Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

20.9.2017

Tímabundið sölubann á 89 tegundum af „spinnerum“

Neytendastofa hefur lagt tímabundið bann við sölu og afhendingu á 89 tegundum af þyrilsnældum (e. fidget spinners) hjá innflytjanda hér á landi. Innflytjandinn hefur ekki enn sýnt fram á að varan sé örugg fyrir börn en hefur fjórar vikur til að sýna fram á að varan sé í lagi.
14.9.2017

Victoria‘s Secret innkallar farsímahulstur

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Victoria‘s Secret um innköllun á farsímahulstrum fyrir IPhone. Hulstrin eru gerð úr plasti sem innihalda vökva og glimmer. Samkvæmt tilkynningunni geta hulstrin auðveldlega brotnað með þeim afleiðingum að terpentína (e. white spirit) lekur úr hulstrinu
13.9.2017

Innköllun á Maserati

Maserati vörumerkið
Neytendastofa vekur athygli á evrópskri innköllun á Maserati bifreiðum. Þessi bílategund hefur engan umboðs eða þjónustuaðila á Ísland og málið því af öðrum toga en flestar bifreiðainnkallanir Neytendastofu. I
12.9.2017

Bílaumboðið Askja innkallar 17 Mercedes-Benz vörubíla

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju varðandi innköllun á Mercedes-Benz vörubílum. Um er að ræða gerðirnar: Axor Econic, Actros, Antos og Arocs.
8.9.2017

Sölubann á „spinnera“ hjá Hagkaup

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur sett sölubann á þyrilsnældur (e. spinner) hjá Hagkaup þar sem ekki var sýnt fram á öryggi vörunnar og að hún væri í samræmi við gildandi lög og reglugerðir.
8.9.2017

BL. ehf innkallar Nissan Micra

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á Nissan Micra, framleiðsluár 2016-2017. Ástæða innköllunar er að sá möguleiki er staðar að samsetning teng
4.9.2017

Lindex innkallar Disney Frozen sokkapakka

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Lindex um að eitt par (þeim með myndinni af Önnu) í Disney Frozen pakkanum með vörunúmeri 833 7410285 5170 1611 uppfylli því miður ekki kröfur Lindex um gæði. Sokkarnir innihalda kemískt efni sem sé bannað í allri framleiðslu Lindex.
1.9.2017

BL ehf. Innkallar Hyundai bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 269 Hyundai bifreiðum. Um er að ræða Santa FE bifreiðar framleiddar á árnunum 2012-2016.
30.8.2017

Bílasmiðurinn innkallar Recaro barnabílstóla

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á Recaro barnabílstólum frá Bílasmiðnum. Um er að ræða Recaro Zero 1 bílstól fyrir 0-18 kg og Recaro Optia bílstól fyrir 9-18 kg með smart click og Recaro Fix.
25.8.2017

Toyota innkallar 314 Toyota Hilux

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning um að Toyota muni innkalla 314 Toyota Hilux á Íslandi framleidda á tímabilinu apríl 2016 til febrúar 2017. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að í einstaka bílum geti festing sem heldur rafleiðslum aftan við stýrisöxul verið laus.
22.8.2017

BL ehf. Innkallar Nissan bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL um innköllun á 342 Note og Tiida bifreiðar. Um er að ræða árgerð 2005 til 2013 af Note og ágerð 2007 til 2014 af Tiida.
21.8.2017

Hagkaup innkallar Amia dúkkur

Mynd með frétt
Neytendastofu vill vekja athygli á innköllun Hagkaupa á Amia dúkkum frá þýska leikfangaframleiðandanum Vedes en dúkkurnar hafa verið seldar hér á landi undanfarnar vikur. Ástæðan er galli í framleiðsl
18.8.2017

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes Benz bifreiðar

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um innköllun á 104 bifreiðum af gerðinni Mercedes Benz GLE, GLE Coupé og E-Class
17.8.2017

Hekla innkallar 27 bifreiðar

Mynd með frétt
Hekla hf. tilkynnir um innköllun á Skoda Octavia og Volkswagen Scirocco, Eos, Golf, Jetta, og Caddy vegna mögulegrar bilunar í ABS/ESC stjórnboxi. Ef bilun verður virkar ekki stöðuleikastýring sem varnar því að bíllinn renni til við yfirstýringu, undirstýringu og nauðhemlun.
9.8.2017

Má lækka kostnað við gjaldeyrisyfirfærslur?

