Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

22.12.2016

Toyota innkallar Hilux bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 125 Hilux bifreiðum, framleiðsluár 2016. Ástæða innköllunarinnar er að höggdempunarpúða bakvið framstuðara getur vantað í bílana. Í tilkynningunni frá Toyota kemur fram að bilanatíðnin sé innan við 1%
20.12.2016

Toyota innkallar Lexus bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 83 Lexus bifreiðum af gerðinni NX300h og NX200t, framleiðsluár 2015-2017.
16.12.2016

Flugeldasalar mega ekki blekkja neytendur

Á síðustu árum hafa Neytendastofu borist nokkur fjöldi ábendinga vegna villandi markaðssetningar á skoteldum. Nokkuð hefur borið á því að skoteldar séu boðnir á afsláttar- og útsöluverði þrátt fyrir að hafa ekki verið seldir á tilgreindu venjulegu verði eða að þeir séu boðnir á kynningarverði sem vari lengur en venjulega verðið.
15.12.2016

Leikföng: 12 góð ráð fyrir Jólin

Mynd með frétt
Leikföng eru vinsælar jólagjafir handa börnum enda eru þau hluti af þroskaferli þeirra. Til þess að leikur barna geti orðið hvað ánægjulegastur og öryggi þeirra tryggt er mikilvægt að neytendur hafi í huga að velja leikfang sem hæfir barninu og að það uppfylli þær öryggiskröfur sem til þess eru gerðar. Því vill Neytendastofa benda fólki á að hafa eftirfarandi í huga þegar velja á leikföng:
13.12.2016

BL ehf. innkallar Renault bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 12 Renault bifreiðum af gerðinni Clio IV, framleiðsluár 2016. Komið hefur fram í gæðaeftirliti Renault að athuga þarf herslu á boltum á afturási bifreiðar.
9.12.2016

BL ehf. innkallar Renault bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 101 Renault bifreiðum af gerðinni Trafic III, framleiðsluár 2014-2016. Í gæðaeftirliti Renault hefur komið ljós að athuga þarf herslu á boltum í fjöðrunarbita að aftan.
5.12.2016

Neytendastofa vigtar vörur

Mynd með frétt
Neytendastofa fer reglulega og skoðar forpakkaðar vörur í verslunum eða hjá pökkunaraðilum. Skoðað er hvort að þyngd vörunar sé í samræmi við uppgefna þyngd á umbúðum. Unnið er samkvæmt ákveðnu verklagi þar sem skoðuð er þyngd hverrar vöru og eins meðalþyngd úrtaksins. Í síðustu skoðun Neytendastofu á forpökkuðum vörum voru skoðaðar 19 vörutegundir og reyndust tvær ekki
2.12.2016

Sölubann á Stjörnublys

Mynd með frétt
Neytendastofa sendi handblys frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu sem heita STJÖRNUBLYS í prófun á prófunarstofu á Spáni. Niðurstaða prófunarinnar var sú að 7 blys af 10 virkuðu ekki rétt þar sem að þau uppfylltu ekki kröfur um grunngerð skotelda. STJÖRNUBLYSIN eru í flokki 1 sem eru skoteldar sem lítil hætta á að stafa af en þar sem að þau virka ekki rétt getur hætta stafað af þeim.
30.11.2016

Veitur ehf. fá vottað innra eftirlit veitumæla.

Mynd með frétt
Neytendastofa veitti Veitum ehf. dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur í sumar, eftir úttekt, heimild til að nota innra eftirlit til að sinna reglubundnu eftirliti með veitumælum fyrirtækisins. Fljótlega eftir að Veitur ehf. keyptu af Frumherja alla veitumæla sem notaðir eru á veitusvæði þess var ákveðið að reglubundið eftirlit með veitumælunum yrði samkvæmt innra eftirliti
24.11.2016

Neytendastofa sektar Tölvulistann

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á Tölvulistann fyrir brot gegn útsölureglum. Um var að ræða auglýsingabækling þar sem ranglega var gefið til kynna að allar vörur í bæklingnum væru á tilboði auk þess sem upplýsingar vantaði um fyrra verð á þeim vörum í bæklingum sem raunverulega voru á tilboði. Í tilefni brotsins lagði Neytendastofa 500.000 kr. stjórnvaldssekt á félagið.
18.11.2016

BL ehf. innkallar Subaru bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 88 Subaru bifreiðum af gerðinni Legacy/Outback , framleiðsluár 2010-2014. Ástæða innköllunarinnar er vegna þess að hlíf á þurrkumótor getur bráðnað, skipta þarf um hlífina.
16.11.2016

Neytendastofa sektar 1909, Múla og Hraðpeninga

Neytendastofa hefur lokið ákvörðun gagnvart E-content, rekstraraðila 1909, Múla og Hraðpeninga vegna upplýsinga um kostnað í tengslum við lán. Niðurstaða Neytendastofu var sú að brotið hafði verið gegn lögum um neytendalán og var stjórnvaldssekt því lögð á fyrirtækið.
15.11.2016

