Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

24.8.2023

Verslanir 66°Norður, Hagkaups, Herralagersins og Kulda í Skeifunni sektaðar

Neytendastofa gerði skoðun á ástandi verðmerkinga hjá verslunum í Skeifunni í lok maí s.l. Farið var í 45 verslanir og gerð athugun á hvort söluvörur væru verðmerktar auk þess sem skoðað var sérstaklega hvort verðmerkingar væru sýnilegar á útstillingum, t.d. í sýningargluggum. Í fyrri heimsóknum voru gerðar athugasemdir við 14 verslanir sem bæta þurftu verðmerkingar.
26.7.2023

Nýja Vínbúðin sektuð

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á rekstraraðila Nýju Vínbúðarinnar vegna brota gegn ákvörðun Neytendastofu.
25.7.2023

Ólögmætar auglýsingar Svens á nikótínvörum

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gegn Svens ehf. vegna auglýsinga á nikótínvörum. Í ákvörðuninni er annars vegar fjallað um auglýsingar framan á verslunum Svens og hins vegar auglýsingar sem voru birtar á samfélagsmiðlum.
19.7.2023

Endurgreiðsla flugmiða sem keyptir eru af ferðaskrifstofum á netinu

Neytendastofa vekur athygli á að í kjölfar viðræðna við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa þrjár stórar ferðaskrifstofur á netinu skuldbundið sig til að upplýsa neytendur betur ef flugi er aflýst og að flytja endurgreiðslur til neytenda frá flugfélögum innan sjö daga. Þetta þýðir að neytendur fá endurgreitt innan 14 daga frá því að fluginu er aflýst.
10.7.2023

Ólavía og Oliver og Penninn í Mjódd sektuð

Neytendastofa gerði skoðun á ástandi verðmerkinga í smærri verslunarkjörnum á höfuðborgarsvæðinu í lok maí s.l. Farið var í 40 verslanir og skoðað hvort söluvörur væru verðmerktar auk þess sem skoðað var sérstaklega hvort verðmerkingar væru sýnilegar á útstillingum, t.d. í sýningarglugga. Í fyrri heimsóknum voru gerðar athugasemdir við 12 verslanir sem bæta þurftu verðmerkingar.
5.7.2023

Ekki tilefni til athugasemda vegna heitanna Fríhöfn og Duty Free

Með úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála nr. 13/2021 var ákvörðun Neytendastofu um notkun Fríhafnarinnar á heitunum „duty Free“ og „fríhöfn“ felld úr gildi og lagt fyrir stofnunina að taka málið til nýrrar meðferðar. Niðurstaða áfrýjunarnefndar neytendamála byggði á því að málið hafi ekki verið nægjanlega upplýst áður en ákvörðun var tekin í því að því er varði upplýsingagjöf til neytenda um opinberar álögur á vörur úr verslunum fyrirtækisins.
4.7.2023

Verðmerkingar á vefsíðu Nettó

Neytendastofu hefur tekið ákvörðun vegna verðmerkinga Samkaupa hf. í vefverslun Nettó þar sem einingarverð vantaði á fjölda vara á vefsíðunni.
3.7.2023

Birta CBD ehf. sektað vegna fullyrðinga á vefsíðunni birtacbd.is

Neytendastofu hefur tekið ákvörðun vegna fullyrðinga um virkni snyrtivara á vefsíðu Birtu CBD ásamt framsetningu auglýsinga og kynninga á vefsíðunni.
30.6.2023

Ársskýrsla Neytendastofu 2022 er komin út.

Í skýrslunni er að finna tölfræði afgreiddra stjórnsýslumála ársins auk umfjöllunar um helstu verkefni stofnunarinnar. Þannig er gerð grein fyrir stjórnsýslumálum sem voru fyrirferðamikil á árinu eins og málum tengd umhverfisvernd, auglýsingum á samfélagsmiðlum og upplýsingum við fjarsölu. Auk þess er fjallað um ýmis önnur verkefni sem áhrif höfðu á starfsemi stofnunarinnar, svo sem niðurstöður dómsmála, útgáfa leiðbeininga auk erlends og innlends samstarfs.
26.6.2023

Ólögmæt notkun Stjörnugrís á þjóðfána Íslendinga

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Stjörnugrís hf. vegna óheimilar notkunar félagsins á þjóðfána íslendinga á umbúðum fyrir Smass hamborgara sem voru að stærstum hluta framleiddir úr þýsku nautakjöti.
22.5.2023

Verslanir í Kringlunni og Smáralind sektaðar

Neytendastofa hefur sektað verslanir í Kringlunni og Smáralind fyrir skort á verðmerkingum. Stofnunin fór í febrúarmánuði og kannaði ástand verðmerkinga í verslunarmiðstöðvunum. Við fyrri skoðun var farið í 100 verslanir og veitingastaði í Kringlunni og 71 verslun og veitingastaði í Smáralind. Gerðar voru athugasemdir við verðmerkingar hjá 61 verslun þar sem ýmist vantaði verðmerkingar á vörur í versluninni, í sýningarglugga eða bæði.
19.5.2023

