Fréttasafn
Fréttir eftir mánuðum
30.4.2019
SUNDVIK skiptiborð/kommóða IKEA geta verið hættuleg
Neytendastofa vekur athygli á tilkynningu frá IKEA um mögulega hættu ef SUNDVIK skiptiborð/kommóða ef hún er er notað á rangan hátt. Í tilkynningunni kemur fram að IKEA hafa borist þrjár tilkynningar um atvik þar sem skiptiborðið/platan hefur losnað og barn dottið af skiptiborðinu.
Meira30.4.2019
Múrbúðin innkallar þrefaldan SAN tröppustiga
Neytendastofu hefur borist tilkynning um innköllun á þreföldum SAN Tröppustiga frá Múrbúðinni. Komið hefur í ljós að í einni sendingu af SAN þreföldum tröppu-stigum vantaði öryggisband á einhverja stiga.
Meira29.4.2019
Ford innkallar Mustang, Edge, Ranger og Lincoln MKX
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi Ford bifreiðar af árgerðunum 2007 til 2010.
Meira26.4.2019
BL ehf. innkallar Isuzu D-Max
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi Isuzu D-Max bifreiðar af árgerð 2018. Um er að ræða 17 bifreiðar.
Meira24.4.2019
BL ehf innkallar Nissan Qashgai bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi Nissan Qashqai bifreiðar af árgerð 2018. Alls er um að ræða 10 bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að þéttir fyrir stýringu kæliviftu getur bilað. Viðgerð felst í því að skipt verður um kæliviftu umræddra bifreiða. Viðkomandi bifreiðareigendum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.
Meira24.4.2019
BL innkallar Subaru
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi Subaru bifreiðar af árgerðunum 2011 til 2014. Um er að ræða 189 bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er sú að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir.
Meira23.4.2019
Toyota innkallar Toyota og Lexus bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi Toyota og Lexus bifreiðar af árgerð 2019. Um er að ræða 74 Toyota Corolla bifreiðar, 63 Toyota Rav4 Bifreiðar og 2 Lexus UX bifreiðar
Meira17.4.2019
Fullyrðingar Guide to Iceland um mesta úrval ferða og lægsta verðið
Neytendastofu barst ábending vegna fullyrðinga á heimasíðu Guide to Iceland. Um var að ræða fullyrðingar um stöðu fyrirtækisins á markaði.
Neytendastofa fór fram á að fyrirtækið sannaði fullyrðingar um að það biði upp á mesta úrval ferða á Íslandi og lægsta verðið. Guide to Iceland sendi ekki fullnægjandi sönnunargögn fyrir fullyrðingunum og komst Neytendastofa því að þeirri niðurstöðu að þær væru ósannaðar og veittu rangar upplýsingar um stöðu félagsins á íslenskum markaði.
Meira17.4.2019
Facebook breytir skilmálum sínum og skýrir notkun á gögnum
Að kröfu framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins og neytendayfirvalda í Evrópu hefur Facebook breytt skilmálum sínum og skýrt fyrir neytendum notkun sína á gögnum um þá. Krafan var gerð í kjölfar rannsóknar á notkun Facebook á gögnum.
Meira16.4.2019
Auðkennið PRENTLIST
Neytendastofu barst erindi Prentlistar sf. þar sem kvartað var yfir notkun einkafirmans Plakats á auðkenninu PRENTLIST á vefsíðunni prentlist.is. Prentlist taldi hættu á að starfsemi fyrirtækjanna yrði ruglað saman. Auðkennin væru samskonar og báðir aðilar starfandi á skyldum mörkuðum, þ.e. prentþjónustu. Plakat hafnaði kröfum Prentlistar og taldi auðkennið vera of almennt og lýsandi fyrir starfsemina. Auk þess væri starfsemi fyrirtækjanna og markhópar gjörólíkir.
Meira16.4.2019
Tilboðsauglýsingar husgögn.is
Neytendastofu bárust ábendingar um að Barnaheimilið ehf., rekstraraðili vefverslunarinnar husgogn.is, hefði auglýst barnakerrurnar Baby Jogger Elite ásamt fylgihlutum með afslætti í meira en sex vikur. Við eftirgrennslan Neytendastofu kom í ljós að verslunin hafði auglýst umræddan afslátt á heimasíðu sinni samfellt í a.m.k. 12 vikur.
