Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

22.5.2023

Verslanir í Kringlunni og Smáralind sektaðar

Neytendastofa hefur sektað verslanir í Kringlunni og Smáralind fyrir skort á verðmerkingum. Stofnunin fór í febrúarmánuði og kannaði ástand verðmerkinga í verslunarmiðstöðvunum. Við fyrri skoðun var farið í 100 verslanir og veitingastaði í Kringlunni og 71 verslun og veitingastaði í Smáralind. Gerðar voru athugasemdir við verðmerkingar hjá 61 verslun þar sem ýmist vantaði verðmerkingar á vörur í versluninni, í sýningarglugga eða bæði.
19.5.2023

Frávísun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa vísaði frá kvörtun Ungmennafélags Íslands yfir notkun Landssambands æskulýðsfélaga á auðkenni sínu. Í ákvörðuninni fjallaði Neytendastofa um að kvörtunin hefði takmörkuð áhrif á heildarhagsmuni neytenda og yrði því ekki tekið til efnislegrar meðferðar hjá stofnuninni.
17.5.2023

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa sektaði Cromwell Rugs fyrir villandi auglýsingar í apríl 2022. Í ákvörðun Neytendastofu var um það fjallað að félagið hafi brotið gegn góðum viðskiptaháttum með auglýsingum um að vörur yrðu aðeins fáanlegar í mjög stuttan tíma, að félagið væri að hætta verslun og um það bil að flytja sig um set. Þá gerði stofnunin athugasemdir við að endanlegt verð væri ekki birt í auglýsingum.
15.5.2023

Villandi auglýsingar ÓB um afslátt af eldsneyti

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Olís ehf., vegna auglýsinga um afslátt á völdum sjálfsafgreiðslustöðvum ÓB.
10.5.2023

Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu vegna kynninga Ilva um rýmingarsölu.
3.5.2023

Loftslagsdagurinn 2023

Neytendastofa tekur þátt í Loftslagsdeginum 2023 sem fer fram 4. maí í Hörpu og beinu streymi. Á Loftslagsdeginum koma saman margir af helstu sérfræðingum þjóðarinnar í loftslagsmálum og útskýra umræðuna á mannamáli.
24.4.2023

Jólabjóradagatal Nýju Vínbúðarinnar

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um brot Nýju Vínbúðarinnar vegna skorts á upplýsingum á heimasíðu félagsins. Því til viðbótar veitti verslunin rangar upplýsingar um réttindi neytenda þegar kemur að fjarsölu. Á málið rætur að rekja til sölu verslunarinnar á Jólabjóradagatölum til neytenda þar sem þeim var neitað um að skila vörunni þrátt fyrir skýran rétt til að falla frá samningi.
21.4.2023

Villandi fullyrðing Origo

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Origo hf. vegna fullyrðingar í auglýsingum félagsins um að Bose QuietComfort Earbuds II væri með „besta noise cancellation í heimi“.
17.4.2023

Dekk1 sektað

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Dekkja- og bílaþjónustunni ehf., rekstraraðila dekk1.is, vegna auglýsinga og kynningar á tilboðum á dekkjum í tengslum við Cyberviku félagsins, vísun til svokallaðs „gámatilboðs“ og tilboði á dekkjum sem tóku gildi eftir að Cyberviku félagsins lauk.
4.4.2023

Myrk mynstur hjá vefverslunum

Neytendastofa tók þátt í samræmdri skoðun neytendayfirvalda í Evrópu um notkun á myrkum mynstrum (e. Dark Patterns) hjá vefverslunum. Skoðunin var gerð af 23 stofnunum og tók til 399 vefverslana hjá seljendum af ýmsum vörum, allt frá vefnaðarvörum til raftækja.
31.3.2023

Verðmerkingar í leigubifreiðum

Neytendastofa vekur athygli á því að þann 1. apríl taka gildi ný lög um leigubifreiðaakstur. Þar er meðal annars fjallað um verðupplýsingar og Neytendastofu falið eftirlit með þeim ákvæðum.
1.3.2023

Ófullnægjandi verðmerkingar Nettó á bókum og leikföngum

Neytendastofu bárust ábendingar um að engar verðmerkingar væru sjáanlegar á bókum og leikföngum í verslunum Nettó í Mjódd og Krossmóa og eingöngu væri notast við verðskanna eða QR kóða.
22.2.2023

Villandi auglýsingar Nýju Vínbúðarinnar

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart rekstraraðila Nýju Vínbúðarinnar vegna villandi auglýsinga
16.2.2023

Google skuldbindur sig til að veita neytendum skýrari og nákvæmari upplýsingar í samræmi við reglugerðir ESB

Neytendastofa vekur athygli á því að í kjölfar viðræðna við Samstarfsnet neytendayfirvalda í Evrópu (Consumer Protection Cooperation - CPC) hefur Google samþykkt að gera breytingar í samræmi við athugasemdir yfirvaldanna. Áhersla var lögð á skort á gagnsæi og skýrum upplýsingum til neytenda og ætlar Google að kynna breytingar á Google Store, Google Play Store, Google Hotels og Google Flights.
20.1.2023

