Fréttasafn
Fréttir og tilkynningar
4.1.2019
Sölubann sett á Wonlex krakka snjallúr.
Neytendastofa kannaði snjallúr í samstarfi við Póst- og fjarskiptastofnun og Persónuvernd.
Í framhaldi af því hefur Neytendastofa bannað sölu og afhendingu á Wonlex krakka snjallúrum
4.1.2019
Fullyrðingar Artasan ehf. um virkni varanna Rosalique, Effitan og Brizo bannaðar
Neytendastofu bárust ábendingar vegna nokkurra fullyrðinga í auglýsingum fyrirtækisins Artasan ehf. um virkni vara á þeirra vegum. Um var að ræða fullyrðingar í auglýsingum á kreminu Rosalique, flugnafælunni Effitan og fæðubótarefninu Brizo.
3.1.2019
Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes-Benz

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf.um að innkalla þurfi þrjár Mercedes-Benz bifreiðar af tegundunum Setra og Tourismo sem framleiddar voru á árunum 2016 til 2018
2.1.2019
Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu
Neytendastofa lauk ákvörðun gagnvart Toyota á Íslandi hf. í júní s.l. vegna auglýsinga um að Toyota Hybrid bifreiðar væru 50% rafdrifnar. Komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að auglýsingar væru villandi þar sem skilja mætti fullyrðinguna með tvennum hætti
28.12.2018
Skjalasaga í 100 ár til Þjóðskjalasafns Íslands

Þann 14. nóvember 1917 staðfesti Kristján tíundi konungur Danmerkur lög nr. 78/1917 um mælitæki og vogaráhöld sem tóku gildi 1. janúar 1919. Í lögunum var kveðið á um að setja skyldi á stofn „löggildingarstofu“ í Reykjavík sem skyldi annast einkasölu og löggildingu mælitækja, einnig verklegt eftirlit með mælitækjum hér á landi.
27.12.2018
Auðkennið BOX
Neytendastofu barst erindi Boxins verslunar þar sem kvartað var yfir notkun fyrirtækisins RSF ehf. á heitinu „BOX“ í auglýsingum á vegum félagsins. Taldi Boxið verslun að notkun RSF ehf. á heitinu væri til þess fallið að valda ruglingi milli fyrirtækjanna.
21.12.2018
Nova boltar bannaðir
Neytendastofa hefur bannað afhendingu á NOVA boltum í kjölfar ábendingar um að boltarnir gætu verið hættulegir ungum börnum. Kom fram að boltarnir væru ekki CE-merktir og saumar boltans hefðu rifnað. Við það hafi innihald boltans orðið aðgengilegt börnum.
20.12.2018
Afturköllun og sölubann á snjallúrum ætluð börnum

