Fréttasafn
Fréttir og tilkynningar
22.12.2023
PayPal skuldbindur sig til að breyta skilmálum til þess að uppfylla kröfur ESB um neytendavernd
Í framhaldi af viðræðum við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og neytendayfirvöld hefur PayPal skuldbundið sig til að breyta skilmálum sínum, í þeim tilgangi að gera þá gagnsærri og auðskiljanlegri fyrir neytendur.
21.12.2023
Ólögmætar auglýsingar GS Búllunar á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir þær
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun vegna auglýsinga GS Verslana ehf., rekstraraðila GS Búllunar, á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir þær. Í ákvörðuninni er fjallað um auglýsingar á samfélagsmiðlum félagsins, utan á verslun þess og á vefsíðunni gsbullan.is.
20.12.2023
Verslanir í miðbæ Reykjavíkur sektaðar fyrir verðmerkingar
Neytendastofa hefur sektað 11 fyrirtæki í miðbæ Reykjavíkur fyrir ófullnægjandi verðmerkingar.
15.12.2023
Fullyrðingar Arnarlax um sjálfbærni
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Arnarlaxi vegna fullyrðinga um sjálfbærni í markaðssetningu og vörumerkjum félagsins. Í málinu er fjallað um fullyrðingar Arnarlax um sjálfbærni, umhverfisvæna framleiðslu o.fl. sem m.a. birtust á vefsíðu félagsins og í öðru auglýsinga- og kynningarefni þess.
13.12.2023
Áskriftarskilmálar Lifandi vísinda
Neytendastofu barst ábending frá neytanda vegna skilmála Lifandi vísinda um uppsögn. Af því tilefni óskaði Neytendastofa eftir skýringum Lifandi vísinda um samskipti og upplýsingar við sölu áskriftar.
21.11.2023
Íslenskuátak Neytendastofu
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og Neytendastofa undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um að ráðast í átaksverkefni sem miðar að því að auka vitund fyrirtækja og almennings um íslenskuákvæði laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.
2.11.2023
Hagkaup sektað vegna Tax-free auglýsinga
Neytendastofa hefur sektað Hagkaup vegna auglýsinga um Tax-free afslætti félagsins. Var annars vegar um að ræða auglýsingu þar sem prósentuhlutfall verðlækkunarinnar var ekki kynnt neytendum og hins vegar auglýsingar þar sem prósentuhlutfall verðlækkunar var ekki kynnt neytendum með nægilega skýrum hætti.
25.10.2023
Ólögmætir skilmálar Sante.is
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um brot Santewines SAS, rekstraraðila vefsíðunnar sante.is, vegna ólögmætra skilmála um rétt neytenda til að falla frá samningi. Í skilmálum félagsins kom fram að ekki væri hægt að skila vörum gegn endurgreiðslu nema samkvæmt sérstöku samkomulagi þegar um væri að ræða kaup í miklu magni fyrir veislur eða þess háttar.
19.10.2023
Duldar auglýsingar Blush
Neytendastofa hefur tekið ákvarðanir gagnvart Blush, Pipar auglýsingastofu og Birnu Rún Eiríksdóttur vegna dulinna auglýsinga. Um var að ræða fasteignaauglýsingu fyrirsvarsmanns Blush þar sem vörum Blush hafði verið stillt upp. Umfjöllun um fasteignaauglýsinguna sem dreift var á Instagram og Tiktok og aðrar umfjallanir um vörur Blush á Instagram og Tiktok sem ekki voru merktar sem auglýsing.
17.10.2023
Áskorun til áhrifavalda og efnishöfunda
Markaðssetning á samfélagsmiðlum er orðinn stór hluti af stafrænu hagkerfi og er áætlað að alþjóðlegt virði hennar nemi 19,98 billjón Evra á þessu ári.
12.10.2023
Vefnámskeið um auglýsingar á samfélagsmiðlum
Neytendastofa vekur athygli á að þann 16. október n.k. verður boðið upp á stafræna kynningu á lagalegri miðstöð fyrir áhrifavalda (e. Influencer Legal Hub). Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stendur að verkefninu í samstarfi við sérfræðinga um málefnið. Tilgangurinn með þessu er að veita áhrifavöldum, auglýsendum, markaðs- og auglýsingastofum og fleirum á þessu sviði almenna aðstoð um hvernig hægt er að fylgja eftir neytendaverndarlögum innan ESB.
12.9.2023
Fullyrðingar Adotta CBD Reykjavík ehf. um lyfjavirkni CBD snyrtivara
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um brot Adotta CBD Reykjavík ehf. vegna fullyrðinga félagsins um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar undir vörumerkinu „CBD RVK“. Málið laut bæði að fullyrðingum um lyfjavirkni snyrtivara sem auglýstar voru á útvarpsmiðlum RÚV sem og fullyrðingum er birtust á vefsíðu félagsins, cbdrvk.is.
11.9.2023
Áskriftarskilmálar bókaútgáfunnar Eddu
Neytendastofu barst ábending um skort á upplýsingum frá Eddu útgáfu um binditíma áskriftar við fjarsölu. Við athugun Neytendastofu voru gerðar ýmsar athugasemdir við upplýsingagjöfina og að staðfesting á samningi væri ekki send.
