Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

3.4.2020

Ákvarðanir um pakkaferðir á tímum COVID-19

Neytendastofa hefur tekið þrjár ákvarðanir um réttindi ferðamanna gagnvart Ferðaskrifstofu Íslands, Feria (Vita) og Heimsferðum Í þeim er til umfjöllunar kom hvort ferðamenn gætu afpantað ferðir hjá félögunum án greiðslu þóknunar. Ferðirnar sem til álita koma í ákvörðununum voru allar til Spánar á þeim tíma sem Spánn hafði verið skilgreint sem hááhættusvæði, útgöngubann var í gildi á Spáni og ljóst var að ferðamenn yrðu að sæta tveggja vikna sóttkví við heimkomu.
2.4.2020

Pakkaferðir – leiðbeiningar Neytendastofu vegna aflýsingar pakkaferða vegna COVID-19

Neytendastofa hefur gefið út leiðbeiningar um afpöntun og aflýsingu pakkaferða vegna COVID-19. Með leiðbeiningum þessum vill Neytendastofa skýra stöðu ferðamanna og ferðaskipuleggjenda eða smásala pakkaferða vegna afpöntunar eða aflýsingar pakkaferða vegna COVID-19
2.4.2020

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa sektaði Húsasmiðjuna um 400.000 kr. með ákvörðun nr. 42/2019 fyrir að tilgreina ekki prósentuhlutfall afsláttar í Tax Free auglýsingum sínum.
31.3.2020

Neytendastofa innkallar leikfangakörfu og bannar sölu

Neytendastofu barst ábending um að vefverslun Mosibutik.is hefði til sölu „Gersemi körfu“ sem ekki var CE-merkt en seld sem leikfang. Í körfunni mátti finna raksápubursta, álvír, sigti, tréskífur, plastkeðju ásamt fleiri smáhlutum. Einnig barst ábending um sölu á snudduböndum sem ekki væru í lagi.
31.3.2020

Toyota innkallar 53 bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi 53 Toyota bifreiðar af ýmsum tegundum. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að bensíndæla getur verið gölluð.
30.3.2020

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu með bréfi, dags. 17. október 2019, að ekki væri ástæða til aðgerða vegna viðskiptahátta Icelandair í tengslum við kauptilboð í uppfærslu á miðum úr Economy Standard í Saga Premium.
27.3.2020

Askja innkallar Mercedes-Benz Artos og Acros.

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 3 Mercedes-Benz Actros og Arcos bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að A-stýfa rifni. Við skoðun er athugað hvort bifreiðin sé með stýfu frá BOGE Rubber 6 Plastics.
27.3.2020

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa komst með ákvörðun nr. 26/2019 að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til aðgerða vegna kvörtunar Akt ehf. á notkun Ekils ehf. á auðkennunum netökuskóli og netökuskólinn.
25.3.2020

Kæru vísað frá áfrýjunarnefnd

Kæru vegna neikvæðrar umsagnar Neytendastofu á innflutningi á leikfangabílum hefur verið vísað frá áfrýjunarnefnd neytendamála með úrskurði í máli nr. 8/2019.
23.3.2020

Leiðbeiningar Neytendastofu um inneignarnótur og breytingar pakkaferða vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Áhrif kórónaveirunnar á veitingu ferðatengdrar þjónustu eru nú orðin veruleg. Stjórnvöld víðs vegar um heim hafa gripið til margvíslegra aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar sem hafa m.a. falist í ferðabanni þar sem ferðamönnum er ýmist meinuð koma eða íbúum meinað að ferðast frá sínum heimalöndum. Þessar ráðstafanir hafa haft afgerandi áhrif á samgöngur og aðra ferðatengda þjónustu.
20.3.2020

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa tekur til starfa.

