Fréttasafn
Fréttir eftir mánuðum
29.12.2015
Neytendur sýni varúð
Flugelda og skotkökur er leyfilegt að selja og nota á tímabilinu 28. desember til 6. janúar. Skoteldar eru í eðli sínu hættuleg vara sem gerir ríkar kröfur til þess að neytendur sýni aðgæslu við meðferð og notkun þeirra.
Meira23.12.2015
Móttaka og skiptiborð lokuð í dag
Móttaka Neytendastofu verður lokuð á Þorláksmessu og á aðfangadag. Hægt verður að senda fyrirspurnir á postur@neytendastofa.is. Starfsfólk Neytendastofu óskar landsmönnum gleðilegrar hátíða.
Meira22.12.2015
Skoðun á forpökkuðum laxi og tígrisrækjum.
Neytendastofa skoðaði í byrjun desember forpakkaðan lax frá Betri vörum og forpakkaðar tígrisrækjur frá Innnes. Ákveðið var að skoða umræddar vörur eftir að athugasemdir bárust frá neytendum um að ekki væri samræmi á milli merkinga á umbúðum og nettóþyngdar vöru. Þyngd laxins var ekki í samræmi við það sem stóð á pakkningunni heldur var 20% lægra verð.
Meira22.12.2015
Neytendastofa bannar tilboðsauglýsingar PEP flugelda
Neytendastofa hefur bannað birtingu auglýsingar PEP flugelda þar sem kemur fram að tilboð sé á flugeldum.
Meira22.12.2015
Dagsektir á Kredia og Smálán felldar úr gildi
Neytendastofa lagði dagsektir á félögin Kredia og Smálán með ákvörðun nr. 3/2015 þar sem félögin höfðu ekki farið að ákvörðun stofnunarinnar nr. 28/2014 og úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála í máli nr. 13/2014.
Meira21.12.2015
Veitingastaðir sektaðir
Neytendastofa hefur í kjölfar eftirlits með verðmerkingum á veitingastöðum í og við miðbæ Reykjavíkur sektað níu veitingastaði vegna ástands verðmerkinga hjá þeim.
Meira16.12.2015
Hekla innkallar Volkswagen Caddy
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Volkswagen AG um innköllun á Caddy bifreiðum sem framleiddar voru frá maí 2012 til janúar 2013. Ástæða innköllunar er sú að möguleiki er á að jarðsamband fyrir rafmagnsstjórnbox sé ekki fest með réttum hætti.
Meira14.12.2015
Jokumsen innkallar barnakjóla
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á barnafatnaði frá Jokumsen netverslun. Ástæða innköllunarinnar er sú að bönd í þremur barnakjólum samræmast ekki lögum nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu og staðalinn ÍST EN 14682:2014 um öryggi barnafatnaðar. Vörurnar sem um ræðir eru fjólublár kjóll með blómum og slaufu, túrkís kjóll með pallíettum og blómi og bleikur og silfurlitaður pallíettukjól
Meira14.12.2015
Brimborg innkallar Volvo bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg á Íslandi varðandi innköllun á 65 Volvo XC60, V60, V60cc, S60, XC70, V70 og S60cc bifreiðum af árgerðinni 2016.
Meira2.12.2015
Ákvörðun Neytendastofu staðfest
Neytendastofa tók ákvörðun um að grípa ekki til aðgerða í tilefni af notkun Go Green ehf. á léninu gogreencars.is. Taldi Neytendastofa auðkennin innihalda almenn orð auk þess sem áhersluorðið „go“ fremst í vörumerki Go Green dragi úr hættu á ruglingi.
Meira