Fréttasafn
Fréttir eftir árum
28.12.2018
Skjalasaga í 100 ár til Þjóðskjalasafns Íslands
Þann 14. nóvember 1917 staðfesti Kristján tíundi konungur Danmerkur lög nr. 78/1917 um mælitæki og vogaráhöld sem tóku gildi 1. janúar 1919. Í lögunum var kveðið á um að setja skyldi á stofn „löggildingarstofu“ í Reykjavík sem skyldi annast einkasölu og löggildingu mælitækja, einnig verklegt eftirlit með mælitækjum hér á landi.
Meira27.12.2018
Auðkennið BOX
Neytendastofu barst erindi Boxins verslunar þar sem kvartað var yfir notkun fyrirtækisins RSF ehf. á heitinu „BOX“ í auglýsingum á vegum félagsins. Taldi Boxið verslun að notkun RSF ehf. á heitinu væri til þess fallið að valda ruglingi milli fyrirtækjanna.
Meira21.12.2018
Nova boltar bannaðir
Neytendastofa hefur bannað afhendingu á NOVA boltum í kjölfar ábendingar um að boltarnir gætu verið hættulegir ungum börnum. Kom fram að boltarnir væru ekki CE-merktir og saumar boltans hefðu rifnað. Við það hafi innihald boltans orðið aðgengilegt börnum.
Meira20.12.2018
Afturköllun og sölubann á snjallúrum ætluð börnum
Neytendastofa hefur bannað sölu- og afhendingu á krakka snjallúrunum ENOX Safe-Kid-One, sem voru seld og markaðssett í netverslun hjá Hópkaup. Stofnunin hefur einnig gert kröfu um að Hópkaup innkalli úrin frá kaupendum. Fyrirtækið skal einnig birta fréttatilkynningu um innköllunina.
Meira18.12.2018
Hekla innkallar Mitsubishi
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf.um að innkalla þurfi Mitsubishi ASX árgerð 2011 – 2012. Outlander og Lancer árgerð 2008 – 2012 með 2.0 lítra og 2.4 lítra bensínvél
Meira11.12.2018
Toyota innkallar 4021 bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi Toyota bifreiðar af árgerðunum 2000 til 2007. Um er að ræða 4021 bifreiðar af gerðunum Avensis (1654 eintök), Corolla (2159 eintök), Verso (185 eintök) og Yaris (23 eintök).
Meira11.12.2018
Harley Davidson mótorhjól, innköllun frá Safty gate kerfinu
Neytendastofa vekur athygli á innköllunum frá Safety gate kerfinu um Harley Davidson mótorhjól sem kunna að vera til á Íslandi. Umrædd mótorhjól eru ekki með eiginlegan þjónustuaðila á Íslandi en gætu hafa verið flutt til landsins af einstaklingum.
Meira4.12.2018
Hekla innkallar 957 Mitsubishi
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hekla hf um innköllun á 957 Mitsubishi bifreiðum af árgerðunum 2017 til 2019. Um er að ræða tegundirnar ASX, (árgerðir 2018 - 2019), Eclipse Cross (árgerðir 2018) Outlander (árgerðir 2017 - 2018) og Outlander PHEV (árgerðir 2017 - 2018).
Meira3.12.2018
Hekla innkallar 1611 Mitsubishi bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hekla hf um innköllun á 1611 Mitsubishi bifreiðum af árgerðunum 2017 til 2018. Um er að ræða tegundirnar ASX, Eclipse (árgerð 2018) , Outlander og Outlander PHEV (árgerðir 2017 - 2018).
Meira29.11.2018
Toyota innkallar 761 Aygo bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi Toyota Aygo bifreiðar af árgerðunum 2005 til 2014. Um er að ræða 761 bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er sú að möguleiki er fyrir hendi að rúða við afturhlera getur losnað að hluta vegna ófullnægjandi límingar.
Meira27.11.2018
IKEA innkallar GLIVARP stækkanlegt borð
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá IKEA vegna innköllunar á GLIVARP stækkanlegu borði vegna hættu á að stækkunarplata losni. Í tilkynningu IKEA kemur fram að borist hafa tilkynningar um að stækkunarplatan losni úr brautinni sem henni er rennt eftir og detti af. IKEA hvetur alla viðskiptavini sem eiga hvítt GLIVARP borð til að skila því í IKEA og fá að fullu endurgreitt eða nýtt borð. Ekki er nauðsynlegt að sýna greiðslukvittun.
Meira15.11.2018
Hvernig er best að versla á netinu
Neytendastofa tekur þátt í átaksverkefni Efnahags og framfarastofnunar OECD sem miðar að því að hjálpa neytendum að versla öruggar vörur á netinu. Verslun á netinu verður sífellt algengari meðal Íslendinga og annarra þjóða. Þessari breyttu kauphegðun fylgja margskonar áskoranir. Þó að margar netverslanir séu til fyrirmyndar eru til dæmi um hið gagnstæða.
