Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

24.4.2023

Jólabjóradagatal Nýju Vínbúðarinnar

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um brot Nýju Vínbúðarinnar vegna skorts á upplýsingum á heimasíðu félagsins. Því til viðbótar veitti verslunin rangar upplýsingar um réttindi neytenda þegar kemur að fjarsölu. Á málið rætur að rekja til sölu verslunarinnar á Jólabjóradagatölum til neytenda þar sem þeim var neitað um að skila vörunni þrátt fyrir skýran rétt til að falla frá samningi.
Meira
21.4.2023

Villandi fullyrðing Origo

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Origo hf. vegna fullyrðingar í auglýsingum félagsins um að Bose QuietComfort Earbuds II væri með „besta noise cancellation í heimi“.
Meira
17.4.2023

Dekk1 sektað

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Dekkja- og bílaþjónustunni ehf., rekstraraðila dekk1.is, vegna auglýsinga og kynningar á tilboðum á dekkjum í tengslum við Cyberviku félagsins, vísun til svokallaðs „gámatilboðs“ og tilboði á dekkjum sem tóku gildi eftir að Cyberviku félagsins lauk.
Meira
4.4.2023

Myrk mynstur hjá vefverslunum

Neytendastofa tók þátt í samræmdri skoðun neytendayfirvalda í Evrópu um notkun á myrkum mynstrum (e. Dark Patterns) hjá vefverslunum. Skoðunin var gerð af 23 stofnunum og tók til 399 vefverslana hjá seljendum af ýmsum vörum, allt frá vefnaðarvörum til raftækja.
Meira
TIL BAKA