Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

17.9.2021

Fullyrðingar Orkunnar bannaðar

Neytendastofa hefur bannað fullyrðingar sem notaðar hafa verið í auglýsingum Orkunnar. Auglýst var lægsta verðið eða ódýrasta eldsneytið á höfuðborgarsvæðinu og í öllum landshlutum.
17.9.2021

Hekla innkallar 105 Audi bifreiðar

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi 105 Audi bifreiðar af árgerð 2009 - 2019 af ýmsum gerðum. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er að hugbúnaður í vélartölvu veldur því að útblástursmengun er meiri en leyfilegt er og ekki í samræmi við reglugerð.
15.9.2021

Sölu- og afhendingarbann á grímubúninga hjá Hagkaup

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur bannað sölu og afhendingu á grímubúningum frá framleiðandanum Disguise Inc. sem seldir voru í verslunum Hagkaups án CE-merkis. Á meðfylgjandi myndum eru umræddir búningar, en hið sama á við um aðra búninga frá sama framleiðanda sem bera ekki CE-merkið.
10.9.2021

Sektir vegna verðmerkinga

Neytendastofa hefur sektað Gulla Arnar bakarí, Kjötbúðina, Kjötkompaní og Sælkerabúðina fyrir að fara ekki að fyrirmælum stofnunarinnar um verðmerkingar.
9.9.2021

Innköllun og sölubann á leikföngum hjá Eyrnes

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur fyrirskipað innköllun og bannað sölu og afhendingu á tjaldhúsi fyrir börn og ungbarnaleikteppi með píanói sem voru seld hjá Hópkaup.is. Eyrnes ehf. er innflytjandi varanna. Tjaldhúsið er samsett úr ýmsum smáum hlutum ásamt stórri ábreiðu sem börnin byggja sér hús úr. Ungbarna leikteppið er hins vegar útbúið rafhlöðuknúnu píanói með áföstum ramma og hangandi munum.
8.9.2021

Toyota á Íslandi ehf innkallar 284 Toyota bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi ehf um að innkalla þurfi 284 Toyota bifreiðar af ýmsum gerðum af árgerð 2020 til 2021. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að DCM kerfið virki ekki sem skyldi vegna hugbúnaðarvillu.
8.9.2021

Samanburðarauglýsing Múrbúðarinnar

Neytendastofu barst kvörtun frá Húsasmiðjunni hf. vegna auglýsingar Múrbúðarinnar ehf. Í auglýsingunni var verð á Colorex Vagans 7 málningu Múrbúðarinnar borið saman við verð á Lady Vegg 10 málningu Húsasmiðjunnar á Íslandi og í Danmörku.
7.9.2021

Sölu- og afhendingarbann á leikfanga kolkrabba frá BSV

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur bannað sölu og afhendingu á leikfanginu „Reversible Octopus Plush“ sem var selt af BSV ehf. í gegnum vefsíðuna hopkaup.is. Leikfangið er í formi kolkrabba sem á að endurspegla í hvaða skapi notandi þess er. Kolkrabbinn Plush var seldur í fimm mismunandi litasamsetningum.
2.9.2021

Auglýsingar Heimkaups bannaðar

Neytendastofu bárust ábendingar vegna auglýsingar Heimkaups um fría heimsendingu. Í auglýsingunni sagði m.a. „frítt heim til þín á 2 tímum“, „Við erum tilbúin og sendum frítt til þín“ og „við sendum frítt.“ Skilyrði fyrir heimsendingunni voru þau að aðili væri staddur á höfuðborgarsvæðinu og keypti vörur fyrir að lágmarki 14.900 kr. (seinna 7.900 kr.) Þá var þjónustan undanskilin fyrir kaup á fyrirferðamiklum eða þungum vörum.
1.9.2021

BL ehf innkalla 86 Subaru VX bifreiðar

Subaru vörumerki
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um að innkalla þurfi 86 Subaru VX bifreiðar af árgerð 2018-2019. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að boltar á festingu fyrir jafnvægisstöng geti losnað.
31.8.2021

Tesla motors Iceland innkallar 24 Model 3 bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Tesla motors Iceland um að innkalla þurfi 24 Model 3 bifreiðar af árgerð 2018 - 2021. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að herða þurfi bolta í bremsudælum.
4.8.2021

Bílaumboðið Askja ehf. innkallar 132 Mercedes-Benz Sprinter bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílaumboðinu Öskju ehf um að innkalla þurfi 132 Mercedez-Bens Sprinter bifreiðar. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að hosa fyrir stýrisvökva getur losnað.
4.8.2021

Brimborg ehf innkallar 137 Volvo bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um að innkalla þurfi 137 Volvo S60, V60, V60CC, S90, V90, V90CC, S90L, XC60 og XC90 bifreiðar af árgerð 2019 - 2020. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að öryggi fyrir eldsneytisdælu springi. Ef það gerist veldur það gangtruflunum.
3.8.2021

Hekla hf innkallar 1820 bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um að innkalla þurfi 1820 Mitsubishi ASX (2018-2020), Eclipse Cross (2018-2021) og Outlander (2017-2020). Ástæða innköllunarinnar er að vegna forritunarvillu er mögulegt að ákeyrsluviðvörunarkerfi að framan, greini ranglega myndir frá myndavél bílsins og virkji sálfvirka helmlun og viðvörunarskilaboð.
28.7.2021

Hyundai á Íslandi innkallar 105 Hyundai Tucson bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Hyundai á Íslandi um að innkalla þurfi 105 Hyundai Tucson NX4 HEP/PEHV af árgerð 2020-2021. Ástæða innköllunarinnar er að viðkomandi ökutæki uppfylla ekki Evrópureglugerðir um lyklalaust aðgengi ef bilun á sér stað.
21.7.2021

Apótek sektuð vegna verðmerkinga.

