Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

27.3.2017

Brimborg innkallar Citroen C4

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf varðandi innköllun á 107 Citroen bifreiðum af gerðinni C4, framleiðsluár 2011-2012. Innköllunin fellst í að skoða ástand festingu fyrir húdd.
21.3.2017

Neytendastofa kannar hávaða í leikföngum

Mynd með frétt
Það er erfitt að gera sér grein fyrri hversu skaðleg áhrif hávaði í leikföngum hefur á heyrn barna, til lengri eða skemmri tíma. Mikilvægt er að hafa í huga að börnin koma til með að heyra hávaðann frá leikfanginu oft á dag. Heyrnaskaði meðal barna hefur aukist enda er það svo að einn afmarkaður hávaði frá leikfangi getur orsakað það að barn tapar heyrn á ákveðnu hljóðsvæði og varanlegum skaða á heyrn
15.3.2017

Bílaumboðið Askja innkallar Mercedez Benz bifreið

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Askja ehf um innköllun á einni Mercedes Benz E220 CDI bifreið, árgerð 2016. Ástæða innköllunarinnar er sú að Í gæðaferli Mercedes-Benz hefur komið upp möguleiki á því að þyngdarskynjara stjórnbox fyrir farþegasæti hafi verið vitlaust sett í
8.3.2017

Toyota innkallar Corolla bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 1458 Toyota Corolla bifreiðum, framleiðslutímabil 2002-2004. Ástæða innköllunarinnar er vegna galla í öryggispúða í stýri. Við árekstur sem er nógu harður til að öryggispúðinn eigi að blása út er mögulegt að drifbúnaðurinn fyrir púðann rifni og púðinn veiti ekki þá vernd sem honum er ætlað.
7.3.2017

Drög að reglugerð um skotelda

Neytendastofa vekur athygli á því að innanríkisráðuneytið hefur birt til umsagnar á vef sínum drög að reglugerð um skotelda. Eins og fram kemur á vef ráðuneytisins felur reglugerðin í sér heildarendurskoðun á gildandi reglugerð um skotelda þar sem tekið er mið af evrópustöðlum en Ísland hefur skuldbundið sig til að innleiða CE-merkingar á skotelda.
3.3.2017

Drög að reglugerð um fasteignalán til neytenda

Neytendastofa vekur athygli á því að fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt til umsagnar á vef sínum drög að reglugerð um fasteignalán til neytenda. Eins og fram kemur á vef ráðuneytisins fjallar reglugerðin um staðlað eyðublað sem nota ska
14.2.2017

Auðkennið Íslenska fasteignasalan

Neytendastofu barst erindi Fasteignasölu Íslands ehf. þar sem kvartað var yfir notkun keppinautarins PRO.Íslenska fasteignasalan ehf. á heitinu „Íslenska fasteignasalan“
13.2.2017

Markaðssetning Norðursiglingar á „Carbon Neutral“

Neytendastofu barst erindi Gentle Giants Hvalaferða ehf. þar sem kvartað var yfir markaðssetningu keppinautarins Norðursiglingar ehf. Taldi Gentle Giants Hvalaferðir að notkun Norðursiglingar á slagorðinu „Carbon Neutral“ væri villandi markaðssetning.
10.2.2017

Framadagar 2017

Mynd með frétt
Neytendastofa tók þátt í framadögum sem í þetta sinn voru hjá Háskólanum í Reykjavík. Forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson heimsótti kynningarbás Neytendastofu og kynnti sér starfsemi hennar og fékk innsýn í tillögur að lokaverkefnum fyrir háskólanema sem tengjast starfsemi stofnunarinnar og neytendavernd á Íslandi eins og sjá má á meðfylgjandi mynd
10.2.2017

Heitið Bjössi 16 ekki bannað

Neytendastofu barst kvörtun frá Bjössa ehf. yfir því að keppinautur fyrirtækisins hafi skráð og noti firmaheitið Bjössi 16 ehf. Taldi Bjössi ehf. að brotið væri á rétti sínum og hætta væri á að ruglast yrði á fyrirtækjunum vegna líkinda heitanna. Starfsemi beggja fyrirtækja tengist akstri vörubifreiða.
7.2.2017

Suzuki bílar hf innkalla 325 Suzuki Grand Vitara

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílar hf um innköllun á 325 Suzuki Grand Vitara bifreiðum af árgerðum 2008-2014.
6.2.2017

Bílaumboðið Askja innkallar 57 Mercedez Benz bifreiðar

lógó bílaumboðið Askja
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Askja ehf um innköllun á 57 Mercedes Benz Atego bifreiðum, framleiddir frá 2013 til 2017.
3.2.2017

