulinn. Innköllun felst í skoðun og umskiptum ef þurfa þykir.
Meira
31.5.2021

Bílaumboðið Askja ehf. innkallar 122 Mercedes-Benz Sprinter bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 122 Mercedes-Benz Sprinter bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að skinna losni sem tengist bremsupedala. Komið það fyrir munu bremsuljósin loga stöðugt.
Meira
26.5.2021

Brimborg innkallar Ford Galaxy bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi Ford Galaxy / X-Max bifreiðar af árgerð 2015-2020. Ástæða innköllunarinnar er að nauðsynlegt er á að skipta um bolta í hjólaspyrnu að aftan. Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.
Meira
26.5.2021

Askja ehf innkallar 22 Mercedes-Benz C-Class og GLC bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 22 Mercedes-Benz C-class og GLE bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að kælimiðilslögn sé ekki rétt staðsett. Innköllun felst í skoðun og möglega lagfæringu á staðsetningu umræddarar kælimiðilslagnar Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.
Meira
21.5.2021

Úrskurður áfrýjunarnefndar

Neytendastofa tók ákvörðun gagnvart Geymslum um að fyrirtækinu bæri að veita upplýsingar annars vegar um sjálft sig og hins vegar um verð á þjónustu sinni á vefsíðunum geymslur.is og geymsla24.is.
Meira
19.5.2021

Trendland.is sektað

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á rekstraraðila vefsíðunnar trendland.is fyrir brot á útsölureglum. Í kjölfar ábendinga frá neytendum um að vörur á vefsíðunni hafi ekki verið seldar á tilgreindu fyrra verði, áður en þær voru boðnar á lækkuðu verði, fór Neytendastofa fram á að sýnt væri að verðlækkunin væri raunveruleg.
Meira
19.5.2021

Ákvörðun um neytendalán staðfest

Neytendastofa lauk ákvörðun um neytendalán með bréfi, dags. 17. september 2020. Komst stofnunin þar að þeirri niðurstöðu að ekki væri tilefni til aðgerða m.a. þar sem lánveitandi féllst á að skilmáli lánsins um breytingu vaxta væri ekki í samræmi við ákvæði laga um neytendalán og notkun þeirra hafi þegar verið hætt.
Meira
18.5.2021

IKEA innkallar HEROISK og TALRIKA diska, skálar og bolla

Innkallaður borðbúnaður IKEA
Neytendastofa hefur borist tilkynning frá IKEA vegna innköllunar á HEROISK og TALRIKA diskum, skálum og bollum vegna hættu á að þau brotni og valdi bruna. Í tilkynningu IKEA kemur fram að hætta er á
Meira
17.5.2021

Fullyrðingar í auglýsingum Landsbjargar rangar

Neytendastofa hefur lokið ákvörðun um auglýsingar Landsbjargar um umhverfisvænni flugelda. Skoðun Neytendastofu tók annars vegar til auglýsinga Landsbjargar þar sem væru ýmsar fullyrðingum um umhverfisvænni flugenda undir yfirskriftinni „Öndum léttar – Umhverfisvænni flugeldar“ og hins vegar til myndmerkis með skopgerðum flugeldi á grænum bakgrunni með laufblaði þar sem stóð „Umhverfisvænni flugeldar“.
Meira
17.5.2021

Lénið polsen.is

Neytendastofu barst kvörtun frá Poulsen ehf. yfir skráningu og notkun Orku ehf. á léninu polsen.is. Taldi Poulsen að notkun á léninu skapaði hættu á ruglingi fyrir neytendur því sjón- og hljóðlíking væri alger enda sé það aðeins stafurinn „u“ sem skilji á milli lénanna.
Meira
10.5.2021

Skráning og notkun lénsins sending.is

Neytendastofu barst kvörtun yfir notkun Hraðsendingar ehf. á léninu sending.is. Í kvörtuninni kom fram að Sending ehf. hafi starfrækt sendibílaakstur í rúm 20 ár og sinni sendingum af öllu tagi. Nú hafi annar aðili tekið upp nafn félagsins sem skapi ruglingshættu fyrir viðskiptavini félaganna.
Meira
10.5.2021

Úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála

Neytendastofa tók ákvörðun um upplýsingagjöf Borgarefnalaugarinnar á Facebook síðu félagsins sem áfrýjunarnefnd neytendamála hefur nú fellt úr gildi.
Meira
5.5.2021

