Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

15.8.2016

Suzuki bílar hf innkalla bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílar hf um innköllun á 50 Suzuki Jimny bifreiðum af árgerðum 2013 til 2014. Ástæða innköllunarinnar er sú að sumir hemlakútar (Hjálparátak)
11.8.2016

Vogir í verslunum

Mynd með frétt
Þegar neytendur greiða fyrir vöru eftir vigt eiga þeir að geta treyst því að mælingar séu réttar og að mælitækin sem notuð eru séu með gilda löggildingu. Kaupandinn á að sjá greinilega niðurstöður vigtunar og þá greinilega verð á þeirri vöru sem keypt er.
8.8.2016

Neytendastofa fylgist með forpakkningum

Það er alltaf að aukast að vörur séu forpakkaðar en ekki vigtaðar að kaupanda viðstöddum. Sem dæmi um forpakkaðar vörur eru: kjötvörur, smjör, ostar, skyr, álegg, grænmeti, ávextir og heilsuvörur.
5.8.2016

Auglýsingar um neytendalán

Mynd með frétt
Neytendastofa fylgist vel með auglýsingum um neytendalán, m.a. varðandi birtingu og útreikning árlegrar hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK). Í mörgum tilvikum skortir upplýsingar um ÁHK og yfirleitt var útreikningur fyrirtækjanna á ÁHK rangur.
2.8.2016

Er vínmálið í lagi!

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur í sumar verið að kanna notkun vínmála á vínveitingastöðum. Neytendur eiga að sjá á vínseðli hvað greiða á fyrir vöruna og hve mikið magn um sé að ræða. Veitingastaðir mega ekki áætla magn heldur verða þeir að nota mælitæki sem eru í lagi til að mæla magn áfengra drykkja við sölu til neytenda
29.7.2016

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa tók þá ákvörðun með bréfi dags. 8. júní 2016 að afhenda ekki gögn er varða öryggi fullgildra rafrænna undirskrifa og öryggi burðarlags fyrir fullgildar rafrænar undirskriftir í farsíma. Neytendastofa taldi að mikilvægir almanna- og einkahagsmunir krefðust þess að takmarkaður væri aðgangur að umbeðnum gögnum á grundvelli upplýsingalaga.
26.7.2016

BL ehf innkallar Nissan X-Trail bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 77 Nissan bifreiðum árgerð 2014- 2015, af tegundinni X-Trail. Ástæða innköllunarinnar er að komið hefur fram í gæðaeftirliti Nissan galli í ryðvörn á hlerapumpum fyrir afturhlera.
19.7.2016

Erindi neytanda vegna rafrænna skilríkja Auðkennis ehf.

Í september 2014 kvartaði einstaklingur til Neytendastofu vegna öryggis rafrænna skilríkja sem Auðkenni gefur út. Málinu lauk án aðgerða Neytendastofu. Með úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála í júní 2015 var ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka erindið til nýrrar meðferðar.
18.7.2016

Veitingastaðurinn Silfur sektaður

Neytendastofa kannaði ástand verðmerkinga hjá veitingastaðnum Silfur í Hafnarfirði og leiddi skoðunin í ljós að matseðil vantaði við inngöngudyr auk þess sem ekki voru tilgreindar magnupplýsingar drykkja.
14.7.2016

Toyota innkallar Auris

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 3 Toyota Auris bifreiðum árgerð 2013.
8.7.2016

Toyota innkallar Prius, Auris, Corolla og Lexus

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 657 Toyota Corolla, 71 Prius, 119 Auris og 28 Lexus CT200h bifreiðum árgerð 2006-2014.
7.7.2016

„Verð frá“ og vörur Verkfæralagersins

Neytendastofu bárust annars vegar ábendingar um að röng verð fylgdu ljósmyndum af þeim vörum sem kynntar voru í auglýsingum Verkfæralagersins og hins vegar að vörur hefðu ekki verið seldar á auglýstu verði sem „verð frá“.
7.7.2016

Toyota innkallar Prius og Lexus

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 58 Toyota Prius, 38 Prius PHV og 20 Lexus CT200 bifreiðum árgerð 2009-2012.
6.7.2016

Notkun á vörumerki Dýraverndarsambands Íslands

Dýraverndarsamband Íslands kvartaði til Neytendastofu vegna notkunar Árna Stefáns Árnasonar á léninu dyraverndarinn.is og myndmerki í eigu félagsins. Dýraverndarsambandið krafðist þess að Árni Stefáni yrði bönnuð notkun auðkennanna þar sem hætta væri á að villst yrði á starfsemi Árna Stefáns og starfsemi Dýraverndarsambandsins.
5.7.2016

Hekla innkallar Skoda Octavia, Volkswagen Golf, Polo og Up!

