Fréttasafn
Fréttir og tilkynningar
7.4.2016
Hekla innkallar Volkswagen Touareg

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu um innköllun á Volkswagen Touareg frá árgerð 2010 til 2016. Ástæða innköllunar er að öxull fyrir bremsupedala getur farið úr stýringu vegna þess að öxulsplitti getur vantað.
6.4.2016
IKEA innkallar LATTJO leðurblökuslá

Neytendastofa vekur athygli á innköllun IKEA á LATTJO leðurblökuslá vegna þriggja tilkynninga um að börn hafi hlotið skrámur eða mar á háls eftir notkun hennar. Í þessum tilfellum sat sláin föst og losnaði ekki frá hálsi barna eins og hún á að gera við álag. Ekkert tilvik hefur verið tilkynnt hér á landi.
6.4.2016
Tiger innkallar Snúningskubba
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Tiger vegna innköllunar á snúningskubbum. Við reglulegt eftirlit kom í ljós að kubbarnir geta losnað frá hvorum öðrum og í versta falli valdið köfnun.
5.4.2016
Merkingar Drífu á flís- og nælonvörum
Samtök iðnaðarins kvörtuðu til Neytendastofu vegna merkinga Drífu á ullarfatnaði og flís- og nælonfatnaði. Vörurnar sem kvartað var yfir eru ýmist merktar með íslenskum fána eða merki með landfræðilegum útlínum Íslands og töldu Samtök iðnaðarins að merkingarnar gæfu ranglega til kynna að um íslenska vöru og framleiðslu væri að ræða.
5.4.2016
Auðkennið VOCALIST
Neytendastofu barst erindi frá söngskólanum Vocal-Lísa þar sem kvartað var yfir notkun söngskólans Vocalist á auðkenninu VOCALIST. Taldi Vocal-Lísa að líkindi með heiti skólanna leiddu til þess að hætt væri á að neytendur rugluðu þeim saman.
4.4.2016
Auglýsingar Pennans á íslenskum húsgögnum
Samtök iðnaðarins kvörtuðu til Neytendastofu vegna auglýsinga Pennans ehf. á FANSA húsgögnum. Penninn auglýsti húsgögnin sem íslensk og töldu samtökin að það væri villandi þar sem húsgögnin væru ekki að fullu framleidd á Íslandi.
4.4.2016
Tiger innkallar Snúningsdýr Gíraffa
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Tiger vegna innköllunar á Gíröffum. Við reglulegt eftirlit kom í ljós að nokkrir af gíröffunum eru með laus horn. Það getur verið varasamt fyrir lítil börn að setja þau upp í sig og í versta falli valdið köfnun.
1.4.2016
BL ehf. innkallar 124 Subaru bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 124 Subaru bifreiðum árgerð 2015, af tegundinni Legacy / Outback.
31.3.2016
Leiðbeiningar frá OECD um viðskipti á netinu
Alþjóða efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur nú gefið út leiðbeiningar um viðskiptahætti á netinu, (e. E-commerce Recommendation) en þeim er ætlað að auka traust neytenda á síbreytilegum og flóknum markaði netviðskipta. Leiðbeiningarnar voru upphaflega gefnar út árið 1999 en hafa
30.3.2016.jpg?proc=Newslist)
BL ehf innkallar Subaru Leyorg
.jpg?proc=Newslist)
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 16 Subaru bifreiðum árgerð 2015-2016, af tegundinni Leyorg. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á bilun í loftinntaki sem gæti orsakað til að ganga illa hægagang og missi kraft.
29.3.2016
Ein af 109 fasteignasölum í lagi
Neytendastofa kannaði í byrjun árs vefsíður 109 fasteignasala á landinu ásamt því að kanna sölustaði þeirra sem staðsettar eru á Höfuðborgarsvæðinu. Athugað var hvort verð á öllum þjónustuþáttum væri sýnilegt á staðnum og á vefsíðum fyrirtækjanna þar sem skylt er að gefa upp verð bæði þar sem þjónusta er kynnt og seld auk þess sem sérstaklega þarf að taka fram ef annar kostnaður bætist við verðið
23.3.2016
Menntamálastofnun innkallar 2700 endurskinsmerki
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að setja bann við afhendingu og láta innkalla 2700 merki sem Menntamálastofnun gaf leik- og grunnskólabörnum í Kópavogi. Innköllunin er sett í kjölfar tímabundins afhendingabanns Neytendastofu.
22.3.2016
Veðmerkingar í verslunarkjörnum
Neytendastofa hefur nú til meðferðar mál vegna ófullnægjandi verðmerkinga hjá fyrirtækjum í verslunarkjörnum á Höfuðborgarsvæðinu. Kannaðar voru verðmerkingar fyrirtækja sem staðsett eru í Mjódd, Glæsibæ, Firðinum í Hafnarfirði, Holtagörðum, Smáratorgi, Spönginni, Hverafold, Korputorgi, Eiðistorgi, Garðatorgi, Grímsbæ, Hamraborg, Austurveri og Suðurveri. Í heildina var farið í 68 verslanir og þjónustufyrirtæki sem bjóða neytendum ýmsar vörur og þjónustu.
15.3.2016
Hekla innkallar Volkswagen Passat árgerð 2015 og 2016

