Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

13.7.2020

Auðkennið RÖRVIRKI

Neytendastofu barst kvörtun yfir notkun Rörviki sf. á auðkenni sínu. Í kvörtuninni kemur fram að kvartandi hafi skráð einkafirma í eigin nafninn hjá Sýslumanninum í Hafnarfirði árið 1982 undir heitinu Rörvirki. Fjórum árum síðar hafi félagið Rörvirki sf. verið skráð.
13.7.2020

Sala stoppuð á dúkku

Innkölluð dúkka frá Happy People
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá HB Heildverslun um að þeir séu hættir sölu á dúkku frá Happy people. Dúkkan hefur verið seld í verslanir frá árinu 2016 og er vörunúmerið 50383
10.7.2020

Máli Ecommerce 2020 gegn Neytendastofu vísað frá dómi í Danmörku

Neytendastofa tók ákvörðun gagnvart Ecommerce 2020 á síðasta ári um að félagið hafi brotið gegn lögum um neytendalán með því að krefjast of mikils kostnaðar af lánum sem það veitir. Ecommerce 2020, bauð íslendingum lán frá 1909, Hraðpeningum, Kredia, Múla og Smálán.
10.7.2020

Tíu ísbúðir þurfa að bæta verðmerkingar

Neytendastofa gerði könnun á ástandi verðmerkinga hjá 30 ísbúðum á höfuðborgarsvæðinu, dagana 23. til 26. júní sl. Samhliða því skoðaði Neytendastofa vefsíður 17 ísbúða til að athuga hvort þar væru veittar upplýsingar um fyrirtækin.
8.7.2020

Apótek sektuð fyrir verðmerkingar

Neytendastofa skoðaði ástand verðmerkinga í apótekum á höfuðborgarsvæðinu og hefur nú lagt stjórnvaldssektir á fjögur þeirra. Skoðunin tók til 49 apóteka á höfuðborgarsvæðin
1.7.2020

15 ára afmæli Neytendastofu

Mynd með frétt
Í dag 1. júlí fagnar Neytendastofa 15 ára afmæli sínu. Á þessum tímamótum hefur Neytendastofa opnað nýja gátt þar sem neytendur geta athugað á einfaldan hátt annað hvort með bílnúmeri eða vin-númeri bílsins hvort að í gildi sé öryggisinnköllun fyrir viðeigandi bifreið.
23.6.2020

Ferðamenn eiga að fá sendan pakkaferðasamning

Neytendastofa hefur sent ferðaskrifstofum, sem hafa leyfi frá Ferðamálastofu til sölu pakkaferða, bréf þar sem áréttuð er skylda fyrirtækjanna til upplýsingagjafar
16.6.2020

Bönd í 17.júní blöðrum

Blöðrur
Þjóðhátíðardagurinn 17.júní er framundan og hátíðarhöldin sem honum fylgja. Ýmis skemmtun er í boði fyrir börnin og er dagurinn þeim mikið tilhlökkunarefni. Til að tryggja að dagurinn verði sem ánægjulegastur er mikilvægt að tryggja öryggi barnanna. Búast má við blöðrum út um land allt og eru álblöðrur þar áberandi. Á þær eru gjarnan sett bönd eða spottar sem eru mjög sterkir og erfitt er að slíta þá. Blöðrurnar eru síðan afhendar börnum og þær eru oft bundnar við vagna eða úlnliði barna. Þetta getur skapað hættu fyrir ung börn og er þess vegna mikilvægt að vera undir eftirliti fullorðinna.
15.6.2020

Rúnbrá innkallar hringlu

Rúnbrá barnahringla
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Rúnbrá vegna innköllunar á hringlu fyrir börn. Hringlan er með viðar perlum, gíraffa og með hvítri plast bjöllu á. Plastið í bjöllunum er gallað þar sem það er þynnra en það á að vera. Hætta er á að barn getur gleypt bjölluna eða hluta úr henni ef hún skyldi klofna við högg/álag/þrýsting. Allar hringlur án bjöllu eru í lagi.
12.6.2020

Auðkennið Ferðaskrifstofa eldri borgara

Neytendastofu barst kvörtun frá Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) yfir notkun Niko ehf. á auðkenninu Ferðaskrifstofa eldri borgara. Í kvörtuninni er því líst að FEB telji notkun Niko á auðkenninu til þess fallið að valda ruglingi þannig að félagsmenn FEB telji starfsemina tengjast FEB. Niko hafnaði þessu athugasemdum og lagði áherslu á að um almennt heiti væri að ræða en auk þess væri starfsemi aðilanna gerólík.
12.6.2020

Fullyrðingar FEEL ICELAND

Neytendastofu barst kvörtun frá Protis yfir fullyrðingum og upplýsingum á umbúðum og í markaðssetningu Ankra, rekstraraðila FEEL ICELAND, á Amino Marine Collagen Powder. Snéri kvörtunin að því að með villandi hætti væri gefið til kynna að um íslenska vöru væri að ræða þegar raunin væri sú að aðvinnsla færi fram erlendis.
9.6.2020

Askja ehf innkallar 14 Mercedes- Benz G-Wagon bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 14 Mercedes-Benz G-Wagon bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er að merking barnalæsinga í afturhurðum gæti valdið misskilningi.
8.6.2020