Meira15.11.2018
Auðkennið RVK EVENTS
Neytendastofu barst erindi RVK Studios ehf. og Sögn ehf. þar sem kvartað var yfir notkun RVK Events ehf. á heitinu RVK Events. RVK Studios og Sögn töldu hættu á að starfsemi fyrirtækjanna yrði ruglað saman.
Meira14.11.2018
Neytendastofa sektar Tölvulistann
Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á Tölvulistann vegna fullyrðinga um „lægra verð“, „betra verð“ og „60 gerðir“ í auglýsingum Tölvulistans.
Meira13.11.2018
Brimborg innkallar Ford Edge
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf að innkalla þurfi dísel Ford Edge bifreiðar af árgerðunum 2015 til 2018. Um er að ræða 113 bifreiðar.
Meira6.11.2018
Ótilkynntar rafrettur verða ólöglegar 1. mars 2019
Nú eiga allir sem hyggjast flytja inn og selja rafrettur og áfyllingar með nikótíni, eftir 1. mars. 2019, að tilkynna vörurnar til Neytendastofu
Meira29.10.2018
Efna- og köfnunarhætta af squishies
Fyrr á árinu birti umhverfisstofnun í Danmörku niðurstöður úr prófunum á 12 mismunandi „Squishies“ kreisti leikföngum. Reyndust allar vörurnar innihalda skaðleg efni, sem gátu m.a. valdið ófrjósemi og krabbameini. Sjá má myndir af þeim hér: https://mst.dk/media/150400/squishe-der-advares-imod.pdf. Í framhaldi voru tvær tegundir af leikföngum innkallaðar hér á landi
Meira26.10.2018
Bílabúð Benna ehf. innkallar Opel Astra og Opel Mokka.
Að beiðni Opel hefur Bílabúð Benna innkallað 88 Opel Astra bifreiðar af árgerðunum 2016 og 2017 og 18 Opel Mokka bifreiðar af árgerðunum 2017 og 2018. Um er að ræða bifreiðar með 1.4L bensínvélum.
Meira16.10.2018
Villandi fullyrðingar
Neytendastofu barst ábending vegna fullyrðingar um virkni fótboltadróna sem fyrirtækið Vidcom Ísland ehf. selur. Utan á umbúðum drónans stendur: „Náðu margra klukkustunda skemmtun með fótbolta-drónanum – fljúgandi, upplýsti dróninn sem þú stjórnar með höndunum“.
Meira16.10.2018
Ákvörðun Neytendastofu staðfest
Með ákvörðun Neytendastofu í bréfi komst Neytendastofa að því að ekki væri tilefni til aðgerða vegna kvörtunar neytanda tengdum kaupum á bátsvél og markaðssetningarefni á téðum bátsvélum.
Meira15.10.2018
Auðkennið MY LETRA
Neytendastofu barst erindi Hvergilands ehf. f.h. verslunarinnar Myconceptstore, þar sem kvartað var yfir notkun vefverslunarinnar My Letra á auðkenninu My Letra yfir skartgripi sem væru til sölu hjá vefversluninni. Vísaði Myconcepstore m.a. til þess að fyrirtækið hefði framleitt skartgripi undir heitinu MY Letter frá árinu 2015.
Meira8.10.2018
Nettó innkallar “Chalk-a-doos” krítarleikfangapakka
Neytendastofa vekur athygli á innköllun Nettó á krítarleikfangapakkanum “Chalk-a-doos”, sem verslunin hafði til sölu fyrir stuttu. Alls seldust um 18 eintök af pökkunum.
Meira5.10.2018
Villandi auglýsingar á orkudrykknum Ripped bannaðar
Neytendastofu bárust ábendingar um fullyrðingar í auglýsingum Fitness Sport á orkudrykknum Ripped. Fullyrðingarnar vörðuðu annars vegar meintan heilsufarslegan ávinning af neyslu orkudrykkjarins og hins vegar vinsældir hans. Í kjölfar ábendinganna óskaði Neytendastofa eftir skýringum Fitness Sport.
Meira5.10.2018
Fyrirkomulag gjaldtöku vegna markaðssetningar á rafrettum sem innihalda nikótín
Velferðarráðuneytið hefur á vefsíðu sinni tilkynnt hvernig fyrirkomulagi við gjaldtöku vegna markaðssetningar á rafrettum sem innihalda nikótín verður háttað. Þar kemur fram að samkvæmt þeirri útfærslu við gjaldtöku sem Neytendastofa vinni að, sé ekki gert ráð fyrir að tilkynningargjald leggist á smásala, nema í þeim tilvikum sem viðkomandi smásali kjósi sjálfur að tilkynna vöru á markað.
Meira3.10.2018
BL ehf. innkallar Subaru
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi Subaru Legacy og Subaru Outback bifreiðar af árgerðunum 2010 til 2014. Um er að ræða 137 bifreiðar.
Ástæða innköllunarinnar er að þéttir og segulhringur í stjórnb
Meira2.10.2018
Duldar auglýsingar bannaðar
Neytendastofa hefur bannað fyrirtækjunum Origo hf., Sahara Media ehf. og tveimur bloggurum á trendnet.is að nota duldar auglýsingar.