Neytendastofa skoðaði ástand verðmerkinga í apótekum í Reykjanesbæ og hefur nú lagt stjórnvaldssektir á þrjú þeirra. Skoðunin tók til fimm apóteka á svæðinu og voru í fyrstu heimsókn gerðar athugasemdir við þau öll. Í skoðununum var sérstaklega kannað hvort vörur væri verðmerktar, hvort verðmerking væri rétt og hvort verðmerkingar fyrir aftan afgreiðsluborð væru nægilega sýnilegar neytendum. Þeim fyrirmælum var beint til allra apótekanna að bæta verðmerkingar. Skoðuninni var fylgt eftir með nýrri skoðun og kom í ljós að ekki hafði verið nægilega bætt úr verðmerkingum í þremur af fimm apótekum.
21.7.2021

Tilboð á vefsíðu Beautybar.

Neytendastofa hefur bannað Ivi ehf., rekstraraðila Beautybar, að kynna lækkað verð á vefsíðu sinni án þess að verðlækkun væri raunveruleg. Í kjölfar ábendinga óskaði Neytendastofa eftir því að Beautybar sannaði að vörur hefðu verið seldar á fyrra verði. Í skýringum Beautybar kom fram að fyrra verð væri það verð sem vörurnar væru seldar á í verslun í Kringlunni.
20.7.2021

Auðkennið MÓI

Neytendastofu barst kvörtun frá Yrkil ehf. þar sem kvartað var yfir notkun Fjord ehf. á auðkenninu og vörumerkinu MÓI. Í kvörtuninni er rakið að Yrkill telji notkun Fjord á auðkenninu villandi, brjóta gegn vörumerkjarétti Yrkils og sé til þess fallin að neytendur ruglist á fyrirtækjunum. Fjord hafnaði þessu og benti á að félögin væru hvorki í samkeppni né á sama markaðssvæði og því engin ruglingshætta fyrir hendi.
19.7.2021

Sumarlokun kvörðunarþjónustu Neytendastofu

Neytendastofa vill minna á að kvörðunarþjónusta Neytendastofu verður lokuð í sumar frá 19. júlí til og með 6. ágúst.
16.7.2021

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa lauk ákvörðun um vaxtabreytingu Arion banka vegna samnings frá Frjálsa Fjárfestingarbankanum. Samkvæmt ákvörðuninni braut skilmáli samningsins gegn lögum um neytendalán og vaxtabreyting Arion banka á grundvelli skilmálans braut gegn góðum viðskiptaháttum
13.7.2021

Suzuki innkallar 329 Jimny jeppa

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílum hf. um að innkalla þurfi 329 Suzuki Jimny bifreiðar af árgerð 2018-2020. Ástæða innköllunarinnar er mögulegur hönnunargalli í raflögnum í hurðum að framan. Raflagnir geta skemmst við það að opna og loka hurðum.
12.7.2021

Eimskip og KOMA innkalla endurskinsmerki

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur borist tilkynning frá Eimskip Ísland ehf. og KOMA ehf. um innköllun félagsins á endurskinsmerkjum sem voru afhent neytendum. Eru endurskinsmerkin í formi akkeris og merkt Eimskipum, sbr. meðfylgjandi mynd. Voru merkin framleidd af KOMA.
9.7.2021

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofu barst kvörtun frá Ungmennafélagi Íslands yfir notkun Landssambands æskulýðsfélaga á auðkenninu Landssamband ungmennafélaga. Þegar erindið barst Neytendastofu hafði Ungmennafélag Íslands
30.6.2021

Hekla innkallar 1820 Mitsubishi

Vörumerki Mitsubishi
Hekla hefur tilkynnt um innköllun á Mitsubishi af gerðinni ASX, Eclipse Cross og Outlander árgerð 2017 til 2020. Ástæða innköllunar er sú að vegna forritunarvillu er hætta á að árekstrarviðvörunarkerfi að framan (FCM) greini ranglega myndir frá myndavél bílsins
25.6.2021

Tilboðsmerkingar 100 bíla ehf.

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart bílasölunni 100 bílar vegna tilboðsauglýsinga fyrirtækisins. Neytendastofu barst ábending þar sem kvartað var yfir að bifreiðar voru auglýstar á tilboði án þess að fyrra verð væri tilgreint og að tilboðið hafi varað lengur en í sex vikur. Þá var kvartað yfir að þrátt fyrir að auglýst hafi verið að um takmarkað magn væri að ræða kæmi ekki fram í auglýsingunum hversu margar bifreiðar væru fáanlegar á tilboðsverði.

Page 3 of 88

TIL BAKA