Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

18.5.2007

Áfrýjunarnefnd neytendamála fellir úr gildi ákvörðun Neytendastofu í máli Haga hf.

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur með úrskurði í máli nr. 1/2007 fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu nr. 18/2006.
4.5.2007

Neytendastofa hlýtur faggildingu bresku faggildingarstofunnar

Neytendastofa hefur hlotið faggildingu frá bresku faggildingarstofunni (UKAS) um alþjóðlega hæfni hennar til þess að kvarða ýmis mælitæki fyrir viðskiptavini kvörðunarþjónustu Neytendastofu. Framangreind faggilding á kvörðunarþjónustu Neytendastofu er gerð eftir staðlinum ÍST EN ISO 17025:2005 um kvörðunarstofur sem er einnig í samræmi við ÍST EN 9001:2000 um gæðastjórnunarkerfi. Neytendastofa fagnar því að nú er í fyrsta sinn unnt að veita alþjóðlega viðurkenndar kvarðanir á mælitækjum hér á landi. Alþjóðleg viðskipti gera í síauknum mæli ráð fyrir að aðferðum gæðastjórnunar sé beitt jafnt hjá framleiðendum sem og rannsóknastofum sem starfa í þágu atvinnulífsins.
2.5.2007

Ársskýrsla markaðseftirlits raffanga fyrir árið 2006

Komin er út ársskýrsla markaðseftirlits raffanga fyrir árið 2006. Þar kemur m.a. fram að farið var í 299 heimsóknir til söluaðila raffanga á síðasta ári og 9.968 rafföng „skimuð" í þessum heimsóknum.
30.4.2007

Ákvörðun Neytendastofu nr. 10/2007

Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Vélar og þjónusta ehf. hafi með notkun firmanafnsins brotið gegn ákvæðum 5. og 12. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins.
26.4.2007

Ákvörðun Neytendastofu nr. 9/2007

Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að notkun Matfugls ehf. á auðkenninu fiskinöggar brjóti ekki gegn 5. og 12. gr. laga
24.4.2007

Viðhorf viðskiptavina kvörðunarþjónustu Neytendastofu

Könnun var fyrir nokkru send 40 stærstu viðskiptavinum kvörðunarþjónustunnar um viðhorf til hennar.
18.4.2007

Niðurstöður eftirlits Neytendastofu með verðlækkunum veitingahúsa

Viðskiptaráðherra óskaði eftir því að Neytendastofa hefði eftirlit með því hvort breytingar sem ríkisstjórn Íslands samþykkti á skattlagningu matvæla og sem tók gildi 1. mars 2007 myndi skila sér í verðlækkun til neytenda.
3.4.2007

Réttindi flugfarþega

Á heimsíðu Neytendastofu eru nú aðgengilegar upplýsingar um réttindi flugfarþega
2.4.2007

Mötuneyti grunnskólanna könnun á verðmyndun á mat til skólabarna

Neytendastofa hefur sent bréf til sveitarstjórna með beiðni um að stofnuninni verði sendar upplýsingar um hvert sé hlutfall annars kostnaðar en hráefniskostnaðar í gjaldtöku fyrir seldan mat í grunnskólum landsins.
28.3.2007

Ákvörðun Neytendastofu nr. 8/2007

Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Eggert Kristjánsson hf.hafi með notkun umbúða utan um Rautt Royal Ginseng brotið gegn ákvæðum 5. og 12. gr. laga nr. 57/2005.
19.3.2007

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfestir niðurstöðu Neytendastofu

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur í máli nr. 6/2006 staðfest niðurstöðu Neytendastofu um að aðhafast ekki vegna kvörtunar yfir léninu blog.is.
16.3.2007

Ákvörðun Neytendastofu nr. 7/2007

Neytendastofa hefur tekið til afgreiðslu kvörtun OSG hf. yfir notkun Orku ehf. á firmanafninu Orku.
16.3.2007

Ákvörðun Neytendastofu nr. 5/2007

Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Traust þekking ehf. hafi brotið gegn ákvæðum 5. og 6. gr. laga nr. 57/2006 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins
16.3.2007

Innköllun á hættulegum lömpum

Neytendastofa innkallar hættulega borðlampa (hugsanlega standlampa einnig) sem seldir voru af Geymslusvæðinu ehf. (sala varnarliðseigna) á síðari helmingi síðasta árs, 2006, t.d. í Blómavalshúsinu við Sigtún í Reykjavík.
1.3.2007

Nýr samningur um markaðseftirlit raffanga

Þann 26. febrúar 2007 var, að undangengnu útboði, undirritaður samningur milli Neytendastofu og Aðalskoðunar hf. um skoðun raffanga á markaði.
5.2.2007

Neytendastofa vekur athygli á innköllun IKEA á PARODI glervasa

Upp hafa komið tilfelli þar sem botninn á PARODI vasanum hefur skyndilega brotnað þegar honum hefur verið lyft. Sjö viðskiptavinir erlendis hafa skorið sig og fimm hafa þurft að leita sér aðstoðar á slysadeild.
1.2.2007

Verðlagsábendingar frá almenningi

Í framhaldi af ákvörðun ríkisstjórnarinnar um lækkun á virðisaukaskatti af matvælum og þjónustu veitinga- og gistihúsa frá og með 1. mars. 2007 telur Neytendastofa nauðsynlegt að virkja almenning til eftirlits með verði á vörum og þjónustu við þessi tímamót.
30.1.2007

Ákvörðun Neytendastofu nr. 4/2007

Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Vetrarsól ehf. hafi með óviðeigandi ummælum um keppinaut sinn brotið gegn ákvæðum 5. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins.
22.1.2007

Ákvörðun Neytendastofu nr. 3/2007

Atlantik ehf. kvartaði yfir notkun Trans-Atlantic ehf. á firmanafni sínu
22.1.2007

Ákvörðun Neytendastofu nr. 2/2007

Neytendastofa telur að Skjárinn miðlar ehf. hafi með skráningu lénsins sirkus.is vísvitandi verið að vekja með neytendum hugmyndir um tengsl sjónvarpsstöðvarinnar Sirkus við Skjáinn miðla ehf.
22.1.2007

Ákvörðun Neytendastofu nr. 1/2007

Neytendastofa hefur tekið til afgreiðslu erindi Nýju tæknihreinsunarinnar ehf. þar sem kvartað er yfir notkun Tæknihreinsunar ehf. á firmanafninu.
22.1.2007

Ákvörðun nr. 1/2007

Neytendastofa hefur tekið til afgreiðslu erindi Nýju tæknihreinsunarinnar ehf. þar sem kvartað er yfir notkun Tæknihreinsunar ehf. á firmanafninu.
4.1.2007

Nýjar ákvarðarnir Neytendastofu

Neytendastofa hefur nýverið tekið ákvörðun í þremur málum
22.12.2006

Lifandi ljós getur verið lifandi hætta

Neytendastofa vill að gefnu tilefni brýna fyrir neytendum að fara varlega með kerti og kertaskreytingar.
21.12.2006

Látum ekki rafmagnið setja brennimark sitt á heimilið um jólin

Um þessar mundir er notkun hvers kyns skrautljósa meiri en á öðrum tímum ársins. Notkun sakleysislegra ljósakeðja getur verið hættuleg séu þær ekki meðhöndlaðar á réttan hátt

Page 86 of 92

TIL BAKA