Á Íslandi gilda reglur Evrópusambandsins á sviði fjármálaþjónustu vegna aðildar Íslands að EES samningnum. Í samræmi við aðgerðaráætlun Evrópusambandsins á sviði fjármálaþjónustu hefur nú verið sett af stað könnun þar sem leitað er álits jafnt einstaklinga sem fyrirtækja til að kanna með hvaða hætti sé hægt að lækka kostnað við yfirfærslur á gjaldeyri yfir landamæri innan Evrópska efnahagssvæðisins.
8.8.2017

Ófullnægjandi upplýsingar hjá Boxinu verslun ehf.

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að Boxið verslun ehf., sem rekur vefsíðuna boxid.is, þurfi að koma upplýsingum um einingarverð og þjónustuveitanda á vefsíðunni boxid.is í lögmætt horf.
4.8.2017

Norðursigling sektuð

Neytendastofa hefur lagt 500.000 kr. stjórnvaldssekt á fyrirtækið Norðursiglingu ehf. fyrir að hafa brotið gegn ákvörðun stofnunarinnar frá 8. febrúar 2017.
25.7.2017

Skorkort neytendamála 2017: Þekking íslenskra neytenda á réttindum sínum eykst

Skorkort neytendamála fyrir árið 2017 hefur verið birt. Í skorkortinu, sem gefið er út af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, eru neytendamarkaðir metnir út frá þremur lykilþáttum: þekkingu og trausti; samræmi við reglur og eftirlit; kvartanir og úrlausn þeirra. Þar er einnig farið yfir framfarir á innri markaði EES út frá sjónarhóli neytenda
21.7.2017

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu frá 6. febrúar 2017. Með ákvörðun Neytendastofu bannaði stofnun frekari birtingu „BOOM“ auglýsinga Makklands þar sem þær brytu gegn góðum viðskiptaháttum.
19.7.2017

ON innkallar sundkúta

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Orku náttúrunnar ehf. um að sundkútar merktir fyrirtækinu hafi verið teknir úr notkun. Ákvörðun um innköllunina var tekin í ljósi ábendingar til Neytendastofu og umfjöllunar í fjölmiðlum um að sundkútarnir væru ekki nægilega öruggir og skilyrðum laga og reglugerða sem gilda um vöruna væru ekki uppfyllt.
19.7.2017

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 62/2016. Ákvörðunin snéri að broti Hópkaupa á útsölureglum þar sem ekki var sýnt fram á raunverulega verðlækkun á ljósmyndanámskeiði.
18.7.2017

Bakarí þurfa að bæta verðmerkingar

Neytendastofa gerði athugun á ástandi verðmerkinga í 39 bakaríum á höfuðborgarsvæðinu í júní s.l. Athugað var hvort verðmerkingar væru í lagi í borði, gos- og mjólkurkælum og öðrum hillum sem voru til staðar. Athugasemdir voru gerðar við 22 bakarí, sérstaklega var tekið eftir að vörur sem voru á afgreiðsluborði eða stökum borðum í versluninni voru oft óverðmerktar.
17.7.2017

Smálánafyrirtæki sektuð

Neytendastofa hefur lagt 10 millj. kr. stjórnvaldssekt á E-content fyrir brot gegn fyrri ákvörðunum stofnunarinnar. E-content er rekstraraðili smálánafyrirtækjanna Kredia, Smálán, 1909, Múla og Hraðpeninga sem Neytendastofa hafði þegar tekið ákvörðun um að brytu gegn lögum um neytendalán með háttsemi sinni.
12.7.2017

Neytendastofa setur sölubann á "spinnera"

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur sett sölubann á spinnera (þyrilsnældur) hjá þremur innflytjendum þar sem þeir gátu ekki að sýnt fram á öryggi þeirra og að varan væri í samræmi við gildandi lög og reglugerðir. Auk þess sem varúðarmerkingar og upplýsingar á umbúðum voru ófullnægjandi.
11.7.2017

Sölubann á skotelda hjá E-þjónustunni ehf.

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um sölubann á þremur skoteldum sem E-þjónustan flutti til landsins. Um er að ræða flugeld (PPATA), eina skotköku (Secret gift) og stjörnuljós (Gold Sparklers).

Page 29 of 92

TIL BAKA