Fréttasafn
Fréttir eftir mánuðum
30.9.2015
Neytendastofa sektar Símann
Neytendastofa hefur lagt 1.500 þús. kr. stjórnvaldssekt á Símann fyrir villandi og ósanngjarnar auglýsingar. Um er að ræða annars vegar fullyrðingu um að Vodafone hafi slökkt á hliðrænum útsendingum RÚV og neytendur hvattir til að flytja sjónvarpsviðskipti sín yfir til Símans. Hins vegar er um að ræða auglýsingar þar sem ýmist var fullyrt að 70% landsmanna segi Sjónvarp Símans standa framar helsta keppinaut, að 70% landsmanna velji Sjónvarp Símans eða að 70% velji Sjónvarp Símans.
Meira29.9.2015
Neytendastofa sektar sjö matvöruverslanir
Neytendastofa hefur sektað sjö rekstraraðila matvöruverslana fyrir að fara ekki að fyrirmælum stofnunarinnar um að bæta verðmerkingar. Voru verslanirnar sektaðar um samtals 6.050.000 kr.
Meira28.9.2015
Rúmfatalagerinn innkallar hluta af barnaferðarúmi
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun hjá Rúmafatalagernum á skiptiborði sem fylgir barnaferðarúmi Sanibel/Nappedam vörunúmer 3902206. Varan hefur verið til sölu í öllum verslunum Rúmfatalagersins frá ágúst 2013.
Meira23.9.2015
Skorkort neytendamála sýnir þörf á úrlausnarleiðum utan dómstóla
Skorkort neytendamála fyrir árið 2015 sýnir að markaður fyrir rafræn viðskipti yfir landamæri hefur enn tækifæri til að stækka. Aðspurðir svörðu 61% neytenda því að þeir upplifi sig öruggari í viðskiptum í sínu ríki heldur en yfir landamæri. Skorkortið, sem einblínir að þessu sinni á rafrænan innri markaði, leiðir einnig í ljós að vantraust, landfræðilegar hindranir og mismunun í verði eru enn helstu hindranirnar fyrir rafræn viðskipti yfir landamæri.
Meira18.9.2015
Ilva innkallar barnarúm
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun Ilvu á Malik barnarúmum vegna mögulegrar slysahættu. Ástæða innköllunar er sú að barnarúmin eru ekki nægilega örugg og uppfylla ekki kröfur um öryggi.
Meira16.9.2015
Námskeið vigtarmanna 5. – 7. Október
Neytendastofa mun daganna 5. - 7. október standa fyrir almennu námskeiði fyrir vigtarmenn. Námskeiðið fer fram í húsakynnum Neytendastofu að Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Námskeiðið veitir þeim sem ljúka því réttindi til að starfa sem löggildir vigtarmenn. Námskeiðið verður einnig tengt með fjarfundarbúnaði við fræðslu- og símenntunarmiðstöðina Visku í Vestmannaeyjum.
Meira14.9.2015
Samanburðarauglýsingar Skjásins brutu ekki gegn lögum
Neytendastofu barst kvörtun frá 365 miðlum ehf. vegna samanburðarauglýsinga Skjásins ehf. á Skjá Einum þar sem bornar voru saman ágæti sjónvarpsáskrifta Skjásins og Stöð 2.
Meira11.9.2015
Neytendastofa sektar bílasölur
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að tvær bílasölur skuli greiða dagsektir þar til fullnægjandi úrbætur hafa verið gerðar á vefsíðum fyrirtækjanna. Neytendastofa gerði skoðun á vefsíðum allra bílasala með notaða bíla og gerði kröfur um úrbætur þar sem þörf var á.
Meira11.9.2015
Slæmt ástand verðmerkinga á Hellu og Hvolsvelli
Neytendastofa gerði könnun í júlí sl. á ástandi verðmerkinga hjá 15 fyrirtækjum á Hellu og Hvolsvelli. Þessari könnun var svo fylgt eftir í lok ágúst og var ástand skoðað hjá þeim sex verslunum sem stofnunin hafði gert athugasemdir við eftir fyrri heimsókn
Meira4.9.2015
Seinni eftirlitsferð á Selfoss og í Hveragerði
Neytendastofa gerði könnun á ástandi verðmerkinga og hvort að það væri ekki samræmi á milli hillu- og kassaverðs hjá 54 verslunum í Hveragerði og á Selfossi. Kom í ljós að verðmerkingar voru ekki í lagi í 23 fyrirtækjum. Þegar könnuninni var fylgt eftir kom í ljós að níu fyrirtæki höfðu ekki farið eftir fyrirmælum Neytendastofu um að lagfæra verðmerkingarnar hjá sér.
Meira2.9.2015
Ólavía og Óliver innkalla barnabók
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Ólavíu og Óliver vegna innköllunar á Heimess barnabók með áfastri snuðkeðju. Ástæða innköllunarinnar er köfnunarhætta þar sem keðjan getur fest í koki barns
Meira