Fara yfir á efnisvæði
Fréttasafn

Fréttir og tilkynningar

14.3.2016

Toyota innkallar 1575 bifreiðar

Lógó toyota
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 1575 Rav4 bifreiðar af árgerðum frá 2006-2012.
9.3.2016

Brimborg ehf innkallar Volvo

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf um innköllun á 90 bifreiðum af tegundunum Volvo XC60, V60, V60cc, S60, XC70, V70, S60cc allar af árgerðinni 2016.
3.3.2016

Vigtarmannanámskeið

Námskeið til löggildingar vigtarmanna var haldið 18 – 20 janúar. Í húsakynnum Neytendastofu í Reykjavík sátu 13 þátttakendur námskeiðið en samtímis sátu 3 þátttakendur á Ísafirði námskeiðið með aðstoð fjarfundarbúnaðar.
2.3.2016

BL ehf. innkallar Nissan Juke

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 2 Nissan Juke bifreiðum árgerð 2015. Ástæða innköllunarinnar er röng kvörðunar stilling á vélarstjórnbox
25.2.2016

BL ehf. innkallar Subaru

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 12 Subaru bifreiðum árgerð 2015, af tegundinni Impreza / XV. Ástæða innköllunarinnar er möguleg bilun í startara sem getur komið í veg fyrir að bíll starti sér eða hljóð byrjar að heyrast í startara. Endurforrita þarf vélartölvuna.
22.2.2016

BL innkallar sendibifreiðar

Lógó BL
Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 67 Renault Master III af árgerðunum 2012-2014.
18.2.2016

Auglýsingar Úranus ehf. á Toyota bifreiðum.

Neytendastofu barst erindi Toyota á Íslandi ehf. þar sem kvartað var yfir auglýsingum Úranusar ehf. á ábyrgðartíma bifreiða. Með ákvörðun Neytendastofu frá árinu 2014 var komist að því að auglýsingar Úranusar ehf. væru villandi.
17.2.2016

Neytendalánum ehf. gert að greiða dagsektir

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um að Neytendalán ehf., sem rekur smálánafyrirtækin 1909, Múla og Hraðpeninga, eigi að greiða dagsektir að fjárhæð 20.000 kr. á dag þar til félagið bætir úr upplýsingagjöf á vefsíðum sínum.
16.2.2016

Neytendastofa lætur prófa öryggi barnarúma

Mynd með frétt
Neytendastofa tók þátt í evrópsku samstarfsverkefni á síðasta ári þar sem öryggi barnaferðarúma og barnarimlarúma var skoðað. Fjöldi slysa verður á hverju ári þar sem ung börn slasast vegna barnarúma. Foreldrar eiga að geta treyst því að börnin séu örugg í barnarimlarúmum eða barnaferðarúmum
12.2.2016

Neytendastofa sektar golfverslun fyrir verðmerkingar

Neytendastofa hefur lagt stjórnvaldssekt á eina golfverslun fyrir verðmerkingar í versluninni. Verðmerkingareftirlit stofnunarinnar fór í golfverslanir á höfuðborgarsvæðinu í nóvember sl. þar sem skoðaðar voru verðmerkingar í verslun auk þess sem verðmerkingar og upplýsingar um fyrirtækið voru skoðaðar á vefsíðum.
5.2.2016

Könnun Neytendastofu á flugeldamarkaðnum

Mynd með frétt
Neytendastofa fór í átaksverkefni í desember 2015 og byrjun janúar 2016 vegna sölu skotelda. Sérstök áhersla var lögð á sölu skotelda á netsíðum. Átakið var gert vegna fjölda ábendinga sem bárust stofnuninni í desember sl. um að skoteldar væru seldir með miklum afslætti án þess að hafa verið seldir á tilgreindu fyrra verði.
5.2.2016

Sameiginlegt átak í öryggi hlaupahjóla

Mynd með frétt
Neytendastofa hefur í samstarfi við eftirlitsstofnanir í Evrópu farið í átak vegna öryggis hlaupahjóla. Skoðuð voru yfir 5000 hlaupahjól, úr þeim voru valin um 700 hjól sem skoðuð voru nánar og af þeim tekin eintök sem send voru til prófunar í Frakklandi. Yfir 94% af hlaupahjólunum sem send voru til prófunar reyndust ekki í lagi.
1.2.2016

Ákvörðun um dagsektir vegna heitisins Loftið

Neytendastofa hefur lagt dagsektir á Boltabarinn ehf. þar til fyrirtækið hefur farið að ákvörðun Neytendastofu.
26.1.2016

