Fréttasafn
Fréttir og tilkynningar
15.2.2018
Söstrene Grene innkalla 725 barnahnífapör
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á barnagöfflum hjá versluninni Söstrene Grene vegna hættu á köfnun. Hnífapörin voru seld í versluninni árið 2017 og í janúar 2018.
1.2.2018
Markaðseftirlitsáætlun 2018
Neytendastofu er í lögum nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu, falið að vinna að heildarskipulagningu opinberrar markaðsgæslu í samvinnu við önnur eftirlitsstjórnvöld.
29.1.2018
Hekla innkallar Mitsubishi ASX
Hekla hf. kallar inn 23 Mitsubishi ASX bifreiðar árgerð 2016. Ástæða innköllunar er að möguleiki er á að hurðarlæsing virki ekki rétt við hátt hitastig
16.1.2018
Mjólkursamsalan ehf fær vottun til e-merkingar
Neytendastofa veitti fyrirtækinu Mjólkursamsalan ehf á síðasta ári vottun til e-merkingar. Vottunin gildir fyrir framleiðslulínu fyrirtækisins á skyri í 170 g og 500 g pakkningum sem það selur erlendis.
12.1.2018
N1 hættir sölu á endurskinsprey
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá N1 um að búið sé að taka úr sölu endurskinsprey frá ALBEDO, þar sem komið hefur í ljós að varan uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru til endurskins.
12.1.2018
Ákvörðun Neytendastofu staðfest
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 27/2017. Í ákvörðun Neytendastofu lagði stofnunin 500.000 króna stjórnvaldssekt á Norðursiglingu ehf. fyrir brot gegn fyrri ákvörðun stofnunarinnar.
11.1.2018
Úrskurður áfrýjunarnefndar
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu nr. 16/2017. Með ákvörðuninni komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu, í kjölfar kvörtunar Fabrikkunnar sem selur ís í smásölu undir nafninu Fabrikkuís, að Gjóna ehf. væri heimil notkun á auðkenninu „Ísfabrikkan“.
10.1.2018
Vigtarmannanámskeið: almennt og endurmenntunarnámskeið
Neytendastofa mun daganna 15. – 17. janúar standa fyrir almennu námskeiði fyrir vigtarmenn. Námskeiðið er haldið í húsakynnum Neytendastofu í Reykjavík en verður einnig tengt með fjarfundarbúnaði við Menntasetrið á Þórshöfn og Austurbrú á Reyðarfirði. Námskeiðið veitir þeim sem ljúka því réttindi til að starfa sem löggildir vigtarmenn.
Endurmenntunarnámskeið vigtarmanna verður haldið þann 18. janúar. Löggilding vigtarmanna gildir í 10 ár og þarf að sitja endurmenntunarnámskeið til að framlengja réttindin. Tengin með fjarfundarbúnaðnum verður við Höfn í Hornafirði.
9.1.2018
Ákvörðun Neytendastofu staðfest
Neytendastofa lauk ákvörðun gagnvart Toyota á Íslandi í desember 2016 vegna Toyota Flex samninga. Málið snéri að því hvort Toyota Flex samningar falli undir gildissvið laga um neytendalán nr. 33/2013 eða ekki.
4.1.2018
Flugeldar og niðurstöður átaksverkefnis 2015-2017
Neytendastofa tók þátt í sameiginlegri aðgerð eftirlitsstjórnvalda frá 9 aðildarríkjum á EES-svæðinu sem fara með öryggi og eftirlit með skoteldum. Alls voru 424 vörutegundir sendar til prófunar eða tæplega 5000 sýni alls eftir sýnatöku um áramót 2015-16 og 2016-17
3.1.2018
Kvörðun þrýstimæla liggur niðri
Neytendastofa hefur hingað til boðið upp á kvarðanir þrýstimæla á bilinu -1 ... +100 bar og er þar um að ræða loftmæla. Nú liggur sú þjónusta niðri þar sem komið hefur upp alvarleg bilun í kvörðunarbúnaði stofnunarinnar.
30.12.2017
Sölubann á skotelda
Neytendastofa hefur lagt sölubann á skotelda hjá Stjörnuljós ehf. Fulltrúi Neytendastofu gerði könnun á útsölustöðum skotelda á höfuðborgarsvæðinu, þar sem skoðaðar voru leiðbeiningar og viðvörunarmerkingar og hvort að vörurnar voru CE merktar.
29.12.2017
Sölubann á skotelda.