Neytendastofu bárust ábendingar vegna bloggfærslna á vefsíðunni Trendnet þar sem fjallað var um vöru Origo hf. Ábendingarnar lutu að því að hugsanlega væri um markaðssetningu að ræða en slíkt væri hins vegar ekki tekið fram.
Meira1.10.2018
Toyota innkallar Avensis árgerð 2006
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi tvær Toyota Avensis bifreiðar af árgerðinni 2006. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að hliðarloftpúðar í framsætum virki ekki sem skyldi.
Meira27.9.2018
Ertu með alvöru endurskinsmerki?
Það er sérstaklega mikilvægt að vera áberandi og vel merktur þegar farið er að skyggja. Neytendastofa vill brýna fyrir neytendum að skoða allar merkingar á endurskinsmerkjum áður en þau eru notuð.
Meira25.9.2018
Innköllun á Kia Picanto TA
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju að innkalla þurfi 64 Kia Picanto TA bifreiðar af árgerðinni 2011-2012.
Meira21.9.2018
Auðkennið Veiðimaðurinn
Neytendastofu barst erindi Bráðar ehf. þar sem kvartað var yfir notkun Veiðimannsins ehf. á heitinu „Veiðimaðurinn“. Vísaði Bráð til þess að félagið ætti skráð orð- og myndmerkið VEIÐIMAÐURINN 1940 og hefði forgangsrétt til heitisins
Meira18.9.2018
Upplýsingar á vefsíðum fjarskiptafyrirtækja ekki í lagi
Neytendastofa tók þátt í samræmdri skoðun Evrópusambandsins (s.k. sweep) á vefsíðum fjarskiptafyrirtækja. Könnunin snéri m.a. að því hvort fram kæmu með nægilega skýrum hætti upplýsingar um þjónustuveitanda, vörur og þjónustu, verð og samningsskilmála á vefsíðunum.
Meira17.9.2018
Honda innkallar bifhjól af gerðinni CRF100FA
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf að innkalla þurfi Honda bifhjól af gerðinni CRF100FA bifreiðar af árgerðinni 2016. Ástæða innköllunar er að pinni í standara getur brotnað sem gæti valdið að standarinn detti niður í akstri eða haldi ekki þegar hjólinu er lagt
Meira14.9.2018
Húsasmiðjan innkallar barnarólu.
Neytendastofa vekur athygli á innköllun Húsasmiðjunnar á barnarólum. Rólurnar voru selda í þremur litum blá, rauð og gul. Í leiðbeiningum frá framleiðanda sem fylgja með rólunni kom fram að varan var fyrir börn eldri en 3 ára og undir 40kg
Meira13.9.2018
Tilkynningareyðublað fyrir innflytjendur á rafrettum og áfyllingar fyrir þær sem innihalda nikótín
Rafræn eyðublöð vegna tilkynninga á rafrettum og áfyllinga fyrir þær sem innihalda nikótín hafa nú verið tekin til notkunar hjá Neytendastofu. Innflytjendum og framleiðendum að slíkum vörum er skylt að tilkynna vöruna sex mánuðum fyrir markaðssetningu
Meira12.9.2018
GG Sport innkallar Apollo klifurbelti
Neytendastofa vekur athygli á innköllun GG Sport á Apollo klifurbelti frá Grivel vegna slysahættu.
Meira11.9.2018
Bílaumboðið Askja innkallar Kia Picanto TA
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju að innkalla þurfi 64 Kia Picanto TA af bifreiðar af árgerðinni 2011-2012. Ástæða innköllunarinnar er að eldsneytishosur milli eldsneytistanks og áfyllingarrörs
Meira10.9.2018
Toyota á Íslandi að innkallar 329 Toyota bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 329 Toyota bifreiðar af tegundunum Prius, Prius Plug-in og C-HR Hybrid sem framleiddar voru á árabilinu 2015 til 2018. Um er að ræða 14 Prius Plug-in bifreiðar, 39 Prius bifreiðar og 276 C-HR bifreiðar.
Meira7.9.2018
Auðkennið ORG
Neytendastofu barst erindi ORG-Ættfræðiþjónustunnar ehf. þar sem kvartað var yfir notkun verslunarinnar ORG Reykjavík á auðkenninu ORG. ORG-Ættfræðiþjónustan vísaði m.a. til þess að OR
Meira6.9.2018
Auglýsingar Öryggismiðstöðvar Íslands hf.
Neytendastofu bárust ábendingar um auglýsingar á Snjallöryggi Öryggismiðstöðvarinnar þar sem boðin væri frí uppsetning. Tilboðið hafi verið í gangi í sjö mánuði þrátt fyrir að í auglýsingunni komi fram að það gildi í mánuð. Í kjölfar ábendinganna óskaði Neytendastofa eftir skýringum Öryggismiðstöðvarinnar.
Meira5.9.2018
Nýkaup bannað að villa um fyrir neytendum
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart 2211 ehf., rekstraraðila Nýkaup og vefsíðunnar nykaup.is, vegna kynningar fyrirtækisins á lækkuðu verði án þess að geta sýnt fram á raunverulega verðlækkun.
