Fréttasafn
Fréttir og tilkynningar
14.3.2019
BL innkallar 429 bifreiðar.

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi Subaru Forester og Impreza XV bifreiðar af árgerðunum 2012 til 2015. Um er að ræða 429 bifreiðar.
11.3.2019
Húsgagnaheimilið innkallar barnaburðarpoka

Neytendastofa vekur athygli á innköllun frá Húsgagnaheimilinu á hættulegum barnaburðarpoka frá Child Wheels by Childhome. Á pakkningunni stendur 3-way baby carriers og þeir heita Childhome Superstar. Framleiðandinn tilkynnti um innköllun eftir að í ljós kom að burðarpokinn væri hættulegur í notkun fyrir barnið.
8.3.2019
Toyota innkallar Lexus

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla eina Lexus bifreið af árgerð 2018.
6.3.2019
BL ehf. Innkallar Subaru Legacy og Outback

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi Subaru Legacy og Outback bifreiðar af árgerðunum 2018. Um er að ræða 37 bifreiðar.
4.3.2019
Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes-Benz Actros
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi Mercedes-Benz Actros vörubifreiðar af gerðunum 963 og 964. Um er að ræða 13 vörubifreiðar.
1.3.2019
Ný lög um rafrettur
Neytendastofa fer með markaðseftirlit með nýjum lögum um rafrettur og áfyllingar sem taka gildi í dag. Héðan í frá má aðeins flytja inn og selja rafrettur sem eru með barnalæsingu og teljast öruggar, þannig að þær leki ekki og að í þeim sé búnaður sem tryggir áfyllingu án leka
28.2.2019
Brimborg innkallar 155 Ford bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi Ford bifreiðar af árgerðunum 2016 til 2018. Um er að ræða 155 bifreiðar af gerðunum Kuga, FOcus, C-MAX, S-MAX, Mondeo, Galacy og Transit Connect.
28.2.2019
Kallað eftir skýrum og greinargóðum upplýsingum um verð og afslætti í netviðskiptum

Neytendastofa tekur reglulega þátt í samræmdum skoðunum (e. sweep) á vefsíðum sem selja neytendum vörur eða þjónustu á Evrópska efnahagssvæðinu. Þessar skoðanir eru gerðar til þess að kanna hvort löggjöf sem tryggir réttindi neytenda sé brotin og, ef svo er, að koma málum í betra horf.
26.2.2019
Fyrra verð á útsölu Húsgagnahallarinnar
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Húsgagnahöllinni vegna kynningar fyrirtækisins á lækkuðu verði án þess að geta sýnt fram á raunverulega verðlækkun. Neytendastofa bárust ábendingar þar sem kvartað var yfir því að sófi hafi ekki verið til sölu á því verði sem var tilgreint sem fyrra verði
25.2.2019
Neytendastofa sektar Elko
Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á Elko vegna ófullnægjandi upplýsinga í auglýsingum félagsins um vaxtalaus lán. Í lögum um neytendalán segir með skýrum hætti hvaða upplýsingar eiga að koma fram um lán þegar þau eru auglýst. Þegar neytendur eru upplýstir um vexti eða kostnað láns þurfa því þær
20.2.2019
Hekla innkallar Skoda

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi Skoda bifreiðar af árgerðunum 2018 (maí) til 2018 (júlí). Um er að ræða 45 bifreiðar. Níu Karoq bifreiðar og 36 Octavia.
18.2.2019
Brimborg innkallar Mazda BT-50

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi Mazda bifreiðar af árgerðunum 2006 til 2011. Um er að ræða 23 bifreiðar af gerðinni BT-50. Ástæða innköllunarinnar er sú að loftpúðar bifreiðanna gætu verið gallaðir.
14.2.2019
Hagkaup innkallar Squish-Dee-Lish kreisti fígúrur

