Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

29.9.2015

Neytendastofa sektar sjö matvöruverslanir

Neytendastofa hefur sektað sjö rekstraraðila matvöruverslana fyrir að fara ekki að fyrirmælum stofnunarinnar um að bæta verðmerkingar. Voru verslanirnar sektaðar um samtals 6.050.000 kr.
28.9.2015

Rúmfatalagerinn innkallar hluta af barnaferðarúmi

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun hjá Rúmafatalagernum á skiptiborði sem fylgir barnaferðarúmi Sanibel/Nappedam vörunúmer 3902206. Varan hefur verið til sölu í öllum verslunum Rúmfatalagersins frá ágúst 2013.
23.9.2015

Skorkort neytendamála sýnir þörf á úrlausnarleiðum utan dómstóla

Skorkort neytendamála fyrir árið 2015 sýnir að markaður fyrir rafræn viðskipti yfir landamæri hefur enn tækifæri til að stækka. Aðspurðir svörðu 61% neytenda því að þeir upplifi sig öruggari í viðskiptum í sínu ríki heldur en yfir landamæri. Skorkortið, sem einblínir að þessu sinni á rafrænan innri markaði, leiðir einnig í ljós að vantraust, landfræðilegar hindranir og mismunun í verði eru enn helstu hindranirnar fyrir rafræn viðskipti yfir landamæri.
18.9.2015

Ilva innkallar barnarúm

Mynd með frétt
Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun Ilvu á Malik barnarúmum vegna mögulegrar slysahættu. Ástæða innköllunar er sú að barnarúmin eru ekki nægilega örugg og uppfylla ekki kröfur um öryggi.
16.9.2015

Námskeið vigtarmanna 5. – 7. Október

Neytendastofa mun daganna 5. - 7. október standa fyrir almennu námskeiði fyrir vigtarmenn. Námskeiðið fer fram í húsakynnum Neytendastofu að Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Námskeiðið veitir þeim sem ljúka því réttindi til að starfa sem löggildir vigtarmenn. Námskeiðið verður einnig tengt með fjarfundarbúnaði við fræðslu- og símenntunarmiðstöðina Visku í Vestmannaeyjum.
14.9.2015

Samanburðarauglýsingar Skjásins brutu ekki gegn lögum

Neytendastofu barst kvörtun frá 365 miðlum ehf. vegna samanburðarauglýsinga Skjásins ehf. á Skjá Einum þar sem bornar voru saman ágæti sjónvarpsáskrifta Skjásins og Stöð 2.
11.9.2015

Neytendastofa sektar bílasölur

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að tvær bílasölur skuli greiða dagsektir þar til fullnægjandi úrbætur hafa verið gerðar á vefsíðum fyrirtækjanna. Neytendastofa gerði skoðun á vefsíðum allra bílasala með notaða bíla og gerði kröfur um úrbætur þar sem þörf var á.
11.9.2015

Slæmt ástand verðmerkinga á Hellu og Hvolsvelli

Neytendastofa gerði könnun í júlí sl. á ástandi verðmerkinga hjá 15 fyrirtækjum á Hellu og Hvolsvelli. Þessari könnun var svo fylgt eftir í lok ágúst og var ástand skoðað hjá þeim sex verslunum sem stofnunin hafði gert athugasemdir við eftir fyrri heimsókn
4.9.2015

Seinni eftirlitsferð á Selfoss og í Hveragerði

Neytendastofa gerði könnun á ástandi verðmerkinga og hvort að það væri ekki samræmi á milli hillu- og kassaverðs hjá 54 verslunum í Hveragerði og á Selfossi. Kom í ljós að verðmerkingar voru ekki í lagi í 23 fyrirtækjum. Þegar könnuninni var fylgt eftir kom í ljós að níu fyrirtæki höfðu ekki farið eftir fyrirmælum Neytendastofu um að lagfæra verðmerkingarnar hjá sér.
2.9.2015

Ólavía og Óliver innkalla barnabók

Mynd með frétt
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Ólavíu og Óliver vegna innköllunar á Heimess barnabók með áfastri snuðkeðju. Ástæða innköllunarinnar er köfnunarhætta þar sem keðjan getur fest í koki barns
25.8.2015

Aðeins ein vefsíða í lagi

Neytendastofa gerði könnun á 15 íslenskum vefsíðum sem selja barnafatnað á netinu. Athugað var hvort vefsíðurnar uppfylltu kröfur um merkingar á fatnaði og hvort fullnægjandi upplýsingar væru að finna um viðkomandi söluaðila. Af þeim síðum sem skoðaðar voru var aðeins ein vefsíða í lagi
21.8.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest að hluta