Hættuleg róla innkölluð hjá Bauhaus

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur fyrirskipað innköllun og bannað sölu og afhendingu á rólunni Round Swing with Net frá framleiðandum Nordic Play sem var til sölu hjá Bauhaus. Við prófun á rólunni kom í ljós að festingar uppfylltu ekki skilyrði staðla um öryggi leikfanga og því væri hætta á að festingar gætu losnað með þeim afleiðingum að börn falli úr rólunni,
Meira
5.5.2021

BL innkallar Hyundai Kona EV - Eigendur beðnir að hlaða bílinn einungis í 90% að hámarki meðan beðið er eftir nýrri rafhlöðu

Hyundai Motor Company hefur tilkynnt BL, umboðsaðila framleiðandans hér á landi, að fyrirhugað sé að skipta um háspennurafhlöður í tilteknum fjölda rafbíla af gerðinni Kona EV sem framleiddir voru á tímabilinu maí 2018 til mars 2020 í verksmiðjunni í Ulsan í S-Kóreu. Útskiptin eru vegna mögulegrar hitamyndunar í háspennurafhlöðu við ákveðin skilyrð sem valdið getur skammhlaupi og mögulega bruna í rafhlöðunni.
Meira
3.5.2021

Neytendalán á netinu – Sameiginleg úttekt aðildarríkja ESB og EES.

Neytendastofa tók nýverið þátt í rannsókn á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og neytendayfirvalda í Evrópu. Rannsóknin snéri að vefsíðum sem bjóða upp á neytendalán á netinu og var niðurstaðan sú að í meira en í þriðjungi tilfella voru ófullnægjandi upplýsingar veittar neytendum.
Meira
29.4.2021

Askja ehf innkallar 227 Mercedes-Benz C-Class og GLC bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Öskju ehf um að innkalla þurfi 227 Mercedes-Benz C-Class og GLC bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að kælimiðilslögn sé ekki rétt staðsett sem gæti valdið hættu lendi bifreiðin í tjóni.
Meira
20.4.2021

BL ehf innkallar 81 Renault Master lll bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 81 Renault Master III bifreiðar af árgerð 2018 - 2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að skipta þurfi um eldsneytislögn.
Meira
14.4.2021

Innköllun á klifurgrind/Pikler hjá Amarg.is

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá vefsíðunni Amarg.is um innköllun á klifurgrind eða Pikler sem vefverslunin var með í sölu. Var klifurgrindin framleidd af fyrirtækinu Fjalla Steini ehf.
Meira
8.4.2021

Verðlækkun Deal happy villandi

Neytendastofu bárust ábendingar frá neytendum vegna tilboða sem auglýst voru á vefsíðunni dealhappy.is. Í ábendingunum var kvartað yfir að á vefsíðunni væru vörur auglýstar með afslætti þrátt fyrir að hafa aldrei verið til sölu á auglýstu fyrra verði enda hefði vefsíðan fyrst verið tekin í notkun skömmu áður en tilboð voru auglýst. Við skoðun Neytendastofu á vefsíðunni kom einnig í ljós að klukka
Meira
7.4.2021

Markaðssetning Ísbúðar Garðabæjar á skálum og drykkjum

Neytendastofu barst kvörtun frá Ísey Skyr Bar vegna markaðssetningar S.G. Veitinga, sem rekur Ísbúð Garðabæjar, á skálum og drykkjum. Í kvörtuninni kom fram að Ísey Skyr Bar telji markaðssetninguna brjóta gegn góðum viðskiptaháttum þar sem uppskriftir og heiti réttanna séu mjög lík vörum Ísey Skyr Bars sem og kynning á heimasíðu Ísbúðar Garðabæjar.
Meira
6.4.2021

Líftækni innkallar dr. Frei andlitsgrímur

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Líftækni ehf. um innköllun á andlitsgrímum sem markaðssettar voru sem CE merktar persónuhlífar framleiddar af fyrirtækinu Medtex Swiss ltd. Grímurnar hafa verið seldar undir vörumerkinu dr.Frei Protect og eru af gerðinni FFP2, sjá meðfylgjandi myndir. Andlitsgrímurnar voru fluttar inn af Líftækni ehf. og seldar í apótekum Lyfju, Lyf og heilsu, Apótekarans, Lyfjavals og Lyfjavers.
Meira
29.3.2021

Innköllun á Cooper dekkjum

Innkölluð dekk frá Cooper
Neytendastofu barst tilkynning um innköllun á bíldekkjum frá framleiðandanum Cooper Tire & Rubber Company ("Cooper") vegna hættu sem skapast getur í tengslum við öryggi bifreiða. Um er að ræða vandamál við framleiðslu dekkja á tímabilinu 1. febrúar 2018 til 1. desember 2019.
Meira
26.3.2021

Rekstrarvörur innkalla KN95/FFP2 andlitsgrímur, vörunúmer 10KN95.

