Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

24.6.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfesti ákvörðun Neytendastofu. Olís og Atlantsolía kvörtuðu til Neytendastofu yfir auglýsingum og kynningarefni Orkunnar þar sem fram kom að Orkan byði ávallt upp á lægsta eldsneytisverðið eða ódýrasta eldsneytið töldu félögin fullyrðingarnar ekki standas
22.6.2015

Norræn neytendayfirvöld samhæfa aðgerðir gegn duldum auglýsingum

Á fundi norrænna neytendayfirvalda í Osló þann 15. – 16. júní síðastliðinn var meðal annars rætt að duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum hafa aukist á undanförnum árum. Breið samstaða er um aukið norrænt samstarf og samhæfingu aðgerða á þessum vettvangi. Þetta kemur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu norræna neytendayfirvalda sem birtist í dag.
18.6.2015

Um 2500 tilkynningar varðandi hættulegar vörur í Evrópu

Á árinu 2014 voru samtals 2.435 tilkynningar um hættulegar vörur á heimasíðu Rapex. Þetta kemur fram í ársskýrslu Rapex sem nú hefur verið gefin út fyrir árið 2014. Flestar vörurnar voru leikföng, fatnaður, vefnaðarvörur og tískuvörur. Rapex er tilkynningarkerfi eftirlitsstjórnvalda þar sem koma fram ábendingar til allra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu varðandi hættulegar vörur.
16.6.2015

Neytendastofa kannar blöðrur

Mynd með frétt
Neytendastofa fór núna á dögunum og kannaði merkingar á blöðrum. Á pakkningunni þarf að koma fram að blöðrur séu ekki fyrir átta ára og yngri til að blása upp. Farið var í Hagkaup, Nettó, Krónuna, Bónus, Rúmfatalagerinn, Partýbúðina, A4 og Megastore. Alls voru 350 blöðrur skoðaðar og voru allar merkingar á þeim í lagi.
15.6.2015

Neytendastofa sektar bakarí

Neytendastofa hefur í kjölfar eftirlits með verðmerkingum í bakaríum á höfuðborgarsvæðinu sektað þrjú fyrirtæki vegna ástands verðmerkinga. Eftirlit Neytendastofu fólst í því að skoða ástand verðmerkinga í miklum fjölda bakaría annars vegar í febrúar og hins vegar í apríl 2015. Í seinni eftirlitsferð Neytendastofu hafði ástand verðmerkinga batnað umtalsvert
14.6.2015

Go Green heimilt að nota gogreencars.is

Neytendastofu barst kvörtun frá bílaleigunni Green Car þar sem kvartað var yfir notkun bílaleigunnar Go Green á léninu gogreencars.is. Taldi Green Car lénið svo líkt léni Green Car, greencar.is, að hætta væri á að neytendur rugluðust á fyrirtækjunum.
12.6.2015

Viljayfirlýsingu á milli Íslands og Alþýðulýðveldisins Kína

Innanríkisráðuneytið og Stjórnardeild Alþýðulýðveldisins Kína um gæðaeftirlit, skoðanir og sóttvarnir hafa undirritað viljayfirlýsingu á milli ríkjanna eða MOU (e. Memorandum of Understanding). Samkomulagið hefur verið í vinnslu síðan Liu Yuting, aðstoðarráðherra heimsótti Ísland árið 2013. Frá þeim tíma hafa sérfræðingar skipst á drögum sem eru nú endanleg og var yfirlýsingin undirrituð þann 11. júní síðastliðinn
12.6.2015

Ábyrgðir þegar raftæki eru keypt á netinu

Neytendastofa tók síðast liðið haust þátt í samræmdri skoðun neytendayfirvalda á Evrópska efnahagssvæðinu á samtals 437 vefsíðum sem selja raftæki (t.d. farsíma, tölvur, myndavélar og sjónvörp). Þar af voru 12 íslenskar vefsíður skoðaðar af Neytendastofu sem valdar voru með hliðsjón af stærð og vinsældum
11.6.2015

Tiger innkallar viðarvélmenni

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Tiger vegna innköllunar á viðarvélmenni vegna verksmiðjugalla. Þessi útgáfa af vélmennum getur verið hættuleg þar sem eyrun á hliðunum geta dottið af og valdið köfnunarhættu
10.6.2015

Leiðbeiningar Neytendastofu um auðþekkjanlegar auglýsingar

Mega auglýsingar vera í formi „frétta“? Má borga fyrir góða umfjöllun um sig í dagblaði eða tímariti eða jafnvel fyrir slæma umfjöllun um keppinaut? Þurfa bloggarar að segja frá því þegar þeir skrifa um vörur eða þjónustu sem þeir hafa fengið gefins?
9.6.2015

BL ehf innkallar 61 Subaru Outback bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 61 Subaru Outback bifreiðar af árgerðinni 2015.
8.6.2015