Hekla innkallar Volkswagen 144 bifreiðar

Mynd með frétt
eytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi 144 Volkswagen Golf, Touran og Passat, sem framleiddir voru á ákveðnu tímabili og eru með tiltekna hugbúnaðarútgáfu fyrir rafkerfisstjórnun.
2.2.2017

Toyota innkallar Proace bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 34 Toyota Proace bifreiðum, framleiðsluár 2016. Ástæða innköllunarinnar er vegna hugsanlegs vatnsleka inn í bílinn frá hjólskál hægramegin að framan sem gæti skemmt rafkerfi við ABS hemlastýringatölvu
1.2.2017

Hreingerningum bannað að nota lénið cargobilar.com

Neytendastofu barst kvörtun frá Cargo sendibílaleigu yfir notkun Hreingerninga ehf. á léninu cargobilar.com. Í erindi kom fram að Cargo sendibílaleiga hafi notast við lénið cargobilar.is frá október 2005 og notkun Hreingerninga á nákvæmlega sama léni, nema með endingunni .com valdi ruglingi milli fyrirtækjanna.
31.1.2017

Neytendur greiði ekki fyrir óumbeðnar vörur

Neytendastofu hafa borist upplýsingar um að netverslunin Luxstyle Aps og Lux Internationla Sales Aps hafi sent neytendum óumbeðið vörur sem þeir hafa ekki pantað og krafist greiðslu fyrir. Sameiginleg eftirlitsnefnd neytendastofnana í EES - ríkjum (CPC-nefndin) fékk kvartanir frá fjölmörgum ríkjum. Fyrirtækin hafi sent neytendum vörur eftir að þeir einfaldlega höfðu skráð nafn sitt og heimilisfang á forsíðu vefverslunarinnar en höfðu hvorki pantað vöruna né gefið upp greiðslukortaupplýsingar.
25.1.2017

Suzuki bílar hf innkalla Suzuki Kizashi

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílar hf um innköllun á 8 Suzuki Kizashi bifreiðum af árgerðum 2009-2012. Ástæða innköllunarinnar er sú að gæðaeftirlit sem Suzuki bifreiðar sæta af hendi framleiðanda gaf til kynna galla í gírskiptistokk fyrir sjálfskiptingu.
24.1.2017

Brú lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga heimilt að nota auðkennið

Neytendastofu barst kvörtun frá Brú Venture Capital þar sem kvartað var yfir notkun Brúar lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga á auðkenninu BRÚ.
24.1.2017

IKEA innkallar MYSINGSÖ strandstól vegna slysahættu

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Ikea vegna innköllunar á strandstól. Eftir að áklæðið hefur verið tekið af til að þvo það, er hægt að setja það aftur á með röngum hætti þannig að það skapi hættu á að stóllinn gefi sig eða að notandi klemmist.
23.1.2017

Markaðssetning á Dælunni og sumarleik N1

Neytendastofu barst erindi Skeljungs hf. þar sem kvartað var yfir markaðssetningu N1 hf. á Dælunni og sumarleik N1 2016. Skeljungur taldi að slagorð Dælunnar „þrír fyrir einn á eldsneyti“ og „megahraðboðstilrýmingarsérverð“ væru villandi gagnvart neytendum.
23.1.2017

Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu nr. 33/2016. Með ákvörðuninni komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að auglýsingar Verkfæralagersins væru villandi þar sem birtar væru myndir af vörum undir yfirskriftinni „verð frá“ sem væri ekki verð hinna myndbirtu vara.
12.1.2017

Íslensk Bandarísk innkallar Jeep Renegade bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Íslensk – Bandarísk ehf um innköllun á tveimur Jeep Renegade bifreiðum, framleiðslutímabil 14.júní 2014 til og með 16. ágúst 2016.
30.12.2016

Ólavía og Ólíver innkalla Baby Dan öryggishlið

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun Ólavíu og Ólíver á BabyDan öryggishliði af gerðinni Danamik vegna mögulegrar slysahættu.
29.12.2016

Gleðilegt ár

Starfsfólk Neytendastofu óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs. Við viljum vekja athygli á að móttaka Neytendastofu verður lokuð eftir kl. 12.00 föstudaginn 30. desember og einnig mánudaginn 2. janúar.
22.12.2016

BYKO innkallar leikfang

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun BYKO ehf á dúkku að beiðni birgja, Edco í Hollandi vegna slysahættu. Dúkkan er með strikamerkinu 8711252981727 og tegundarheitinu My Baby & Me Doll, lota 2026720

Page 31 of 92

TIL BAKA