Fréttasafn
Fréttir og tilkynningar
11.7.2017
Sölubann á skotelda hjá E-þjónustunni ehf.
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um sölubann á þremur skoteldum sem E-þjónustan flutti til landsins. Um er að ræða flugeld (PPATA), eina skotköku (Secret gift) og stjörnuljós (Gold Sparklers).
10.7.2017
Sölubann á skotelda hjá Stjörnuljós ehf.
Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um sölubann á skotkökurnar STORMUR og LITRÍKAR ÞRUMUR sem Stjörnuljós ehf. fluttu til landsins.
7.7.2017
Tölvutek sektað
Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt að fjárhæð 1 milljón á Tölvutek fyrir að brjóta eldri ákvörðun stofnunarinnar. Málið snýr að fullyrðingu um að Tölvutek sé stærsta tölvuverslun landsins.
6.7.2017
Toyota innkallar Toyota Proace bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 4 Toyota Proace sendibílum, framleiðslutímabil 2016-2017. Ástæða innköllunarinnar er að festing fyrir kælidælu í loftræsikerfi (A/C) gæti verið ranglega hert.
28.6.2017
Fullyrðingar Símans ekki villandi
Neytendastofu barst kvörtun frá Vodafone yfir fullyrðingum Símans um hraðasta farsímanetið. Vodafone taldi fullyrðinguna villandi og gerði einnig ýmsar athugasemdir við framkvæmd prófunarinnar sem fullyrðingin byggir á og við framsetningu í auglýsingunum.
26.6.2017
Brimborg innkallar Mazda bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf varðandi innköllun á 29 Mazda 3 bifreiðum, framleiðsluár 01.07.2015 – 18.09.2015. Á ákveðnum Mazda 3 bifreiðum þarf að athuga plastsuðu á ICV ventli á bensíntank.
22.6.2017
Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes Benz bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um innköllun á 6 bifreiðum af gerðinni Mercedes Benz E-Class. Ástæða innköllunarinnar er sú að á E-class bifreiðum sem koma með taxi merki frá framleiðanda er möguleiki á því að líming í merki losni.
20.6.2017
Öryggishlið fyrir börn
Neytendastofa hefur undanfarin ár lagt áherslu á að skoða vörur fyrir börn, eins og hjálma, leikföng, fatnað, ferðarúm og barnarimlarúm. Komið hefur í ljós að hérlendis hafa verið til sölu vörur sem ekki hafa verið í lagi og í sumum tilfellum veitt falskt öryggi fyrir forráðamenn barna og jafnvel verið hættuleg börnum.
16.6.2017
Bönd í 17. júní blöðrum
Nú er þjóðhátíðardagurinn 17. júní skammt undan og hátíðarhöldin sem honum fylgja. Börnum er þessi dagur oft sérstakt tilhlökkunarefni enda jafnan ýmis skemmtun í boði til að gleðja þau. Svo þessi stund verði sem ánægjulegust er mikilvægt að hugað sé að öryggi barna.
13.6.2017
BL ehf. Innkallar Hyundai bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 14 bifreiðum af gerðinni Hyundai H1 TQ, framleiðsluár 2015-2016. Ástæða innköllunar er að upp hefur komið tilvik um leka á hráolíuslöngu við samskeyti, hráolíuleki getur komið í vélarrúmi og ef ekkert er gert þá getur lekið hráolíu.
8.6.2017
Ný ferðatilskipun Evrópusambandsins tryggir aukin réttindi ferðamanna
Neytendastofa vekur athygli á því að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur boðað til kynningarfundar þann 15. júní n.k. um nýja ferðatilskipun Evrópusambandsins.
7.6.2017
Bílaumboðið Askja innkallar Mercedes Benz bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um innköllun á 86 bifreiðum af gerðinni Mercedes Benz CLA, GLA, A-Class og B-Class. Ástæða innköllunarinnar er sú að möguleiki er fyrir því að vacuum slanga frá bremsukút losni frá, valdandi þess að bremsu pedall verður mjög harður.
1.6.2017
Tímabundið sölubann á „spinnera“
Neytendastofa hefur lagt á tímabundið bann hjá þremur innflytendum hér á landi við sölu og afhendingu á spinnerum vegna skorts á merkingum og upplýsingum um vöruna. Spinnerarnir sem um ræðir eru ekki CE-merktir og bera ekki varúðarmerkingar í samræmi við gildandi reglur um leikföng.