Mynd með frétt
Neytendastofu barst tilkynning frá Rekstrarvörum um innköllun á KN95/FFP2 andlitsgrímum, vörunúmer 10KN95, sem seldar voru í 10 stykkja pakkningum, þar sem þær stóðust ekki prófanir. Andlitsgrímurnar voru seldar sem CE merktar persónuhlífar af gerðinni FFP2.
Meira
22.3.2021

Auðkennið JÚMBÓ

Neytendastofu barst kvörtun frá Veganmat ehf. og Oatly AB þar sem kvartað var yfir notkun Sóma ehf. á auðkenninu JÚMBÓ í nýlega breyttri mynd. Í kvörtuninni er rakið að Veganmatur og Oatly telji JÚMBÓ svo líkt auðkennunum JÖMM og OATLY sameiginlega að neytendur gætu ruglast á þeim. Töldu Veganmatur og Oatly jafnframt að viðskiptahættir Sóma væru til þess fallnir að hafa áhrif á ákvörðun neytenda um viðskipti og raska verulega fjárahagslegri hegðun þeirra. Sómi hafnaði þessum athugasemdum og vísaði m.a. til þess að takmörkuð samkeppni væri milli þeirra
Meira
19.3.2021

Auðkennið BRÚIN

Neytendastofu barst kvörtun frá Hótel Grindavíkur ehf. þar sem kvartað var yfir notkun Alex Airport Hotel ehf. á auðkenninu BRÚIN. Í kvörtuninni var rakið að Hótel Grindavík hafi frá árinu 2011 notað auðkennið BRÚIN veitingahús sem heiti á veitingahúsi sínu og nú hafi Alex Airport Hotel tekið í notkun auðkennið BRÚIN fyrir veitingahús sitt sem sé staðsett í Marriott Cortyard hóteli fyrirtækisins í Keflavík. Taldi Hótel Grindavík að notkun Alex Airport Hotel á auðkenninu væri villandi, veitingastaðirnir á sama markaðssvæði og notkunin myndi leiða til þess að neytendur myndu ruglast á fyrirtækjunum.
Meira
18.3.2021

BL ehf. innkallar 1157 Hyundai Tucscon bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 1157 Hyundai Tucscon bifreiðar af árgerð 2015-2020. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að hætta er á skammhlaupi í HECU tölvu sem getur leitt til íkveikju og þar af leiðandi eldi í vélarrými bifreiðarinnar.
Meira
17.3.2021

Askja ehf innkallar 7 bifreiðar af tegundinni Mercedes-Benz Sprinter

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Öskju ehf um að innkalla þurfi 7 Mercedes-Benz Sprinter bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að bakkljós virki ekki sem skyldi vegna hugbúnaðarvillu. Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina símleiðis.
Meira
15.3.2021

Skorkort neytendamála sýnir að neytendur vilja umhverfisvænar vörur

Neytendastofa vekur athygli á að í dag er evrópski neytendadagurinn. Í tilefni hans hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birt niðurstöður könnunar á aðstæðum neytenda sem sýnir m.a. áhrif COVID-19 faraldursins á neytendur og auknar vinsældir „grænna“ valkosta. Þannig má t.d. sjá að 42% svarenda hugðust fresta öllum stórum innkaupum og 80% svarenda hyggjast ekki gera ráðstafanir um ferðalög fyrr en aðstæður vegna COVID-19 eru orðnar eðlilegar í heimaríki.
Meira
12.3.2021

Bílabúð Benna innkallar Opel Ampera

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílabúð Benna ehf um að innkalla þurfi 50 Opel Ampera bifreiðar af árgerð 2016-2019.
Meira
10.3.2021

Brimborg innkallar MX-30

vörumerki Mazda
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 24 Mazda MX-30 bifreiðar af árgerð 2020.
Meira
10.3.2021

BL innkallar Nissan

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 4 Nissan eNV-200 bifreiðar af árgerð 2019.
Meira
2.3.2021

