Fréttasafn
Fréttir og tilkynningar
24.5.2018
IKEA innkallar SLADDA reiðhjól
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá IKEA vegna innköllunar á SLADDA reiðhjólum vegna ófullnægjandi öryggis beltadrifsins, sem kemur í stað hefðbundinnar keðju á hjólinu. Beltadrifið getur slitnað fyrirvaralaust og þannig leitt til falls. IKEA innkallar því SLADDA reiðhjólið í varúðarskyni og hvetur viðskiptavini til að hætta notkun þess. IKEA hafa borist ellefu tilkynningar um óhöpp, engin þeirra á Íslandi.
22.5.2018
Klettur sala og þjónusta innkallar Scania vörubifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Kletti sölu og þjónustu ehf um innköllun á 11 Scania vörubifreiðum af ágerðum 2014 – 2017. Ástæða innköllunarinnar er að hlífar fyrir metan gaskúta eru ekki fullnægjandi sem getur valdið því að yfirborð gaskútana gætu skemmst.
21.5.2018
Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes-Benz
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju hf. að innkalla þurfi 27 Mercedes-Benz GLC allir skráðir 2018
18.5.2018
Bæta þarf upplýsingar á vefsíðum fjarskiptafyrirtækja
Neytendastofa tók þátt í samstarfsverkefni evrópskra neytendayfirvalda sem bjóða fast- eða farsímaþjónustu, internetþjónustu eða hljóð- eða myndstreymi. Neytendastofa skoðaði vefsíður sjö íslenskar fjarskiptafyrirtækja en alls voru skoðaðar 207 síður.
18.5.2018
Hekla innkallar Volkswagen
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hekla hf. um að innkalla þurfi 9 Volkswagen bifreiðar árgerð 2018. Ástæða innköllunar er sú að framleiðslugalli í stýringu fyrir höfuðpúða á framsætum getur valdið því að höfuðpúðinn losni ef bíllinn lendir í árekstri.
15.5.2018
Innköllun á Ford Ranger bifreiðum
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Rapexkerfinu um innköllun á Ford Ranger bifreiðum sem framleiddar voru á tímabilinu 07/10/2016 til 17/11/2016.
11.5.2018
Bílaumboðið Askja innkallar Kia Rio bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju hf. varðandi innköllun á 132 Kia Rio bifreiðum, árgerð 2016 til 2018.
8.5.2018
Innköllun á Britax Römer DUALFIX
Neytendastofu barst tilkynning í gegnum RAPEX kerfið, um innköllun á barnabílstólum frá Britax Römer sem heita DUALFIX og voru seldir á tímabilinu 3. nóvember 2017 - 22. mars 2018
7.5.2018
Bílaumboðið ASKJA innkallar KIA Optima
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju hf. að innkalla þurfi 32 Kia Optima (JF) plug-in Hybrid bifreiðar árgerð 2016 til 2018.
4.5.2018
Verðmerkingar í timbursölum
Neytendastofa gerði athugun á ástandi verðmerkinga í timbursölum á höfuðborgarsvæðinu dagana 26. og 27. maí s.l.
Farið var í sex timbursölur hjá verslunum Byko, Húsasmiðjunnar og Bauhaus.
3.5.2018
Auðkennið Matarboxið
Neytendastofu barst erindi Boxið verslun ehf. þar sem kvartað var yfir notkun fyrirtækisins Matarboxið ehf. á heitinu „boxið“. Taldi Boxið verslun að notkun Matarboxins á heitinu væri til þess fallið að valda ruglingi milli fyrirtækjanna.
Neytendastofa taldi að litir leturgerð og myndræn framsetning auðkenna fyrirtækjanna skildi þau að verulegu leyti að og að ólíklegt væri að neytendur teldu tengsl milli fyrirtækjanna
30.4.2018
Hekla innkallar Mitsubishi Outlander
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf. að innkalla þurfi 167 Mitsubishi Outlander bifreiðar árgerð 2006 til 2012
26.4.2018
Innköllun á snudduböndum frá Dr. Brown´s
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á hættulegum snudduböndum frá Dr. Browns. Þegar snudduböndin voru prófuð kom í ljós að keðjan slitnar auðveldlega
25.4.2018
Innköllun á Nissan Qashqai
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innkallanir á Nissan Qashqai. Umræddir bílar voru framleiddar á sex mánaða tímabili árið 2017 og 2018.