31.5.2017
Ársskýrsla Rapex
Rapex er tilkynningarkerfi fyrir hættulegar vörur innan Evrópska efnahagssvæðisins, hvert land hefur sinn tengilið, en á Íslandi er það Neytendastofa. Gefin hefur út ársskýrsla Rapex fyrir árið 2016. Samtals bárust alls 2044 tilkynningar í Rapex kerfið um hættulegar vörur. Flestar tilkynningarnar bárust vegna leikfanga (26%), bifreiða (18%) og fatnaðar og fylgihluta (14%). Algengustu hætturnar fyrir neytendur voru líkamstjón (25%), efnahætta (23%) og köfnunarhætta (11%).
18.5.2017
BL ehf. Innkallar Land Rover bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 39 bifreiðum af gerðinni Range Rover, Range Rover Evoque, Discovery Sport, framleiðsluár 2016
17.5.2017
Duldar auglýsingar Krónunnar og 17 sorta
Neytendastofa hefur bannað fyrirtækjunum Krónunni og 17 sortum að nota duldar auglýsingar í markaðssetningu.
Neytendastofu barst fjöldi ábendinga vegna stöðufærslna einstaklinga á Instagram þar sem fjallað var um ágæti vara og vörumerkja Krónunnar og 17 sorta. Fór Neytendastofa því fram á upplýsingar um það hvort einstaklingarnir hafi fengið greitt fyrir umfjallanirnar og hvernig staðið hafi verið að markaðssetningunni.
15.5.2017
BL ehf. Innkallar Renault bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á 10 bifreiðum af gerðinni Reanult Talisman, framleiðsluár frá 2016-2017. Ástæða innköllunar er að í gæðaeftirliti Renault hefur komið ljós að bæta þarf festingu hljóðeinangrunar í mælaborði yfir pedulum bifreiðar. Þetta er gert til að minnka líkur á að hljóðeinangrun geti losnað frá.
12.5.2017
Upplýsingar á vefversluninni pantadu.is ófullnægjandi
Neytendastofu hafa borist fjölmargra kvartanir og ábendingar frá neytendum um að þeir nái ekki í forsvarsmenn vefsíðunnar pantadu.is. Við skoðun Neytendastofu á síðunni kom í ljós að nauðsynlegar upplýsingar um þjónustuveitanda komu ekki fram. Stofnunin vakti athygli forsvarsmanns vefsíðunnar á þessu og fór fram á að upplýsingagjöfin yrði bætt.
11.5.2017
Auðkennið Ísfabrikkan
Neytendastofu barst erindi Nautafélagsins ehf. þar sem kvartað var yfir notkun fyrirtækisins Gjóna ehf. á auðkenninu „Ísfabrikkan“. Taldi Nautafélagið að notkun Gjónu á auðkenninu væri villandi og til þess fallið að valda ruglingi milli fyrirtækjanna.
9.5.2017
Orku bönnuð notkun lénsins cromax.is
Neytendastofu barst kvörtun frá Coatings Foreign IP Co. LL. vegna notkunar Orku ehf. á auðkenninu CROMAX og skráningar lénsins cromax.is. Í erindinu kom fram að Coatings Foreign IP væri eigandi vörumerkisins CROMAX og að hætta væri á að neytendur rugluðust á vörumerkinu og léninu cromax.is
5.5.2017
Bílaumboðið Askja innkallar Kia bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um innköllun á 3 Kia Niro bifreiðum, framleiddar frá 23. desember 2016 – 4. janúar 2017. Ástæða innköllunarinnar er sú að Kia Motors hefur gefið það út að raftengi við stýristúpumótor gæti verið skemmt eftir samsetningu hjá birgja.
3.5.2017
BL ehf. Innkallar BMW bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á tveim bifreiðum af gerðinni BMW Alpina F10, framleiðsluár frá 2010-2011
28.4.2017
Bílaumboðið Askja innkallar 31 Mercedez Benz bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Askja ehf um innköllun á 31 Mercedes Benz Actros 963, Antos 963, Arocs 964, Atego 967 og Econic 956 bifreiðum.
25.4.2017
Toyota innkallar Land Cruiser bifreiðar
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 296 Land Cruiser 150 bifreiðum, framleiðslutímabil 2015-2016. Ástæða innköllunarinnar er vegna hugsanlegrar bilunar í mengunarvarnarbúnaði.
21.4.2017
Fast ráðningum bönnuð notkun auðkennisins TALENT
Talent ráðningar og ráðgjöf ehf. kvartaði yfir notkun Fast ráðninga á léninu talent.is og fór fram á að félaginu yrði bönnuð öll notkun auðkennisins TALENT. Bæði fyrirtækin starfa við starfsmannaráðningar og ráðgjöf til fyrirtækja því tengdu og eru því keppinautar á markaði.
Page 30 of 92