8.9.2023
Healing Iceland sektað vegna fullyrðinga um lyfjavirkni CBD snyrtivara
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um brot Healing Iceland ehf. vegna fullyrðinga félagsins um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og eru seldar á vefsíðu félagsins undir vörumerkinu „Sproti“.
7.9.2023
Sala hóffylliefnis með þjóðfána Íslendinga á umbúðum bönnuð
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Líflandi ehf. vegna sölu á vörum þar sem umbúðir eru skreyttar broti úr íslenska fánanum. Um er að ræða vörur ISI-PACK sem m.a. framleiðir hóffylliefni fyrir hesta. Vörurnar eru framleiddar af hollensku félagi, erlendis úr erlendum hráefnum. Það var því álit Neytendastofu að um óheimila notkun á íslenska þjóðfánanum væri að ræða.
24.8.2023
Verslanir 66°Norður, Hagkaups, Herralagersins og Kulda í Skeifunni sektaðar
Neytendastofa gerði skoðun á ástandi verðmerkinga hjá verslunum í Skeifunni í lok maí s.l. Farið var í 45 verslanir og gerð athugun á hvort söluvörur væru verðmerktar auk þess sem skoðað var sérstaklega hvort verðmerkingar væru sýnilegar á útstillingum, t.d. í sýningargluggum. Í fyrri heimsóknum voru gerðar athugasemdir við 14 verslanir sem bæta þurftu verðmerkingar.
26.7.2023
Nýja Vínbúðin sektuð
Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á rekstraraðila Nýju Vínbúðarinnar vegna brota gegn ákvörðun Neytendastofu.
25.7.2023
Ólögmætar auglýsingar Svens á nikótínvörum
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gegn Svens ehf. vegna auglýsinga á nikótínvörum. Í ákvörðuninni er annars vegar fjallað um auglýsingar framan á verslunum Svens og hins vegar auglýsingar sem voru birtar á samfélagsmiðlum.
19.7.2023
Endurgreiðsla flugmiða sem keyptir eru af ferðaskrifstofum á netinu
Neytendastofa vekur athygli á að í kjölfar viðræðna við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa þrjár stórar ferðaskrifstofur á netinu skuldbundið sig til að upplýsa neytendur betur ef flugi er aflýst og að flytja endurgreiðslur til neytenda frá flugfélögum innan sjö daga. Þetta þýðir að neytendur fá endurgreitt innan 14 daga frá því að fluginu er aflýst.
10.7.2023
Ólavía og Oliver og Penninn í Mjódd sektuð
Neytendastofa gerði skoðun á ástandi verðmerkinga í smærri verslunarkjörnum á höfuðborgarsvæðinu í lok maí s.l. Farið var í 40 verslanir og skoðað hvort söluvörur væru verðmerktar auk þess sem skoðað var sérstaklega hvort verðmerkingar væru sýnilegar á útstillingum, t.d. í sýningarglugga. Í fyrri heimsóknum voru gerðar athugasemdir við 12 verslanir sem bæta þurftu verðmerkingar.
5.7.2023
Ekki tilefni til athugasemda vegna heitanna Fríhöfn og Duty Free
Með úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála nr. 13/2021 var ákvörðun Neytendastofu um notkun Fríhafnarinnar á heitunum „duty Free“ og „fríhöfn“ felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka málið til nýrrar meðferðar. Niðurstaða áfrýjunarnefndar neytendamála byggði á því að málið hafi ekki verið nægjanlega upplýst áður en ákvörðun var tekin í því að því er varði upplýsingagjöf til neytenda um opinberar álögur á vörur úr verslunum fyrirtækisins.
4.7.2023
Verðmerkingar á vefsíðu Nettó
Neytendastofu hefur tekið ákvörðun vegna verðmerkinga Samkaupa hf. í vefverslun Nettó þar sem einingarverð vantaði á fjölda vara á vefsíðunni.
3.7.2023
Birta CBD ehf. sektað vegna fullyrðinga á vefsíðunni birtacbd.is
Neytendastofu hefur tekið ákvörðun vegna fullyrðinga um virkni snyrtivara á vefsíðu Birtu CBD ásamt framsetningu auglýsinga og kynninga á vefsíðunni.
30.6.2023
Ársskýrsla Neytendastofu 2022 er komin út.
Í skýrslunni er að finna tölfræði afgreiddra stjórnsýslumála ársins auk umfjöllunar um helstu verkefni stofnunarinnar. Þannig er gerð grein fyrir stjórnsýslumálum sem voru fyrirferðamikil á árinu eins og málum tengd umhverfisvernd, auglýsingum á samfélagsmiðlum og upplýsingum við fjarsölu. Auk þess er fjallað um ýmis önnur verkefni sem áhrif höfðu á starfsemi stofnunarinnar, svo sem niðurstöður dómsmála, útgáfa leiðbeininga auk erlends og innlends samstarfs.
26.6.2023
Ólögmæt notkun Stjörnugrís á þjóðfána Íslendinga
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Stjörnugrís hf. vegna óheimilar notkunar félagsins á þjóðfána íslendinga á umbúðum fyrir Smass hamborgara sem voru að stærstum hluta framleiddir úr þýsku nautakjöti.
Page 2 of 92