Neytendastofu hefur borist tilkynning um hættulegt leikfang frá safety Gate kerfinu. Um er að ræða kreisti fígúrur sem kallast Squish-Dee-Lish. Prófanirnar leiddu í ljós að smáhlutir sem festir eru við leikfangið geta auðveldlega losnað af og valdið köfnunarhættu.
12.2.2019
Úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu nr. 17/2018. Með ákvörðuninni taldi Neytendastofa að Arion banki hefði brotið gegn þágildandi lögum um neytendalán með því að byggja vaxtaendurskoðun neytendaláns á samningsskilmálum sem tilgreindu ekki við hvaða aðstæður vextir breytist.
8.2.2019
Hættulegt prumpuslím í verslunum hérlendis

Neytendastofu hafa borist tilkynning í gegnum Safety Gate kerfið um hættulegt leikfangaslím sem heitir Noise Putty. Þegar leikfangið var prófað kom í ljós að það innihélt of mikið magn af bórati. Bórat getur borist inn í líkamann við handfjötlun í gegnum húð.
7.2.2019
Innköllun á Honda bifreiðum
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf um að innkalla þurfi Honda bifreiðar af árgerðunum 2010 til 2015. Um er að ræða 576 bifreiðar af gerðunum Accord, Jazz og CR-V.k.
5.2.2019
Dagsektir lagðar á tannlæknastofur
Neytendastofa gerði könnun í júlímánuði 2018, á upplýsingagjöf hjá tannlæknastofum landsins. Skoðaðar voru vefsíður 22 tannlæknastofa á landinu. Könnunin snéri að ástandi verðmerkinga á vefsíðum fyrirtækjanna þar sem skylt er að gefa upp verð bæði þar sem þjónusta er kynnt og seld.
4.2.2019
Heimkaup innkallar barnaburðarpoka
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heimkaup um innköllun á barnaburðarpokum frá Mini monkey. Um er að ræða tvær tegundir Sling Unlimited 4 in 1 og Sling unlimited 7 in 1. Barnaburðarpokarnir geta verið hættulegir þar sem þeir geta rifnað.
1.2.2019
Pönnukökupönnur innkallaðar.

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Svanhóli ehf. um innköllun á gölluðum pönnukökupönnum. Kemur fram að í verslanir fóru óvart um 100 stk. pönnukökupönnur þar sem halli handfangs er ekki réttur. Þessi galli veldur því að erfitt er að handleika pönnuna við bakstur
31.1.2019
Iceland innkallar hættulegt leikfangaslím
Neytendastofu hafa borist fjölda tilkynninga um Safety Gate kerfið um hættulega slím sem börn eru að leika sér með. Eitt af þeim er tvílitað leikfangaslím frá Toi-Toys. Þegar leikfangið var prófað
31.1.2019
Fullyrðingar um ódýrast og frítt hjá BaseParking
Neytendastofa hefur lagt 250.000 kr. stjórnvaldssekt á Base Capital ehf. vegna BaseParking, fyrir að brjóta gegn fyrri ákvörðun stofnunarinnar. Með ákvörðun Neytendastofu nr. 1/2018 bannaði stofnunin BaseParking m.a. að birta fullyrðingar um ódýrustu bílastæðin.
30.1.2019
Fyrra verð á skanva.is villandi
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Skanva ehf., rekstraraðila vefsíðunnar skanva.is, vegna kynningar fyrirtækisins á lækkuðu verði án þess að geta sýnt fram á raunverulega verðlækkun. Neytendastofu bárust ábendingar frá neytendum þar sem kvartað var yfir því að vörur á vefsíðunni hafi ekki verið til sölu á fyrra verði.
28.1.2019
Hættulegur leikfangahljóðnemi innkallaður

Neytendastofa hefur fyrirskipað innköllun og bannað sölu- og afhendingu á leikfangahljóðnemanum “Microphone with light”, vörunr. 29389 hjá versluninni Leikfangalandi. Kom í ljós við prófun að varan brotnaði auðveldlega og við það gátu litlar hnapparafhlöður dottið úr.
25.1.2019
Hekla ehf. innkallar Volkswagen

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi 20 Volkswagen Golf og Volkswagen T-Roc bifreiðar sem framleiddar voru á árið maí til ágúst 2018
22.1.2019
Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi
Neytendastofa bannaði Íslenska gámafélaginu notkun á auðkenninu „Örugg eyðing gagna“ með ákvörðun nr. 6/2018.
Page 22 of 93