Rafrettueftirlit í 42 matvöruverslunum og bensínstöðvum

Neytendastofa fór í 42 matvöruverslanir og bensínstöðvar í febrúar þar sem athugað var hvort seldar væru ólöglegar rafrettur og áfyllingar og hvort slíkar vörur væru sýnilegar viðskiptavinum. Rafrettur og áfyllingar mega ekki vera sýnilegar viðskiptavinum verslunar og þurfa að vera geymdar í t.d. lokuðum skáp eða skúffu. Athugaðar voru um 60 tegundir og reyndust þær allar vera í lagi. En aftur á móti kom í ljós að í 48% verslananna voru rafrettur og áfyllingar sýnilegar.
Meira
24.2.2021

Samanburðarauglýsingar Múrbúðarinnar

Neytendastofu barst kvörtun frá Húsasmiðjunni hf. vegna auglýsinga Múrbúðarinnar ehf. Kvörtun Húsasmiðjunnar laut að auglýsingum sem fram komu á fésbókarsíðu Múrbúðarinnar þar sem Colorex málning var auglýst með 20% afslætti fram að páskum. Í auglýsingunni var gerður verðsamanburður á Colorex málningu frá Múrbúðinni og Lady 10 málningu frá Húsasmiðjunni og þau verð borin saman við verð á málningu erlendis. Var það mat Húsasmiðjunnar að auglýsingar Múrbúðarinnar og þær fullyrðingar sem þar komu fram væru villandi og að um ólögmætar samanburðarauglýsingar væri að ræða.
Meira
24.2.2021

Bílaumboðið Askja ehf innkallar 132 Mercedes-Benz Actros/Atego

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 132 Mercedes-Benz Actros/Atego bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að loftpúðar bílanna virki ekki sem skildi.
Meira
22.2.2021

Askja innkallar Mercedes-Benz C-Class

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 40 Mercedes-Benz C-Class, GLE og EQC. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að raflögn fyrir rafmagnsstýrið hafi ekki verið framleitt samkvæmt kröfum framleiðanda.
Meira
18.2.2021

Flying Tiger Copenhagen innkallar tréleikfangabíla

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Flying Tiger Copenhagen um að innkalla þurfi tréleikfangabíla. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að tengipinni getur losnað og valdið köfnunarhættu. Ekkert slys hefur átt sér stað vegna þessarar vöru og innköllun gerð í forvarnarskyni.
Meira
18.2.2021

Brimborg ehf innkallar 44 Ford Mondeo bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 44 Ford Mondeo bifreiðar af árgerð 2014-2016. Ástæða innköllunarinnar er Ford Motor Company hefur sent Brimborg upplýsingar um að gæðaeftirlit hafi leitt í ljós að nauðsynlegt er að skipta um bolta sem halda hjálparmótor. Umræddir boltar geta gefið sig vegna tæringar.
Meira
17.2.2021

Toyota á Íslandi ehf innkallar 51 Toyota Proace bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi ehf um að innkalla þurfi 51 Toyota Proace bifreiðar af árgerð 2016 - 2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að tímareim getur slitnað fyrir áætlaðan líftíma.
Meira
11.2.2021

Um helmingur „grænna“ fullyrðinga fyrirtækja órökstuddar

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um niðurstöður úr fyrstu samræmdu skimun á vefsíðum þar sem fram koma fullyrðingar um umhverfisvænar vörur og/eða þjónustu. Verkefnið var unnið í samstarfi við systurstofnanir Neytendastofu í Evrópu. Neytendastofa tók þátt í verkefninu líkt og stofnunin hefur gert undanfarin ár.
Meira
11.2.2021

Bílasmiðurinn innkallar Recaro bílstóla

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning um innköllun á bílstólum frá Recaro. Um er að ræða 17 stóla, Recaro Tian Core og Recaro Tian Elite sem gætu verið með gallaðar festingarólar. Umræddir stólar voru framleiddir frá júní 2020 og til október 2020. Kaupendur umræddra stóla eru hvattir til að skila þeim til Bílasmiðsins og fá nýja stóla.
Meira
5.2.2021

Fullyrðingar Kiwisun um virkni ljósabekkja

Neytendastofu barst ábending vegna kynninga Kiwisun sólbaðsstofu um virkni ljósbekkja fyrirtækisins. Var þar fullyrt að 3UV ljósin í ljósabekkjunum verndi húðina gegn bruna, auki endorfín og hjálpi til við að jafna húðina. Einnig kom fram að 3UV ljósin veiti meira D-vítamín auk þess sem græni liturinn á ljósinu geti dregið úr streitu og veiti þannig afslöppun og hugarróandi reynslu.
Meira
28.1.2021

