Fréttasafn
Fréttir eftir mánuðum
29.11.2018
Toyota innkallar 761 Aygo bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi Toyota Aygo bifreiðar af árgerðunum 2005 til 2014. Um er að ræða 761 bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er sú að möguleiki er fyrir hendi að rúða við afturhlera getur losnað að hluta vegna ófullnægjandi límingar.
Meira27.11.2018
IKEA innkallar GLIVARP stækkanlegt borð
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá IKEA vegna innköllunar á GLIVARP stækkanlegu borði vegna hættu á að stækkunarplata losni. Í tilkynningu IKEA kemur fram að borist hafa tilkynningar um að stækkunarplatan losni úr brautinni sem henni er rennt eftir og detti af. IKEA hvetur alla viðskiptavini sem eiga hvítt GLIVARP borð til að skila því í IKEA og fá að fullu endurgreitt eða nýtt borð. Ekki er nauðsynlegt að sýna greiðslukvittun.
Meira15.11.2018
Hvernig er best að versla á netinu
Neytendastofa tekur þátt í átaksverkefni Efnahags og framfarastofnunar OECD sem miðar að því að hjálpa neytendum að versla öruggar vörur á netinu. Verslun á netinu verður sífellt algengari meðal Íslendinga og annarra þjóða. Þessari breyttu kauphegðun fylgja margskonar áskoranir. Þó að margar netverslanir séu til fyrirmyndar eru til dæmi um hið gagnstæða.
Meira15.11.2018
Auðkennið RVK EVENTS
Neytendastofu barst erindi RVK Studios ehf. og Sögn ehf. þar sem kvartað var yfir notkun RVK Events ehf. á heitinu RVK Events. RVK Studios og Sögn töldu hættu á að starfsemi fyrirtækjanna yrði ruglað saman.
Meira14.11.2018
Neytendastofa sektar Tölvulistann
Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á Tölvulistann vegna fullyrðinga um „lægra verð“, „betra verð“ og „60 gerðir“ í auglýsingum Tölvulistans.
Meira13.11.2018
Brimborg innkallar Ford Edge
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf að innkalla þurfi dísel Ford Edge bifreiðar af árgerðunum 2015 til 2018. Um er að ræða 113 bifreiðar.
Meira6.11.2018
Ótilkynntar rafrettur verða ólöglegar 1. mars 2019
Nú eiga allir sem hyggjast flytja inn og selja rafrettur og áfyllingar með nikótíni, eftir 1. mars. 2019, að tilkynna vörurnar til Neytendastofu
Meira