Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir eftir mánuðum

29.3.2019

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa komst, með ákvörðun nr. 18/2018, að þeirri niðurstöðu að Frjálsi Fjárfestingarbankinn hafi brotið gegn lögum um neytendalán með því að tilgreina ekki heildarlántökukostnað og árlega hlutfallstölu kostnaðar á fasteignaláni í erlendri mynt. Ennfremur hafi fyrirtækið brotið gegn lögum með því að tilgreina ekki í skilmálum um endurskoðun vaxtaálags við hvaða aðstæður vaxtaálag geti breyst.
Meira
28.3.2019

Staða ferðamanna vegna rekstrarstöðvunar flugfélaga

Réttarstaða flugfarþega er ólík eftir því hvort flugið er hluti af pakkaferð eða hvort keyptur hefur verið stakur flugmiði. Um sölu pakkaferða gilda lög um um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun nr. 95/2018. Neytendastofu er falið eftirlit með lögunum að öðru leyti en því sem snýr að tryggingaskyldu. Hér er stutt umfjöllun um réttarstöðu þeirra ferðamanna sem keypt hafa pakkaferð.
Meira
25.3.2019

Lénið eydirinn.is

Neytendastofu barst erindi Meindýraeyðis Íslands þar sem kvartað var yfir notkun fyrirtækisins Meindýraþjónustan á léninu eydirinn.is og netfanginu meindyr@eydirinn.is. Taldi Meindýraeyðir Íslands að að hætta væri á ruglingi milli fyrirtækjanna, en Meindýraeyðir Íslands er með lénið eydir.is og netfangið meindyr@eydir.is
Meira
22.3.2019

Hættulegur barnaburðarpoki innkallaður

Bieco´s burðarpoki
Neytendastofa hefur fyrirskipað innköllun og bannað sölu- og afhendingu á barnaburðarpoka frá Bieco´s sem fengist hefur í verslun Ólavía og Oliver. Kom í ljós við prófun að burðarpokinn er ekki öruggur fyrir börn.
Meira
22.3.2019

Kvarðanir hitamæla liggja tímabundið niðri

Mynd með frétt
Til að tryggja rekjanleika þeirra kvarðana sem kvörðunarþjónusta Neytendastofu býður upp á er nauðsynlegt að búnaður hennar sé kvarðaður af faggiltum prófunarstofum og/eða landsmælifræðistofnunum.
Meira
21.3.2019

Fífa innkallar barnaburðarpoka

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Fífu barnavöruverslun um innköllun á barnaburðarpokum frá Mini monkey. Um er að ræða tvær tegundir Sling Unlimited 4 in 1 og Sling unlimited 7 in 1. Barnaburðarpokarnir geta verið hættulegir þar sem þeir geta rifnað.
Meira
14.3.2019

Bílabúð Benna innkallar 8 bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílabúð Benna ehf um að innkalla þurfi Porsche bifreiðar af tegundunum Macan og Cayanne bifreiðar af árgerðunum 2017 til 2018. Um er að ræða 8 bifreiðar.
Meira
14.3.2019

BL innkallar 429 bifreiðar.

Subaru vörumerki
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi Subaru Forester og Impreza XV bifreiðar af árgerðunum 2012 til 2015. Um er að ræða 429 bifreiðar.
Meira
11.3.2019

Húsgagnaheimilið innkallar barnaburðarpoka

Innkallaður barnaburðarpoki
Neytendastofa vekur athygli á innköllun frá Húsgagnaheimilinu á hættulegum barnaburðarpoka frá Child Wheels by Childhome. Á pakkningunni stendur 3-way baby carriers og þeir heita Childhome Superstar. Framleiðandinn tilkynnti um innköllun eftir að í ljós kom að burðarpokinn væri hættulegur í notkun fyrir barnið.
Meira
8.3.2019

Toyota innkallar Lexus

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla eina Lexus bifreið af árgerð 2018.
Meira
6.3.2019

BL ehf. Innkallar Subaru Legacy og Outback

Subaru vörumerki
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi Subaru Legacy og Outback bifreiðar af árgerðunum 2018. Um er að ræða 37 bifreiðar.
Meira
4.3.2019

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes-Benz Actros

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi Mercedes-Benz Actros vörubifreiðar af gerðunum 963 og 964. Um er að ræða 13 vörubifreiðar.
Meira
1.3.2019

Ný lög um rafrettur

Neytendastofa fer með markaðseftirlit með nýjum lögum um rafrettur og áfyllingar sem taka gildi í dag. Héðan í frá má aðeins flytja inn og selja rafrettur sem eru með barnalæsingu og teljast öruggar, þannig að þær leki ekki og að í þeim sé búnaður sem tryggir áfyllingu án leka
Meira
TIL BAKA