Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

30.5.2018

Samstarf norræna neytendastofnana stuðlar að öflugri neytendavernd

Mynd með frétt
Neytendastjórnvöld í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð hittust í Reykjavík 23.-25. maí til að ræða sameiginlegar áskoranir á sviði neytendamála og til að samræma eftirlitsáherslur. Norrænt samstarf verður þróað frekar til að stöðva óréttmæta viðskiptahætti og ósanngjarna samningsskilmála á Norðurlöndunum.
Meira
29.5.2018

Auglýsingar um Felix tómatsósu bannaðar

Neytendastofu barst erindi Innnes ehf. þar sem kvartað var yfir fullyrðingum í auglýsingum Ásbjörns Ólafssonar ehf. um Felix tómatsósu. Auglýsingarnar sýndu myndskeið þar sem sett var saman máltíð og útlistað hvað færi í hverja máltíð. Í lokin var sýndur háls af tómatsósuflösku og tómatsósa sett út á máltíðna og var þá lesið yfir orðið „sykurleðja“.
Meira
28.5.2018

Hekla innkallar Volkswagen Polo

Volkswagen vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf. um innkallanir á 140 Volkswagen Polo bifreiðum árgerð 2018. Ástæða innköllunar er vegna hættu á að beltislás fyrir vinstra aftursæti getur opnast
Meira
25.5.2018

Innköllun á hvolpasveitarbúningi hjá Hagkaup, Toys‘r‘us og Partýbúðinni

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning í gegn um RAPEX um innköllun á Bessa hvolpasveitarbúningnum, með vörunúmer 610501. Búningurinn hefur verið seldur í verslunum Hagkaups, Toys‘r‘us og Partýbúðinni.
Meira
24.5.2018

IKEA innkallar SLADDA reiðhjól

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá IKEA vegna innköllunar á SLADDA reiðhjólum vegna ófullnægjandi öryggis beltadrifsins, sem kemur í stað hefðbundinnar keðju á hjólinu. Beltadrifið getur slitnað fyrirvaralaust og þannig leitt til falls. IKEA innkallar því SLADDA reiðhjólið í varúðarskyni og hvetur viðskiptavini til að hætta notkun þess. IKEA hafa borist ellefu tilkynningar um óhöpp, engin þeirra á Íslandi.
Meira
22.5.2018

Klettur sala og þjónusta innkallar Scania vörubifreiðar

Scania vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Kletti sölu og þjónustu ehf um innköllun á 11 Scania vörubifreiðum af ágerðum 2014 – 2017. Ástæða innköllunarinnar er að hlífar fyrir metan gaskúta eru ekki fullnægjandi sem getur valdið því að yfirborð gaskútana gætu skemmst.
Meira
21.5.2018

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes-Benz

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju hf. að innkalla þurfi 27 Mercedes-Benz GLC allir skráðir 2018
Meira
18.5.2018

Bæta þarf upplýsingar á vefsíðum fjarskiptafyrirtækja

Neytendastofa tók þátt í samstarfsverkefni evrópskra neytendayfirvalda sem bjóða fast- eða farsímaþjónustu, internetþjónustu eða hljóð- eða myndstreymi. Neytendastofa skoðaði vefsíður sjö íslenskar fjarskiptafyrirtækja en alls voru skoðaðar 207 síður.
Meira
18.5.2018

Hekla innkallar Volkswagen

Volkswagen vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hekla hf. um að innkalla þurfi 9 Volkswagen bifreiðar árgerð 2018. Ástæða innköllunar er sú að framleiðslugalli í stýringu fyrir höfuðpúða á framsætum getur valdið því að höfuðpúðinn losni ef bíllinn lendir í árekstri.
Meira
15.5.2018

Innköllun á Ford Ranger bifreiðum

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Rapexkerfinu um innköllun á Ford Ranger bifreiðum sem framleiddar voru á tímabilinu 07/10/2016 til 17/11/2016.
Meira
11.5.2018

Bílaumboðið Askja innkallar Kia Rio bifreiðar

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju hf. varðandi innköllun á 132 Kia Rio bifreiðum, árgerð 2016 til 2018.
Meira
8.5.2018

Innköllun á Britax Römer DUALFIX

Mynd með frétt
Neytendastofu barst tilkynning í gegnum RAPEX kerfið, um innköllun á barnabílstólum frá Britax Römer sem heita DUALFIX og voru seldir á tímabilinu 3. nóvember 2017 - 22. mars 2018
Meira
7.5.2018

Bílaumboðið ASKJA innkallar KIA Optima

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju hf. að innkalla þurfi 32 Kia Optima (JF) plug-in Hybrid bifreiðar árgerð 2016 til 2018.
Meira
4.5.2018

Verðmerkingar í timbursölum

Neytendastofa gerði athugun á ástandi verðmerkinga í timbursölum á höfuðborgarsvæðinu dagana 26. og 27. maí s.l. Farið var í sex timbursölur hjá verslunum Byko, Húsasmiðjunnar og Bauhaus.
Meira
3.5.2018

Auðkennið Matarboxið

Neytendastofu barst erindi Boxið verslun ehf. þar sem kvartað var yfir notkun fyrirtækisins Matarboxið ehf. á heitinu „boxið“. Taldi Boxið verslun að notkun Matarboxins á heitinu væri til þess fallið að valda ruglingi milli fyrirtækjanna. Neytendastofa taldi að litir leturgerð og myndræn framsetning auðkenna fyrirtækjanna skildi þau að verulegu leyti að og að ólíklegt væri að neytendur teldu tengsl milli fyrirtækjanna
Meira
TIL BAKA