Fréttasafn
Fréttir og tilkynningar
24.10.2017
mjúkdýr innkallað

Neytendastofu barst tilkynning um hættulega vöru í gegnum Rapex viðvörunarkerfið. Þar var á ferðinni mjúkdýr sem eru frá fyrirtækinu Ty sem fást víða á Íslandi. Um er að ræða krúttlegt mjúkdýr í regnbogalitunum.
23.10.2017.jpg?proc=Newslist)
BL ehf. Innkallar Dacia Duster bifreiðar
.jpg?proc=Newslist)
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um innköllun á Dacia Duster bifreiðum. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á flauta hætti að virka vegna spennumismunar
20.10.2017
Mía snudduband
Neytendastofa hefur borist tilkynning um að sölu hafi verið hætt á Mía snudduböndum
18.10.2017
Festu það!
Neytendastofa tekur þátt í átaksverkefni OECD sem kallast Festu það! En stutt er síðan vinsælar kommóður voru innkallaðar vegna dauðaslysa eftir að hafa fallið á börn. Húsgögn og sjónvörp eru ein af mest földu slysagildrum á heimilum fyrir börn. Á hverjum klukkutíma eru að meðaltali 3 börn í Bandaríkjunum sem fara á slysdeild þar sem kommóður, sjónvörp eða eitthvað annað húsgagn hefur dottið á þau.
13.10.2017
Hæstiréttur staðfestir ákvörðun um neytendalán
Neytendastofa tók ákvörðun þann 23. september 2014 um að Íslandsbanki hefði brotið gegn ákvæðum eldri laga um neytendalán. Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfesti ákvörðun Neytendastofu en Íslandsbanki stefni stofnuninni og vildi að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Hæstiréttur hefur nú sýknað Neytendastofu af kröfum bankans og stendur því ákvörðun hennar.
9.10.2017
Celsus braut gegn ákvörðun Neytendastofu
Neytendastofa hefur lagt 150.000 kr. stjórnvaldssekt á Celsus fyrir að brjóta gegn fyrri ákvörðun stofnunarinnar.
Með ákvörðun Neytendastofu nr. 14/2015 bannaði stofnunin Celsus m.a. að birta fullyrðingar um að Proderm sólarvörn væri langvirk án þess að fram kæmi hvað átt væri við með fullyrðingunni.
6.10.2017
Tölvulistinn sektaður
Neytendastofa hefur lagt 700.000 kr. stjórnvaldssekt á Tölvulistann fyrir að brjóta gegn útsölureglum. Málið hófst með þríþættri kvörtun Tölvutek yfir háttsemi Tölvulistans í tengslum við verðlækkanir. Í fyrsta lagi var kvartað yfir villandi framsetningu á verðlækkun á borðtölvum og að þær hafi verið boðnar á lækkuðu verði lengur en í lögboðnar sex vikur. Í öðru lagi að auglýsingar um allt að 70% verðlækkun væru villandi því um væri að ræða örgjörva frá árinu 2010 sem í öllu falli hafi ekki verið seldur á tilgreindu fyrra verði um nokkurra ára skeið. Í þriðja, og síðasta, lagi yfir villandi framsetningu á verðlækkun á tiltekinni fartölvu og að hún hafi verið boðin á lækkuðu verði lengur en í sex vikur.
5.10.2017
Sektað vegna brota á ákvörðunum
Neytendastofa hefur lagt 1 millj. kr. stjórnvaldssekt á Úranus ehf. og 300.000 kr. stjórnvaldssekt á Stóru bílasöluna ehf. vegna auglýsingar um 5 ára ábyrgð á bifreiðum.
Með ákvörðun Neytendastofu nr. 43/2014 komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að auglýsingarnar væru villandi og brytu gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þar sem ábyrgðartími byrjaði að líða við innflutning en ekki afhendingu. Var birting þeirra því bönnuð.
5.10.2017.jpg?proc=Newslist)
Brimborg innkallar Citroén og Peugeot
.jpg?proc=Newslist)
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg um innköllun á Citroén C5 og Peugeot 3000 bifreiðum sem framleiddar frá apríl til júní árið 2016
4.10.2017
Ákvörðun Neytendastofu staðfest
Áfrýjunarnefnd Neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 2/2017. Niðurstaða Neytendastofu var sú að ekki væri ástæða til aðgerðar vegna kvörtunar Brúar Venture Capital vegna notkunar Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga á auðkenninu BRÚ.
4.10.2017
NUK snuðkeðjur innkallaðar

Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun Halldórs Jónssonar ehf. á NUK snuðkeðjum. Við prófun á keðjunum kom í ljós NUK snuðkeðjur (art no. 101256.329) með strikamerki 4008600177012 eru of langar og geta því verið hættulegar börnum. NUK snuðkeðjurnar hafa verið til sölu í verslunum og apótekum.
3.10.2017
Sekt fyrir brot á ákvörðun
Neytendastofa hefur lagt 500.000 kr. stjórnvaldssekt á N1 hf. fyrir að hafa brotið gegn ákvörðun stofnunarinnar nr. 1/2017. Með fyrri ákvörðun Neytendastofu var N1 bönnuð birting auglýsinga þar sem sagði:
29.9.2017
Snuð með nafni
Neytendastofu hafa borist þó nokkrar tilkynningar um snuð, þar sem túttan er að losna af eða er við það að losna. Þessi tegund af snuði er pöntuð á netinu á breskri síðu og er hægt að biðja um að þau séu merkt.
21.9.2017
Mitsubishi Motors innkallar Mitsubishi Pajero
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu um innköllun á Mitsubishi Pajero árgerð 2007 til 2012 vegna öryggispúða frá framleiðandanum Takata.
20.9.2017
Tímabundið sölubann á 89 tegundum af „spinnerum“
Neytendastofa hefur lagt tímabundið bann við sölu og afhendingu á 89 tegundum af þyrilsnældum (e. fidget spinners) hjá innflytjanda hér á landi. Innflytjandinn hefur ekki enn sýnt fram á að varan sé örugg fyrir börn en hefur fjórar vikur til að sýna fram á að varan sé í lagi.
14.9.2017
Victoria‘s Secret innkallar farsímahulstur
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Victoria‘s Secret um innköllun á farsímahulstrum fyrir IPhone. Hulstrin eru gerð úr plasti sem innihalda vökva og glimmer. Samkvæmt tilkynningunni geta hulstrin auðveldlega brotnað með þeim afleiðingum að terpentína (e. white spirit) lekur úr hulstrinu
13.9.2017
Innköllun á Maserati

Neytendastofa vekur athygli á evrópskri innköllun á Maserati bifreiðum. Þessi bílategund hefur engan umboðs eða þjónustuaðila á Ísland og málið því af öðrum toga en flestar bifreiðainnkallanir Neytendastofu. I
12.9.2017
Bílaumboðið Askja innkallar 17 Mercedes-Benz vörubíla

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju varðandi innköllun á Mercedes-Benz vörubílum.
Um er að ræða gerðirnar: Axor Econic, Actros, Antos og Arocs.
8.9.2017
Sölubann á „spinnera“ hjá Hagkaup
Neytendastofa hefur sett sölubann á þyrilsnældur (e. spinner) hjá Hagkaup þar sem ekki var sýnt fram á öryggi vörunnar og að hún væri í samræmi við gildandi lög og reglugerðir.
8.9.2017
BL. ehf innkallar Nissan Micra

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á Nissan Micra, framleiðsluár 2016-2017. Ástæða innköllunar er að sá möguleiki er staðar að samsetning teng
4.9.2017
Lindex innkallar Disney Frozen sokkapakka
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Lindex um að eitt par (þeim með myndinni af Önnu) í Disney Frozen pakkanum með vörunúmeri 833 7410285 5170 1611 uppfylli því miður ekki kröfur Lindex um gæði. Sokkarnir innihalda kemískt efni sem sé bannað í allri framleiðslu Lindex.
1.9.2017.jpg?proc=Newslist)
BL ehf. Innkallar Hyundai bifreiðar
.jpg?proc=Newslist)
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 269 Hyundai bifreiðum. Um er að ræða Santa FE bifreiðar framleiddar á árnunum 2012-2016.
30.8.2017.JPG?proc=Newslist)
Bílasmiðurinn innkallar Recaro barnabílstóla
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á Recaro barnabílstólum frá Bílasmiðnum. Um er að ræða Recaro Zero 1 bílstól fyrir 0-18 kg og Recaro Optia bílstól fyrir 9-18 kg með smart click og Recaro Fix.
25.8.2017
Toyota innkallar 314 Toyota Hilux

Neytendastofu hefur borist tilkynning um að Toyota muni innkalla 314 Toyota Hilux á Íslandi framleidda á tímabilinu apríl 2016 til febrúar 2017. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að í einstaka bílum geti festing sem heldur rafleiðslum aftan við stýrisöxul verið laus.
22.8.2017
BL ehf. Innkallar Nissan bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL um innköllun á 342 Note og Tiida bifreiðar. Um er að ræða árgerð 2005 til 2013 af Note og ágerð 2007 til 2014 af Tiida.
Page 29 of 93