Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

3.5.2018

Auðkennið Matarboxið

Neytendastofu barst erindi Boxið verslun ehf. þar sem kvartað var yfir notkun fyrirtækisins Matarboxið ehf. á heitinu „boxið“. Taldi Boxið verslun að notkun Matarboxins á heitinu væri til þess fallið að valda ruglingi milli fyrirtækjanna. Neytendastofa taldi að litir leturgerð og myndræn framsetning auðkenna fyrirtækjanna skildi þau að verulegu leyti að og að ólíklegt væri að neytendur teldu tengsl milli fyrirtækjanna
30.4.2018

Hekla innkallar Mitsubishi Outlander

Vörumerki Mitsubishi
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf. að innkalla þurfi 167 Mitsubishi Outlander bifreiðar árgerð 2006 til 2012
26.4.2018

Innköllun á snudduböndum frá Dr. Brown´s

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á hættulegum snudduböndum frá Dr. Browns. Þegar snudduböndin voru prófuð kom í ljós að keðjan slitnar auðveldlega
25.4.2018

Innköllun á Nissan Qashqai

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innkallanir á Nissan Qashqai. Umræddir bílar voru framleiddar á sex mánaða tímabili árið 2017 og 2018.
16.4.2018

A4 innkallar neonlitað GOOBANDS GOOGOO leikfangaslím

Mynd með frétt
Neytendastofu barst í síðustu viku barst tilkynning í gegnum Rapexkerfið um neonlitað (gult, bleikt og grænt) leikfangaslím frá GOOBANDS GOOGOO, sem stóðst ekki prófanir sem gilda um efnainnihald. Slímið inniheldur efnið boron sem er að finna í fjölmörgum matvörum og hreinlætisvörum. Boron er talið skaðlegt ef það er í of miklu magni og getur þá valdið ertingu í maga, lifur og nýrum.
10.4.2018

Innköllun á Suzuki Swift

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílum um innkallanir á Suzuki bifreiðum. Um er að ræða Suzuki Swift bifreiðum sem framleiddar voru árið 2017 til 2018. Um er að ræða 17 bifreiðar.
6.4.2018

BaseParking bönnuð birting fullyrðinga um ódýrustu bílastæðin

Neytendastofu barst kvörtun frá Isavia yfir fullyrðingum í markaðssetningu BaseParking og ófullnægjandi upplýsinga um þjónustu BaseParking á vefsíðu félagsins.
4.4.2018

Hættulegt bað og skiptiborð

Mynd með frétt
Neytendastofu barst tilkynning frá systurstofnun Neytendastofu í Frakklandi sem varðaði innköllun á skiptiborði því komið hafði í ljós alvarlegur hönnunargalli. Bilið milli skiptiborðsplötunnar og baðsins sem er undir henni var of breitt svo að hætta var á að barn festi höfuð sitt á milli. Slíkt getur valdið alvarlegum slysum.
20.3.2018

Suzuki innkallar bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílum um innkallanir á Suzuki bifreiðum. Um er að ræða SHVS bifreiðar af gerðunum Swift, Baleno, Ignis og Solio sem framleiddar voru árið 2016 til 2018. Á ökutækjum sem knúinn eru fleiri en einum orkugjafa (Hybrid)
19.3.2018

Rapex innköllun á mótorhjólum

Neytendastofa vekur athygli á innköllunum frá Rapex-kerfinu um mótorhjól sem kunna að vera til á Íslandi. Umrædd mótorhjól eru ekki með eiginlegan þjónustuaðila á Íslandi en gæti hafa verið flutt til landsins af einstaklingum.
15.3.2018

Alþjóðlegur dagur neytendaréttar - World Consumer Rights Day

Í dag 15. mars 2018 er haldinn alþjóðlegur dagur neytendaréttar. Þema dagsins í ár er aukið traust neytenda í rafrænum viðskiptum og er stuðst við myllumerkið #betterdigitalworld.
15.3.2018

Suzuki innkalla GSXR1000/R L7 og L8 bifhjól

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílum um innkallanir á Suzuki bifhjólum. Ástæða innköllunar er að sökum ófullnægjandi forritunar á vélartölvu getur það gerst þegar skipt er milli fyrsta og annars gírs og ökumanni mistekst að tengja annan gír á engin gírsstaða á sér stað.
14.3.2018

