Fréttasafn
Fréttir eftir mánuðum
29.1.2020
Sala á áfyllingum sem höfða til barna ekki heimil
Neytendastofa hefur fengið ábendingar um að verið sé að selja áfyllingar fyrir rafrettur sem höfða til barna. Neytendastofa vill því árétta að það er bannað að selja rafrettuvökva þar sem umbúðirnar eru litríkar, skrautlegar myndir, teiknimyndapersónur, tákn eða jafnvel einhvers konar heiti eða slagorð sem gætu hvatt til notkunar barna á rafrettum.
Meira21.1.2020
BYKO innkallar hættulega dúkku
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Byko vegna innköllunar á dúkku frá Qmei Toys Factory. Dúkkan var seld í Byko árið 2019 og er 30 cm löng, með vörunúmerið 303817. Komið hefur í ljós að smáir hlutir losna auðveldlega af dúkkunni.
Meira15.1.2020
IKEA innkallar TROLIGTVIS ferðabolla
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá IKEA vegna innköllunar á TROLIGTVIS ferðabollum sem merktir eru „Made in India“. Samkvæmt tilkynningunni sýna nýlegar prófanir að varan losar hugsanlega meira af efnasamböndum en sett viðmið segja til um. Því eru eigendur þessara tilteknu ferðabolla hvattir til að skila þeim í IKEA þar sem þeir verða að fullu endurgreiddir.
Meira13.1.2020
Neytendastofa kannaði barnarúm
Neytendastofa fylgdi eftir átaksverkefni sem gert var árið 2015 þar sem skoðað var öryggi barnarimlarúma og barnaferðarúma. Verkefnið var evrópskt samstarfsverkefni. Foreldar verða að geta treyst því að rúm sem valin eru fyrir börn séu örugg. Rúm eru einn af fáum stöðum þar sem börn eiga að geta verið skilin eftir án eftirlits í einhvern tíma. Niðurstöður úr átakinu 2015 kom ekki vel út þar sem 80% rúmanna voru talin hættuleg börnum og helmingur þeirra voru svo stórhættuleg að þau voru innkölluð.
Meira8.1.2020
Bílaumboðið ASKJA innkallar 77 KIA bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 77 KIA Sorento bifreiðar af árgerð 2019 og 2020. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að hugbúnaðarvilla í MFE myndavél (Muliti Function Camera) gæti valdið truflunum í öryggisbúnaði bílsins
Meira8.1.2020
Sölubann á 98 áfyllingar fyrir rafrettur
Neytendastofa fór í markaðseftirlit hjá Lukku Láka söluturni sem selur rafrettur og áfyllingar fyrir þær. Reyndust 63 tegundir áfyllinga sem innihéldu nikótín ekki hafa verið tilkynntar til Neytendastofu. Auk þess kom í ljós að innsigli var rofið á 35 tegundum áfyllinga fyrir rafrettur og nikótíni hafði verið bætt við.
Meira6.1.2020
Vaxtabreytingar húsnæðislána LSR og LV
Neytendastofu bárust kvartanir yfir vaxtabreytingum húsnæðislána Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Af því tilefni óskaði Neytendastofa eftir afriti lánsskilmála hjá sjóðunum til þess að yfirfara hvort upplýsingaskylda laga væri uppfyllt og hvort vaxtabreytingarnar ættu sér stoð í samningum.
Meira3.1.2020
Fullyrðingar Sýnar um efnisveituna Stöð 2 Maraþon
Neytendastofu barst kvörtun frá Símanum vegna fullyrðinga Sýnar um efnisveituna Stöð 2 Maraþon. Í fullyrðingunum kom fram að efnisveitan sé stærsta efnisveita landsins með íslensk sjónvarpsefni, bjóði upp á mesta úrval íslensk efnis og sé stærsta áskriftarveita landsins.
Meira3.1.2020
Ný lög um úrskurðaraðila á sviði neytendamála
Lög um úrskurðaraðila á sviði neytendamála tóku gildi 1 janúar 2020. Neytendum er nú með lögum tryggt úrræði til þess að fá aðgang að skilvirkri og faglegri málsmeðferð utan dómsmála komi upp ágreiningur í viðskiptum þeirra við seljendur á vörum eða þjónustu.
Meira2.1.2020
Seljendur á Íslandi þekkja best rétt neytenda
Neytendastofa rýndi í skorkort neytendamála sem er fyrir ESB ríkin, Noreg og Ísland fyrir árið 2019 alls 30 ríkjum. En skorkortið er mælitæki sem notað er til að fylgjast með hvernig aðstæður neytenda eru í þessum löndum. Að þessu sinni var gerð könnun hjá bæði neytendum og seljendum á þremur meginþáttum: þekkingu og trausti, samhæfingu og eftirfylgni með lögum um vöruöryggi og neytendarétt, kvörtunum og úrlausn deilumála.
Meira2.1.2020
Sölubann á áfyllingar fyrir rafrettur
Neytendastofa fór í eftirlit hjá Póló söluturni, Bústaðarvegi sem selur rafrettur og áfyllingar í þær. Kom í ljós að innsigli var rofið á 146 tegundum áfyllinga fyrir rafrettur og nikótíni hafði verið bætt við. Neytendastofa taldi áfyllingarnar ekki öruggar, þar sem ekkert var vitað um innihald áfyllinganna og bannaði því sölu á þeim.
Meira