Innréttingar og tæki sektað vegna útsöluauglýsinga

Neytendastofa hefur sektað Innréttingar og tæki fyrir villandi útsöluauglýsingar. Stofnuninni barst kvörtun frá Múrbúðinni þar sem félagið taldi tilboðs og útsöluauglýsingar Innréttinga og tækja andstæðar góðum viðskiptaháttum. Athugasemdirnar voru þríþættar
21.1.2016

Aukin neytendavernd við netbókun ferða og ferðapakka

Mynd með frétt
Núgildandi EES reglur um pakkaferðir (alferðir) eiga rót að rekja allt aftur til ársins 1990. Frá þeim tíma hefur framboð á ódýrum flugfargjöldum og sala á netinu aukist stórlega og einnig hvernig að ferðamenn skipuleggja og kaupa sér orlofsferðir með ferðapökkum sem þeir sjálfir setja saman.
19.1.2016

Ákvarðanir Neytendastofu staðfestar

Með ákvörðunum Neytendastofu nr. 30/2015 og 33/2015 var verslunum Vietnam Market ehf. og Samkaup ehf. rekstraraðila Nettó gert að greiða sektir vegna skorts á verðmerkingum í verslunum sínum.
18.1.2016

BL ehf innkallar 247 Nissan bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 247 Nissan Note bifreiðum. Um er að ræða bifreiðar framleiddar á tímabilinu 30.08.2005-31.12.2011 Ástæða innköllunarinnar er sú að komið hefur fram í gæðaeftirliti loftpúða framleiðandans Takata að möguleiki er á að aukinn þrýstingur komi upp þegar loftpúði virkjast, með þeim afleiðingum að púðinn rifni.
16.1.2016

IKEA innkallar trommukjuða og tungutrommu

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á innköllun IKEA á LATTJO trommukjuðum eða LATTJO tungutrommu vegna slysahættu. Leikföngin hafa verið í sölu hjá IKEA um allan heim síðan í nóvember 2015.
14.1.2016

Bernhard innkallar Honda Pilot bifreiðar

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf að innkalla þurfi tvær Honda Pilot bifreiðar. Ástæða innköllunar er að við árekstur þenjast loftpúðar farþega- og /eða bílstjóramegin út og geta hugsanlega vegna óeðlilegs innri þrýstings í púðunum borist agnir úr umgjörð þeirra inn í farþegarými og í versta falli valdið meiðslum á farþegum.
7.1.2016

Tilkynning um slysahættu vegna Neyðarkalls

Mynd með frétt
Neytendastofa vekur athygli á tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg vegna lyklakippu, Neyðarkall björgunarsveitanna, sem seld var í nóvember 2015. Í tilkynningunni kemur fram að dagana 5. – 7. nóvember sl. hafi farið fram árleg fjáröflun Slysavarnarfélagsins Landsbjargar (SL) með sölu á Neyðarkallinum.
5.1.2016

Réttur neytenda ef vara er gölluð – 2 ár eða 5 ár

Neytendastofa vill að gefnu tilefni benda neytendum á að réttur neytenda til að bera fram kvörtun vegna vöru sem reynist gölluð er 2 ár ef um er að ræða almenna vöru
4.1.2016

Neytendastofa leitar upplýsinga um handblys

Neytendastofa óskar eftir upplýsingum og aðstoð vegna slysa sem urðu vegna handblysa um áramótin. Í fjölmiðlum hefur komið fram að alls hafi 7 börn slasast vegna handblysa og grunur er um að þau hafi verið gölluð.
29.12.2015

Neytendur sýni varúð

Mynd með frétt
Flugelda og skotkökur er leyfilegt að selja og nota á tímabilinu 28. desember til 6. janúar. Skoteldar eru í eðli sínu hættuleg vara sem gerir ríkar kröfur til þess að neytendur sýni aðgæslu við meðferð og notkun þeirra.
22.12.2015

Skoðun á forpökkuðum laxi og tígrisrækjum.

Neytendastofa skoðaði í byrjun desember forpakkaðan lax frá Betri vörum og forpakkaðar tígrisrækjur frá Innnes. Ákveðið var að skoða umræddar vörur eftir að athugasemdir bárust frá neytendum um að ekki væri samræmi á milli merkinga á umbúðum og nettóþyngdar vöru. Þyngd laxins var ekki í samræmi við það sem stóð á pakkningunni heldur var 20% lægra verð.
22.12.2015

Neytendastofa bannar tilboðsauglýsingar PEP flugelda

Neytendastofa hefur bannað birtingu auglýsingar PEP flugelda þar sem kemur fram að tilboð sé á flugeldum.

Page 37 of 92

TIL BAKA