Meira4.9.2018
Fyrra verð á netdill.is villandi
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Netdíl ehf., rekstraraðila vefsíðunnar netdill.is, vegna kynningar fyrirtækisins á lækkuðu verði án þess að geta sýnt fram á raunverulega verðlækkun.
Neytendastofu bárust ábendingar frá neytendum þar sem kvartað var yfir því að vörur á vefsíðunni hafi ekki verið til sölu á fyrra verði
Meira4.9.2018
Fyrra verð og skilyrði fyrir verðhagræði á vefsíðunni gamatilbod.is
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Stratton ehf., rekstraraðila vefsíðunnar gamatilbod.is, vegna kynningar fyrirtækisins á lækkuðu verði án þess að hafa sýnt fram á verðlækkun. Neytendastofu bárust ábendingar frá neytendum þar sem kvartað var yfir því að vörur á vefsíðunni hafi ekki verið til sölu á fyrra verði
Meira31.8.2018
Tilkynningarskylda um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur sem innihalda nikótín
Ný lög um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur sem innihalda nikótín munu taka gildi 1. mars á næsta ári. En nú í september tekur gildi samkvæmt bráðabirgðaákvæði laganna tilkynningarskylda. Samkvæmt henni verða framleiðendur og innflytjendur að tilkynna rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur sem innihalda nikótín til Neytendastofu.
Meira29.8.2018
Hyundai innkallar IONIQ PHEV
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hyundai á Íslandi að innkalla þurfi 2 Hyundai IONIQ PHEV af bifreiðar af árgerðinni 2015-2017.
Meira28.8.2018
Innköllun á Nissan Juke og Nissan NV200
eytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 15 Nissan Juke bifreiðar og 2 Nissan NV200 sem framleiddar voru 2017.
Meira23.8.2018
Bann við óréttmætri mismunun eftir þjóðerni í netviðskiptum
Ný reglugerð ESB gerir seljendum vöru og þjónustu á netinu skylt að veita öllum neytendum rétt til viðskipta á Evrópska efnahagssvæðinu. Mörg dæmi eru þekkt um að neytendur hafa ekki getað fengið vöru eða þjónustu keypta nema þeir séu búsettir á því landi sem netverslunin er starfrækt eða seljandi hefur einhliða ákveðið að selja til ákveðinna landa.
Meira22.8.2018
Sölu- og afhendingarbann á JA-RU leikföngum
Í kjölfar ábendingar sem Neytendastofu barst nýlega fóru fulltrúar á vegum stofnunarinnar til að kanna leikföng frá framleiðandanum JA-RU sem seld voru í verslunum hér á landi. Við skoðun kom í ljós að leikföngin voru ekki með viðeigandi merkingar sem eiga að sýna neytendum að varan sé í lagi. Í framhaldinu lagði Neytendastofa sölu- og afhendingarbann á vöruna.
Meira15.8.2018
Bílaumboðið Askja innkallar Kia Niro Hybrid
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Ösku að innkalla þurfi 125 KIA Niro Hybrid bifreiðar af árgerðinni 2016-2017.
Meira6.8.2018
Hekla innkallar Mitsubishi ASX
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf. að innkalla þurfi Mitsubishi ASX bifreiðar af árgerðinni 2013-2015. Ástæða innköllunar er að vatn getur komist í kúluliði á þurrkunum og valdið tæringu
Meira3.8.2018
Ófullnægjandi upplýsingar um fasteignalán til neytanda
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun vegna ófullnægjandi upplýsingagjafar Frjálsa Fjárfestingarbankans hf. um fasteignalán til neytanda í erlendri mynt. Mál þetta hófst með kvörtun frá neytanda vegna tveggja lánssamninga við félagið sem höfðu verið framseldir til Arion banka.
Meira2.8.2018
Auðkennið Iceland Highlights
Neytendastofu barst erindi M&T Investment ehf. þar sem kvartað var yfir notkun Iceland Highlights Travel ehf. á auðkenninu Iceland Highlights. M&T Investment vísaði m.a. til þess að einn stofnandi M&T Investment hafi skráð lénið iceland-highlights.com þann 9. nóvember 2015.
Meira30.7.2018
Ólögmætt vaxtaendurskoðunarákvæði
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Arion banka hf. vegna ákvæðis um vaxtaendurskoðun veðskuldabréfa Frjálsa Fjárfestingarbankans hf. sem framseld höfðu verið til Arion banka
Meira24.7.2018
Ófullnægjandi upplýsingagjöf við lánveitingu
Neytendastofa hefur tekið ákvarðanir gagnvart þremur fyrirtækjum sem veita neytendalán vegna skorts á upplýsingum við lánveitingu.
Meira20.7.2018
Airbnb verður að tilgreina fullt verð á gistingu
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ásamt neytendayfirvöldum í Evrópu hafa verið að skoða samningsskilmála Airbnb og verðframsetningu á vefnum út frá löggjöf um neytendavernd.