Innköllun Apple á Beats Pill XL ferðahátalara

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist ábending um innköllun Apple á Beats Pill XL ferðahátalara. Það er mat Apple að í undantekningartilvikum geti rafhlaðan í ferðahátalaranum ofhitnað og valdið brunahættu sem ollið gæti minniháttar líkams- eða eignatjóni
5.6.2015

Sektarákvörðun staðfest

Neytendastofa lagði 50.000 kr. stjórnvaldssekt á JR húsið, sem rekur Bíla áttuna, fyrir ófullnægjandi verðmerkingar í lok árs 2014. Bíla áttan kærði ákvörðunina til áfrýjunarnefndar og fór fram á að hún yrði felld úr gildi enda væri óeðlilegt og skjóti skökku við að leggja stjórnvaldssekt á félagið eftir að lagfæringum á verðmerkingum hafi verið lokið.
3.6.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa taldi ekki ástæðu til aðgerða í tilefni kvörtunar Iceland Taxi yfir notkun Iceland Taxi Tours á auðkenninu, eins og fram kom í ákvörðun stofnunarinnar nr. 52/2014.
29.5.2015

BL ehf innkallar 98 Renault Master III og Trafic III bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 35 Renault Master III og 52 Renault Trafic III bifreiðar af árgerðunum 2014-2015. Ástæða innköllunarinnar er að athuga þarf lásfestingu fyrir ytri hurðahúna
28.5.2015

Samanburður Augljós ekki villandi

Neytendastofu barst kvörtun frá Sjónlagi yfir samanburðarauglýsingu Augljóss þar sem borin voru saman verð á laser augnaðgerðum. Taldi Sjónlag auglýsinguna villandi og ósanngjarna bæði gagnvart neytendum og keppinautum m.a. þar sem bornar voru saman aðgerðir framkvæmdar með ólíkum aðferðum.
27.5.2015

BL ehf innkallar 1.989 Nissan og Subaru bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 1462 Nissan Double Cab, Almera, Patrol, Terrano og X-Trail einnig 527 Subaru Impreza/WRX bifreiðar af árgerðunum 2004 - 2007.
26.5.2015

Hvert á að leita ef flug tefst eða fellur niður vegna verkfalls?

Félagsmenn VR hafa boðað til verkfalls, m.a. í flugafgreiðslu, dagana 31. maí og 1. júní næstkomandi og allsherjarverkfalls frá 6. júní næstkomandi. Óljóst er að hvaða áhrif þetta mun hafa á flugsamgöngur en gott er fyrir neytendur að vita hvert á að leita.
25.5.2015

Toyota á Íslandi að innkallar 1279 RAV4, Hilux og Yaris

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 1149 RAV4, 63 Hilux og 67 Yaris bifreiðar af árgerðum 2003 til 2005. Ástæða innköllunar er að raki geti á löngum tíma og við
22.5.2015

Auglýsingar Proderm

Neytendastofa hefur lokið ákvörðun vegna kvörtunar Beiersdorf yfir fullyrðingum í auglýsingum Celsus á Proderm sólarvörn. Kvörtun Beiersdorf var í mörgum liðum þar sem kvartað var yfir níu fullyrðingum bæði í auglýsingum og á vefsíðu. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að í fimm tilvikum væru neytendum veittar villandi upplýsingar og því lagt bann við birtingu fullyrðinganna í
22.5.2015

IKEA innkallar PATRULL KLÄMMA og PATRULL SMIDIG öryggishlið

Neytendastofa vekur athygli á innköllun IKEA á PATRULL KLÄMMA og PATRULL SMIDIG öryggishliðum sem fest er með þvingum, en það getur skapast slysahætta ef hliðin eru notuð efst í stigaop.
21.5.2015

Toyota innkallar 4309 Yaris og Corolla bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 4309 Yaris og Corolla bifreiðar af árgerðum 2001 til 2006. Ástæða innköllunarinnar er galli í öryggispúðum, röng hleðsla í drifbúnaði öryggispúðanna
13.5.2015

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir ákvörðun Neytendastofu

Isavia ohf. hafði kvartað til Neytendastofu vegna notkunar Húsbílaleigunnar ehf. á heitinu „Keflavík Airport Car Rental“ og léninu keflavikairportcarrental.is
12.5.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Með ákvörðun nr. 32/2014 bannaði Neytendastofa Símanum hf. að auglýsa að félagið hefði yfir að ráða stærsta farsímaneti landsins án þess að nánari skýringar fylgdu með fullyrðingunni
9.5.2015

Kæru Hagsmunasamtaka heimilanna vísað frá áfrýjunarnefnd

Hagsmunasamtök heimilanna höfðu kvartað til Neytendastofu vegna auglýsinga Samtaka atvinnulífsins. Neytendastofa vísaði kvörtun samtakanna frá þar sem Samtök atvinnulífsins séu frjáls félagasamtök sem stundi ekki viðskipti og að hinar umkvörtuðu auglýsingar snúi ekki að kynningu á vöru,

Page 41 of 92

TIL BAKA