Fréttasafn
Fréttir og tilkynningar
14.1.2025
Úttekt á skilmálum unaðsvöruverslana lokið
Neytendastofa hefur haft til skoðunar skilmála unaðsvöruverslana við fjarsölu. Stofnunin hafði áður lokið ákvörðun gagnvart sex verslunum þar sem skilmálar voru ekki í samræmi við lög og hefur nú lokið ákvörðun gagnvart fjórum verslunum til viðbótar en þær verslanir lagfærðu skilmála sína undir rekstri málanna.
30.12.2024
Stellantis skuldbindur sig til að veita neytendum bætur vegna galla í AdBlue tönkum
Í kjölfar viðvarana frá neytendasamtökum á Ítalíu og Spáni hvöttu Evrópsku neytendasamtökin (BEUC) samstarf neytendayfirvalda í Evrópu (CPC) til að framkvæma rannsókn í Evrópu á málefnum tengdum AdBlue tönkum í bílum framleiddum af Stellantis.
27.12.2024
Ákvörðun um brot gegn auglýsingabanni nikótínvara og rafretta
Neytendastofa hefur haft til skoðunar auglýsingar á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur. Lagði stofnunin sérstaka áherslu á auglýsingar á samfélagsmiðlum, vefsíðum og utan á verslunum. Hefur stofnunin nú birt ákvörðun gagnvart Pólóborg ehf.
23.12.2024
Fullyrðingar Guide to Europe og samningar um pakkaferð
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Travelshift ehf., rekstraraðila Guide to Europe, vegna fullyrðinga, upplýsinga í samningi um pakkaferðir og verðframsetningu á vefsíðunni guidetoeurope.is. Í málinu er m.a. fjallað um fullyrðingar Guide to Europe um mesta úrvalið, bestu ferðirnar, ódýrustu, lægstu og bestu verðin o.fl.
20.12.2024
Skortur á upplýsingagjöf Kilroy til ferðamanna
Neytendastofa gerði athugasemdir við upplýsingagjöf Kilroy Iceland til ferðamanna bæði fyrir samningsgerð og í samningnum sjálfum.
18.12.2024
Matseðlar veitingastaða skulu birtir á íslensku
Neytendastofu hafa borist ábendingar vegna notkunar erlendra tungumála í markaðssetningu í miðbæ Reykjavíkur. Af því tilefni og vegna áherslu sem stofnunin hefur haft á að fylgja eftir ábendingum um tungumálanotkun, m.a. vegna viljayfirlýsingar Menningar- og viðskiptaráðherra og Neytendastofu, var ákveðið að byrja á að skoða matseðla og markaðsefni veitingastaða í miðbænum.
16.12.2024
Ákvarðanir um brot gegn auglýsingabanni nikótínvara og rafretta
Neytendastofa hefur haft til skoðunar auglýsingar á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur. Lagði stofnunin sérstaka áherslu á auglýsingar á samfélagsmiðlum, vefsíðum og utan á verslunum. Hefur stofnunin nú birt ákvarðanir gagnvart tveimur fyrirtækjum um brot gegn auglýsingabanni, þ.e. Urriðafoss ehf. og King Kong ehf.
25.11.2024
Ákvörðun Neytendastofu staðfest að hluta
Neytendastofa lagði stjórnvaldssekt á Hagkaup fyrir villandi auglýsingar með ákvörðun nr. 39/2023.
20.11.2024
Villandi fullyrðingar um kolefnisjöfnun
Neytendastofa hefur tekið ákvarðanir gagnvart Orkunni IS ehf. og Olís ehf. vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun sem birtust í markaðsefni félaganna.
18.11.2024
Fullyrðingar um virkni Lifewave vara
Neytendastofu barst ábending vegna fullyrðinga X20 Lausna ehf., rekstraraðila vefsíðunnar lifsbylgja.is, um virkni Lifewave vara.
11.11.2024
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og neytendayfirvöld hvetja Temu til að virða lögbundin réttindi neytenda
Í kjölfar samræmdrar rannsóknar á viðskiptaháttum Temu, hafa neytendayfirvöld í Evrópu (CPC) og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnt fyrirtækinu að fjöldi viðskiptahátta á vettvangi þess brjóti í bága við neytendaverndarlöggjöf ESB. Því hefur CPC beint því til Temu að laga þessa viðskiptahætti að löggjöf Evrópusambandsins. Mál Temu er enn til rannsóknar og hefur þess verið óskað að fyrirtækið veiti CPC frekari upplýsingar.
17.9.2024
Norræn neytendayfirvöld leggja áherslu á aukið samstarf fyrir sterkari neytendavernd.
Dagana 26 til 28. ágúst sl. hittust fulltrúar neytendayfirvalda frá Danmörku, Færeyjum, Finnlandi, Grænlandi, Íslandi, Svíþjóð og Noregi, til að ræða sameiginlegar áskoranir neytenda og framfylgdarúrræði stofnananna.
16.9.2024
Þrjár verslanir á höfuðborgarsvæðinu sektaðar fyrir ófullnægjandi verðmerkingar.
Í sumar skoðaði Neytendastofa m.a. ástand verðmerkinga hjá verslunum sem staðsettar eru í Ármúla og nærliggjandi götum. Farið var í 50 verslanir og kannað hvort söluvörur væru verðmerktar. Í fyrri skoðun voru gerðar athugasemdir við verðmerkingar hjá 13 verslunum.