Meira17.7.2018
Pandoro Hobby innkallar squishies
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Pandoro Hobby í Smáralind. Tilkynningin er tilkomin vegna athugunar Neytendastofu í kjölfar fréttar um skaðleg efni í svokölluðum „Squishies“. Í verslun Pandoro Hobby höfðu tvær tegundir af squishies leikföngum verið seldar, þ.e. skjaldbaka og franskar kartöflur
Meira16.7.2018
Neytendastofa sektar Heimkaup vegna TAX FREE auglýsinga
Neytendastofu bárust ábendingar vegna TAX FREE auglýsinga Heimkaupa sem voru dagana 27. maí til 2. júní 2018. Í auglýsingu sem birtist á vefmiðlinum Kjarnanum þann 30. maí 2018,
Meira16.7.2018
Sölu- og afhendingarbann á sex tegundir skotelda
Neytendastofa hefur lagt sölu- og afhendingarbann á sex tegundir skotelda. Við eftirlit Neytendastofu um áramótin kom í ljós að skoteldar frá þremur söluaðilum væru ekki í lagi.
Meira11.7.2018
IKEA innkallar LURVIG vatnsskammtara fyrir gæludýr
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á LURVIG vatnsskammtara fyrir gæludýr frá IKEA vegna hættu á að hundar eða kettir festi höfuðið í honum. Í tilkynningunni kemur fram að IKEA hvetji viðskiptavini til að hætta notkun á vatnsskammtaranum og skila honum.
Meira10.7.2018
Nýjar reglur tryggja betri vernd ferðamanna
Þann 1. júlí tóku gildi í Evrópu reglur sem auka rétt ferðamanna sem bóka pakkaferð. Reglurnar hafa verið innleiddar hér á landi en taka ekki gildi fyrr en 1. janúar 2019.
Meira10.7.2018
Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes-Benz
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Öskju hf. um innköllun á 2 Mercedes-Benz bifreiðum af gerðunum C-class og E-class. Innköllunin er vegna þess að Möguleiki er fyrir því að stýristúpa sé ekki nógu jarðtengd.
Meira5.7.2018
Hekla innkallar Volkswagen bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hekla hf. um innkallanir á 93 Volkswagen up! og Volkswagen Polo bifreiðum árgerð 2016 og 2017, sem framleiddir voru á tilteknu tímabili.
Meira2.7.2018
IKEA innkallar PENDLA rafhlaupahjól vegna hættu á að það brotni
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á PENDLA rafhlaupahjóli frá IKEA vegna hættu á að brettið sem staðið er á brotni og valdi slysum. Í tilkynningunni kemur fram að IKEA hvetur viðskiptavini til að hætta notkun á hlaupahjólinu og skila því í verslunina
Meira2.7.2018
Innköllun á eldflaug
Neytendastofu hefur borist tilkynning í gegn um RAPEX um innköllun á mjúkdýri sem selt hefur verið í verslunum Söstrene Grene.
Meira29.6.2018
Auglýsingar Toyota villandi
Neytendastofa fór fram á að Toyota sannaði fullyrðingu í auglýsingum sínum um að Hybrid bifreiðar væru 50% rafdrifnar. Kom það til í kjölfar ábendinga og kvarta frá neytendum.
Meira28.6.2018
Hillumerkingar jurtavara ekki villandi
Neytendastofu barst kvörtun frá Sambandi afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) þar sem kvartað var yfir því hillumerkingum jurtavara. Taldi SAM að merkingarnar væru villandi þar sem notast væri við afurðaheiti mjólkur, s.s. möndlumjólk, hnetusmjör o.fl
Meira27.6.2018
Tölvulistanum bönnuð birting fullyrðingarinnar „Aldrei aftur blekhylki“
Neytendastofu barst kvörtun yfir fullyrðingunni „Aldrei aftur blekhylki!“ í auglýsingu Tölvulistans á Epson prentara. Kvörtunin snéri að því að þrátt fyrir þessa fullyrðingu noti prentarinn blek.
Meira26.6.2018
Auðkennið Örugg eyðing gagna
Neytendastofu barst erindi Gagnaeyðingar ehf. þar sem kvartað var yfir notkun Íslenska gámafélagsins ehf. á auðkenninu „Örugg eyðing gagna“. Gagnaeyðing vísað til þess að félagið hafi notað slagorðið frá á árinu 1998 og að það hafi verið notað með markvissum hætti frá árinu 2008.
Meira19.6.2018
Innköllun á Subaru
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um innköllun á 2112 Subaru bifreiðum. Um er að ræða Legacy og Outback af árgerðunum 2004 til 2009 og Impreza af árgerðunum 2008 til 2010. Ástæða innköllunarinnar er að spennufall getur myndast í tengi fyrir bensíndælu
Meira7.6.2018
Duldar auglýsingar Domino‘s og Íslandsbanka bannaðar
Neytendastofa hefur bannað fyrirtækjunum Pizza-Pizza ehf. og Íslandsbanka hf. að nota duldar auglýsingar. Neytendastofu bárust ábendingar vegna færslna einstaklings á samfélagsmiðlinum Snapchat þar sem fjallað
Meira6.6.2018
Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu
Í febrúar 2017 kvartaði Ergoline Ísland ehf. yfir samskiptum Pennans ehf. við Íslandsbanka hf. í tengslum við útboð vegna kaupa bankans á húsgögnum. Taldi Ergoline að fullyrðingar Pennans við Íslandsbanka um tiltekin húsgögn væru villandi og fælu í sér óréttmæta viðskiptahætti.
