Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

18.12.2017

Snuddubönd frá Sebra Interior for kids

Mynd með frétt
Neytendastofa vill beina þeim tilmælum til foreldar að fylgjast vel með hvort snuddubandið sem verið er að nota sé í lagi. Við skoðun þarf að kanna hvort að einhverjar skemmdir eru á snuddubandinu, hvort að sprunga er á festingum og hvort klemmur eru farnar að gefa eftir. Ef smáir hlutir losna af snuddubandinu getur það skapað köfnunarhættu. Slysin gerast fljót
15.12.2017

Ófullnægjandi upplýsingar vegna neytendalána Brúar lífeyrissjóðs

Neytendastofu barst kvörtun frá Hagsmunasamtökum heimilanna vegna markaðssetningar Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. Snéri kvörtunin að ófullnægjandi upplýsingagjöf í kynningum Brúar lífeyrissjóðs á neytendalánum, annars vegar í fréttabréfi og hins vegar á vefsíðu sinni.
15.12.2017

Dagsektir lagðar á fasteignasala

Neytendastofa gerði könnun árið 2016 á upplýsingagjöf hjá fasteignasölum landsins. Skoðaðar voru vefsíður 109 fasteignasala á landinu ásamt því að kanna sölustaði þeirra sem staðsettar voru á höfuðborgarsvæðinu. Könnunin snéri að ástandi verðmerkinga á sölustað og á vefsíðum fyrirtækjanna þar sem skylt er að gefa upp verð bæði þar sem þjónusta er kynnt og seld.
14.12.2017

Hagkaup innkallar Ty marglita mjúkdýr

Mynd með frétt
Neytendastofu vekur athygli á innköllun á hjá Hagkaup á Ty marglita mjúkdýr sem lítur út eins og púddluhundur. Komið hefur fram galli í saumum á Ty mjúkdýrinu samanber mynd (The Beanie Boo´s collection/rainbow).
13.12.2017

BL innkallar Range Rover

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL um innkallanir á Range Rover og Range Rover Sport árgerð 2017. Um er að ræða 18 bifreiðar.
11.12.2017

Leysibendar sem leikföng

Neytendastofa vill vekja athygli á frétt á heimasíðu Geislavarna ríkisins sem einnig má sjá hér að neðan. Við viljum benda fólki á að hafa samband við Neytendastofu ef það telur að verið sé að selja hér á landi vöru sem er hættuleg fólki. Ef varan heyrir ekki undir eftirlit Neytendastofu þá munum við koma ábendingunni á réttan stað.
4.12.2017

Gagnaveita Reykjavíkur sektuð vegna ummæla framkvæmdastjóra

Síminn hf. kvartaði til Neytendastofu vegna blaðagreinar framkvæmdastjóra Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. sem birtist í Fréttablaðinu þann 16. nóvember 2016. Í blaðagreininni var fjallað um ljósleiðaravæðingu og þjónustu Símans og Gagnaveitunnar.
27.11.2017

BL ehf . innkallar Nissan

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf ehf um innköllun á Nissan bifreiðum sem framleiddar voru á árabilinu 2001 - 2013.
23.11.2017

Svartir föstudagar

Víða má sjá auglýsingar verslana um fyrirhugaða tilboðsdaga fyrir jólainnkaup, svonefnda svarta föstudaga eða „Black Friday“ sem eru að bandarískri fyrirmynd. Þessi siður er einnig að ryðja sér til rúms hjá nágrannaþjóðum okkar. Nýlega lauk danski umboðsmaður neytenda aðgerðum gagnvart stórverslunum vegna villandi markaðssetningar á svörtum föstudegi í Danmörku. Vörurnar höfðu í flestum tilfellum verið boðnar með villandi verðhagræði, ýmist með hækkun fyrra verðs rétt fyrir tilboðsdagana eða með röngum fyrri verðum.
20.11.2017

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 26/2017. Í ákvörðun Neytendastofu lagði stofnunin 10 milljóna króna stjórnvaldssekt á E – content fyrir brot gegn fyrri ákvörðun stofnunarinnar. E-content er rekstraraðili smálánafyrirtækjanna Kredia, Smálán, 1909, Múla og Hraðpeninga.
16.11.2017

Neytendastofa skoðar Snuð

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur síðustu árin lagt mikla áherslu á að skoða vörur ætlaðar börnum. Í kjölfar þessara skoðana hefur komið í ljós að hérlendis hafa verið til sölu vörur sem hafa ekki verið í lagi, og jafnvel hættulegar börnum. Í samstarfi við eftirlitsstjórnvöld á Evrópska efnahagssvæðinu voru nú síðast skoðuð snuð og snuðbönd.
13.11.2017

Brimborg innkallar Ford Kuga

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um innköllun á Ford Kuga bifreiðum sem framleiddar voru á árabilinu 2012 - 2014.
8.11.2017

Hekla hf innkallar Mitsubishi

Vörumerki Mitsubishi
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu um innkallanir Mitsubishi bifreiðum. Um er að ræða þrjár innkallanir:
6.11.2017