Neytendastofa gerði könnun á skoteldum á höfuðborgarsvæðinu. Skoðað var hvort að merkingar væru í lagi og hvort að skoteldarnir væru ekki örugglega CE merktir. Merkið táknar að framleiðandinn ábyrgist að varan sé í lagi og samræmist viðeigandi Evrópskum öryggiskröfum. Þegar hefur Neytendastofa lagt sölubann á fjórar tegundir, sem reyndust ekki CE-merktar og
28.12.2017
Samtengdar skotkökur
Neytendastofa hefur fengið fjölda ábendinga vegna fréttaflutnings um samtengdar kökur. Vegna þess viljum við koma því á framfæri að það er með öllu óheimilt að breyta skoteldum, hvort sem um er að ræða samtengingu á kökum eða breytingu á púðurmagni. Það er eingöngu framleiðandinn sem getur framleitt samtengdar kökur
21.12.2017
Snudduband frá Elodie Details
Neytendastofa hefur fengið tilkynningu í gegn um Rapex eftirlitskerfið um hættuleg snuddubönd frá Elodie Details. Plasthringur sem er á enda snuddubandsins getur auðveldlega brotnað. Einnig kom í ljós við prófun á vörunni að klemma á snuddubandinu er ekki í lagi og getur verið hættuleg börnum
20.12.2017
Tillögur um takmörkun litarefna í húðflúrlitum (tattú)
Húðflúr (tattú) hefur undanfarin ár notið mikilla vinsælda og talið að um 12% neytenda á EES svæðinu hafi fengið sér húðflúr og væntanlega um helmingi fleiri á aldrinum 18- 35 ára. Um litarefnin gilda ekki samræmdar reglur og af þeirri ástæðu óskaði framkvæmdastjórn ESB eftir því að Evrópska efnafræðistofnunin (ECHA) myndi gera úttekt á þeirri áhættu sem fylgir notkun litarefna
20.12.2017
Hekla hf. innkallar Amarok
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu um innkallanir á Volkswagen Amarok bifreiðum árgerð 2017 og 2018. Ástæða innköllunar er að slanga fyrir vökvastýri getur skemmst vegna nudds við hosuklemmu.
19.12.2017
BL ehf. innkallar Nissan Navara
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innkallanir á Nissan Navara D40 árgerð 2005-2012. Um er að ræða 517 bifreiðar. Innköllunin felst í því að skoðuð og mæld er grind bifreiðanna, þ.e. hvort styrkleiki grindarinnar sé nægilegur miðað við staðla
19.12.2017
Bílaumboðinu Öskju gert að breyta auglýsingum sínum
Neytendastofu bárust ábendingar frá neytendum vegna auglýsinga Bílaumboðsins Öskju um 7 ára ábyrgð á nýjum Kia bifreiðum. Ábendingarnar snéru að því að í auglýsingunum kæmi ekki fram að til þess að njóta ábyrgðarinnar þurfi að fara með bifreiðina í reglulega þjónustuskoðun og greiða sérstaklega fyrir hverja skoðun. Neytendastofa taldi ástæðu til að skoða markaðssetninguna nánar og gerði við það tilefni einnig athugasemdir við upplýsingar í auglýsingunum sem snéru að neytendalánum.
18.12.2017
Snuddubönd frá Sebra Interior for kids
Neytendastofa vill beina þeim tilmælum til foreldar að fylgjast vel með hvort snuddubandið sem verið er að nota sé í lagi. Við skoðun þarf að kanna hvort að einhverjar skemmdir eru á snuddubandinu, hvort að sprunga er á festingum og hvort klemmur eru farnar að gefa eftir. Ef smáir hlutir losna af snuddubandinu getur það skapað köfnunarhættu. Slysin gerast fljót
15.12.2017
Ófullnægjandi upplýsingar vegna neytendalána Brúar lífeyrissjóðs
Neytendastofu barst kvörtun frá Hagsmunasamtökum heimilanna vegna markaðssetningar Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. Snéri kvörtunin að ófullnægjandi upplýsingagjöf í kynningum Brúar lífeyrissjóðs á neytendalánum, annars vegar í fréttabréfi og hins vegar á vefsíðu sinni.
15.12.2017
Dagsektir lagðar á fasteignasala
Neytendastofa gerði könnun árið 2016 á upplýsingagjöf hjá fasteignasölum landsins. Skoðaðar voru vefsíður 109 fasteignasala á landinu ásamt því að kanna sölustaði þeirra sem staðsettar voru á höfuðborgarsvæðinu. Könnunin snéri að ástandi verðmerkinga á sölustað og á vefsíðum fyrirtækjanna þar sem skylt er að gefa upp verð bæði þar sem þjónusta er kynnt og seld.
14.12.2017
Hagkaup innkallar Ty marglita mjúkdýr
Neytendastofu vekur athygli á innköllun á hjá Hagkaup á Ty marglita mjúkdýr sem lítur út eins og púddluhundur. Komið hefur fram galli í saumum á Ty mjúkdýrinu samanber mynd (The Beanie Boo´s collection/rainbow).
13.12.2017
BL innkallar Range Rover
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL um innkallanir á Range Rover og Range Rover Sport árgerð 2017. Um er að ræða 18 bifreiðar.
11.12.2017
Leysibendar sem leikföng
Neytendastofa vill vekja athygli á frétt á heimasíðu Geislavarna ríkisins sem einnig má sjá hér að neðan. Við viljum benda fólki á að hafa samband við Neytendastofu ef það telur að verið sé að selja hér á landi vöru sem er hættuleg fólki. Ef varan heyrir ekki undir eftirlit Neytendastofu þá munum við koma ábendingunni á réttan stað.
Page 27 of 92