Toyota innkallar bifreiðar vegna Takata loftpúða

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um viðbót á innköllun vegna loftpúða í stýri og hjá farþega í framsæti frá Takata.
10.11.2016

Neytendastofa skoðar hraða nettenginga til neytenda

Neytendastofu hafa borist mörg erindi frá neytendum varðandi hraða nettenginga og auglýsingar fjarskiptafyrirtækja á netþjónustu sem þau eru að bjóða neytendum. Af þessari ástæðu hefur Neytendastofa sent Póst- og fjarskiptastofnun beiðni um að PFS upplýsi stofnunina um hvort og hvernig fyrirtæki á fjarskiptamarkaði geti veitt öllum neytendum þann hraða á Interneti eða breiðbandstengingum sem auglýstur er.
10.11.2016

Rafræn skilríki – neytendur bera ábyrgð á PIN

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu í máli nr. 35/2016 þar sem einstaklingur einstaklingur til Neytendastofu vegna meints öryggisgalla rafrænna skilríkja sem fyrirtækið Auðkenni gefur út til notkunar í farsímum. Í kvörtun neytanda var bent á að unnt væri að komast yfir PIN númer með ólögmætum hætti með því að fá farsíma einstaklings að láni í tvígang
31.10.2016

Kæru vísað frá áfrýjunarnefnd

Neytendastofa bannaði Árna Stefáni Árnasyni alla notkun á léninu dyraverndarinn.is, orðmerkinu og myndmerkinu DÝRAVERNDARINN með ákvörðun sinni nr. 32/2016.
31.10.2016

BL ehf. innkallar Renault Trafic III

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 15 Renault bifreiðum af gerðinni Trafic III , framleiðsluár 2014-2015. Í gæðaeftirliti Renault hefur komið ljós möguleiki á sprungumyndun á EGR röri í mengunarbúnaði á vél bifreiðar,
28.10.2016

BL ehf. innkallar Renault Megane IV

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 5 Renault bifreiðum af gerðinni Megane IV, framleiðsluár 2016. Í gæðaeftirliti Renault hefur komið ljós möguleiki er á að boltar í sætislásum aftursæta losni upp, með möguleika á skrölthljóðum, víbríng eða aftengingu sætislása.
26.10.2016

Sölu- og afhendingarbann á leikföng í versluninni Extrakaup

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur lagt sölu- og afhendingarbann á Hello Kittý mjúkdýr og Önnu og Elsu dúkkur í versluninni Extrakaup þar sem ekki er hægt að sýna fram á að leikföngin séu í lagi.
25.10.2016

Hekla innkallar Audi Q7

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi Audi Q7 bifreiðar með 7 sætum, framleiddar frá janúar 2015 til júlí 2016. Ástæða innköllunar er sú að aftasta sætaröðin getur færst til við árekstur. Lagfæring felst í því að bæta styrkingu við öftustu sætaröðina.
24.10.2016

Kvennafrídagurinn í dag

Neytendastofa mun loka í dag mánudaginn 25. október klukkan 14:38 til að taka þátt í samstöðufundi á Austurvelli, kl 15:15. Við viljum vekja athygli á að bæði afgreiðsla og símsvörun er lokuð frá kl. 14:30.
21.10.2016

Markaðssetning á Andrex salernispappír

Neytendastofu barst erindi Papco hf. þar sem kvartað var yfir markaðssetningu keppinautarins John Lindsay hf. á Andrex salernispappír. Taldi Papco að slagorðið „meira á hverri rúllu“ og merking á 12 rúllu umbúðum salernispappírsins með orðunum „3 rolls free“ væru villandi gagnvart neytendum. Þá taldi Papco að skjáauglýsingar John Lindsay væru villandi því þar kæmi ekki fram söluverð salernispappírsins.
19.10.2016

Auðkennið Rental1

Neytendastofu barst erindi frá bílaleigunni Route1 Car Rental ehf. þar sem kvartað var yfir notkun keppinautarins Go Green Car Rental ehf. á vefsíðunni www.rental1.is. Taldi Route1 Car Rental ehf. að ruglingshætta væri milli fyrirtækjanna og að Go Green Car Rental væri að nýta sér viðskiptavild fyrirtækisins.
18.10.2016

Toyota innkallar Prius

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 25 Prius bifreiðum árgerð 2016. Innköllunin er vegna spennu sem vantar í tengingu á barka í stöðuhemli
18.10.2016

Auðkennið Super Jeep

Neytendastofu barst erindi frá ferðaþjónustufyrirtækinu Superjeep ehf. þar sem kvartað var yfir notkun keppinautarins Super Jeep Drive ehf. á orðunum Super Jeep í firmaheiti, lénaheiti og í vörumerki fyrirtækisins.

Page 32 of 92

TIL BAKA