Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

29.3.2021

Innköllun á Cooper dekkjum

Innkölluð dekk frá Cooper
Neytendastofu barst tilkynning um innköllun á bíldekkjum frá framleiðandanum Cooper Tire & Rubber Company ("Cooper") vegna hættu sem skapast getur í tengslum við öryggi bifreiða. Um er að ræða vandamál við framleiðslu dekkja á tímabilinu 1. febrúar 2018 til 1. desember 2019.
Meira
26.3.2021

Rekstrarvörur innkalla KN95/FFP2 andlitsgrímur, vörunúmer 10KN95.

Mynd með frétt
Neytendastofu barst tilkynning frá Rekstrarvörum um innköllun á KN95/FFP2 andlitsgrímum, vörunúmer 10KN95, sem seldar voru í 10 stykkja pakkningum, þar sem þær stóðust ekki prófanir. Andlitsgrímurnar voru seldar sem CE merktar persónuhlífar af gerðinni FFP2.
Meira
22.3.2021

Auðkennið JÚMBÓ

Neytendastofu barst kvörtun frá Veganmat ehf. og Oatly AB þar sem kvartað var yfir notkun Sóma ehf. á auðkenninu JÚMBÓ í nýlega breyttri mynd. Í kvörtuninni er rakið að Veganmatur og Oatly telji JÚMBÓ svo líkt auðkennunum JÖMM og OATLY sameiginlega að neytendur gætu ruglast á þeim. Töldu Veganmatur og Oatly jafnframt að viðskiptahættir Sóma væru til þess fallnir að hafa áhrif á ákvörðun neytenda um viðskipti og raska verulega fjárahagslegri hegðun þeirra. Sómi hafnaði þessum athugasemdum og vísaði m.a. til þess að takmörkuð samkeppni væri milli þeirra
Meira
19.3.2021

Auðkennið BRÚIN

Neytendastofu barst kvörtun frá Hótel Grindavíkur ehf. þar sem kvartað var yfir notkun Alex Airport Hotel ehf. á auðkenninu BRÚIN. Í kvörtuninni var rakið að Hótel Grindavík hafi frá árinu 2011 notað auðkennið BRÚIN veitingahús sem heiti á veitingahúsi sínu og nú hafi Alex Airport Hotel tekið í notkun auðkennið BRÚIN fyrir veitingahús sitt sem sé staðsett í Marriott Cortyard hóteli fyrirtækisins í Keflavík. Taldi Hótel Grindavík að notkun Alex Airport Hotel á auðkenninu væri villandi, veitingastaðirnir á sama markaðssvæði og notkunin myndi leiða til þess að neytendur myndu ruglast á fyrirtækjunum.
Meira
18.3.2021

BL ehf. innkallar 1157 Hyundai Tucscon bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 1157 Hyundai Tucscon bifreiðar af árgerð 2015-2020. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að hætta er á skammhlaupi í HECU tölvu sem getur leitt til íkveikju og þar af leiðandi eldi í vélarrými bifreiðarinnar.
Meira
17.3.2021

Askja ehf innkallar 7 bifreiðar af tegundinni Mercedes-Benz Sprinter

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Öskju ehf um að innkalla þurfi 7 Mercedes-Benz Sprinter bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að bakkljós virki ekki sem skyldi vegna hugbúnaðarvillu. Viðkomandi bifreiðareigandum verður tilkynnt um innköllunina símleiðis.
Meira
15.3.2021

Skorkort neytendamála sýnir að neytendur vilja umhverfisvænar vörur

Neytendastofa vekur athygli á að í dag er evrópski neytendadagurinn. Í tilefni hans hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins birt niðurstöður könnunar á aðstæðum neytenda sem sýnir m.a. áhrif COVID-19 faraldursins á neytendur og auknar vinsældir „grænna“ valkosta. Þannig má t.d. sjá að 42% svarenda hugðust fresta öllum stórum innkaupum og 80% svarenda hyggjast ekki gera ráðstafanir um ferðalög fyrr en aðstæður vegna COVID-19 eru orðnar eðlilegar í heimaríki.
Meira
12.3.2021

Bílabúð Benna innkallar Opel Ampera

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílabúð Benna ehf um að innkalla þurfi 50 Opel Ampera bifreiðar af árgerð 2016-2019.
Meira
10.3.2021

Brimborg innkallar MX-30

vörumerki Mazda
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 24 Mazda MX-30 bifreiðar af árgerð 2020.
Meira
10.3.2021

BL innkallar Nissan

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 4 Nissan eNV-200 bifreiðar af árgerð 2019.
Meira
2.3.2021

Rafrettueftirlit í 42 matvöruverslunum og bensínstöðvum

Neytendastofa fór í 42 matvöruverslanir og bensínstöðvar í febrúar þar sem athugað var hvort seldar væru ólöglegar rafrettur og áfyllingar og hvort slíkar vörur væru sýnilegar viðskiptavinum. Rafrettur og áfyllingar mega ekki vera sýnilegar viðskiptavinum verslunar og þurfa að vera geymdar í t.d. lokuðum skáp eða skúffu. Athugaðar voru um 60 tegundir og reyndust þær allar vera í lagi. En aftur á móti kom í ljós að í 48% verslananna voru rafrettur og áfyllingar sýnilegar.
Meira
TIL BAKA