Meira15.4.2019
Verðmerkingar hjá 18 af 33 dekkjaverkstæðum í lagi
Neytendastofa gerði, daganna 1. til 5. apríl sl., könnun á ástandi verðmerkinga hjá 33 dekkjaverkstæðum á höfuðborgarsvæðinu.
Afdráttarlaus skylda hvílir á seljendum að birta verð því neytendur eiga að geta séð verðskrá þar sem kemur fram hvað þjónustan kostar og geta út frá því borið saman verð á milli fyrirtækja.
Meira15.4.2019
Fisher Price innkallar hættulegar Rock ‘n Play vöggur
Neytendastofa vekur athygli á innköllun Mattel á Fisher Price vöggum fyrir ungbörn. Ástæðan er að vöggurnar eru ekki öruggar þegar börn fara að hreyfa sig. Tilkynnt hefur verið um 30 ungbörn sem hafa látið lífið við það að vaggan valt. Slysin hafa orðið þegar barn snýr sér á hliðina eða veltir sér.
Meira15.4.2019
Base Capital gert að greiða dagsektir
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að Base Capital skuli greiða dagsektir kr. 100.000 á dag þar til félagið gerir viðeigandi breytingar á markaðsefni sínu og upplýsingum á vefsíðu. Þetta er önnur sektarákvörðunin sem stofnunin tekur vegna sömu viðskiptahátta Base Capital.
Meira12.4.2019
Askja innkallar Mercedes-Benz X-Class
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi Mercedes Benz X-Class bifreiðar af árgerð 2017 og 2018. Um er að ræða 15 bifreiðar.
Meira12.4.2019
Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes Benz X-Class
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi Mercedes Benz X-Class bifreiðar af árgerð 2017 og 2018. Um er að ræða 15 bifreiðar.
Meira9.4.2019
Fifa innkallar hættuleg barnahreiður
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Fífu barnavöruverslun um innköllun á barnahreiðrinu Cuddle Nest Ergo frá Baby Dan vegna köfnunarhættu
Meira8.4.2019
Duldar auglýsingar bannaðar
Neytendastofa hefur bannað Heklu og tónlistarmanni að nota duldar auglýsingar á Instagram og facebook.
Neytendastofu bárust ábendingar um færslur Heklu og tónlistarmanns á samfélagsmiðlunum Instagram og facebook þar sem hugsanlega væri duldar auglýsingará AudiQ5 bifreið. Neytendastofa krafði Heklu um upplýsingar um hvort endurgjald hefði komið fyrir umfjöllunina og hver aðkoma fyrirtækisins hefði verið að umfjölluninni.
Meira5.4.2019
Einkainnflutningur á rafrettum og áfyllingum sem innihalda nikótín
Neytendastofu hafa borist fjölmargar fyrirspurnir og ábendingar á síðustu dögum frá einstaklingum sem flytja sjálfir inn rafrettur eða áfyllingar fyrir þær sem innihalda nikótín. Er því rétt að skýra þá stöðu sem komin er upp eftir gildistöku nýrra laga um rafrettur og áfyllingar fyrir þær, sem tóku gildi 1. mars 2019.
Meira5.4.2019
Neytendastofa bannar Ice-co foods hagnýtingu atvinnuleyndarmála
Neytendastofu barst kvörtun Boðtækni og Íslandsfisks vegna hagnýtingar Ice-co Foods á atvinnuleyndarmálum Íslandsfisks. Neytendastofa taldi gögn málsins sýna fram á að Ice-co Foods hafi fært sér í nyt upplýsingar frá fyrrverandi starfsmanni Íslandsfisks sem teljast atvinnuleyndarmál.
Meira2.4.2019
Hættulegir barnaburðarpokar
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á hættulegum barnaburðarpoka frá Little Life. Barnaburðarpokinn heitir All Terrain S2. Neytendastofa tekur þátt í sameiginlegu átaki eftirlitsstofnana í Evrópu í að skoða barnaburðarpoka. Komið hefur í ljóst að All Terrian S2 burðarpokinn getur verið hættulegur í notkun
Meira