16.4.2018
A4 innkallar neonlitað GOOBANDS GOOGOO leikfangaslím
Neytendastofu barst í síðustu viku barst tilkynning í gegnum Rapexkerfið um neonlitað (gult, bleikt og grænt) leikfangaslím frá GOOBANDS GOOGOO, sem stóðst ekki prófanir sem gilda um efnainnihald. Slímið inniheldur efnið boron sem er að finna í fjölmörgum matvörum og hreinlætisvörum. Boron er talið skaðlegt ef það er í of miklu magni og getur þá valdið ertingu í maga, lifur og nýrum.
10.4.2018
Innköllun á Suzuki Swift
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílum um innkallanir á Suzuki bifreiðum. Um er að ræða Suzuki Swift bifreiðum sem framleiddar voru árið 2017 til 2018. Um er að ræða 17 bifreiðar.
6.4.2018
BaseParking bönnuð birting fullyrðinga um ódýrustu bílastæðin
Neytendastofu barst kvörtun frá Isavia yfir fullyrðingum í markaðssetningu BaseParking og ófullnægjandi upplýsinga um þjónustu BaseParking á vefsíðu félagsins.
4.4.2018
Hættulegt bað og skiptiborð
Neytendastofu barst tilkynning frá systurstofnun Neytendastofu í Frakklandi sem varðaði innköllun á skiptiborði því komið hafði í ljós alvarlegur hönnunargalli. Bilið milli skiptiborðsplötunnar og baðsins sem er undir henni var of breitt svo að hætta var á að barn festi höfuð sitt á milli. Slíkt getur valdið alvarlegum slysum.
20.3.2018
Suzuki innkallar bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílum um innkallanir á Suzuki bifreiðum. Um er að ræða SHVS bifreiðar af gerðunum Swift, Baleno, Ignis og Solio sem framleiddar voru árið 2016 til 2018. Á ökutækjum sem knúinn eru fleiri en einum orkugjafa (Hybrid)
19.3.2018
Rapex innköllun á mótorhjólum
Neytendastofa vekur athygli á innköllunum frá Rapex-kerfinu um mótorhjól sem kunna að vera til á Íslandi. Umrædd mótorhjól eru ekki með eiginlegan þjónustuaðila á Íslandi en gæti hafa verið flutt til landsins af einstaklingum.
15.3.2018
Alþjóðlegur dagur neytendaréttar - World Consumer Rights Day
Í dag 15. mars 2018 er haldinn alþjóðlegur dagur neytendaréttar. Þema dagsins í ár er aukið traust neytenda í rafrænum viðskiptum og er stuðst við myllumerkið #betterdigitalworld.
15.3.2018
Suzuki innkalla GSXR1000/R L7 og L8 bifhjól
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílum um innkallanir á Suzuki bifhjólum. Ástæða innköllunar er að sökum ófullnægjandi forritunar á vélartölvu getur það gerst þegar skipt er milli fyrsta og annars gírs og ökumanni mistekst að tengja annan gír á engin gírsstaða á sér stað.
14.3.2018
Ákvörðun Neytendastofu staðfest
Neytendastofa lagði stjórnvaldssekt að fjárhæð 1 milljón á Tölvutek fyrir að brjóta eldri ákvörðun stofnunarinnar. Málið snéri að fullyrðingu um að Tölvutek sé stærsta tölvuverslun landsins.
8.3.2018
Hekla hf. Innkallar bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu um innkallanir á Volkswagen bifreiðum. Um er að ræða fimm Passat og Sharan bifreiðar sem framleiddar voru árið 2011 á tímabilinu mars og júlí.
6.3.2018
BL ehf. skoðar Pathfinder bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Nissan varðandi tæringu í grindum Pathfinder bifreiða.Komið hafa upp tilfelli þar sem um er að ræða óeðlilega tæringu í grindum eldri bifreiða svipað og með Nissan Navara en ekki í eins miklum mæli.
Page 26 of 92