Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

24.7.2018

Ófullnægjandi upplýsingagjöf við lánveitingu

Neytendastofa hefur tekið ákvarðanir gagnvart þremur fyrirtækjum sem veita neytendalán vegna skorts á upplýsingum við lánveitingu.
20.7.2018

Airbnb verður að tilgreina fullt verð á gistingu

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ásamt neytendayfirvöldum í Evrópu hafa verið að skoða samningsskilmála Airbnb og verðframsetningu á vefnum út frá löggjöf um neytendavernd.
17.7.2018

Pandoro Hobby innkallar squishies

Innkallað skvísleikfang
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Pandoro Hobby í Smáralind. Tilkynningin er tilkomin vegna athugunar Neytendastofu í kjölfar fréttar um skaðleg efni í svokölluðum „Squishies“. Í verslun Pandoro Hobby höfðu tvær tegundir af squishies leikföngum verið seldar, þ.e. skjaldbaka og franskar kartöflur
16.7.2018

Neytendastofa sektar Heimkaup vegna TAX FREE auglýsinga

Neytendastofu bárust ábendingar vegna TAX FREE auglýsinga Heimkaupa sem voru dagana 27. maí til 2. júní 2018. Í auglýsingu sem birtist á vefmiðlinum Kjarnanum þann 30. maí 2018,
16.7.2018

Sölu- og afhendingarbann á sex tegundir skotelda

Mynd af Innkölluðum skoteldum
Neytendastofa hefur lagt sölu- og afhendingarbann á sex tegundir skotelda. Við eftirlit Neytendastofu um áramótin kom í ljós að skoteldar frá þremur söluaðilum væru ekki í lagi.
11.7.2018

IKEA innkallar LURVIG vatnsskammtara fyrir gæludýr

Neytendastofa vekur athygli á innköllun á LURVIG vatnsskammtara fyrir gæludýr frá IKEA vegna hættu á að hundar eða kettir festi höfuðið í honum. Í tilkynningunni kemur fram að IKEA hvetji viðskiptavini til að hætta notkun á vatnsskammtaranum og skila honum.
10.7.2018

Nýjar reglur tryggja betri vernd ferðamanna

Þann 1. júlí tóku gildi í Evrópu reglur sem auka rétt ferðamanna sem bóka pakkaferð. Reglurnar hafa verið innleiddar hér á landi en taka ekki gildi fyrr en 1. janúar 2019.
10.7.2018

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes-Benz

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Öskju hf. um innköllun á 2 Mercedes-Benz bifreiðum af gerðunum C-class og E-class. Innköllunin er vegna þess að Möguleiki er fyrir því að stýristúpa sé ekki nógu jarðtengd.
5.7.2018

Hekla innkallar Volkswagen bifreiðar

Volkswagen vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hekla hf. um innkallanir á 93 Volkswagen up! og Volkswagen Polo bifreiðum árgerð 2016 og 2017, sem framleiddir voru á tilteknu tímabili.
2.7.2018

IKEA innkallar PENDLA rafhlaupahjól vegna hættu á að það brotni

Innkallað hlaupahjól
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á PENDLA rafhlaupahjóli frá IKEA vegna hættu á að brettið sem staðið er á brotni og valdi slysum. Í tilkynningunni kemur fram að IKEA hvetur viðskiptavini til að hætta notkun á hlaupahjólinu og skila því í verslunina
2.7.2018

Innköllun á eldflaug

Innkallað mjúk eldflaug frá Tiger
Neytendastofu hefur borist tilkynning í gegn um RAPEX um innköllun á mjúkdýri sem selt hefur verið í verslunum Söstrene Grene.
29.6.2018

Auglýsingar Toyota villandi

Neytendastofa fór fram á að Toyota sannaði fullyrðingu í auglýsingum sínum um að Hybrid bifreiðar væru 50% rafdrifnar. Kom það til í kjölfar ábendinga og kvarta frá neytendum.
28.6.2018

Hillumerkingar jurtavara ekki villandi

Neytendastofu barst kvörtun frá Sambandi afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) þar sem kvartað var yfir því hillumerkingum jurtavara. Taldi SAM að merkingarnar væru villandi þar sem notast væri við afurðaheiti mjólkur, s.s. möndlumjólk, hnetusmjör o.fl
27.6.2018