Meira5.6.2018
Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes-Benz
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Öskju hf. um innköllun á 2 Mercedes-Benz bifreiðum af undigerðinni GLE.
Meira1.6.2018
Toyota innkallar Corolla og Auris
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um endurinnköllun á 65 Corolla og Auris bifreiðum af árgerðunum 2006 til 2010.
Meira30.5.2018
Samstarf norræna neytendastofnana stuðlar að öflugri neytendavernd
Neytendastjórnvöld í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð hittust í Reykjavík 23.-25. maí til að ræða sameiginlegar áskoranir á sviði neytendamála og til að samræma eftirlitsáherslur. Norrænt samstarf verður þróað frekar til að stöðva óréttmæta viðskiptahætti og ósanngjarna samningsskilmála á Norðurlöndunum.
Meira29.5.2018
Auglýsingar um Felix tómatsósu bannaðar
Neytendastofu barst erindi Innnes ehf. þar sem kvartað var yfir fullyrðingum í auglýsingum Ásbjörns Ólafssonar ehf. um Felix tómatsósu. Auglýsingarnar sýndu myndskeið þar sem sett var saman máltíð og útlistað hvað færi í hverja máltíð. Í lokin var sýndur háls af tómatsósuflösku og tómatsósa sett út á máltíðna og var þá lesið yfir orðið „sykurleðja“.
Meira28.5.2018
Hekla innkallar Volkswagen Polo
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf. um innkallanir á 140 Volkswagen Polo bifreiðum árgerð 2018. Ástæða innköllunar er vegna hættu á að beltislás fyrir vinstra aftursæti getur opnast
Meira25.5.2018
Innköllun á hvolpasveitarbúningi hjá Hagkaup, Toys‘r‘us og Partýbúðinni
Neytendastofu hefur borist tilkynning í gegn um RAPEX um innköllun á Bessa hvolpasveitarbúningnum, með vörunúmer 610501. Búningurinn hefur verið seldur í verslunum Hagkaups, Toys‘r‘us og Partýbúðinni.
Meira24.5.2018
IKEA innkallar SLADDA reiðhjól
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá IKEA vegna innköllunar á SLADDA reiðhjólum vegna ófullnægjandi öryggis beltadrifsins, sem kemur í stað hefðbundinnar keðju á hjólinu. Beltadrifið getur slitnað fyrirvaralaust og þannig leitt til falls. IKEA innkallar því SLADDA reiðhjólið í varúðarskyni og hvetur viðskiptavini til að hætta notkun þess. IKEA hafa borist ellefu tilkynningar um óhöpp, engin þeirra á Íslandi.
Meira22.5.2018
Klettur sala og þjónusta innkallar Scania vörubifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Kletti sölu og þjónustu ehf um innköllun á 11 Scania vörubifreiðum af ágerðum 2014 – 2017. Ástæða innköllunarinnar er að hlífar fyrir metan gaskúta eru ekki fullnægjandi sem getur valdið því að yfirborð gaskútana gætu skemmst.
Meira21.5.2018
Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes-Benz
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju hf. að innkalla þurfi 27 Mercedes-Benz GLC allir skráðir 2018
Meira18.5.2018
Bæta þarf upplýsingar á vefsíðum fjarskiptafyrirtækja
Neytendastofa tók þátt í samstarfsverkefni evrópskra neytendayfirvalda sem bjóða fast- eða farsímaþjónustu, internetþjónustu eða hljóð- eða myndstreymi. Neytendastofa skoðaði vefsíður sjö íslenskar fjarskiptafyrirtækja en alls voru skoðaðar 207 síður.
Meira18.5.2018
Hekla innkallar Volkswagen
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hekla hf. um að innkalla þurfi 9 Volkswagen bifreiðar árgerð 2018. Ástæða innköllunar er sú að framleiðslugalli í stýringu fyrir höfuðpúða á framsætum getur valdið því að höfuðpúðinn losni ef bíllinn lendir í árekstri.
Meira15.5.2018
Innköllun á Ford Ranger bifreiðum
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Rapexkerfinu um innköllun á Ford Ranger bifreiðum sem framleiddar voru á tímabilinu 07/10/2016 til 17/11/2016.
Meira11.5.2018
Bílaumboðið Askja innkallar Kia Rio bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju hf. varðandi innköllun á 132 Kia Rio bifreiðum, árgerð 2016 til 2018.
Meira8.5.2018
Innköllun á Britax Römer DUALFIX
Neytendastofu barst tilkynning í gegnum RAPEX kerfið, um innköllun á barnabílstólum frá Britax Römer sem heita DUALFIX og voru seldir á tímabilinu 3. nóvember 2017 - 22. mars 2018
Meira7.5.2018
Bílaumboðið ASKJA innkallar KIA Optima
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju hf. að innkalla þurfi 32 Kia Optima (JF) plug-in Hybrid bifreiðar árgerð 2016 til 2018.
