Fréttasafn
Fréttir og tilkynningar
5.5.2017
Bílaumboðið Askja innkallar Kia bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um innköllun á 3 Kia Niro bifreiðum, framleiddar frá 23. desember 2016 – 4. janúar 2017. Ástæða innköllunarinnar er sú að Kia Motors hefur gefið það út að raftengi við stýristúpumótor gæti verið skemmt eftir samsetningu hjá birgja.
3.5.2017.jpg?proc=Newslist)
BL ehf. Innkallar BMW bifreiðar
.jpg?proc=Newslist)
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. varðandi innköllun á tveim bifreiðum af gerðinni BMW Alpina F10, framleiðsluár frá 2010-2011
28.4.2017
Bílaumboðið Askja innkallar 31 Mercedez Benz bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Askja ehf um innköllun á 31 Mercedes Benz Actros 963, Antos 963, Arocs 964, Atego 967 og Econic 956 bifreiðum.
25.4.2017
Toyota innkallar Land Cruiser bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 296 Land Cruiser 150 bifreiðum, framleiðslutímabil 2015-2016. Ástæða innköllunarinnar er vegna hugsanlegrar bilunar í mengunarvarnarbúnaði.
21.4.2017
Fast ráðningum bönnuð notkun auðkennisins TALENT
Talent ráðningar og ráðgjöf ehf. kvartaði yfir notkun Fast ráðninga á léninu talent.is og fór fram á að félaginu yrði bönnuð öll notkun auðkennisins TALENT. Bæði fyrirtækin starfa við starfsmannaráðningar og ráðgjöf til fyrirtækja því tengdu og eru því keppinautar á markaði.
19.4.2017
Flugeldasalar verða að laga sölusíður sínar
Neytendastofu barst fyrir síðustu áramót nokkur fjöldi ábendinga vegna útsölu hjá flugeldasölum. Í kjölfarið kannaði Neytendastofa sölusíður og auglýsingar fjölda aðila á flugeldamarkaðnum. Neytendastofa lauk málum gagnvart sölusíðunum Gullborg, Alvöru flugeldar, Súperflugeldar, Stjörnuljós.is, Flugeldakaup.is og Flugeldasala.is með ákvörðun.
18.4.2017.jpg?proc=Newslist)
Neytendastofa gerir átak í snuðum
.jpg?proc=Newslist)
Flestir foreldrar líta á snuð sem ómissandi þátt í lífi barns til jafns við bleyjur og barnavagna. Að mörgu er að gæta þegar snuð eru keypt og hafa verður í huga að þeim er ætlað að vera í munni ungra barna. Það skiptir því máli að rétt sé staðið að vali og meðferð snuða til að stuðla að öryggi barnsins.
12.4.2017
Kids II innkallar leikfang

Neytendastofa vekur athygli á innköllun Kids II á Oball rattle vegna slysahættu. Varan hefur verið í sölu frá 1 janúar 2016 t.d. í Toys R Us
11.4.2017
Hekla innkallar Audi Q5 bifreiðar

Hekla hf. kallar inn 81 bíl af gerðinni Audi Q5 með panorama sólþaki árgerð 2011 til 2016. Ástæða innköllunar er möguleg tæring í þrýstihylki fyrir höfuðlíknabelgi, sem getur orðið til þess að þeir geta blásið út án ástæðu og valdið meiðslum á farþegum í aftursætum.
10.4.2017
Neytendastofa vigtar páskaegg
Neytendastofa fer reglulega og vigtar forpakkaðar vörur til að sannreyna að uppgefin þyngd á umbúðum sé í samræmi við þyngd vörunnar.
7.4.2017
Hekla innkallar Volkswagen bifreiðar

Hekla hf. kallar inn 12 bíla af gerðinni Volkswagen Golf, Passat, Up og Transporter árgerð 2017, sem framleiddir voru á afmörkuðu tímabili
3.4.2017
Engey ehf innkallar Tigex snudduband
Neytendastofa vekur athygli á innköllun Engey ehf á Tigex snuddubandi vegna slysahættu. Ástæða innköllunarinnar er sú að smáir hlutir gætu losnað af snuddubandinu og valdið köfnunarhættu
30.3.2017
Ákvörðun Neytendastofu staðfest
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfest ákvörðun Neytendastofu nr. 59/2016. Í ákvörðun Neytendastofu er fjallað um þríþætt brot E-content gegn ákvæðum laga um neytendalán.
29.3.2017
Neytendastofa stoppar sölu á 124 leikföngum
Neytendastofa fékk ábendingu um að mjúkdýr í versluninni Minn heimur væru ekki í lagi. Í kjölfarið var farið í verslunina og 124 mjúkdýr tekin til nánari skoðunar. Við nánari skoðun kom í ljós að það vantaði CE merkið á öll mjúkdýrin en leikföng sem markaðssett eru hér á landi eiga að vera CE merkt.
28.3.2017
Viðskiptahættir Graníthallarinnar bannaðir
Neytendastofa hefur í kjölfar kvartana frá neytendum yfir langvarandi tilboðsauglýsingum Graníthallarinnar eins og „Vegna mikilla eftirspurnar framlengjum við „allt innifalið“ tilboðið á öllum legsteinum“.
27.3.2017
Brimborg innkallar Citroen C4