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofu barst kvörtun yfir notkun Aftur-nýtt á auðkenninu AFTUR. Stofnunin taldi ekki tilefni til að banna notkunina þar sem heildarmat stofnunarinnar á aðstæðum félaganna leiði til þess að lítil hætta sé á að neytendur ruglist á auðkennunum tveimur.
Meira
26.1.2021

BSI á Íslandi er nýr löggildingaraðili voga

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur veitt BSI á Íslandi ehf. Skipholti 50c, umboð til að löggilda sjálfvirkar vogir og ósjálfvirkar vogir upp í 3.000 kg hámarksgetu. BSI á Íslandi veitir þessa þjónustu um allt land og stefnir að því að hafa fastar starfstöðvar á Norðurlandi og Austfjörðum. Tæknilegur stjórnandi sviðsins er Hrafn Hilmarsson sem hefur áralanga reynslu á sviði löggildinga.
Meira
20.1.2021

BL innkallar 86 Land Rover bifreiðar

Land Rover
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 86 Land Rover Discovery Sport MHEV og Range Rover Envoqe MEHV bifreiðar af árgerð 2019 - 2020.
Meira
11.1.2021

BL Hyundai ehf. innkallar 16 Hyundai bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL Hyundai ehf um að innkalla þurfi 16 Hyundai OS PE, OS PE HEV/EV, TM PE, PE HEV/PHEV, BC3, NX4e bifreiðar af árgerð 2020. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að hugbúnaðarvilla valdi því að skráningarnúmer bílsins sé ekki sent til neyðarþjónustu ef loftpúði spryngur út. Viðgerð felst í hugbúnaðaruppfærslu.
Meira
8.1.2021

Villandi viðskiptahættir Bílainnflutnings frá Evrópu

Neytendastofu barst kvörtun frá Toyota á Íslandi hf. vegna viðskiptahátta Bílainnflutnings frá Evrópu. Gerðar voru athugasemdir við auglýsingar um sölu á nýjum og óskráðum Toyota Land Cruiser bifreiðum með 5 ára verksmiðjuábyrgð. Í kvörtuninni kom fram að verksmiðjuábyrgð á Toyota bifreiðum væri aðeins 3 ár og að bifreiðarnar sem auglýstar væru til sölu væru skráðar erlendis áður en þær væru fluttar til Íslands. Því væru þær ekki nýjar þó ekki endilega væri búið að aka þeim.
Meira
8.1.2021

Brimborg ehf. innkallar 33 Volvo bifreiðar.

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 33 Volvo V40 og V40CC bifreiðar af árgerð 2015-2017. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að lofttappi getur myndast við áfyllingu kælivökva. Gerist það, leiðir það til ófullnægjandi kælingar á velarhlutum og jafnvel valdið eldhættu. Viðgerð felst í uppfærlsu á kælihosum milli forðabúrs og vatnskassa.
Meira
7.1.2021

BL Hyundai ehf. innkallar 49 Hyundai KONA EV bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL Hyundai ehf um að innkalla þurfi 49 Hyundai KONA EV bifreiðar af árgerð 2018-2020. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að hugbúnaðarvilla valdi því að bremsupetali verður þungur. Viðgerð felst í hugbúnaðaruppfærslu.
Meira
6.1.2021

Booking.com og Expedia laga viðskiptahætti sína

Neytendastofa vill vekja athygli á fréttatilkynningu frá framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins um samkomulag sem gert hefur verið við Booking.com og Expedia. Í tilkynningunni kemur fram að Booking.com og Expedia hafi samþykkt að breyta því hvernig leitarniðurstaða á gistingu birtist á vefsíðum síðum auk þess að gera grein fyrir þáttum sem hafa áhrif á röðun niðurstaðna. Með breytingunum eiga neytendur að fá skýrari upplýsingar svo auðveldara sé að bera saman gistimöguleika.
Meira
5.1.2021

Vaxtahækkun Arion banka var óheimil

Neytendastofu barst erindi vegna skilmála fasteignaláns sem tekið var árið 2005 með vaxtaendurskoðunarákvæði frá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Erindið beindist að Arion banka þar sem lánið hefur verið framselt Arion banki og hann þar með tekið yfir réttindum og skyldum sem nýr kröfuhafi. Kvartað var yfir upplýsingagjöf af því að í greiðsluáætlun og útreikningum með láninu hafði ekki verið tekið tillit til verðbóta.
Meira
TIL BAKA