Meira4.5.2018
Verðmerkingar í timbursölum
Neytendastofa gerði athugun á ástandi verðmerkinga í timbursölum á höfuðborgarsvæðinu dagana 26. og 27. maí s.l.
Farið var í sex timbursölur hjá verslunum Byko, Húsasmiðjunnar og Bauhaus.
Meira3.5.2018
Auðkennið Matarboxið
Neytendastofu barst erindi Boxið verslun ehf. þar sem kvartað var yfir notkun fyrirtækisins Matarboxið ehf. á heitinu „boxið“. Taldi Boxið verslun að notkun Matarboxins á heitinu væri til þess fallið að valda ruglingi milli fyrirtækjanna.
Neytendastofa taldi að litir leturgerð og myndræn framsetning auðkenna fyrirtækjanna skildi þau að verulegu leyti að og að ólíklegt væri að neytendur teldu tengsl milli fyrirtækjanna
Meira30.4.2018
Hekla innkallar Mitsubishi Outlander
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf. að innkalla þurfi 167 Mitsubishi Outlander bifreiðar árgerð 2006 til 2012
Meira26.4.2018
Innköllun á snudduböndum frá Dr. Brown´s
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á hættulegum snudduböndum frá Dr. Browns. Þegar snudduböndin voru prófuð kom í ljós að keðjan slitnar auðveldlega
Meira25.4.2018
Innköllun á Nissan Qashqai
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innkallanir á Nissan Qashqai. Umræddir bílar voru framleiddar á sex mánaða tímabili árið 2017 og 2018.
Meira16.4.2018
A4 innkallar neonlitað GOOBANDS GOOGOO leikfangaslím
Neytendastofu barst í síðustu viku barst tilkynning í gegnum Rapexkerfið um neonlitað (gult, bleikt og grænt) leikfangaslím frá GOOBANDS GOOGOO, sem stóðst ekki prófanir sem gilda um efnainnihald. Slímið inniheldur efnið boron sem er að finna í fjölmörgum matvörum og hreinlætisvörum. Boron er talið skaðlegt ef það er í of miklu magni og getur þá valdið ertingu í maga, lifur og nýrum.
Meira10.4.2018
Innköllun á Suzuki Swift
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílum um innkallanir á Suzuki bifreiðum. Um er að ræða Suzuki Swift bifreiðum sem framleiddar voru árið 2017 til 2018. Um er að ræða 17 bifreiðar.
Meira6.4.2018
BaseParking bönnuð birting fullyrðinga um ódýrustu bílastæðin
Neytendastofu barst kvörtun frá Isavia yfir fullyrðingum í markaðssetningu BaseParking og ófullnægjandi upplýsinga um þjónustu BaseParking á vefsíðu félagsins.
Meira4.4.2018
Hættulegt bað og skiptiborð
Neytendastofu barst tilkynning frá systurstofnun Neytendastofu í Frakklandi sem varðaði innköllun á skiptiborði því komið hafði í ljós alvarlegur hönnunargalli. Bilið milli skiptiborðsplötunnar og baðsins sem er undir henni var of breitt svo að hætta var á að barn festi höfuð sitt á milli. Slíkt getur valdið alvarlegum slysum.
Meira20.3.2018
Suzuki innkallar bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílum um innkallanir á Suzuki bifreiðum. Um er að ræða SHVS bifreiðar af gerðunum Swift, Baleno, Ignis og Solio sem framleiddar voru árið 2016 til 2018. Á ökutækjum sem knúinn eru fleiri en einum orkugjafa (Hybrid)
Meira19.3.2018
Rapex innköllun á mótorhjólum
Neytendastofa vekur athygli á innköllunum frá Rapex-kerfinu um mótorhjól sem kunna að vera til á Íslandi. Umrædd mótorhjól eru ekki með eiginlegan þjónustuaðila á Íslandi en gæti hafa verið flutt til landsins af einstaklingum.
Meira15.3.2018
Alþjóðlegur dagur neytendaréttar - World Consumer Rights Day
Í dag 15. mars 2018 er haldinn alþjóðlegur dagur neytendaréttar. Þema dagsins í ár er aukið traust neytenda í rafrænum viðskiptum og er stuðst við myllumerkið #betterdigitalworld.
Meira15.3.2018
Suzuki innkalla GSXR1000/R L7 og L8 bifhjól
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílum um innkallanir á Suzuki bifhjólum. Ástæða innköllunar er að sökum ófullnægjandi forritunar á vélartölvu getur það gerst þegar skipt er milli fyrsta og annars gírs og ökumanni mistekst að tengja annan gír á engin gírsstaða á sér stað.
Meira14.3.2018
Ákvörðun Neytendastofu staðfest
Neytendastofa lagði stjórnvaldssekt að fjárhæð 1 milljón á Tölvutek fyrir að brjóta eldri ákvörðun stofnunarinnar. Málið snéri að fullyrðingu um að Tölvutek sé stærsta tölvuverslun landsins.
