Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

15.11.2018

Hvernig er best að versla á netinu

Mynd með frétt
Neytendastofa tekur þátt í átaksverkefni Efnahags og framfarastofnunar OECD sem miðar að því að hjálpa neytendum að versla öruggar vörur á netinu. Verslun á netinu verður sífellt algengari meðal Íslendinga og annarra þjóða. Þessari breyttu kauphegðun fylgja margskonar áskoranir. Þó að margar netverslanir séu til fyrirmyndar eru til dæmi um hið gagnstæða.
15.11.2018

Auðkennið RVK EVENTS

Neytendastofu barst erindi RVK Studios ehf. og Sögn ehf. þar sem kvartað var yfir notkun RVK Events ehf. á heitinu RVK Events. RVK Studios og Sögn töldu hættu á að starfsemi fyrirtækjanna yrði ruglað saman.
14.11.2018

Neytendastofa sektar Tölvulistann

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á Tölvulistann vegna fullyrðinga um „lægra verð“, „betra verð“ og „60 gerðir“ í auglýsingum Tölvulistans.
13.11.2018

Brimborg innkallar Ford Edge

Brimborg vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf að innkalla þurfi dísel Ford Edge bifreiðar af árgerðunum 2015 til 2018. Um er að ræða 113 bifreiðar.
6.11.2018

Ótilkynntar rafrettur verða ólöglegar 1. mars 2019

Nú eiga allir sem hyggjast flytja inn og selja rafrettur og áfyllingar með nikótíni, eftir 1. mars. 2019, að tilkynna vörurnar til Neytendastofu
29.10.2018

Efna- og köfnunarhætta af squishies

Mynd af squishies, kreisti-leikfang
Fyrr á árinu birti umhverfisstofnun í Danmörku niðurstöður úr prófunum á 12 mismunandi „Squishies“ kreisti leikföngum. Reyndust allar vörurnar innihalda skaðleg efni, sem gátu m.a. valdið ófrjósemi og krabbameini. Sjá má myndir af þeim hér: https://mst.dk/media/150400/squishe-der-advares-imod.pdf. Í framhaldi voru tvær tegundir af leikföngum innkallaðar hér á landi
26.10.2018

Bílabúð Benna ehf. innkallar Opel Astra og Opel Mokka.

Mynd með frétt
Að beiðni Opel hefur Bílabúð Benna innkallað 88 Opel Astra bifreiðar af árgerðunum 2016 og 2017 og 18 Opel Mokka bifreiðar af árgerðunum 2017 og 2018. Um er að ræða bifreiðar með 1.4L bensínvélum.
16.10.2018

Villandi fullyrðingar

Neytendastofu barst ábending vegna fullyrðingar um virkni fótboltadróna sem fyrirtækið Vidcom Ísland ehf. selur. Utan á umbúðum drónans stendur: „Náðu margra klukkustunda skemmtun með fótbolta-drónanum – fljúgandi, upplýsti dróninn sem þú stjórnar með höndunum“.
16.10.2018

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Með ákvörðun Neytendastofu í bréfi komst Neytendastofa að því að ekki væri tilefni til aðgerða vegna kvörtunar neytanda tengdum kaupum á bátsvél og markaðssetningarefni á téðum bátsvélum.
15.10.2018

Auðkennið MY LETRA

Neytendastofu barst erindi Hvergilands ehf. f.h. verslunarinnar Myconceptstore, þar sem kvartað var yfir notkun vefverslunarinnar My Letra á auðkenninu My Letra yfir skartgripi sem væru til sölu hjá vefversluninni. Vísaði Myconcepstore m.a. til þess að fyrirtækið hefði framleitt skartgripi undir heitinu MY Letter frá árinu 2015.
8.10.2018

Nettó innkallar “Chalk-a-doos” krítarleikfangapakka

Innkallaðar krítar Nettó
Neytendastofa vekur athygli á innköllun Nettó á krítarleikfangapakkanum “Chalk-a-doos”, sem verslunin hafði til sölu fyrir stuttu. Alls seldust um 18 eintök af pökkunum.
5.10.2018

Villandi auglýsingar á orkudrykknum Ripped bannaðar

Neytendastofu bárust ábendingar um fullyrðingar í auglýsingum Fitness Sport á orkudrykknum Ripped. Fullyrðingarnar vörðuðu annars vegar meintan heilsufarslegan ávinning af neyslu orkudrykkjarins og hins vegar vinsældir hans. Í kjölfar ábendinganna óskaði Neytendastofa eftir skýringum Fitness Sport.
5.10.2018

