Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

10.9.2018

Toyota á Íslandi að innkallar 329 Toyota bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 329 Toyota bifreiðar af tegundunum Prius, Prius Plug-in og C-HR Hybrid sem framleiddar voru á árabilinu 2015 til 2018. Um er að ræða 14 Prius Plug-in bifreiðar, 39 Prius bifreiðar og 276 C-HR bifreiðar.
7.9.2018

Auðkennið ORG

Neytendastofu barst erindi ORG-Ættfræðiþjónustunnar ehf. þar sem kvartað var yfir notkun verslunarinnar ORG Reykjavík á auðkenninu ORG. ORG-Ættfræðiþjónustan vísaði m.a. til þess að OR
6.9.2018

Auglýsingar Öryggismiðstöðvar Íslands hf.

Neytendastofu bárust ábendingar um auglýsingar á Snjallöryggi Öryggismiðstöðvarinnar þar sem boðin væri frí uppsetning. Tilboðið hafi verið í gangi í sjö mánuði þrátt fyrir að í auglýsingunni komi fram að það gildi í mánuð. Í kjölfar ábendinganna óskaði Neytendastofa eftir skýringum Öryggismiðstöðvarinnar.
5.9.2018

Nýkaup bannað að villa um fyrir neytendum

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart 2211 ehf., rekstraraðila Nýkaup og vefsíðunnar nykaup.is, vegna kynningar fyrirtækisins á lækkuðu verði án þess að geta sýnt fram á raunverulega verðlækkun.​
4.9.2018

Fyrra verð á netdill.is villandi

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Netdíl ehf., rekstraraðila vefsíðunnar netdill.is, vegna kynningar fyrirtækisins á lækkuðu verði án þess að geta sýnt fram á raunverulega verðlækkun. Neytendastofu bárust ábendingar frá neytendum þar sem kvartað var yfir því að vörur á vefsíðunni hafi ekki verið til sölu á fyrra verði
4.9.2018

Fyrra verð og skilyrði fyrir verðhagræði á vefsíðunni gamatilbod.is

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Stratton ehf., rekstraraðila vefsíðunnar gamatilbod.is, vegna kynningar fyrirtækisins á lækkuðu verði án þess að hafa sýnt fram á verðlækkun. Neytendastofu bárust ábendingar frá neytendum þar sem kvartað var yfir því að vörur á vefsíðunni hafi ekki verið til sölu á fyrra verði
31.8.2018

Tilkynningarskylda um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur sem innihalda nikótín

Ný lög um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur sem innihalda nikótín munu taka gildi 1. mars á næsta ári. En nú í september tekur gildi samkvæmt bráðabirgðaákvæði laganna tilkynningarskylda. Samkvæmt henni verða framleiðendur og innflytjendur að tilkynna rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur sem innihalda nikótín til Neytendastofu.
29.8.2018

Hyundai innkallar IONIQ PHEV

Lógó Hyundai
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hyundai á Íslandi að innkalla þurfi 2 Hyundai IONIQ PHEV af bifreiðar af árgerðinni 2015-2017.
28.8.2018

Innköllun á Nissan Juke og Nissan NV200

Mynd með frétt
eytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 15 Nissan Juke bifreiðar og 2 Nissan NV200 sem framleiddar voru 2017.
23.8.2018

Bann við óréttmætri mismunun eftir þjóðerni í netviðskiptum

Ný reglugerð ESB gerir seljendum vöru og þjónustu á netinu skylt að veita öllum neytendum rétt til viðskipta á Evrópska efnahagssvæðinu. Mörg dæmi eru þekkt um að neytendur hafa ekki getað fengið vöru eða þjónustu keypta nema þeir séu búsettir á því landi sem netverslunin er starfrækt eða seljandi hefur einhliða ákveðið að selja til ákveðinna landa.
22.8.2018

Sölu- og afhendingarbann á JA-RU leikföngum

Mynd með frétt
Í kjölfar ábendingar sem Neytendastofu barst nýlega fóru fulltrúar á vegum stofnunarinnar til að kanna leikföng frá framleiðandanum JA-RU sem seld voru í verslunum hér á landi. Við skoðun kom í ljós að leikföngin voru ekki með viðeigandi merkingar sem eiga að sýna neytendum að varan sé í lagi. Í framhaldinu lagði Neytendastofa sölu- og afhendingarbann á vöruna.
15.8.2018