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa lagði stjórnvaldssekt að fjárhæð 1 milljón á Tölvutek fyrir að brjóta eldri ákvörðun stofnunarinnar. Málið snéri að fullyrðingu um að Tölvutek sé stærsta tölvuverslun landsins.
8.3.2018

Hekla hf. Innkallar bifreiðar

Volkswagen vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu um innkallanir á Volkswagen bifreiðum. Um er að ræða fimm Passat og Sharan bifreiðar sem framleiddar voru árið 2011 á tímabilinu mars og júlí.
6.3.2018

BL ehf. skoðar Pathfinder bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Nissan varðandi tæringu í grindum Pathfinder bifreiða.Komið hafa upp tilfelli þar sem um er að ræða óeðlilega tæringu í grindum eldri bifreiða svipað og með Nissan Navara en ekki í eins miklum mæli.
19.2.2018

Vigtarmannanámskeið: Fleiri tengimöguleikar fyrir fjarfundarbúnaðinn.

Námskeið til löggildingar vigtarmanna var haldið 15. – 17 janúar. Í húsakynnum Neytendastofu að Borgartúni 21 í Reykjavík sátu 10 þátttakendur námskeiðið en samtímis sátu 8 þátttakendur á Þórshöfn og 6 á Reyðarfirði námskeiðið með aðstoð fjarfundarbúnaðar.
15.2.2018

Söstrene Grene innkalla 725 barnahnífapör

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á barnagöfflum hjá versluninni Söstrene Grene vegna hættu á köfnun. Hnífapörin voru seld í versluninni árið 2017 og í janúar 2018.
1.2.2018

Markaðseftirlitsáætlun 2018

Neytendastofu er í lögum nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu, falið að vinna að heildarskipulagningu opinberrar markaðsgæslu í samvinnu við önnur eftirlitsstjórnvöld.
29.1.2018

Hekla innkallar Mitsubishi ASX

Vörumerki Mitsubishi
Hekla hf. kallar inn 23 Mitsubishi ASX bifreiðar árgerð 2016. Ástæða innköllunar er að möguleiki er á að hurðarlæsing virki ekki rétt við hátt hitastig
16.1.2018

Mjólkursamsalan ehf fær vottun til e-merkingar

Neytendastofa veitti fyrirtækinu Mjólkursamsalan ehf á síðasta ári vottun til e-merkingar. Vottunin gildir fyrir framleiðslulínu fyrirtækisins á skyri í 170 g og 500 g pakkningum sem það selur erlendis.
12.1.2018

N1 hættir sölu á endurskinsprey

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá N1 um að búið sé að taka úr sölu endurskinsprey frá ALBEDO, þar sem komið hefur í ljós að varan uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru til endurskins.
12.1.2018

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 27/2017. Í ákvörðun Neytendastofu lagði stofnunin 500.000 króna stjórnvaldssekt á Norðursiglingu ehf. fyrir brot gegn fyrri ákvörðun stofnunarinnar.
11.1.2018

Úrskurður áfrýjunarnefndar

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu nr. 16/2017. Með ákvörðuninni komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu, í kjölfar kvörtunar Fabrikkunnar sem selur ís í smásölu undir nafninu Fabrikkuís, að Gjóna ehf. væri heimil notkun á auðkenninu „Ísfabrikkan“.
10.1.2018

Vigtarmannanámskeið: almennt og endurmenntunarnámskeið

Neytendastofa mun daganna 15. – 17. janúar standa fyrir almennu námskeiði fyrir vigtarmenn. Námskeiðið er haldið í húsakynnum Neytendastofu í Reykjavík en verður einnig tengt með fjarfundarbúnaði við Menntasetrið á Þórshöfn og Austurbrú á Reyðarfirði. Námskeiðið veitir þeim sem ljúka því réttindi til að starfa sem löggildir vigtarmenn. Endurmenntunarnámskeið vigtarmanna verður haldið þann 18. janúar. Löggilding vigtarmanna gildir í 10 ár og þarf að sitja endurmenntunarnámskeið til að framlengja réttindin. Tengin með fjarfundarbúnaðnum verður við Höfn í Hornafirði.
9.1.2018

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa lauk ákvörðun gagnvart Toyota á Íslandi í desember 2016 vegna Toyota Flex samninga. Málið snéri að því hvort Toyota Flex samningar falli undir gildissvið laga um neytendalán nr. 33/2013 eða ekki.

Page 26 of 92

TIL BAKA