Tölvulistanum bönnuð birting fullyrðingarinnar „Aldrei aftur blekhylki“

Neytendastofu barst kvörtun yfir fullyrðingunni „Aldrei aftur blekhylki!“ í auglýsingu Tölvulistans á Epson prentara. Kvörtunin snéri að því að þrátt fyrir þessa fullyrðingu noti prentarinn blek.
26.6.2018

Auðkennið Örugg eyðing gagna

Neytendastofu barst erindi Gagnaeyðingar ehf. þar sem kvartað var yfir notkun Íslenska gámafélagsins ehf. á auðkenninu „Örugg eyðing gagna“. Gagnaeyðing vísað til þess að félagið hafi notað slagorðið frá á árinu 1998 og að það hafi verið notað með markvissum hætti frá árinu 2008.
19.6.2018

Innköllun á Subaru

Subaru vörumerki
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um innköllun á 2112 Subaru bifreiðum. Um er að ræða Legacy og Outback af árgerðunum 2004 til 2009 og Impreza af árgerðunum 2008 til 2010. Ástæða innköllunarinnar er að spennufall getur myndast í tengi fyrir bensíndælu
7.6.2018

Duldar auglýsingar Domino‘s og Íslandsbanka bannaðar

Neytendastofa hefur bannað fyrirtækjunum Pizza-Pizza ehf. og Íslandsbanka hf. að nota duldar auglýsingar. Neytendastofu bárust ábendingar vegna færslna einstaklings á samfélagsmiðlinum Snapchat þar sem fjallað
6.6.2018

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu

Í febrúar 2017 kvartaði Ergoline Ísland ehf. yfir samskiptum Pennans ehf. við Íslandsbanka hf. í tengslum við útboð vegna kaupa bankans á húsgögnum. Taldi Ergoline að fullyrðingar Pennans við Íslandsbanka um tiltekin húsgögn væru villandi og fælu í sér óréttmæta viðskiptahætti.
5.6.2018

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes-Benz

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Öskju hf. um innköllun á 2 Mercedes-Benz bifreiðum af undigerðinni GLE.
1.6.2018

Toyota innkallar Corolla og Auris

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um endurinnköllun á 65 Corolla og Auris bifreiðum af árgerðunum 2006 til 2010.
30.5.2018

Samstarf norræna neytendastofnana stuðlar að öflugri neytendavernd

Mynd með frétt
Neytendastjórnvöld í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð hittust í Reykjavík 23.-25. maí til að ræða sameiginlegar áskoranir á sviði neytendamála og til að samræma eftirlitsáherslur. Norrænt samstarf verður þróað frekar til að stöðva óréttmæta viðskiptahætti og ósanngjarna samningsskilmála á Norðurlöndunum.
29.5.2018

Auglýsingar um Felix tómatsósu bannaðar

Neytendastofu barst erindi Innnes ehf. þar sem kvartað var yfir fullyrðingum í auglýsingum Ásbjörns Ólafssonar ehf. um Felix tómatsósu. Auglýsingarnar sýndu myndskeið þar sem sett var saman máltíð og útlistað hvað færi í hverja máltíð. Í lokin var sýndur háls af tómatsósuflösku og tómatsósa sett út á máltíðna og var þá lesið yfir orðið „sykurleðja“.
28.5.2018

Hekla innkallar Volkswagen Polo

Volkswagen vörumerkið
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf. um innkallanir á 140 Volkswagen Polo bifreiðum árgerð 2018. Ástæða innköllunar er vegna hættu á að beltislás fyrir vinstra aftursæti getur opnast
25.5.2018

Innköllun á hvolpasveitarbúningi hjá Hagkaup, Toys‘r‘us og Partýbúðinni

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning í gegn um RAPEX um innköllun á Bessa hvolpasveitarbúningnum, með vörunúmer 610501. Búningurinn hefur verið seldur í verslunum Hagkaups, Toys‘r‘us og Partýbúðinni.
24.5.2018

IKEA innkallar SLADDA reiðhjól

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá IKEA vegna innköllunar á SLADDA reiðhjólum vegna ófullnægjandi öryggis beltadrifsins, sem kemur í stað hefðbundinnar keðju á hjólinu. Beltadrifið getur slitnað fyrirvaralaust og þannig leitt til falls. IKEA innkallar því SLADDA reiðhjólið í varúðarskyni og hvetur viðskiptavini til að hætta notkun þess. IKEA hafa borist ellefu tilkynningar um óhöpp, engin þeirra á Íslandi.

Page 25 of 92

TIL BAKA