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur tekið til starfa, en um er að ræða sjálfstæða úrskurðarnefnd sem úrskurðar í ágreiningsmálum milli neytenda og seljenda um flestar gerðir samninga um kaup á vöru og þjónustu. Markmið nefndarinnar er að tryggja neytendum aðgang að skilvirkri og faglegri málsmeðferð við úrlausn ágreinings utan dómstóla. Neytendur geta sent inn kvörtun til nefndarinnar á vefnum kvth.is og í gegnum Ísland.is.
20.3.2020

Innköllun á BeSafe iZi Go X1 bílstólnum

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning um innköllun á BeSafe iZi Go X1 frá bílstólaleigunni barnabilstolar.is sem festir eru á isofix base. Innköllunin á aðeins við um bílstóla sem festir eru á ISOfix base. Í tilkynningunni kemur fram að öruggt sé að nota stólinn þegar hann er festur með bílbelti.
19.3.2020

Volvo innkallar XC40, S/V/XC60, S/V/XC90 með Intellisafe búnaði

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 338 Volvobifreiðar af ýmsum gerðum. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að rannsóknir hafa leitt í ljós að sjálfvirk helmlun getur við ákveðin skilyrði ekki virkað sem skyldi vegna villu í hugbúnaði.
17.3.2020

Endurgreiðslur pakkaferða

Mynd með frétt
Neytendastofu hafa borist fjölmargar fyrirspurna frá ferðamönnum sem eiga bókaðar pakkaferðir, um það hvort þeir eigi rétt til að afpanta ferð gegn fullri endurgreiðslu.
17.3.2020

Askja innkallar G-Class

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 2 Mercedes-Benz G-Class. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að olíufæðislögn við túrbínu leki.
16.3.2020

Innköllun á LMC hjólhýsum árgerð 2017

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Útilegumanninum ehf um að innkalla þurfi 6 LMC hjólhýsi af gerðunum Musica (2 eintök), Maestro (3 eintök) og Style (1 eintak)
13.3.2020

BL Hyundai innkallar 276 Hyundai I30 og Elantra Neos bifreiðar

Lógó Hyundai
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL Hyundai um að innkalla þurfi 276 Hyundai I30 og Elantra Neos bifreiðar af árgerðunum 2007 til 2012. Ástæða innköllunarinnar er að stillingar í loftpúðaheila eru ófullnægjand
6.3.2020

Upplýsingar frá Evrópusambandinu um pakkaferðatilskipun vegna COVID-19

Neytendastofa vill vekja athygli á að Evrópusambandið hefur sett upp vefsvæði þar sem nálgast má ýmsar almennar upplýsingar vegna COVID-19 veirunnar.
5.3.2020

BL innkallar Isuzu

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 13 Isuzu D-Max, Crew Cab, 4x2 HR /4x4 model bifreiðar af árgerð 2018-2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að festingar á fjaðrablöðum geta brotnað.
4.3.2020

Tesla Motors innkallar Tesla Model X

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Tesla Motors Iceland ehf  um að innkalla þurfi 3 Tesla Model X bifreiðar af árgerð 2014 til 2016
2.3.2020

Askja innkallar Díselbíla.

Vörumerki Honda
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 427 Honda Civic, 5D, Civic Tourer, CR-V Diesel, CR-V DTEC, HR-V bifreiðar af árgerð 2015 - 2016 - 2017 - 2018.
28.2.2020

BL innkallar Subaru

Subaru vörumerki
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 705 Subaru Legacy / Outback / Forester / Impreza bifreiðar af árgerð 2003 - 2014.
26.2.2020

Afpöntun og aflýsing pakkaferðar

Neytendastofa hefur eftirlit með þeim ákvæðum pakkaferðalaga sem snúa að afpöntun og aflýsingu pakkaferðar. Að gefnu tilefni vill stofnunin vekja sérstaka athygli á þeim reglum sem um þetta gilda. Ferðamenn eiga alltaf rétt á að afpanta pakkaferð, hvenær sem er áður en ferð er farin. Seljandi á þó rétt á að halda eftir þóknun eða staðfestingargjaldi í samræmi við skilmála ferðarinnar. Á því er undantekning ef óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður eru á ferðastað sem geta t.d. verið farsótt eða sjúkdómar.
26.2.2020

Skráningarskylda lánveitenda og lánamiðlara neytendalána

Neytendastofa sinnir eftirliti með lögum neytendalán og samkvæmt breytingum sem gerðar hafa verið á þeim skulu lánveitendur og lánamiðlarar skrá sig hjá stofnuninni. Skráningarskyldan tekur til þeirra sem ekki hafa jafnframt heimild til lánveitinga til neytenda samkvæmt sérlögum
25.2.2020

Askja innkallar Mercedes-Benz

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 26 Mercedes-Benz bifreiðar af gerðunum C-Class, E-Class, GLC, CLS, AMG GT og G-Class.

Page 14 of 92

TIL BAKA