11.9.2024
Skilmálar unaðsvöruverslana
Neytendastofa hefur til skoðunar skilmála unaðsvöruverslana við fjarsölu. Stofnunin hafði áður lokið ákvörðun gagnvart fjórum fyrirtækjum þar sem skilmálar voru ekki í samræmi við lög og hefur nú lokið ákvörðun gagnvart tveimur til viðbótar. Stofnunin sendi upphaflega athugasemdir til 11 fyrirtækja og óskaði skýringa eða athugasemda. Neytendastofa hefur nú lokið ákvörðun gagnvart verslunum Tantra og Tinda með fyrirmælum um að gera úrbætur á skilmálum sínum.
19.8.2024
Ársskýrsla Neytendastofu 2023 er komin út
Í skýrslunni er að finna tölfræði afgreiddra stjórnsýslumála ársins auk umfjöllunar um helstu verkefni stofnunarinnar. Þannig er gerð grein fyrir stjórnsýslumálum sem voru fyrirferðamikil á árinu eins og málum tengd umhverfisvernd, auglýsingum á samfélagsmiðlum og upplýsingum við fjarsölu.
14.8.2024
Ákvörðun Neytendastofu staðfest
Neytendastofa tók ákvörðun um að Santewines SAS hafi veitt neytendum rangar upplýsingar um rétt til að falla frá samningi á vefsíðu sinni www.sante.is
7.8.2024
Ákvarðanir um villandi og ófullnægjandi upplýsingar á vefsíðum
Neytendastofa hefur tekið ákvarðanir gagnvart Bílasölu Guðfinns og verslunarinnar Brá vegna villandi og ófullnægjandi upplýsinga á vefsíðum þeirra. Fyrirtækin gerðu ekki nægar úrbætur á síðunum við athugasemdir Neytendastofu og því tók stofnunin ákvarðanir um að greiða skuli dagsektir.
27.6.2024
Ákvörðun um skilmála og upplýsingagjöf vefsíðunnar flugbætur.is
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun í máli Esju Legal, rekstraraðila vefsíðunnar flugbætur.is vegna upplýsingagjafar í skilmálum, viðskiptahátta félagsins og skort á upplýsingum um endanlegt verð.
26.6.2024
Ákvarðanir um brot gegn auglýsingabanni nikótínvara og rafretta
Neytendastofa hefur haft til skoðunar auglýsingar á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur. Lagði stofnunin sérstaka áherslu á auglýsingar á samfélagsmiðlum, vefsíðum og utan á verslunum. Hefur stofnunin nú birt ákvarðanir gagnvart sex fyrirtækjum um brot gegn auglýsingabanni, þ.e. Djákninn, FVN, Gryfjan, Innflutningur og dreifing, Nicopods og SH Import.
18.6.2024
Skilmálar unaðsvöruverslana
Neytendastofa hefur til skoðunar skilmála unaðsvöruverslana við fjarsölu. Stofnunin hafði áður lokið ákvörðun gagnvart tveimur fyrirtækjum þar sem skilmálar voru ekki í samræmi við lög og hefur nú lokið ákvörðun gagnvart tveimur til viðbótar. Stofnunin sendi upphaflega athugasemdir til 11 fyrirtækja og óskaði skýringa eða athugasemda. Neytendastofa hefur nú lokið ákvörðun gagnvart verslunum Kinky og Scarlet með fyrirmælum um að gera úrbætur á skilmálum sínum. Önnur mál eru enn til meðferðar.
11.6.2024
Snyrti- og hársnyrtistofur á höfuðborgarsvæðinu sektaðar fyrir ófullnægjandi verðmerkingar.
Neytendastofa hefur sektað fjögur fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu fyrir ófullnægjandi verðmerkingar.
5.6.2024
Fullyrðingar um virkni Lifewave vara
Neytendastofu barst ábending vegna fullyrðinga Reykjavík Marketing, rekstraraðila vefsíðunnar healthi.is, um virkni Lifewave vara.
7.5.2024
Villandi umhverfisfullyrðingar
Norræn neytendayfirvöld hafa gefið út sameiginlega fréttatilkynningu vegna umhverfisfullyrðinga í markaðssetningu.
23.4.2024
Ákvörðun Neytendastofu staðfest
Neytendastofa sektaði verslanir í Kringlunni og Smáralind fyrir skort á verðmerkingum í maí 2023. Þar á meðal var lögð 50.000 kr. sekt á verslun Vodafone í Smáralind.
10.4.2024
Tinder skuldbindur sig til að veita neytendum skýrar upplýsingar um persónusniðin verð
Í kjölfar samráðs við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og neytendayfirvöld hefur Tinder skuldbundið sig til að upplýsa neytendur um að afslættir sem félagið býður af verði úrvalsþjónustu sinnar séu persónusniðnir með sjálfvirkum hætti. Tinder notar sjálfvirkar aðferðir til að finna notendur sem hafa lítinn eða engan áhuga á úrvalsþjónustunni og býður þeim persónusniðinn afslátt. Það hefur verið metið ósanngjarnt að persónusníða afslætti án þess að upplýsa neytendur sérstaklega um það þar sem það getur komið í veg fyrir að neytendur hafi möguleika á að teka upplýsta ákvörðun.
Page 1 of 92