Neytendastofa gerir athugun á skilmálum tölvuverslana

Neytendastofa framkvæmdi nýverið athuganir á því hvort tölvuverslanir sem selja vörur sínar m.a. í gegnum vefverslanir uppfylltu kröfur um upplýsingagjöf til neytenda í samræmi við ákvæði laga um neytendasamninga nr. 16/2016. Í þetta skiptið lagði stofnunin áherslu á birtingu upplýsinga um réttinn til að falla frá samningi og skyldu til að birta upplýsingar um lögbundinn rétt neytenda þegar söluhlutur reynist gallaður. Fyrirtæki þau sem voru til skoðunar voru Origo, Epli, Tölvutek, Tölvulistinn, Elko, Kísildalur, Computer.is, Opin Kerfi og Macland.
28.12.2022

Veitingastaðir í mathöllum sektaðir

Neytendastofa hefur sektað 12 veitingastaði fyrir ófullnægjandi verðmerkingar. Í kjölfar ábendinga um að magnstærðir drykkja vantaði á matseðla margra veitingastaða í mathöllum fóru fulltrúar Neytendastofu í verðmerkingareftirlit í mathallir. Athugaðar voru almennar verðmerkingar og hvort magnstærðir drykkja kæmu fram. Slíkar upplýsingar eru mikilvægar fyrir neytendur til að meta verð drykkja þar sem þeir geta verið í mjög ólíkum magnstærðum.
22.12.2022

Gleðilega hátíð

Starfsfólk Neytendastofu óskar öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Um leið viljum við vekja athygli á að stofnunin er lokuð á Þorláksmessu. Hægt er að senda ábendingar í gegn um mínar síður á heimasíðu Neytendastofu.
21.12.2022

Fiskbúðir sektaðar fyrir ófullnægjandi verðmerkingar

Neytendastofa framkvæmdi nýverið athugun á ástandi verðmerkinga í fiskbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Var athugað hvort vörur væru verðmerktar með söluverði og einingarverði.
20.12.2022

Fyrra verð og útsala hjá Ormsson

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Ormsson ehf. vegna kynninga fyrirtækisins á lækkuðu verði ýmissa sjónvarpa. Neytendastofu bárust ábendingar um að sjónvörp á vefsíðunni hafi aldrei verið til sölu á uppgefnu fyrra verði og að auglýstur afsláttur hefði verið umfram sex vikur. Þá hefði skort tilgreiningu prósentuafsláttar á auglýstum TAX FREE afslætti félagsins.
20.12.2022

Neytendastofa sektar ILVA vegna TAX FREE auglýsinga

Neytendastofu varð vör við TAX FREE auglýsingar ILVU sem birtust á facebooksíðu ILVA og á vefsíðu félagsins, www.ilva.is en ekki var tilgreint prósentuhlutfall afsláttarins. Við meðferð málsins kom fram af hálfu ILVA að vegna mistaka hafi láðst að tilgreina afsláttarprósentu á hluta þeirra auglýsinga sem voru birtar.
20.12.2022

Tax free auglýsingar Heimkaupa

Neytendastofu barst ábending um að Wedo ehf., rekstraraðili vefsíðunnar heimkaup.is, hefði auglýst tax free afslætti á vefsíðu sinni án þess að tilgreina prósentuhlutfall verðlækkunarinnar.
9.12.2022

Verðmerkingar á vefsíðunni heitirpottar.is

Neytendastofu barst ábending vegna skorts á verðupplýsingum á vefsíðunni heitirpottar.is, sem rekin er af Fiskikóngnum ehf. Undir meðferð málsins var bætt við verðmerkingum á margar vörur á vefsíðunni en þrátt fyrir ítrekanir Neytendastofu var ekki bætt við verðmerkingum á yfirlitssíður og eingöngu tilgreint „verð frá“ þar sem hægt er að velja mismunandi útgáfur af sömu vöru.
9.12.2022

Fullyrðingar í auglýsingum Verna

Neytendastofu barst ábending vegna auglýsinga og markaðssetningar tryggingafélagsins Verna MGA ehf. á samfélagsmiðlum þar sem auglýstur var allt að 120.000 kr. sparnaður með því að færa sig yfir til Verna. Varðaði ábendingin fullyrðingarnar „Teitur lækkaði tryggingarnar sínar um 120 þúsund krónur á ári með því að færa sig yfir til Verna“, „Heba lækkaði tryggingarnar sínar um 54 þúsund krónur á ári með því að færa sig yfir til Verna“ og „Svala lækkaði tryggingarnar sínar um 74.500 krónur á ári með því að færa sig yfir til Verna“. Fór Netyendastofa fram á að félagið sannaði fullyrðingarnar.
14.11.2022

Frávísun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa vísaði frá án efnislegrar meðferðar erindi frá Volcano hótel ehf. Í erindinu er kvartað yfir notkun Skjálftavaktarinnar ehf. á heitinu Hótel Volcano eða Volcano hótel í rekstri sínum. Erindinu var vísað frá með vísan til þess að áhersla skuli lög á mál sem brýnust þykja fyrir heildarhagsmuni neytenda.
10.11.2022

Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi

Neytendastofa tók ákvörðun um að kynning Costco á endurnýjun aðildar væri villandi. Í skilmálum Costco um endurnýjun aðildar kemur fram að endurnýjun sé fyrir 12 mánaða tímabil miðað við upphaflega skráningu, aðild sem sé endurnýjuð innan tveggja mánaða frá því að núverandi aðild rann út, verði endurnýjuð í 12 mánuði frá því að gildistíminn rann út en að aðild sem sé endurnýjuð tveimur mánuðum eða seinna, eftir að hún rennur út, verði framlengd um 12 mánuði frá dagsetningu endurnýjunar.

Page 3 of 92

TIL BAKA