Fyrirkomulag gjaldtöku vegna markaðssetningar á rafrettum sem innihalda nikótín

Velferðarráðuneytið hefur á vefsíðu sinni tilkynnt hvernig fyrirkomulagi við gjaldtöku vegna markaðssetningar á rafrettum sem innihalda nikótín verður háttað. Þar kemur fram að samkvæmt þeirri útfærslu við gjaldtöku sem Neytendastofa vinni að, sé ekki gert ráð fyrir að tilkynningargjald leggist á smásala, nema í þeim tilvikum sem viðkomandi smásali kjósi sjálfur að tilkynna vöru á markað.
3.10.2018

BL ehf. innkallar Subaru

Subaru vörumerki
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi Subaru Legacy og Subaru Outback bifreiðar af árgerðunum 2010 til 2014. Um er að ræða 137 bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að þéttir og segulhringur í stjórnb
2.10.2018

Duldar auglýsingar bannaðar

Neytendastofa hefur bannað fyrirtækjunum Origo hf., Sahara Media ehf. og tveimur bloggurum á trendnet.is að nota duldar auglýsingar. Neytendastofu bárust ábendingar vegna bloggfærslna á vefsíðunni Trendnet þar sem fjallað var um vöru Origo hf. Ábendingarnar lutu að því að hugsanlega væri um markaðssetningu að ræða en slíkt væri hins vegar ekki tekið fram.
1.10.2018

Toyota innkallar Avensis árgerð 2006

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi tvær Toyota Avensis bifreiðar af árgerðinni 2006. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að hliðarloftpúðar í framsætum virki ekki sem skyldi.
27.9.2018

Ertu með alvöru endurskinsmerki?

Það er sérstaklega mikilvægt að vera áberandi og vel merktur þegar farið er að skyggja. Neytendastofa vill brýna fyrir neytendum að skoða allar merkingar á endurskinsmerkjum áður en þau eru notuð.
25.9.2018

Innköllun á Kia Picanto TA

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju að innkalla þurfi 64 Kia Picanto TA bifreiðar af árgerðinni 2011-2012.
21.9.2018

Auðkennið Veiðimaðurinn

Neytendastofu barst erindi Bráðar ehf. þar sem kvartað var yfir notkun Veiðimannsins ehf. á heitinu „Veiðimaðurinn“. Vísaði Bráð til þess að félagið ætti skráð orð- og myndmerkið VEIÐIMAÐURINN 1940 og hefði forgangsrétt til heitisins
18.9.2018

Upplýsingar á vefsíðum fjarskiptafyrirtækja ekki í lagi

Neytendastofa tók þátt í samræmdri skoðun Evrópusambandsins (s.k. sweep) á vefsíðum fjarskiptafyrirtækja. Könnunin snéri m.a. að því hvort fram kæmu með nægilega skýrum hætti upplýsingar um þjónustuveitanda, vörur og þjónustu, verð og samningsskilmála á vefsíðunum.
17.9.2018

Honda innkallar bifhjól af gerðinni CRF100FA

Vörumerki Honda
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf að innkalla þurfi Honda bifhjól af gerðinni CRF100FA bifreiðar af árgerðinni 2016. Ástæða innköllunar er að pinni í standara getur brotnað sem gæti valdið að standarinn detti niður í akstri eða haldi ekki þegar hjólinu er lagt
14.9.2018

Húsasmiðjan innkallar barnarólu.

Innkölluð barnaróla
Neytendastofa vekur athygli á innköllun Húsasmiðjunnar á barnarólum. Rólurnar voru selda í þremur litum blá, rauð og gul. Í leiðbeiningum frá framleiðanda sem fylgja með rólunni kom fram að varan var fyrir börn eldri en 3 ára og undir 40kg
13.9.2018

Tilkynningareyðublað fyrir innflytjendur á rafrettum og áfyllingar fyrir þær sem innihalda nikótín

Rafræn eyðublöð vegna tilkynninga á rafrettum og áfyllinga fyrir þær sem innihalda nikótín hafa nú verið tekin til notkunar hjá Neytendastofu. Innflytjendum og framleiðendum að slíkum vörum er skylt að tilkynna vöruna sex mánuðum fyrir markaðssetningu
12.9.2018

GG Sport innkallar Apollo klifurbelti

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun GG Sport á Apollo klifurbelti frá Grivel vegna slysahættu.
11.9.2018

Bílaumboðið Askja innkallar Kia Picanto TA

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju að innkalla þurfi 64 Kia Picanto TA af bifreiðar af árgerðinni 2011-2012. Ástæða innköllunarinnar er að eldsneytishosur milli eldsneytistanks og áfyllingarrörs

Page 23 of 92

TIL BAKA