Neytendastofa hefur bannað sölu- og afhendingu á krakka snjallúrunum ENOX Safe-Kid-One, sem voru seld og markaðssett í netverslun hjá Hópkaup. Stofnunin hefur einnig gert kröfu um að Hópkaup innkalli úrin frá kaupendum. Fyrirtækið skal einnig birta fréttatilkynningu um innköllunina.
18.12.2018
Hekla innkallar Mitsubishi
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf.um að innkalla þurfi Mitsubishi ASX árgerð 2011 – 2012. Outlander og Lancer árgerð 2008 – 2012 með 2.0 lítra og 2.4 lítra bensínvél
11.12.2018
Toyota innkallar 4021 bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi Toyota bifreiðar af árgerðunum 2000 til 2007. Um er að ræða 4021 bifreiðar af gerðunum Avensis (1654 eintök), Corolla (2159 eintök), Verso (185 eintök) og Yaris (23 eintök).
11.12.2018
Harley Davidson mótorhjól, innköllun frá Safty gate kerfinu
Neytendastofa vekur athygli á innköllunum frá Safety gate kerfinu um Harley Davidson mótorhjól sem kunna að vera til á Íslandi. Umrædd mótorhjól eru ekki með eiginlegan þjónustuaðila á Íslandi en gætu hafa verið flutt til landsins af einstaklingum.
4.12.2018
Hekla innkallar 957 Mitsubishi
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hekla hf um innköllun á 957 Mitsubishi bifreiðum af árgerðunum 2017 til 2019. Um er að ræða tegundirnar ASX, (árgerðir 2018 - 2019), Eclipse Cross (árgerðir 2018) Outlander (árgerðir 2017 - 2018) og Outlander PHEV (árgerðir 2017 - 2018).
3.12.2018
Hekla innkallar 1611 Mitsubishi bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hekla hf um innköllun á 1611 Mitsubishi bifreiðum af árgerðunum 2017 til 2018. Um er að ræða tegundirnar ASX, Eclipse (árgerð 2018) , Outlander og Outlander PHEV (árgerðir 2017 - 2018).
29.11.2018
Toyota innkallar 761 Aygo bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi Toyota Aygo bifreiðar af árgerðunum 2005 til 2014. Um er að ræða 761 bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er sú að möguleiki er fyrir hendi að rúða við afturhlera getur losnað að hluta vegna ófullnægjandi límingar.
27.11.2018
IKEA innkallar GLIVARP stækkanlegt borð
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá IKEA vegna innköllunar á GLIVARP stækkanlegu borði vegna hættu á að stækkunarplata losni. Í tilkynningu IKEA kemur fram að borist hafa tilkynningar um að stækkunarplatan losni úr brautinni sem henni er rennt eftir og detti af. IKEA hvetur alla viðskiptavini sem eiga hvítt GLIVARP borð til að skila því í IKEA og fá að fullu endurgreitt eða nýtt borð. Ekki er nauðsynlegt að sýna greiðslukvittun.
15.11.2018
Hvernig er best að versla á netinu
Neytendastofa tekur þátt í átaksverkefni Efnahags og framfarastofnunar OECD sem miðar að því að hjálpa neytendum að versla öruggar vörur á netinu. Verslun á netinu verður sífellt algengari meðal Íslendinga og annarra þjóða. Þessari breyttu kauphegðun fylgja margskonar áskoranir. Þó að margar netverslanir séu til fyrirmyndar eru til dæmi um hið gagnstæða.
15.11.2018
Auðkennið RVK EVENTS
Neytendastofu barst erindi RVK Studios ehf. og Sögn ehf. þar sem kvartað var yfir notkun RVK Events ehf. á heitinu RVK Events. RVK Studios og Sögn töldu hættu á að starfsemi fyrirtækjanna yrði ruglað saman.
14.11.2018
Neytendastofa sektar Tölvulistann
Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á Tölvulistann vegna fullyrðinga um „lægra verð“, „betra verð“ og „60 gerðir“ í auglýsingum Tölvulistans.
13.11.2018.jpg?proc=Newslist)
Brimborg innkallar Ford Edge
.jpg?proc=Newslist)
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf að innkalla þurfi dísel Ford Edge bifreiðar af árgerðunum 2015 til 2018. Um er að ræða 113 bifreiðar.
6.11.2018
Ótilkynntar rafrettur verða ólöglegar 1. mars 2019
Nú eiga allir sem hyggjast flytja inn og selja rafrettur og áfyllingar með nikótíni, eftir 1. mars. 2019, að tilkynna vörurnar til Neytendastofu
29.10.2018
Efna- og köfnunarhætta af squishies
Fyrr á árinu birti umhverfisstofnun í Danmörku niðurstöður úr prófunum á 12 mismunandi „Squishies“ kreisti leikföngum. Reyndust allar vörurnar innihalda skaðleg efni, sem gátu m.a. valdið ófrjósemi og krabbameini. Sjá má myndir af þeim hér: https://mst.dk/media/150400/squishe-der-advares-imod.pdf. Í framhaldi voru tvær tegundir af leikföngum innkallaðar hér á landi
26.10.2018
Bílabúð Benna ehf. innkallar Opel Astra og Opel Mokka.

Að beiðni Opel hefur Bílabúð Benna innkallað 88 Opel Astra bifreiðar af árgerðunum 2016 og 2017 og 18 Opel Mokka bifreiðar af árgerðunum 2017 og 2018. Um er að ræða bifreiðar með 1.4L bensínvélum.
16.10.2018
Villandi fullyrðingar
Neytendastofu barst ábending vegna fullyrðingar um virkni fótboltadróna sem fyrirtækið Vidcom Ísland ehf. selur. Utan á umbúðum drónans stendur: „Náðu margra klukkustunda skemmtun með fótbolta-drónanum – fljúgandi, upplýsti dróninn sem þú stjórnar með höndunum“.
16.10.2018
Ákvörðun Neytendastofu staðfest
Með ákvörðun Neytendastofu í bréfi komst Neytendastofa að því að ekki væri tilefni til aðgerða vegna kvörtunar neytanda tengdum kaupum á bátsvél og markaðssetningarefni á téðum bátsvélum.
15.10.2018
Auðkennið MY LETRA
Neytendastofu barst erindi Hvergilands ehf. f.h. verslunarinnar Myconceptstore, þar sem kvartað var yfir notkun vefverslunarinnar My Letra á auðkenninu My Letra yfir skartgripi sem væru til sölu hjá vefversluninni. Vísaði Myconcepstore m.a. til þess að fyrirtækið hefði framleitt skartgripi undir heitinu MY Letter frá árinu 2015.
Page 24 of 93