Neytendastofa bannaði DV ehf. birtingu fullyrðingarinnar „frítt“ og „í kaupbæti“ í auglýsingum dagblaðsins á áskriftarleið með iPad spjaldtölvu. Taldi stofnunin að kostnaður vegna iPad spjaldtölvunarinnar í áskriftarleið DV
20.8.2015

Úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála

Neytendastofa tók með bréfi dags. 13. mars 2015 þá ákvörðun um að taka kvörtun varðandi neytendalán ekki til efnislegrar meðferðar eða frekari afgreiðslu.
20.8.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa bannaði bakaríinu Reynir bakari að notast við orðið konditori í vörumerki og auglýsingum með ákvörðun 6/2015. Stofnuninni hafði borist kvörtun frá Konditorsambandi Íslands þar sem fram kom að ábyrgðaraðili bakarísins hafi ekki réttindi til að nota þetta lögverndaða starfsheiti
19.8.2015

Ákvörðun Neytendastofu staðfest

Neytendastofa tók þá ákvörðun þann 29. janúar 2015 að ekki væri ástæða til aðgerða vegna viðskiptahátta Eignamiðlunar Suðurnesja ehf. við gerð samnings um söluþjónustu fasteignasala. Með úrskurði nr. 4/2015 staðfesti áfrýjunarnefnd neytendamála þá niðurstöðu.
19.8.2015

Máli vísað frá áfrýjunarnefnd neytendamála

Kredia ehf. og Smálán ehf. kærðu til áfrýjunarnefndar neytendamála þá ákvörðun Neytendastofu að leggja dagsektir á félögin þar til farið yrði að ákvörðun Neytendastofu nr. 28/2014 um útreikning á árlegri hlutfallstölu kostnaðar.
17.8.2015

94% neytenda vilja aðstoð Neytendastofu

Ársskýrsla Neytendastofu er komin út. Í skýrslunni er m.a. að finna niðurstöður úr þjóðmálakönnun Háskóla Íslands þar sem fram kemur að 94% neytenda vilja fá aðstoð Neytendastofu ef þeir eru ósáttir eða lenda í vandræðum í viðskiptum sínum við kaup og sölu á vörum eða þjónustu
14.8.2015

Könnun á mat- og drykkjaseðlum í Reykjavíkur

Neytendastofa kannaði veitingastaði og kaffihús í og við miðbæ Reykjavíkur í þeim tilgangi að athuga hvort farið væri eftir reglum um verðmerkingar. Skoðað var hvort matseðill væri við inngöngudyr og hvort upplýsingar um magn drykkja kæmu þar fram
13.8.2015

BL ehf innkallar 157 Subaru bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. að innkalla þurfi 79 Subaru Forester og 78 Subaru XV Impreza bifreiðar af árgerðunum 2012-2014.
11.8.2015

Toyota innkallar 3563 bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 2899 Yaris og 664 Hilux bifreiðar af árgerðum 2006-2011. Ástæða innköllunarinnar er galli í öryggispúðum,
5.8.2015

BL ehf innkallar 146 Land Rover bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. að innkalla þurfi 146 Land Rover bifreiðar af árgerðinni 2006-2012.
31.7.2015

BL ehf innkallar Range Rover bifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. að innkalla þurfi 29 Range Rover bifreiðar af árgerðinni 2013-2016. Ástæða innköllunarinnar er að það getur gerst að hurðir bílanna lokist ekki tryggilega
29.7.2015

Toyota innkallar 119 Aygo bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 119 Aygo bifreiðar af árgerðinni 2014-2015.
27.7.2015

Það þarf að bæta verðmerkingar í Vestmannaeyjum

Neytendastofu hafa í gegnum tíðina borist fjöldi ábendinga varðandi verðmerkinga í Vestmannaeyjum. Fulltrúar stofnunarinnar fóru í kjölfar þess til Vestmannaeyja í byrjun júlí og gerðu könnun á því hvort verðmerkingar hjá verslunum uppfylltu skilyrði laga og reglna.
24.7.2015

Ástand verðmerkinga á Árborgarsvæðinu og í Hveragerði

Neytendastofa athugaði í júní sl. hvort að samræmi væri á milli hillu- og kassaverð í 20 verslunum í Árborg og Hveragerð, um leið var athugað hvort að verðmerkingar væru í lagi og hvort vogir í kjörborði matvöruverslana væru löggiltar. Farið var á 10 bensínstöðvar, þrjú apótek, fimm matvöruverslanir og tvær byggingavöruverslanir.

Page 39 of 92

TIL BAKA