Bílaumboðið Askja innkallar Kia Niro Hybrid

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Ösku að innkalla þurfi 125 KIA Niro Hybrid bifreiðar af árgerðinni 2016-2017.
6.8.2018

Hekla innkallar Mitsubishi ASX

Vörumerki Mitsubishi
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf. að innkalla þurfi Mitsubishi ASX bifreiðar af árgerðinni 2013-2015. Ástæða innköllunar er að vatn getur komist í kúluliði á þurrkunum og valdið tæringu
3.8.2018

Ófullnægjandi upplýsingar um fasteignalán til neytanda

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun vegna ófullnægjandi upplýsingagjafar Frjálsa Fjárfestingarbankans hf. um fasteignalán til neytanda í erlendri mynt. Mál þetta hófst með kvörtun frá neytanda vegna tveggja lánssamninga við félagið sem höfðu verið framseldir til Arion banka.
2.8.2018

Auðkennið Iceland Highlights

Neytendastofu barst erindi M&T Investment ehf. þar sem kvartað var yfir notkun Iceland Highlights Travel ehf. á auðkenninu Iceland Highlights. M&T Investment vísaði m.a. til þess að einn stofnandi M&T Investment hafi skráð lénið iceland-highlights.com þann 9. nóvember 2015.
30.7.2018

Ólögmætt vaxtaendurskoðunarákvæði

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Arion banka hf. vegna ákvæðis um vaxtaendurskoðun veðskuldabréfa Frjálsa Fjárfestingarbankans hf. sem framseld höfðu verið til Arion banka
24.7.2018

Ófullnægjandi upplýsingagjöf við lánveitingu

Neytendastofa hefur tekið ákvarðanir gagnvart þremur fyrirtækjum sem veita neytendalán vegna skorts á upplýsingum við lánveitingu.
20.7.2018

Airbnb verður að tilgreina fullt verð á gistingu

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ásamt neytendayfirvöldum í Evrópu hafa verið að skoða samningsskilmála Airbnb og verðframsetningu á vefnum út frá löggjöf um neytendavernd.
17.7.2018

Pandoro Hobby innkallar squishies

Innkallað skvísleikfang
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Pandoro Hobby í Smáralind. Tilkynningin er tilkomin vegna athugunar Neytendastofu í kjölfar fréttar um skaðleg efni í svokölluðum „Squishies“. Í verslun Pandoro Hobby höfðu tvær tegundir af squishies leikföngum verið seldar, þ.e. skjaldbaka og franskar kartöflur
16.7.2018

Neytendastofa sektar Heimkaup vegna TAX FREE auglýsinga

Neytendastofu bárust ábendingar vegna TAX FREE auglýsinga Heimkaupa sem voru dagana 27. maí til 2. júní 2018. Í auglýsingu sem birtist á vefmiðlinum Kjarnanum þann 30. maí 2018,
16.7.2018

Sölu- og afhendingarbann á sex tegundir skotelda

Mynd af Innkölluðum skoteldum
Neytendastofa hefur lagt sölu- og afhendingarbann á sex tegundir skotelda. Við eftirlit Neytendastofu um áramótin kom í ljós að skoteldar frá þremur söluaðilum væru ekki í lagi.
11.7.2018

IKEA innkallar LURVIG vatnsskammtara fyrir gæludýr

Neytendastofa vekur athygli á innköllun á LURVIG vatnsskammtara fyrir gæludýr frá IKEA vegna hættu á að hundar eða kettir festi höfuðið í honum. Í tilkynningunni kemur fram að IKEA hvetji viðskiptavini til að hætta notkun á vatnsskammtaranum og skila honum.
10.7.2018

Nýjar reglur tryggja betri vernd ferðamanna

Þann 1. júlí tóku gildi í Evrópu reglur sem auka rétt ferðamanna sem bóka pakkaferð. Reglurnar hafa verið innleiddar hér á landi en taka ekki gildi fyrr en 1. janúar 2019.
10.7.2018

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes-Benz

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Öskju hf. um innköllun á 2 Mercedes-Benz bifreiðum af gerðunum C-class og E-class. Innköllunin er vegna þess að Möguleiki er fyrir því að stýristúpa sé ekki nógu jarðtengd.
5.7.2018

Hekla innkallar Volkswagen bifreiðar

Volkswagen vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hekla hf. um innkallanir á 93 Volkswagen up! og Volkswagen Polo bifreiðum árgerð 2016 og 2017, sem framleiddir voru á tilteknu tímabili.

Page 24 of 92

TIL BAKA