Frávísun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa vísaði frá kvörtun Ungmennafélags Íslands yfir notkun Landssambands æskulýðsfélaga á auðkenni sínu. Í ákvörðuninni fjallaði Neytendastofa um að kvörtunin hefði takmörkuð áhrif á heildarhagsmuni neytenda og yrði því ekki tekið til efnislegrar meðferðar hjá stofnuninni.
17.5.2023

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa sektaði Cromwell Rugs fyrir villandi auglýsingar í apríl 2022. Í ákvörðun Neytendastofu var um það fjallað að félagið hafi brotið gegn góðum viðskiptaháttum með auglýsingum um að vörur yrðu aðeins fáanlegar í mjög stuttan tíma, að félagið væri að hætta verslun og um það bil að flytja sig um set. Þá gerði stofnunin athugasemdir við að endanlegt verð væri ekki birt í auglýsingum.
15.5.2023

Villandi auglýsingar ÓB um afslátt af eldsneyti

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Olís ehf., vegna auglýsinga um afslátt á völdum sjálfsafgreiðslustöðvum ÓB.
10.5.2023

Ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu vegna kynninga Ilva um rýmingarsölu.
3.5.2023

Loftslagsdagurinn 2023

Neytendastofa tekur þátt í Loftslagsdeginum 2023 sem fer fram 4. maí í Hörpu og beinu streymi. Á Loftslagsdeginum koma saman margir af helstu sérfræðingum þjóðarinnar í loftslagsmálum og útskýra umræðuna á mannamáli.
24.4.2023

Jólabjóradagatal Nýju Vínbúðarinnar

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um brot Nýju Vínbúðarinnar vegna skorts á upplýsingum á heimasíðu félagsins. Því til viðbótar veitti verslunin rangar upplýsingar um réttindi neytenda þegar kemur að fjarsölu. Á málið rætur að rekja til sölu verslunarinnar á Jólabjóradagatölum til neytenda þar sem þeim var neitað um að skila vörunni þrátt fyrir skýran rétt til að falla frá samningi.
21.4.2023

Villandi fullyrðing Origo

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Origo hf. vegna fullyrðingar í auglýsingum félagsins um að Bose QuietComfort Earbuds II væri með „besta noise cancellation í heimi“.
17.4.2023

Dekk1 sektað

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart Dekkja- og bílaþjónustunni ehf., rekstraraðila dekk1.is, vegna auglýsinga og kynningar á tilboðum á dekkjum í tengslum við Cyberviku félagsins, vísun til svokallaðs „gámatilboðs“ og tilboði á dekkjum sem tóku gildi eftir að Cyberviku félagsins lauk.
4.4.2023

Myrk mynstur hjá vefverslunum

Neytendastofa tók þátt í samræmdri skoðun neytendayfirvalda í Evrópu um notkun á myrkum mynstrum (e. Dark Patterns) hjá vefverslunum. Skoðunin var gerð af 23 stofnunum og tók til 399 vefverslana hjá seljendum af ýmsum vörum, allt frá vefnaðarvörum til raftækja.
31.3.2023

Verðmerkingar í leigubifreiðum

Neytendastofa vekur athygli á því að þann 1. apríl taka gildi ný lög um leigubifreiðaakstur. Þar er meðal annars fjallað um verðupplýsingar og Neytendastofu falið eftirlit með þeim ákvæðum.
1.3.2023

Ófullnægjandi verðmerkingar Nettó á bókum og leikföngum

Neytendastofu bárust ábendingar um að engar verðmerkingar væru sjáanlegar á bókum og leikföngum í verslunum Nettó í Mjódd og Krossmóa og eingöngu væri notast við verðskanna eða QR kóða.
22.2.2023

Villandi auglýsingar Nýju Vínbúðarinnar

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun gagnvart rekstraraðila Nýju Vínbúðarinnar vegna villandi auglýsinga
16.2.2023

Google skuldbindur sig til að veita neytendum skýrari og nákvæmari upplýsingar í samræmi við reglugerðir ESB

Neytendastofa vekur athygli á því að í kjölfar viðræðna við Samstarfsnet neytendayfirvalda í Evrópu (Consumer Protection Cooperation - CPC) hefur Google samþykkt að gera breytingar í samræmi við athugasemdir yfirvaldanna. Áhersla var lögð á skort á gagnsæi og skýrum upplýsingum til neytenda og ætlar Google að kynna breytingar á Google Store, Google Play Store, Google Hotels og Google Flights.
20.1.2023

Neytendastofa gerir athugun á skilmálum tölvuverslana

Neytendastofa framkvæmdi nýverið athuganir á því hvort tölvuverslanir sem selja vörur sínar m.a. í gegnum vefverslanir uppfylltu kröfur um upplýsingagjöf til neytenda í samræmi við ákvæði laga um neytendasamninga nr. 16/2016. Í þetta skiptið lagði stofnunin áherslu á birtingu upplýsinga um réttinn til að falla frá samningi og skyldu til að birta upplýsingar um lögbundinn rétt neytenda þegar söluhlutur reynist gallaður. Fyrirtæki þau sem voru til skoðunar voru Origo, Epli, Tölvutek, Tölvulistinn, Elko, Kísildalur, Computer.is, Opin Kerfi og Macland.

Page 2 of 91

TIL BAKA