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf að innkalla þurfi Skoda Octavia, Volkswagen Golf, Polo og Up! árgerð 2016, sem framleiddir voru á afmörkuðu tímabili.
4.7.2016

BL ehf innkallar Land Rover

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 43 Land Rover bifreiðum. Um er að ræða Discovery 4, Range Rover og Range Rover Sport bifreiðar framleiddar á árunum 2012 - 2014.
1.7.2016

BL ehf innkallar Nissan Juke

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 59 Nissan bifreiðum. Um er að ræða Juke bifreiðar framleiddar á árunum 2014 og 2015.
28.6.2016

Bönd í gluggatjöldum

Mynd með frétt
Neytendastofa tekur þátt í átaksverkefni á vegum Efnahags- framfarastofnunarinnar (OECD) vegna banda á gluggatjöldum. Átakinu er ætlað að upplýsa neytendur, einkum foreldra og umönnunaraðila barna, um hættur sem tengjast böndum á gluggatjöldum. Neytendur eru hvattir til að athuga vel hvort hætta sé að börn geti komist í böndin og gera þá viðeigandi varúðarráðstafanir, ekki aðeins á heimili sínu heldur einnig á öðrum
26.6.2016

GG Sport innkallar Osprey barnaburðarpoka

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá GG Sport vegna innköllunar á barnaburðarpoka vegna galla á sylgju. Ef þú átt Osprey barnaburðarbakpoka sem keyptur er hérlendis eða erlendis frá og með 29. janúar 2016
24.6.2016

IKEA innkallar PATRULL öryggishlið

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Ikea vegna innköllunar á öryggishliði. IKEA hafa borist tilkynningar um hlið sem opnuðust við álag þannig að börn hafi dottið niður stiga og hlotið væg meiðsl.
21.6.2016

Bætt umhverfi netviðskipta á EES svæðinu.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti á dögunum fyrirhugaðar aðgerðir til þess að auðvelda neytendum netviðskipti á EES svæðinu. Aðgerðirnar byggja á stefnu framkvæmdastjórnarinnar um samtengdan stafrænan innri markað EES svæðisins (e. Digital Single Market) og eru í meginatriðum þríþættar.
16.6.2016

Bönd í 17. júní blöðrum

Mynd með frétt
Nú er þjóðhátíðardagurinn 17. júní skammt undan og hátíðarhöldin sem honum fylgja. Börnum er þessi dagur oft sérstakt tilhlökkunarefni enda jafnan ýmis skemmtun í boði til að gleðja þau. Svo þessi stund verði sem ánægjulegust er mikilvægt að hugað sé að öryggi barna
15.6.2016

Villandi merkingar Sports Direct

Neytendastofu berast reglulega kvartanir frá neytendum vegna vefsíðunnar sportsdirect.com. Kvartanirnar snúa að því að bæði sé verðmunur og ólíkt vöruúrval í versluninni Sports Direct og á vefsíðunni. Stofnunin óskaði skýringa Sports Direct og fékk upplýsingar um að verslunin á Íslandi standi ekki að vefsíðunni
13.6.2016

Héraðsdómur staðfestir ákvörðun Neytendastofu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest þá niðurstöðu Neytendastofu og áfrýjunarnefndar neytendamála að smálánafyrirtækin Kredia og Smálán hafi brotið gegn lögum um neytendalán með innheimtu flýtigjalds.
13.6.2016

Hafðu áhrif á neytendalöggjöfina

Neytendastofa vekur athygli á því að á vegum Evrópusambandsins er nú unnið að því að skoða hvort neytendalöggjöf sambandsins sé að skila tilætluðum árangri fyrir neytendur. Þær gerðir sem falla undir skoðunina eru:

Page 34 of 92

TIL BAKA