Auðkenni Málmaendurvinnslunnar

Neytendastofu barst erindi fyrirtækisins Málma ehf. þar sem kvartað var yfir notkun Málmaendurvinnslunnar ehf. á auðkenninu Málmaendurvinnslan og léninu malma.is. Í erindinu er rakið að Málmar telji nafn Málmaendurvinnslunnar, auglýsingar
28.5.2020

Toyota innkallar 30 RAV4

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi ehf um að innkalla þurfi 30 Toyota RAV4 bifreiðar af árgerð 2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að stýrisarmar bifreiðanna séu gallaðir.
20.5.2020

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa tók í maí 2019 til skoðunar neytendalán Ecommerce 2020, sem bauð íslendingum lán frá 1909, Hraðpeningum, Kredia, Múla og Smálán. Skoðað var hvort kostnaður lána frá félaginu bryti gegn hámarki á árlegri hlutfallstölu kostnaðar og hvort upplýsingar í stöðluðu eyðublaði og lánssamningi væru í samræmi við kröfur laga.
15.5.2020

Auðkennið SKRIFSTOFUVÖRUR

Neytendastofu barst kvörtun frá Skrifstofuvörum yfir notkun Egilsson á auðkenninu SKRIFSTOFUVÖRUR í auglýsingum sínum fyrir verslunina A4. Töldu Skrifstofuvörur að notkunin bryti gegn einkarétti félagsins til auðkennisins og væri til þess fallið að valda ruglingi fyrir neytendur.
15.5.2020

Askja innkallar 115 Mercedes-Benz Sprinter

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 115 Mercedes-Benz Sprinter bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að bremsuslöngur að framan komist í snertingu við frambrettin
14.5.2020

Hættulegir leikfangaboltar innkallaðir

Neytendastofa hefur fyrirskipað innköllun á Kaloo leikfangabolta sem fengist hefur í versluninni Margt og mikið. Kom í ljós við prófun að leikfangaboltinn er ekki öruggur fyrir börn.
13.5.2020

Bauhaus sektað

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á Bauhaus vegna viðskiptahátta tengdum verðvernd félagsins. Stofnuninni barst kvörtun frá Húsasmiðjunni um að skilmálar og fullyrðingar í auglýsingum Bauhaus tengdum verðvernd félagsins brytu gegn góðum viðskiptaháttum. Taldi Húsasmiðjan jafnframt að brotið væri gegn ákvörðun Neytendastofu um sama efni frá árinu 2012, þrátt fyrir breytta fullyrðingu. Við meðferð málsins breytti Bauhaus skilmálum verðverndarinnar eins og þeir eru birtir á vefsíðu félagsins.
13.5.2020

BL innkallar Isuzu D-Max, Crew Cab og 4x2 HR/4x4

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 13 Isuzu D-Max, Crew Cab, 4x2 HR/4x4 model bifreiðar af árgerð 2018 til 2019.
12.5.2020

Áfyllingar fyrir rafrettur bannaðar vegna of mikils nikótínmagns

Neytendastofa fór í eftirlit hjá Söluturninum Hraunbergi sem selur rafrettur og áfyllingar í þær. Lagt var sölubann á 16 tegundir af áfyllingum fyrir rafrettur. Kom í ljós að innsigli var rofið á 10 tegundum áfyllinga fyrir rafrettur og samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni verslunarinnar innihéldu þær áfyllingar nikótín. Neytendastofa taldi áfyllingarnar ekki öruggar, þar sem ekkert var vitað um innihald áfyllinganna og bannaði því sölu á þeim.
1.5.2020

Sölubann á áfyllingar hjá Drekanum

Neytendastofa fór í eftirlitsferðir í Drekann, Njálsgötu sem er í eigu Urriðafoss ehf. Kom í ljós að 51 tegundir áfyllinga höfðu ekki verið tilkynntar til Neytendastofu. Þá báru sex áfyllingar tvo límmiða á umbúðum um nikótínstyrkleika
30.4.2020

Sala á partíbyssu bönnuð hjá Slysavarnarfélaginu

Neytendastofa fór í eftirlit á skoteldamarkað Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Grandagarði 1. Kom í ljós að partíbyssa var markaðssett án þess að vera með réttar merkingar. Var í framhaldi óskað eftir gögnum um vörurnar þar sem auk merkinga þá mega skoteldar ekki samkvæmt skoteldastöðlum vera að formi til eins og byssa.
29.4.2020

Hagkaup shop innkallar leikfangaslím

Mynd með frétt
Í kjölfar markaðseftlitlitsátaks EU/EES landanna hefur Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hagkaup um að innkalla þurfi leikfangaslím sem heita "Creepy Slime" og "Whoopee Putty" frá framleiðandanum Toi-toys. Ástæða innköllunarinnar er að rannsóknir leiddu í ljós of hátt boron gildi í vörunni.
28.4.2020

Kids Cool shop innkallar leikfangaslím

Mynd með frétt
Í kjölfar markaðseftlitlitsátaks EU/EES landanna hefur Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Kids Cool Shop um að innkalla þurfi leikfangaslím sem heitir "Gas Maker" frá framleiðandanum Robetoy . Ástæða innköllunarinnar er að rannsóknir leiddu í ljós of hátt boron gildi í vörunni.

Page 13 of 92

TIL BAKA