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu, þar sem kemur fram að þeir hafi fengið tilkynningu frá Volkswagen AG um innköllun á Passat árgerð 2015 og 2016, sem framleiddir voru á afmörkuðu tímabili. Um er að ræða 28 bifreiðar.
14.3.2016
Toyota innkallar 1575 bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 1575 Rav4 bifreiðar af árgerðum frá 2006-2012.
9.3.2016
Brimborg ehf innkallar Volvo
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um innköllun á 90 bifreiðum af tegundunum Volvo XC60, V60, V60cc, S60, XC70, V70, S60cc allar af árgerðinni 2016.
3.3.2016
Vigtarmannanámskeið
Námskeið til löggildingar vigtarmanna var haldið 18 – 20 janúar. Í húsakynnum Neytendastofu í Reykjavík sátu 13 þátttakendur námskeiðið en samtímis sátu 3 þátttakendur á Ísafirði námskeiðið með aðstoð fjarfundarbúnaðar.
2.3.2016.jpg?proc=Newslist)
BL ehf. innkallar Nissan Juke
.jpg?proc=Newslist)
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 2 Nissan Juke bifreiðum árgerð 2015. Ástæða innköllunarinnar er röng kvörðunar stilling á vélarstjórnbox
25.2.2016.jpg?proc=Newslist)
BL ehf. innkallar Subaru
.jpg?proc=Newslist)
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 12 Subaru bifreiðum árgerð 2015, af tegundinni Impreza / XV. Ástæða innköllunarinnar er möguleg bilun í startara sem getur komið í veg fyrir að bíll starti sér eða hljóð byrjar að heyrast í startara. Endurforrita þarf vélartölvuna.
22.2.2016.jpg?proc=Newslist)
BL innkallar sendibifreiðar
.jpg?proc=Newslist)
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 67 Renault Master III af árgerðunum 2012-2014.
18.2.2016
Auglýsingar Úranus ehf. á Toyota bifreiðum.
Neytendastofu barst erindi Toyota á Íslandi ehf. þar sem kvartað var yfir auglýsingum Úranusar ehf. á ábyrgðartíma bifreiða. Með ákvörðun Neytendastofu frá árinu 2014 var komist að því að auglýsingar Úranusar ehf. væru villandi.
17.2.2016
Neytendalánum ehf. gert að greiða dagsektir
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að Neytendalán ehf., sem rekur smálánafyrirtækin 1909, Múla og Hraðpeninga, eigi að greiða dagsektir að fjárhæð 20.000 kr. á dag þar til félagið bætir úr upplýsingagjöf á vefsíðum sínum.
16.2.2016
Neytendastofa lætur prófa öryggi barnarúma

Neytendastofa tók þátt í evrópsku samstarfsverkefni á síðasta ári þar sem öryggi barnaferðarúma og barnarimlarúma var skoðað. Fjöldi slysa verður á hverju ári þar sem ung börn slasast vegna barnarúma. Foreldrar eiga að geta treyst því að börnin séu örugg í barnarimlarúmum eða barnaferðarúmum
12.2.2016
Neytendastofa sektar golfverslun fyrir verðmerkingar
Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á eina golfverslun fyrir verðmerkingar í versluninni. Verðmerkingareftirlit stofnunarinnar fór í golfverslanir á höfuðborgarsvæðinu í nóvember sl. þar sem skoðaðar voru verðmerkingar í verslun auk þess sem verðmerkingar og upplýsingar um fyrirtækið voru skoðaðar á vefsíðum.
5.2.2016
Könnun Neytendastofu á flugeldamarkaðnum
Neytendastofa fór í átaksverkefni í desember 2015 og byrjun janúar 2016 vegna sölu skotelda. Sérstök áhersla var lögð á sölu skotelda á netsíðum. Átakið var gert vegna fjölda ábendinga sem bárust stofnuninni í desember sl. um að skoteldar væru seldir með miklum afslætti án þess að hafa verið seldir á tilgreindu fyrra verði.
Page 37 of 93