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf varðandi innköllun á 107 Citroen bifreiðum af gerðinni C4, framleiðsluár 2011-2012. Innköllunin fellst í að skoða ástand festingu fyrir húdd.
21.3.2017
Neytendastofa kannar hávaða í leikföngum

Það er erfitt að gera sér grein fyrri hversu skaðleg áhrif hávaði í leikföngum hefur á heyrn barna, til lengri eða skemmri tíma. Mikilvægt er að hafa í huga að börnin koma til með að heyra hávaðann frá leikfanginu oft á dag. Heyrnaskaði meðal barna hefur aukist enda er það svo að einn afmarkaður hávaði frá leikfangi getur orsakað það að barn tapar heyrn á ákveðnu hljóðsvæði og varanlegum skaða á heyrn
15.3.2017
Bílaumboðið Askja innkallar Mercedez Benz bifreið

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá bílaumboðinu Askja ehf um innköllun á einni Mercedes Benz E220 CDI bifreið, árgerð 2016. Ástæða innköllunarinnar er sú að Í gæðaferli Mercedes-Benz hefur komið upp möguleiki á því að þyngdarskynjara stjórnbox fyrir farþegasæti hafi verið vitlaust sett í
8.3.2017
Toyota innkallar Corolla bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 1458 Toyota Corolla bifreiðum, framleiðslutímabil 2002-2004. Ástæða innköllunarinnar er vegna galla í öryggispúða í stýri. Við árekstur sem er nógu harður til að öryggispúðinn eigi að blása út er mögulegt að drifbúnaðurinn fyrir púðann rifni og púðinn veiti ekki þá vernd sem honum er ætlað.
7.3.2017
Drög að reglugerð um skotelda
Neytendastofa vekur athygli á því að innanríkisráðuneytið hefur birt til umsagnar á vef sínum drög að reglugerð um skotelda. Eins og fram kemur á vef ráðuneytisins felur reglugerðin í sér heildarendurskoðun á gildandi reglugerð um skotelda þar sem tekið er mið af evrópustöðlum en Ísland hefur skuldbundið sig til að innleiða CE-merkingar á skotelda.
3.3.2017
Drög að reglugerð um fasteignalán til neytenda
Neytendastofa vekur athygli á því að fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt til umsagnar á vef sínum drög að reglugerð um fasteignalán til neytenda. Eins og fram kemur á vef ráðuneytisins fjallar reglugerðin um staðlað eyðublað sem nota ska
14.2.2017
Auðkennið Íslenska fasteignasalan
Neytendastofu barst erindi Fasteignasölu Íslands ehf. þar sem kvartað var yfir notkun keppinautarins PRO.Íslenska fasteignasalan ehf. á heitinu „Íslenska fasteignasalan“
13.2.2017
Markaðssetning Norðursiglingar á „Carbon Neutral“
Neytendastofu barst erindi Gentle Giants Hvalaferða ehf. þar sem kvartað var yfir markaðssetningu keppinautarins Norðursiglingar ehf. Taldi Gentle Giants Hvalaferðir að notkun Norðursiglingar á slagorðinu „Carbon Neutral“ væri villandi markaðssetning.
10.2.2017
Framadagar 2017

Neytendastofa tók þátt í framadögum sem í þetta sinn voru hjá Háskólanum í Reykjavík. Forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson heimsótti kynningarbás Neytendastofu og kynnti sér starfsemi hennar og fékk innsýn í tillögur að lokaverkefnum fyrir háskólanema sem tengjast starfsemi stofnunarinnar og neytendavernd á Íslandi eins og sjá má á meðfylgjandi mynd
10.2.2017
Heitið Bjössi 16 ekki bannað
Neytendastofu barst kvörtun frá Bjössa ehf. yfir því að keppinautur fyrirtækisins hafi skráð og noti firmaheitið Bjössi 16 ehf. Taldi Bjössi ehf. að brotið væri á rétti sínum og hætta væri á að ruglast yrði á fyrirtækjunum vegna líkinda heitanna. Starfsemi beggja fyrirtækja tengist akstri vörubifreiða.
Page 32 of 93