Innköllun á Hino Vörubílum

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Rapex vörueftirlitskerfinu um að innköllun á Hino vörubifreiðum. Um er að ræða vörubifreiðar sem framleiddar voru á árunum 2007 til 2014. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að handbremsa sé ekki í lagi.
1.11.2017

Sölubann á 89 tegundir af þyrilsnældum

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur lagt sölubann á 89 tegundir af þyrilsnældum (e. spinner) sem fluttar voru inn af BSV ehf. og seldar voru í verslun Heimkaupa. Innflytjandi leikfanganna gat ekki sýnt fram á gögn um að leikföngin væru framleidd í samræmi við viðeigandi kröfur. Margar af þyrilsnældunum voru merktar þannig að þær væru fyrir börn á öllum aldri.
30.10.2017

G.Á.P. innkallar endurskinsprey

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá G.Á.P. um að búið sé að taka út sölu og verið sé að innkalla ALBEDO 100 endurskinsprey Sparkling Gey, þar sem komið hefur í ljós að varan uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru til endurskins
26.10.2017

Vigtarmannanámskeið

Námskeið til löggildingar vigtarmanna var haldið 9. – 11 október. Í húsakynnum Neytendastofu í Reykjavík sátu 13 þátttakendur námskeiðið en samtímis sátu 11 þátttakendur í Vestmannaeyjum námskeiðið með aðstoð fjarfundarbúnaðar. Endurmenntunarnámskeið vigtarmanna var haldið þann 12. október.
24.10.2017

mjúkdýr innkallað

Mynd með frétt
Neytendastofu barst tilkynning um hættulega vöru í gegnum Rapex viðvörunarkerfið. Þar var á ferðinni mjúkdýr sem eru frá fyrirtækinu Ty sem fást víða á Íslandi. Um er að ræða krúttlegt mjúkdýr í regnbogalitunum.
23.10.2017

BL ehf. Innkallar Dacia Duster bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um innköllun á Dacia Duster bifreiðum. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á flauta hætti að virka vegna spennumismunar
20.10.2017

Mía snudduband

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur borist tilkynning um að sölu hafi verið hætt á Mía snudduböndum
18.10.2017

Festu það!

Mynd með frétt
Neytendastofa tekur þátt í átaksverkefni OECD sem kallast Festu það! En stutt er síðan vinsælar kommóður voru innkallaðar vegna dauðaslysa eftir að hafa fallið á börn. Húsgögn og sjónvörp eru ein af mest földu slysagildrum á heimilum fyrir börn. Á hverjum klukkutíma eru að meðaltali 3 börn í Bandaríkjunum sem fara á slysdeild þar sem kommóður, sjónvörp eða eitthvað annað húsgagn hefur dottið á þau.
13.10.2017

Hæstiréttur staðfestir ákvörðun um neytendalán

Neytendastofa tók ákvörðun þann 23. september 2014 um að Íslandsbanki hefði brotið gegn ákvæðum eldri laga um neytendalán. Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfesti ákvörðun Neytendastofu en Íslandsbanki stefni stofnuninni og vildi að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Hæstiréttur hefur nú sýknað Neytendastofu af kröfum bankans og stendur því ákvörðun hennar.
9.10.2017

Celsus braut gegn ákvörðun Neytendastofu

Neytendastofa hefur lagt 150.000 kr. stjórnvaldssekt á Celsus fyrir að brjóta gegn fyrri ákvörðun stofnunarinnar. Með ákvörðun Neytendastofu nr. 14/2015 bannaði stofnunin Celsus m.a. að birta fullyrðingar um að Proderm sólarvörn væri langvirk án þess að fram kæmi hvað átt væri við með fullyrðingunni.
6.10.2017

Tölvulistinn sektaður

Neytendastofa hefur lagt 700.000 kr. stjórnvaldssekt á Tölvulistann fyrir að brjóta gegn útsölureglum. Málið hófst með þríþættri kvörtun Tölvutek yfir háttsemi Tölvulistans í tengslum við verðlækkanir. Í fyrsta lagi var kvartað yfir villandi framsetningu á verðlækkun á borðtölvum og að þær hafi verið boðnar á lækkuðu verði lengur en í lögboðnar sex vikur. Í öðru lagi að auglýsingar um allt að 70% verðlækkun væru villandi því um væri að ræða örgjörva frá árinu 2010 sem í öllu falli hafi ekki verið seldur á tilgreindu fyrra verði um nokkurra ára skeið. Í þriðja, og síðasta, lagi yfir villandi framsetningu á verðlækkun á tiltekinni fartölvu og að hún hafi verið boðin á lækkuðu verði lengur en í sex vikur.
5.10.2017

Sektað vegna brota á ákvörðunum

Neytendastofa hefur lagt 1 millj. kr. stjórnvaldssekt á Úranus ehf. og 300.000 kr. stjórnvaldssekt á Stóru bílasöluna ehf. vegna auglýsingar um 5 ára ábyrgð á bifreiðum. Með ákvörðun Neytendastofu nr. 43/2014 komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að auglýsingarnar væru villandi og brytu gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þar sem ábyrgðartími byrjaði að líða við innflutning en ekki afhendingu. Var birting þeirra því bönnuð.

Page 29 of 93

TIL BAKA