Meira8.3.2018
Hekla hf. Innkallar bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu um innkallanir á Volkswagen bifreiðum. Um er að ræða fimm Passat og Sharan bifreiðar sem framleiddar voru árið 2011 á tímabilinu mars og júlí.
Meira6.3.2018
BL ehf. skoðar Pathfinder bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Nissan varðandi tæringu í grindum Pathfinder bifreiða.Komið hafa upp tilfelli þar sem um er að ræða óeðlilega tæringu í grindum eldri bifreiða svipað og með Nissan Navara en ekki í eins miklum mæli.
Meira19.2.2018
Vigtarmannanámskeið: Fleiri tengimöguleikar fyrir fjarfundarbúnaðinn.
Námskeið til löggildingar vigtarmanna var haldið 15. – 17 janúar. Í húsakynnum Neytendastofu að Borgartúni 21 í Reykjavík sátu 10 þátttakendur námskeiðið en samtímis sátu 8 þátttakendur á Þórshöfn og 6 á Reyðarfirði námskeiðið með aðstoð fjarfundarbúnaðar.
Meira15.2.2018
Söstrene Grene innkalla 725 barnahnífapör
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á barnagöfflum hjá versluninni Söstrene Grene vegna hættu á köfnun. Hnífapörin voru seld í versluninni árið 2017 og í janúar 2018.
Meira1.2.2018
Markaðseftirlitsáætlun 2018
Neytendastofu er í lögum nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu, falið að vinna að heildarskipulagningu opinberrar markaðsgæslu í samvinnu við önnur eftirlitsstjórnvöld.
Meira29.1.2018
Hekla innkallar Mitsubishi ASX
Hekla hf. kallar inn 23 Mitsubishi ASX bifreiðar árgerð 2016. Ástæða innköllunar er að möguleiki er á að hurðarlæsing virki ekki rétt við hátt hitastig
Meira16.1.2018
Mjólkursamsalan ehf fær vottun til e-merkingar
Neytendastofa veitti fyrirtækinu Mjólkursamsalan ehf á síðasta ári vottun til e-merkingar. Vottunin gildir fyrir framleiðslulínu fyrirtækisins á skyri í 170 g og 500 g pakkningum sem það selur erlendis.
Meira12.1.2018
N1 hættir sölu á endurskinsprey
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá N1 um að búið sé að taka úr sölu endurskinsprey frá ALBEDO, þar sem komið hefur í ljós að varan uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru til endurskins.
Meira12.1.2018
Ákvörðun Neytendastofu staðfest
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 27/2017. Í ákvörðun Neytendastofu lagði stofnunin 500.000 króna stjórnvaldssekt á Norðursiglingu ehf. fyrir brot gegn fyrri ákvörðun stofnunarinnar.
Meira11.1.2018
Úrskurður áfrýjunarnefndar
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu nr. 16/2017. Með ákvörðuninni komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu, í kjölfar kvörtunar Fabrikkunnar sem selur ís í smásölu undir nafninu Fabrikkuís, að Gjóna ehf. væri heimil notkun á auðkenninu „Ísfabrikkan“.
Meira10.1.2018
Vigtarmannanámskeið: almennt og endurmenntunarnámskeið
Neytendastofa mun daganna 15. – 17. janúar standa fyrir almennu námskeiði fyrir vigtarmenn. Námskeiðið er haldið í húsakynnum Neytendastofu í Reykjavík en verður einnig tengt með fjarfundarbúnaði við Menntasetrið á Þórshöfn og Austurbrú á Reyðarfirði. Námskeiðið veitir þeim sem ljúka því réttindi til að starfa sem löggildir vigtarmenn.
Endurmenntunarnámskeið vigtarmanna verður haldið þann 18. janúar. Löggilding vigtarmanna gildir í 10 ár og þarf að sitja endurmenntunarnámskeið til að framlengja réttindin. Tengin með fjarfundarbúnaðnum verður við Höfn í Hornafirði.
Meira9.1.2018
Ákvörðun Neytendastofu staðfest
Neytendastofa lauk ákvörðun gagnvart Toyota á Íslandi í desember 2016 vegna Toyota Flex samninga. Málið snéri að því hvort Toyota Flex samningar falli undir gildissvið laga um neytendalán nr. 33/2013 eða ekki.
Meira4.1.2018
Flugeldar og niðurstöður átaksverkefnis 2015-2017
Neytendastofa tók þátt í sameiginlegri aðgerð eftirlitsstjórnvalda frá 9 aðildarríkjum á EES-svæðinu sem fara með öryggi og eftirlit með skoteldum. Alls voru 424 vörutegundir sendar til prófunar eða tæplega 5000 sýni alls eftir sýnatöku um áramót 2015-16 og 2016-17
Meira3.1.2018
Kvörðun þrýstimæla liggur niðri
Neytendastofa hefur hingað til boðið upp á kvarðanir þrýstimæla á bilinu -1 ... +100 bar og er þar um að ræða loftmæla. Nú liggur sú þjónusta niðri þar sem komið hefur upp alvarleg bilun í kvörðunarbúnaði stofnunarinnar.
Meira