Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

30.3.2017

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 59/2016. Í ákvörðun Neytendastofu er fjallað um þríþætt brot E-content gegn ákvæðum laga um neytendalán.
Meira
29.3.2017

Neytendastofa stoppar sölu á 124 leikföngum

Mynd með frétt
Neytendastofa fékk ábendingu um að mjúkdýr í versluninni Minn heimur væru ekki í lagi. Í kjölfarið var farið í verslunina og 124 mjúkdýr tekin til nánari skoðunar. Við nánari skoðun kom í ljós að það vantaði CE merkið á öll mjúkdýrin en leikföng sem markaðssett eru hér á landi eiga að vera CE merkt.
Meira
28.3.2017

Viðskiptahættir Graníthallarinnar bannaðir

Neytendastofa hefur í kjölfar kvartana frá neytendum yfir langvarandi tilboðsauglýsingum Graníthallarinnar eins og „Vegna mikilla eftirspurnar framlengjum við „allt innifalið“ tilboðið á öllum legsteinum“.
Meira
27.3.2017

Brimborg innkallar Citroen C4

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf varðandi innköllun á 107 Citroen bifreiðum af gerðinni C4, framleiðsluár 2011-2012. Innköllunin fellst í að skoða ástand festingu fyrir húdd.
Meira
21.3.2017

Neytendastofa kannar hávaða í leikföngum

Mynd með frétt
Það er erfitt að gera sér grein fyrri hversu skaðleg áhrif hávaði í leikföngum hefur á heyrn barna, til lengri eða skemmri tíma. Mikilvægt er að hafa í huga að börnin koma til með að heyra hávaðann frá leikfanginu oft á dag. Heyrnaskaði meðal barna hefur aukist enda er það svo að einn afmarkaður hávaði frá leikfangi getur orsakað það að barn tapar heyrn á ákveðnu hljóðsvæði og varanlegum skaða á heyrn
Meira
15.3.2017

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedez Benz bifreið

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Askja ehf um innköllun á einni Mercedes Benz E220 CDI bifreið, árgerð 2016. Ástæða innköllunarinnar er sú að Í gæðaferli Mercedes-Benz hefur komið upp möguleiki á því að þyngdarskynjara stjórnbox fyrir farþegasæti hafi verið vitlaust sett í
Meira
8.3.2017

Toyota innkallar Corolla bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 1458 Toyota Corolla bifreiðum, framleiðslutímabil 2002-2004. Ástæða innköllunarinnar er vegna galla í öryggispúða í stýri. Við árekstur sem er nógu harður til að öryggispúðinn eigi að blása út er mögulegt að drifbúnaðurinn fyrir púðann rifni og púðinn veiti ekki þá vernd sem honum er ætlað.
Meira
7.3.2017

Drög að reglugerð um skotelda

Neytendastofa vekur athygli á því að innanríkisráðuneytið hefur birt til umsagnar á vef sínum drög að reglugerð um skotelda. Eins og fram kemur á vef ráðuneytisins felur reglugerðin í sér heildarendurskoðun á gildandi reglugerð um skotelda þar sem tekið er mið af evrópustöðlum en Ísland hefur skuldbundið sig til að innleiða CE-merkingar á skotelda.
Meira
3.3.2017

Drög að reglugerð um fasteignalán til neytenda

Neytendastofa vekur athygli á því að fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt til umsagnar á vef sínum drög að reglugerð um fasteignalán til neytenda. Eins og fram kemur á vef ráðuneytisins fjallar reglugerðin um staðlað eyðublað sem nota ska
Meira
TIL BAKA